Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Fjölskyldan Helgi og Valgerður eru skúlptúrlistamenn í grunninn, lærðu í skúlptúrdeild í
Listaháskóla Íslands, en fást við ýmis listform, þrívíða hluti, ljósmyndir og vatnslitamyndir. Hér
eru þau ásamt einkasyninum Eyjólfi Orra.
Svanhildur Eiríksdóttir
svei@simnet.is
L
istahjónin Helgi Hjaltalín Eyjólfs-
son og Valgerður Guðlaugsdóttir
hafa starfrækt opna vinnustofu í
Skólanum, gamla skólahúsinu í
Höfnum, allan júlímánuð. Þau
hafa boðið gestum og gangandi að fylgjast með
þeim að störfum, boðið verkin sín til kaups og
kaffibolla er hægt að fá gegn vægu verði. Opna
vinnustofan hefur laðað að fjölda gesta og ver-
ið örvandi fyrir einkasoninn Eyjólf Orra sem
er farinn að gera sínar eigin dúkristur með að-
stoð mömmu sinnar og búa til kort og selja.
Viðburðurinn í Skólanum er liður í að
koma aukinni starfsemi í húsið og sér óform-
legt félag skipað nokkrum heimamönnum,
Menningarfélagið í Höfnum, um menningar-
starfsemina í húsinu. Önnur umsjón er í hönd-
um sóknarnefndar Kirkjuvogskirkju. Að und-
anförnu hafa staðið yfir endurbætur á húsinu
og er það orðið hin mesta prýði fyrir sam-
félagið í Höfnum.
Tónleikar komu
menningarfélagi af stað
„Þetta hófst allt með tónleikum Elízu
[Geirsdóttur Newman] í kirkjunni hér í Höfn-
um á Ljósanótt árið 2014. Hún var þá nýflutt í
bæinn. Við höfðum alltaf verið að hugleiða
þetta öðru hvoru og svo hefur Árni Hinrik
Hjartarson, sem er sóknarnefndarformaður,
verið að finna þessu húsi hlutverk. Við sem
vorum að ræða þetta og höfðum áhuga á að
koma að verkefninu fórum að kalla okkur
Menningarfélagið í Höfnum þar sem allt ut-
anumhald og styrkumsóknir kröfðust þess að
við hefðum eitthvert nafn. Félagið er samt sem
áður ekki með formlega starfsemi, en við hitt-
umst og ræðum málin,“ segir Helgi. Valgerður
bætir við að hugmyndir hafi verið uppi um að
reka þar kaffihús en kröfurnar sem því fylgdi
hafi verið skipuleggjendum ofviða og því hafi
hún stungið upp á því að þau hefðu tilfallandi
viðburði annað slagið, menningartengda við-
burði sem gætu t.d. staðið yfir eina helgi eða
svo. Opna vinnustofan hefur aftur á móti staðið
yfir allan júlímánuð og alla daga hafa gestir
sem eru á ferðalagi um Reykjanesið rekið inn
nefið. Stutt er í útivistarperlur Reykjanessins
frá Höfnum.
Á Ljósanótt í fyrra var sett saman viða-
meiri dagskrá en árið áður og tónleikar Elízu
og eiginmanns hennar, Gísla Kjaran Krist-
jánssonar, voru á sínum stað í Kirkjuvogs-
kirkju og nú í félagi við Bjartmar Guð-
laugsson. „Sigurjón Vilhjálmsson frá
Merkinesi og Ketill Jósefsson, sem báðir ólust
hér upp, sögðu sögur úr byggðarlaginu hér í
Skólanum og það var alveg fullt á þann við-
burð, eins og tónleikana í kirkjunni. Fólk stóð
hér undir gluggunum og var að hlusta. Þá var
listsýning í húsakynnum Bioprocess. Nú erum
við farin að velta því á milli okkar hvað við eig-
um að gera við húsið og einnig að ræða hvað
við eigum að bjóða upp á næstu Ljósanótt. Það
er voða gaman að fá fólk sem hefur búið hérna
eða á einhverjar rætur hérna til að koma. Það
er mikilvægt í þessu og við sáum það á síðustu
Ljósanótt að hingað kom mikið af eldra fólki
sem hafði búið hér og verið í skólanum og
fannst gaman að geta komið inn og séð húsið í
dag,“ segja Helgi og Valgerður.
Skólinn orðinn hin mesta prýði
Félagið hefur fengið styrk frá Uppbygg-
ingarsjóði Suðurnesja, sem gekk út á að koma
starfsemi í húsið. Í framhaldi voru tvö skilti
smíðuð með einkennismerki Skólans, fánar
með gamla bæjarmerki Hafna pantaðir og
flaggað utan við húsið og orðið um starfsemina
látið berast. Engu hefur verið eytt í auglýs-
ingar enda hefur allur styrkur og allur ágóði af
viðburðum í húsinu farið í endurgerð hússins
bæði að utan og innan svo prýði er að.
„Við þurfum að prófa okkur áfram með
þetta, athuga hvort það sé raunhæfur mögu-
leiki að fólki líti inn til að sjá hvað verið er að
gera í húsinu. Það hefur bara gengið allt í lagi,
alltaf einhver gestagangur á hverjum degi, en
það er aldrei biðröð,“ segir Helgi kíminn.
Valgerður segir þá viðburði sem Menn-
ingarfélagið hefur staðið fyrir hafa gengið út á
að safna fé til þess að laga húsið, auk þess sem
sótt hefur verið um styrk í Jöfnunarsjóð sveit-
arfélaga. „Húsið var orðið í mjög slæmu
ástandi. Við höfum látið laga gluggana og ýms-
ar endurbætur hafa átt sér stað hér innandyra.
Þá erum við að fara að mála húsið að utan.“
Félagar í Menningarfélaginu notuðu nýliðna
helgi til þessa verks, en auk Helga, Valgerðar,
Árna Hinriks, Elízu og Gísla Kjaran eru í því
Kolbrún Björk Sveinsdóttir og Lilja Dögg
Bjarnadóttir, allt íbúar í Höfnum. Öll vinnan
hefur verið unnin í sjálfboðavinnu þó verktaki
hafi verið fenginn í endurbætur á þaki.
Alltaf gestir en
aldrei biðröð
Gamla skólahúsið í Höfnum hefur á undanförnum tveimur árum
fengið nýtt hlutverk sem menningarhús, Skólinn. Þetta hófst allt á
litlum tónleikum á Ljósanótt fyrir tveimur árum og í framhaldi
komu fleiri íbúar að og stofnuðu menningarfélag.
Fjölskyldusmiðja Í Skólanum eru til sölu vatnslitaverk eftir bæði Helga og
Valgerði, grafíkverk eftir Valgerði og Eyjólf Orra, verk úr pappamassa og
postulínsleir eftir Valgerði og einnig heklað handverk eftir móður Helga, Ingi-
björgu Helgadóttur. Þetta er því sannkölluð fjölskyldusmiðja.
Ferðamenn Þýskir ferðamenn kíktu í kaffisopa í
Skólanum. Á veggnum á bakvið er hluti af sprelli-
konunum úr Eldhúsmellum sem gerðar voru fyrir
sýningu á Ljósanótt í fyrra.
Ungur listamaður Eyjólfur Orri með grafíkverkin sín sem
urðu að kortum og eru til sölu í Skólanum. Hann teiknaði
mynd af sjálfum sér að úða úr garðslöngu í glampandi sól.
Valgerður aðstoðaði hann við dúkristuna.
Vinsæll Lundinn er alltaf vinsæll hjá erlend-
um ferðamönnum. Hér prýðir fuglinn kort
eftir Helga Hjaltalín Eyjólfsson.
Skólahúsið var teiknað af Guð-
jóni Samúelssyni og byggt árið
1928. Kennslu var hætt í húsinu
fyrir 50 árum þar sem ekki þótti
lengur hagkvæmt að halda skól-
ann í Höfnum, auk þess sem
vegasamgöngur höfðu batnað.
Skólabörnum var þá ekið í skóla
í Njarðvík, að því er fram kemur í
sögu Hafna eftir Jón Þ. Þór sem
gefin var út árið 2003. Hafnir
sameinuðust Njarðvík og Kefla-
vík árið 1994 og úr varð sveitar-
félagið Reykjanesbær.
Kennslu hætt fyrir hálfri öld
GAMLA SKÓLAHÚSIÐ Í HÖFNUM
Prýði Skólinn nýmálaður og viðgerður að utan sem innan er hin
mesta prýði fyrir byggðalagið.