Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í þessari skemmtilegu ferð til Þýskalands, Frakklands og Sviss kynnumst við lífinu í bænum Oberkirch í Svartaskógi, skoðum aldagamla kastala, gauksklukkur og förum í siglingu á ánni Ill.Við heimsækjum háskólaborgina Heidelberg, Basel í Sviss og ökum Vínslóðina í Alsace.Auðveld og skemmtileg haustferð, þar sem gist verður á einu hóteli alla ferðina. Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson 9. - 16. október Haustlitir í Svartaskógi Haust 11 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ekki hefur komið upp, það sem af er þessu ári, að leysibendum sé beint að flugvélum Flugfélags Íslands. Slík atvik eru hvimleitt vandamál flug- manna víðs vegar um heim og hefur nokkuð borið á þeim hér á landi síð- ustu ár. Árið 2015 komu upp tvö tilvik þar sem leysibendum var beint að flug- vélum flugfélagsins, eitt atvik árið þar áður og eitt atvik árið 2013. Flest voru þau árin 2010 og 2012 þegar þrjú tilfelli komu upp, en eng- in tilfelli komu upp árin 2008, 2009 og 2010. Á Íslandi hafa verið skráð 33 tilvik af þessu tagi á síðustu fjórum árum er vörðuðu íslenskar flugvélar, þar af tíu hér á landi. Fjögur þeirra hafa átt sér stað á þessu ári, ekkert þeirra hjá Flugfélagi Íslands, líkt og áður sagði. Áhafnir leiti ekki geislans Atvik þar sem leysibendum er beint að flugvélum eru erfið viður- eignar, bæði fyrir flugfélögin og lög- gæsluaðila. Í flestum tilfellum er erfitt að finna þá sem standa að verknaðin- um. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands eru áhafnir flug- vélanna hvattar til að reyna ekki að staðsetja geislann á jörðu niðri vegna hættu á augnskemmdum. Ekki er vitað til þess að varanleg- ur augnskaði hafi verið skráður í at- vikum sem þessum þar sem flugvél- ar Flugfélags Íslands komu við sögu. Í stöku tilfellum hafi þó verið leitað til læknis vegna óþæginda. Tilvik sem þessi eru tilkynnt sam- stundis til viðkomandi flugumferðar- þjónustu, oftast flugturns, sem hefur samband við lögreglu og tilkynnir um eins nákvæma staðsetningu bendisins og unnt er. Dæmi eru um að þeir hafi náðst sem hafi beint leysibendum að flug- vélunum þótt það sé sjaldgæft. Þannig voru tveir ungir drengir gripnir á Akureyri þegar þeir höfðu beint leysigeisla að flugvél í aðflugi á Akureyrarflugvelli og leysibendir þeirra gerður upptækur. Tollstjóri lagði hald á 209 ólöglega leysibenda á síðasta ári. Sá sterkasti var um 100 mW, en leyfileg stærð leysibenda er um 1 mW. Engir leysibendar það sem af er þessu ári  Flugvélar Flugfélags Íslands hafa sloppið við leysigeisla Leysibendum beint að flugvélum Flugfélags Íslands 2007 1 atvik 1 á Akureyri 2010 3 atvik 2 atvik í Reykjavík og 1 á Akureyri 2012 3 atvik 3 í Reykjavík 2013 1 atvik 1 í Reykjavík 2014 1 atvik í Nuuk á Grænlandi 2015 2 atvik 1 í Reykjavík, 1 á Akureyri Samtals 11 atvik 7 í Reykjavík, 3 á Akureyri og 1 í Nuuk Engin atvik skráð árin 2008, 2009 og 2011. Ekkert atvik skráð það sem af er árinu 2016. Flug Flugfélag Íslands hefur verið laust við leysigeisla það sem af er árinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það var logn og blíða í Reykjavík á sjöunda tímanum í gærmorgun þegar hafnsögubáturinn Jötunn sigldi til móts við tvö skemmtiferðaskip sem komu samtímis á Ytri-höfnina. Hafn- sögumenn stigu um borð og stýrðu skipunum að Skarfabakka. Sumarið er mikill annatími hjá hafnsögumönnum og öðrum starfs- mönnum Faxaflóahafna. Til marks um það eru skráðar 38 komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur, bara í júlí. Suma daga eru fleiri en eitt skip í höfninni. Til dæmis verða fjögur skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn á föstudaginn. Þá eru ótal- in önnur erlend skip, sem þarf að lóðsa í höfnina. „Það er þéttings álag hjá okkur á sumrin og gengur á ýmsu að manna vaktirnar en það hefst þó alltaf,“ seg- ir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna. Hann segir að það hjálpi til að allar komur séu skráðar og fyr- irframákveðnar þannig að skipulagið haldi. „Mínir menn eru seigir og kvarta ekki þótt sumarið sé líflegt,“ segir Gísli. Fyrra skipið sem kom í gærmorg- un heitir Saga Sapphire og er 37.049 brúttótonn. Með því eru 706 farþeg- ar. Strax í kjölfarið kom stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Splendida. Það er 137.936 brúttótonn og með því komu 3.274 farþegar auk 1.300 manna áhafnar. Skipið 333 metra langt MSC Splendida er engin smásmíði, 67 metra hátt og rúmlega 333 metra langt, eða á stærð við þrjá fótbolta- velli. Þótti vissara að snúa skipinu fyr- ir utan Engey og bakka því að Skarfa- bakka. Það hefði eflaust verið þrautin þyngri að snúa skipinu á sundinu milli Viðeyjar og lands. Allt gekk þetta eins og í sögu. Skipið er væntanlegt aftur til Íslands 20. ágúst nk. Á bryggjunni biðu rútur og leigu- bílar sem fluttu farþegana í skoð- unarferðir. Engin smásmíði Skemmtiferðaskipið MS Splendida er 67 metra hátt og rúmlega 333 metrar á lengd, sem samsvarar lengd þriggja knattspyrnuvalla. Bakka þurfti skipinu að Skarfabakka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Við höfnina Júlíus Guðnason, hafnsögumaður á lóðsbátnum Jötni, gerir sig tilbúinn til að fara um borð í skemmti- ferðaskipið Saga Sapphire í blíðskaparveðri snemma í gærmorgun. Í skipinu eru rúmlega 700 farþegar. „Kvarta ekki þótt sumarið sé líflegt“  Mikið álag á starfsmenn Faxaflóahafna  38 skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur í júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.