Morgunblaðið - 27.07.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
HB Grandi hefur fest kaup á afla-
hlutdeildum í bolfiski sem svara til
tæplega 1.600 þorskígildistonna af
Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn.
Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri
Ölfuss, segir stórt skarð höggvið í út-
gerð og fiskvinnslu bæjarins.
„Þetta er þungt að melta en við
eigum eftir að setjast niður og skoða
þetta aðeins,“ segir Gunnsteinn og
bætir við að störfum í bænum muni
fækka til muna með þessu.
„Einhverjir sextíu starfsmenn eru
sagðir vera hjá fyrirtækinu. Eitthvað
af þessu er vertíðarbundið en miðað
við þetta þá gætu þetta verið um
fjörutíu til fimmtíu heilsársstöðugildi
sem tapast.“
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri
HB Granda, segir aflaheimildirnar
munu nýtast í nýrri bolfiskvinnslu á
Vopnafirði. „Fyrst og fremst erum
við að verja störf þar. Við höfum
treyst á frystingu uppsjávarfisks þar
undanfarin ár og það nægir ekki orð-
ið til að halda þar uppi heils-
ársstörfum hjá okkar fastráðna
fólki.“ sh@mbl.is
Stórt skarð höggvið í
útgerðina í Þorlákshöfn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorlákshöfn Bæjarstjórinn segir
þungt að melta fregnir af sölunni.
40-50 stöðugildi
sögð geta tapast
Sala aflaheimilda
» Í Þorlákshöfn búa um 1.600
manns. Í sveitarfélaginu öllu
búa liðlega 2.000.
» Bæjarstjórinn býst við að
40-50 stöðugildi tapist.
» Heimildirnar eru sagðar nýt-
ast til að verja störf í fisk-
vinnslu á Vopnafirði.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Norðursigling á Húsavík er að und-
irbúa útrás til Noregs. Farið verður
með skonnortuna Opal til Tromsö í
haust og verður hún gerð út til hvala-
skoðunar- og norðurljósasiglinga í
vetur. Seinnihluta vetrar er ætlunin
að bjóða ævintýraferðir, meðal ann-
ars skíðasiglingar. Til athugunar er
að sigla út frá Svalbarða.
„Við erum að nýta betur þá fjár-
festingu sem við höfum lagt í. Þá hef-
ur eftirspurn eftir siglingum með
rafknúnum skipum aukist. Framtak
okkar hefur vakið athygli, meðal
annars í Noregi. Norðmenn eru
framarlega í umhverfishugsun og til-
valið að drepa niður fæti þar,“ segir
Guðbjartur Ellert Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Norðursiglingar.
Samstarf við Hurtigruten
Hvalaskoðunartíminn í Norður-
Noregi er yfir háveturinn, frá októ-
ber og fram í febrúar. Guðbjartur
segir að það henti Norðursiglingu
ágætlega að framlengja tímabilið hjá
sér með því að bjóða þjónustuna þar,
fyrst í hvalaskoðun og síðan í fjalla-
skíðaferðir.
Í upphafi verður farið með eitt
skip, skonnortuna Opal, sem knúin
er seglum og rafmagni. Mörg fyrir-
tæki gera út báta til hvalaskoðunar í
Tromsö og nágrenni en ekkert þeirra
er með rafknúna báta. „Við sjáum al-
veg að starfsemin sem við rekum á
Húsavík gæti staðist samkeppnina í
Tromsö,“ segir Guðbjartur.
Norðursigling mun fara í samstarf
við Hurtigruten sem er með öflugt
siglingakerfi ferja meðfram strönd-
um Noregs. Ferjurnar stoppa 4-5
tíma í Tromsö. Agnes Árnadóttir,
sem stýra mun nýja dótturfyrirtæk-
inu í Noregi, segir að verið sé að út-
búa vörur til að bjóða farþegum bæði
stuttar rafmagnssiglingar fyrir far-
þegana á meðan ferjan hefur viðdvöl
í Tromsö og hvala- og norðurljósa-
ferðir fyrir þá sem stoppa á
milli ferða.
Tilraunin í vetur er að-
eins upphafið og bætt
verður í ef vel tekst til.
„Við lítum á norðurslóðir
sem okkar framtíðar-
markað og umhverfismál-
in eru lykillinn. Við
stefnum að því að
Norðursigling verði
stórt og öflugt fyrir-
tæki í Noregi,“ seg-
ir Agnes.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Skonnorta Nánast hljóðlaus rafmótor knýr Opal áfram við náttúruskoðun á Skjálfanda. Skipinu er nú stefnt til Noregs.
Norðursigling sækir
á norskan markað
Rafknúna skonnortan Opal gerð út frá Tromsö í vetur
„Mér finnst þetta mjög spenn-
andi,“ segir Agnes Árnadóttir
sem stýra mun nýju dótturfyr-
irtæki Norðursiglingar í Noregi.
Hún er frá Húsavík og er tengd
eigendum Norðursiglingar en
hefur verið búsett í Noregi í
átta ár. Í gegnum starf sitt fyrir
umhverfissamtökin Bellona
hefur hún tekið þátt í rafvéla-
væðingu hvalaskoðunarbát-
anna.
„Norðmenn eru mjög
framarlega í rafvæðingu.
Það er orðinn venjulegur
hlutur fyrir þeim, hvort sem
rætt er um bíla eða báta.
Allir ætlast til að skipt
verði yfir í rafmagn eða
annan umhverfisvænan
orkugjafa. Þess vegna
taka þeir okkur vel,“
segir Agnes.
Munu taka
okkur vel
STÝRIR FYRIRTÆKINU
Agnes
Árnadóttir
Börkur Gunnarsson
Sigurður Bogi Sævarsson
„Þótt Píratar hafi haft eitt og annað
áhugavert fram að færa og hafi gert
umræðuna áhugaverðari, þá finnst
mér í auknum mæli gæta hroka hjá
þeim,“ segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, núverandi alþingismaður
og formaður
Framsóknar-
flokksins, þegar
hann er spurður
út í ummæli þing-
konu Pírata, Ástu
Guðrúnar Helga-
dóttur, um að
engin mál muni
komast í gegnum
þingið ef ekki
verði strax og
þingið komi sam-
an komist að niðurstöðu um hvenær
í haust verði kosið.
„Það hefur ekki skánað eftir að
þeir fóru að telja sig talsmenn al-
mennings og rödd fólksins. Það er
reyndar einkenni flokka á jaðrinum í
stjórnmálum. Það er hættuleg þróun
hjá Pírötum að þeir fari að ímynda
sér að það sé þeirra að boða kosn-
ingar.“
Þannig að þú vilt alveg eins halda
kosningar næsta vor eins og upp-
haflega var áætlað?
„Það fer eftir því hvort við náum
að klára þau verkefni í haust sem
var lagt upp með eða ekki.“
Loforðið gefið í samhengi
En það er ekki aðeins Ásta sem
kallar á kosningar í haust heldur lof-
uðu bæði Sigurður Ingi Jóhannsson,
forsætisráðherra og Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra kosn-
ingum í haust, þótt þeir nefndu ekki
nákvæma dagsetningu.
„Þá bara minni ég á að þegar talað
var um þetta, að flýta kosningum, þá
var það alltaf sett í samhengi við að
það þyrfti að klára málin.
Það næsta sem gerðist var að
stjórnarandstaðan hélt sig við van-
trauststillöguna. Eftir það hefur
skort töluvert á að stjórnarand-
staðan ýti undir að þessi verk klárist
sem þarf að koma í gegn. Píratar
tala eins og stjórnin eigi ekki að fá
tækifæri til að klára verkefnin. Þeir
tala um að taka þingið í gíslingu. Þá
er þetta farið að snúast um að þeir
séu að eigna sér þingið og stöðva það
sem ríkisstjórnin vill klára og þá er
þetta búið að snúast í andhverfu
sína.“
Er ekki erfitt að bakka út úr því
að kjósa í haust?
„Á Íslandi er kjörtímabilið fjögur
ár. Það eru ekki nema tvær ástæður
fyrir stjórnarslitum; annars vegar ef
stjórnarmeirihlutinn heldur ekki og
hins vegar ef stjórnin telur sig hafa
lokið verkefni sínu og að það sé orðið
tímabært að boða til nýrra kosninga.
Ég sé engin merki þess að stjórnin
sé að falla. Er stjórnin að ná að klára
sín verkefni? Ég get ekki séð að svo
sé. Það má ekki gleyma kjósendum
sem studdu okkur.
Við höfum ekki siðferðislegan rétt
til þess að boða til kosninga í haust
nema menn séu búnir að klára það
sem þeir lofuðu.“
Hvernig muntu beita þér?
„Á hvaða hátt sem ég get, ekki að-
eins út á við heldur einnig inn á við.
Stjórnmálaflokkur þarf á því að
halda að flokksmenn séu með í
slagnum. Ég mun beita mér fyrir
því. Hvað ríkisstjórnina varðar mun
ég hafa aðkomu að því hvernig þetta
gengur fyrir sig.“
Er algjörlega útilokað að þú stefn-
ir á að fara aftur í ríkisstjórn á þessu
kjörtímabili?
„Ég met það hverju sinni hvað er
best til að ná framgangi mála og
mun gera það á hverjum degi. Það
er mikilvægast.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Læti Á Alþingi eru sjaldnast allir
sammála og alls ekki núna.
Fyrst klára
málin og síðan
koma kosningar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
segir að Píratar boði ekki til kosninga
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson