Morgunblaðið - 27.07.2016, Page 2

Morgunblaðið - 27.07.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Sérfræðingar í sjávarfangi í 12 ár Sími: 867 6677 | humarsalan@humarsalan.is | humarsalan.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Hún Fjóla Hlín Ófeigsdóttir stóðst ekki mátið og fór að sulla þegar hún gekk fram á freistandi poll í Reykjavík síðdegis í gær. Enda er fátt skemmtilegra en slíkt polla- sull og -hopp þegar maður er tveggja ára. Þá skemmir heldur ekki fyrir að vera í rétta fótabún- aðinum til slíkra athafna. Veðrið lék við Fjólu Hlín og aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsins sunnan- og vestan- verðs í gær. Hæsti hiti gærdags- ins mældist í Skaftafelli, þar sem hann var 22,9 stig. Í Reykjavík fór hitinn hæst í 19 stig. Búist er við svipuðum hitatölum í dag um landið sunnan- og vest- anvert, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Er líður á vikuna mun kólna smám saman; á fimmtudag, föstudag og laug- ardag er spáð norðlægri átt, súld og rigningu með köflum um land- ið norðan- og austanvert. Spáð er skýjuðu vestantil en bjartviðri sunnan- og suðvest- anlands. Líkur eru á síðdegis- skúrum, einkum á Suðurlandi. Hiti verður 7 til 19 stig, hlýjast suðvestanlands. Á sunnudag og mánudag verður áfram norðlæg átt, skýjað víðast hvar og væta í flestum landshlutum. Gangi veðurspár eftir verður þá bjartast og hlýjast um landið sunnan- og vestanvert. Sullað og hoppað á sólskinsdegi Morgunblaðið/Ófeigur Veðrið lék við landsmenn sunnan- og vestantil í gær og því sama er spáð í dag Skúli Halldórsson sh@mbl.is Engar viðræður hafa farið fram á milli stjórnarandstöðuflokkanna um hvað skuli gera strax að loknum væntanlegum þingkosningum í haust. Þetta segir Oddný Harðar- dóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún segist ekki sjá möguleika á samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. „Í samstarfi við aðra flokka viljum við auðvitað ná fram helstu stefnu- málum jafnaðarmanna,“ segir Oddný, en vill aðspurð ekki tjá sig um samstarf flokkanna á árunum 2007 til 2009. „Ég var ekki einu sinni í Samfylk- ingunni þegar sú ákvörðun var tek- in. En eins og staðan er núna þá sé ég ekki flöt á samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn.“ Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, hefur talað fyrir því að flokkar lýsi því yfir með hverj- um þeir myndu helst vilja starfa. „Þannig hafa kjósendur skýra hugmynd um hvar mögulegt sam- starf muni eiga sér stað. Mér finnst það einkenni á góðri pólitískri menn- ingu að fólk viti að hverju það gangi.“ Katrín, eins og Oddný, segist ekki sjá neinn flöt á samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn á Alþingi. „Mér fannst hann stimpla sig út úr samstarfi við stjórnarandstöðuna þegar formaður flokksins sagðist myndu standa gegn öllum kerfis- breytingum, líkt og þeirri breyttu stjórnarskrá sem við viljum sjá.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, segist ekki vilja úti- loka samstarf við neina flokka fyr- irfram. „Hins vegar geta aðrir flokkar úti- lokað að þeir séu til í að vinna að því sem við gerum að grundvallarfor- sendu fyrir samstarfi. Ein þeirra for- sendna er upptaka nýrrar stjórnar- skrár,“ segir Helgi. „Það er því ekki svo að við útilok- um samstarf við aðra, heldur getur verið svo að sumir flokkar uppfylli ekki þau skilyrði sem við gerum fyrir samstarfi. Það er ljóst að Sjálfstæð- isflokkurinn gerir það ekki.“ „Fólk viti að hverju það gangi“  Formenn Samfylkingar og Vinstri grænna segjast ekki sjá flöt á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn  Þingmaður Pírata segir Sjálfstæðisflokkinn ekki uppfylla skilyrði sem Píratar geri um samstarf Oddný Harðardóttir Katrín Jakobsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson Lögreglumenn á Akranesi og í Borgarnesi skiptast nú á að hafa eftirlit með byggðarlögunum tveimur að næturlagi, í stað sólar- hringsvakta á báðum stöðum. Þetta segir Ólafur Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á Vest- urlandi. „Við fórum af stað með sólar- hringsvaktir eftir sameiningu emb- ættanna 1. janúar 2015. Þá voru fjórir lögreglumenn á vakt á tveim- ur bílum,“ segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið. „Í sumar urðum við hins vegar að skera niður vegna skorts á fjár- heimildum. Bakvaktir eru þó á báð- um stöðum að vakt lokinni og því hægt að ræsa menn út ef eitt- hvað kemur upp á.“ Hann segir út- lit fyrir að ekki verði sólar- hringsvakt hjá embættinu í vet- ur, þar sem í bí- gerð sé nýtt vaktakerfi sem byggist á fáskipaðri lögreglu en verið hefur hingað til. Fyrir sameiningu lögregluemb- ættanna á Snæfellsnesi, í Dölum, Borgarnesi og á Akranesi var ekki notast við sólarhringsvaktir. Eftir sameininguna var hins vegar ákveðið að hefja slíkt fyrirkomulag á suðursvæði hins nýja embættis, það er á Akranesi og í Borgarfirði. Markmiðið með sameiningu emb- ættanna hafi enda verið, að sögn Ólafs, að styrkja löggæsluna. „En við virðumst einfaldlega ekki hafa efni á því. Nú erum við því að snúa þeirri eflingu við og í vetur verðum við líkast til komin á sama stað og við vorum á fyrir sam- einingu.“ Veikindi lögreglumanna hafa þá sett bókstaflegt strik í reikning lög- reglunnar að sögn Ólafs. „Á öllu síðasta ári voru að jafnaði tveir menn frá vinnu, meðal annars sökum langtímaveikinda. Þá þurft- um við afleysingamenn í staðinn og þá eru tveir á launum og tveir til að leysa þá af,“ segir hann og bætir við að slík tilvik fáist ekki lengur bætt úr ríkissjóði. „Það var hægt að fá bætt að öllu leyti eða að hluta til, þó aldrei í reynd nema að hluta til, en ráðu- neytið hefur nú lokað á þann mögu- leika. Nú fer þetta beint af fjár- heimildum embættisins.“ sh@mbl.is Hafa ekki efni á eflingunni  Styrking löggæslu á Vesturlandi gengið til baka á 2 árum Ólafur Guðmundsson Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Vatnið fer alltaf auðveldustu leið og því getur þrýstingur leitt vatnið upp úr vatnsleiðslukerfinu og getur komið upp um klósettin heima hjá fólki sem býr í gömlu hverfunum,“ segir Stefán Sveinsson, verkstjóri fráveitu hjá Veitum ohf. sem er und- irfélag Orkuveitunnar. „En það ger- ist ekki í nýrri hverfunum, því þar er tvöfalt kerfi og skólplagnir ekki tengdar kerfinu.“ Í fyrradag fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 28 útköll út af vatnslekamálum sem er með því mesta sem það hefur lent í á einum degi. Ástæðan er sú að mjög mikil rigning féll á skömmum tíma, þann- ig að álagið á frárennsliskerfið var meira en það er á miklum rigninga- tímum á vorin. Sjávarföllin voru ekki há þegar þetta gerðist, en ef þau eru há geta þau tafið frárennslið og jafnvel myndað þrýsting á móti. Frárennsliskerfið, sérstaklega í Vesturbænum, í mýrunum og við Háskóla Íslands yfirfylltist, því kerfið tekur ekki nógu mikið við. Vatnið fer alltaf auðveldustu leið og því verður þrýstingurinn upp á við og getur þrýst upp vatni um klósett- in hjá öllum. Hvernig gerðist þetta að það urðu svona mörg lekamál? „Stysta svarið við því er að það varð ofsalega mikil rigning á mjög stuttum tíma,“ segir Stefán. En er ekki möguleiki að eitthvað hafi verið stíflað? „Jú, það er mögulegt. Við erum að tala um elsta kerfi borgarinnar sem var ekki hannað með allt þetta gatnakerfi í huga. Ég get ekki skýrt hvers vegna flæðir upp um lagnir í húsum. Nema mögulega að heima- lagnir anni ekki þessu vatni. Kannski er eitthvað stíflað þarna en hefur ekki komið í ljós fyrr en núna við svona óvæntar aðstæður. Við höfum fengið dágóðan bunka upp á borð hjá okkur og munum skoða öll mál vel. En við vorum ekki í framkvæmd- um á þessu svæði á þessum tíma, þannig að þetta var ekki út af sumarframkvæmdum hjá okkur,“ segir Stefán. Elstu hverfin urðu verst úti Gosbrunnur Víða flæddi vatn upp úr niðurföllum og klósettum.  Vatnslekinn í fyrradag var gríðarlegur Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.