Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 58
58
Bókasafnið 39. árg. 2015
Meistarinn og Margaríta
eftir Mikhaíl Búlgakov (1891-1940)
Af eintómri og innantómri skyldurækni (les hégóma) liggur
sú kvöð á mér eins og mara, að geta skilað af mér sómasam-
legu svarhlutfalli játandi þegar ég tek þátt í spurningakönn-
unum á netinu um það hvaða heimsbókmenntir ég hef lesið.
Fyrir mörgum árum keypti ég enska þýðingu Meistarans og
Margarítu. Hana hef ég ekki lesið þrátt fyrir nokkrar heiðar-
legar tilraunir. Ég gafst alltaf upp á öðrum kafl anum sem
minnti mig óþægilega á fermingarfræðslu:
Skipunum landstjórans var framfylgt hratt og af nákvæmni.
Sólin, sem brenndi Jerúsalem af óvenjulegum ofsa þennan
dag, var enn ekki komin í hádegisstað þegar landstjórinn
og settur forseti öldungaráðsins, Jósef Kaífas, æðstiprestur
Júdeu, mættust á efri garðsvölunum, þar sem tvö hvít
marmaraljós héldu vörð um stigann.
(Búlgakov, Meistarinn og Margaríta, bls. 33)
Ég vissi heldur ekki hvort Búlgakov tilheyrði rússneskum
risum 19. aldar eða annarri meira módern kynslóð. Ég hafði
lesið Bræðurna Karamazov eftir Dostojevskíj og Feður og syni
eftir Turgenév sem mér fannst þungar afl estrar en góðar. Að
vísu hafði ég lesið Hundshjarta (1925) eftir Búlgakov sem er
ærslafull og hárbeitt.
Þessi fyrri kynni mín af rússneskum bókmenntum gerðu
það að verkum að ég taldi fullvíst að Meistarinn og Margaríta
hlyti að fj alla um fj ölskyldudrama efri millistéttar, líklega af
aðalsættum, og ekki útilokað að einhver stórkostlega krass-
andi, siðferðisleg álitamál myndu spila þar inn í.
Á síðasta ári áskotnaðist mér eintak af Meistaranum og
Margarítu á íslensku frá 1981 í þýðingu Ingibjargar Haralds-
dóttur ásamt formála eftir Árna Bergmann. En þess má geta að
Árni Bergmann (2001) skrifaði seinna ítarlegan ritdóm um
skáldsöguna. Meistarinn og Margaríta var skrifuð af rússneska
rithöfundinum Mikhaíl Búlgakov (1891-1940) og er af mörgum
talin ein besta skáldsaga sem skrifuð hefur verið. Búlgakov hóf
að skrifa bókina 1928 en hafði ekki lokið við hana þegar hann
dó árið 1940. Af þeim sökum eru til fl eiri en ein útgáfa af bók-
inni sem hver um sig er að einhverju leyti höfundarverk rit-
stjóra útgáfunnar.
Styttri útgáfa af sögunni var birt í tímaritinu Moskva á sjötta
áratugnum. Hún var fyrst gefi n út í bókarformi árið 1967 í
Frankfurt. Hún kom seinna út í Rússlandi árið 1973 í útgáfu rit-
stýrðri af Önnu Saakyants. Árið 1989 ritstýrði Lidiya Yanovskaya
nýlegri útgáfu sem talin er betri. Þýðing Ingibjargar frá 1981
byggir á útgáfu Saakyants sem í dag er talin lakari.
Meistarinn og Margaríta samanstendur af tveimur aðskildum
sögum; önnur gerist að mestu í Moskvu í samtímanum og hin
30-33 e. Kr. og segir frá píslargöngu Jesú Krists. Ég las í einni
umfj öllun að innri tími beggja sagnanna væru fj órir dagar en
við lestur bókarinnar virtist lengri tími líða. Kannski er það
vegna þess að skipst er á því að segja frá hvorri sögunni fyrir sig
á milli kafl a. Á sama tíma er sagan margræð svo hún verður
tímalaus og abstrakt. Inntak sögunnar er ekki línuleg fram-
vinda hefðbundins söguþráðar heldur stórkostleg frásögn af
einstökum sögupersónum í óraunverulegum aðstæðum sem
hafa víða skírskotun út fyrir landfræðileg svæði eða tímabil.
Bækur og líf
Hrafn Malmquist