Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar Korputorg 112 Reykjavík Sími 551 5600 utilegumadurinn.is FERÐAVAGNAR Opið mán-fös kl. 10-18 - lau-sun kl. 12-16 Ægis tjaldvagn Ægis tjaldvagn með fortjaldi Tilboð 990.000 kr. aðeins 3 vagnar í boði. Í nýjasta hefti Þjóðmála, sem ÓliBjörn Kárason ritstýrir, er að vanda margt áhugavert að lesa. Fjallað er um sviptingar á vett- vangi stjórnmálanna, aðför Rík- isútvarpsins að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eignarhald banka og margt ann- að sem máli skiptir fyrir þá sem láta sig þjóðmálin varða.    Eitt af þvísem tekið er til umfjöll- unar er sú ógn sem steðjar að skattgreiðendum í aðdraganda þingkosninganna. Vakin er athygli á að flest bendi til þess að fyrir árslok verði komin á ný ríkisstjórn vinstri flokkanna og að yfirlýsingar forsprakka þessara flokka bendi til að skattastefna Vinstri grænna og Samfylkingar frá 2009-2013 verði tekin upp á nýj- an leik.    Áform um frekari skattalækk-anir verði þannig að engu gerðar.    Þetta er skuggalegt útlit og batn-aði ekki við það að formenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata hafa allt að því myndað kosningabandalag með því að lýsa því yfir að ekki komi til greina að starfa með Sjálfstæðisflokknum eft- ir kosningar.    Þar með er augljóst í hvað stefnirí skattamálum eftir kosningar ef skoðanakannanir gefa ein- hverjar vísbendingar – sem þær gera yfirleitt.    Landsmenn ættu þess vegna aðbúa sig undir minnkandi kaup- mátt og á allan hátt þrengri fjárhag á komandi kjörtímabili. Skattgreiðendur grípi um budduna STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.7., kl. 18.00 Reykjavík 18 léttskýjað Bolungarvík 9 alskýjað Akureyri 11 alskýjað Nuuk 17 heiðskírt Þórshöfn 11 súld Ósló 22 skúrir Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Stokkhólmur 19 rigning Helsinki 23 heiðskírt Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 22 léttskýjað Dublin 18 skúrir Glasgow 15 skúrir London 21 léttskýjað París 23 skýjað Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 24 léttskýjað Berlín 28 heiðskírt Vín 26 léttskýjað Moskva 26 léttskýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 29 léttskýjað Mallorca 31 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 24 skýjað Montreal 24 skýjað New York 29 léttskýjað Chicago 25 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:21 22:48 ÍSAFJÖRÐUR 4:01 23:19 SIGLUFJÖRÐUR 3:43 23:03 DJÚPIVOGUR 3:45 22:24 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er ofsalega flott, ég hef aldrei séð annað eins. Akrarnir eru svo þéttir. Það stefnir í algera met- framleiðslu á hvern hektara, ef uppskera næst í haust,“ segir Ólaf- ur Eggertsson, bóndi á Þorvalds- eyri undir Eyjafjöllum og formað- ur Landssambands kornbænda. Vel lítur út með kornuppskeru um meginhluta landsins, ef ekkert óvænt gerist. Bændur eru farnir að reikna með metuppskeru. Það er ekki aðeins bygg og aðr- ar korntegundir sem spretta vel. Repjan vex betur en flest ár. Gras- spretta hefur verið með eindæmum góð. „Það er mikil spretta í öllum gróðri, grasi og trjágróðri, upp um allar heiðar,“ segir Ólafur. Hann segir að bændur á Þorvaldseyri séu að ljúka öðrum slætti og geti þurft að fara í þriðja slátt þótt þeir hafi ekkert við uppskeruna að gera. Ástæðan fyrir gróskunni er vitanlega sérlega gott vor og sum- ar. „Hér hefur verið frábært sumar alveg frá því 4. apríl. Ekkert kuldakast kom í vor. Kornið fór vel af stað. Það var að vísu þurrkur frá miðjum apríl og að mestu út maí. Það hafði engin áhrif á korn- ið, nema til góðs. Því var sáð í raka jörð um 10. apríl. Það spratt og skreið um miðjan júní. Það er ótrú- legt að sjá þetta,“ segir Ólafur. Honum verður hugsað til síðustu tveggja ára sem voru erfið fyrir kornbændur. Uppskera var yfir- leitt undir meðallagi þótt misjafnt gengi hafi verið eftir landshlutum. Margir kornbændur voru orðnir svartsýnir á framtíðina, vegna þess og vegna mikils ágangs fugla í akr- ana, og minnkuðu við sig eða slepptu því að sá í vor. Ólafur segir að árið í ár ætti að vera þeim áminning. „Það þýðir ekki að hugsa svona. Það koma lakari ár inn á milli. Svo koma toppár, eins og útlit er fyrir núna, og þau bæta margfalt upp það sem miður hefur farið áður,“ segir Ólafur sem er með reyndustu kornbændum lands- ins. Ólafur reiknar með að geta byrj- að að þreskja korn eftir mánuð, undir lok ágústmánaðar. Það er hálfum mánuði fyrr en venjulega og algert einsdæmi. Von er á met- uppskeru, ef hægt verður að þreskja á eðlilegan hátt. Bændur reikna með metuppskeru Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Úti á akri Ólafur Eggertsson inni á fallegum hveitiakri á Þorvaldseyri.  Kornið skreið um miðjan júní  Ólafur á Þorvaldseyri reiknar með að þreskja í lok ágúst  Er að ljúka öðrum slætti og stefnir í þann þriðja sem engin þörf er fyrir Páll Gunnar Páls- son, forstjóri Samkeppniseftir- litsins, segir að það hafi ekki ver- ið skoðað sérstak- lega hjá stofnun- inni, hvort það brjóti í bága við samkeppnislög, að greiðslukorta- fyrirtæki leigja út posa til viðskiptavina sinna en meina mönnum að eiga sína eigin posa, og losna þannig undan því að greiða greiðslukortafyrirtækjunum leigu fyrir posana. „Þetta mál kann að koma til skoðunar hjá Samkeppnis- eftirlitinu á grundvelli samkeppnis- laga,“ sagði Páll Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að Guðmundur Óm- arsson, framkvæmdastjóri og eig- andi Eldhafs á Akureyri, sem fjallað var um í frétt hér í Morgunblaðinu í gær, vegna óánægju hans með svör Valitors um að hann geti ekki keypt sinn eigin posa, geti að sjálfsögðu snúið sér til Samkeppniseftirlitsins með umkvörtunarefni sitt. „Berist slíkt erindi, verður það skoðað út frá stöðu Valitors á þessum tiltekna markaði, en að öðru leyti er ekkert hægt um málið að segja, að svo stöddu,“ sagði Páll Gunnar. agnes@mbl.is Málið skoðað berist erindi  Lögmæti posaleigu ekki verið skoðað Páll Gunnar Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.