Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 20
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Safnari Siglfirðingurinn Ásta Henriksen hefur náð fjölda fallegra mynda af hjörtum í umhverfinu á gönguferðum sínum. VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is Ásta Henriksen fæddist á Siglufirði árið 1964 og ólst þar upp, fór eftir skyldunám í Menntaskólann á Ak- ureyri og þaðan svo í enn frekara nám að honum loknum og hefur und- anfarna tvo áratugi verið ensku- kennari við Verzlunarskóla Íslands. Þegar tækifæri gefast leggur hún stund á göngur til að halda líkam- anum í góðu formi og ekki síður þó til að dreifa huganum frá ys og þys hversdagsins. Þá er myndavélin ómissandi förunautur og alltaf tilbú- in, því Ásta á sér það einstaklega fal- lega áhugamál að safna hjörtum úr íslenskri náttúru. „Þetta byrjaði fyrir um 10 árum,“ segir hún þegar blaðamaður sest nið- ur með henni til að forvitnast um þessa sérstæðu og heillandi tóm- stundaiðju. „Fyrsta hjartað sem ég tók myndir af var í fjörunni í Héðinsfirði. Á þeim tíma var ég ekkert að hugsa um það neitt sérstaklega, heldur var þetta bara þarna. En svo fór ég að labba með gönguhópi árið 2009, Topp- förum, og gekk með þeim á fjöll tölu- vert mikið, einu sinni í viku, og oft lengri ferðir um helgar, og þá fór ég bara að sjá hjörtu út um allt. Þannig að þetta var orðinn brandari í hópn- um, að þegar ég lagðist á hnén til að mynda, þá var spurt: Jæja, sástu nú hjarta? En ég er ekkert að leita að þeim, þau eru bara þarna.“ Á um 300 hjörtu Ásta segist alltaf hafa tekið mikið af landslagsmyndum, þessum hefð- bundnu, með fjöllum, dölum, ám og þess háttar, en eftir því sem vikur, mánuðir og ár liðu fór hún líka út í ab- strakt. „Ég fór að reyna að ná áhugaverð- um bútum út úr því sem fyrir augu bar í víðáttunni, eltast við liti og mis- munandi samsetningu þeirra, og held að það hafi orðið til þess að ég fór að sjá hjörtun, því þá skoðar maður náttúruna í kringum sig dálítið öðru- vísi en ella, því maður er þá jafnframt að horfa niður fyrir tærnar á sér, skoða náttúruna í nærmynd. Og ég man að þegar ég setti myndir inn á sameiginlega netsíðu hjá okkur í hópnum að ég fékk gjarnan spurn- inguna: Bíddu, varst þú í sömu ferð og við?“ segir hún og hlær . Hún kveðst eiga um 300 hjörtu og vera rétt að byrja. „Oft finnst mér þau blasa við, hreinlega æpa á mig. Þau geta verið steinar eða mynduð úr blómum, flétt- um og skófum, hrími, klaka, leir, mosa, snjó eða í raun hverju sem er. Og þetta getur verið hvar sem er. Einu sinni var ég að hoppa yfir læk þegar ég sá allt í einu hjarta í honum og stökk því yfir aftur til að mynda það. Þetta eru allt hjörtu einhvers staðar í náttúru Íslands, myndirnar aðallega teknar í fjallgöngum en þó líka öðrum göngum hér og þar. Um þarsíðustu helgi gekk ég til dæmis um Sogin á Reykjanesi, í námunda við Keili, þetta er háhitasvæði, eins og smækkaðar Landmannalaugar, þar er mikil litadýrð og þar rakst ég á hjartalaga leirhver. Það er annars gengið allt árið, yfir vetrarmánuðina oftast á fjöllin í grennd við höfuðborgina, þannig að akstur er innan við hálftíma, stundum þó á Akrafjallið eða eitthvað svoleiðis, það eru svona þessar vikulegu göng- ur, en svo er farið einu sinni í mánuði eitthvert lengra, mikið á Snæfells- nesið og svo víðar um land. Og oftar en ekki eru norðurljósin dansandi yf- ir höfðum okkar.“ Ásta fór í sínar fyrstu fjallgöngur ung að aldri og gekk á flest fjöll við Siglufjörð á unglingsárunum. Hún hefur tvisvar sinnum farið Glerár- dalshringinn, sem er 24 tindar á 24 tímum. Hvíld fyrir sálartetrið „Ég er að sækja mér orku í þessari útiveru og er í hálfgerðri leiðslu þeg- ar ég er að ganga, er svo mikið að njóta þess að vera þar sem ég er. Það er svo gríðarlegt stress í hinu daglega lífi manns, ég er á þönum, gjarnan í kapphlaupi við klukkuna, svo að ég fæ ofboðslega mikið út úr því að vera úti í náttúrunni. Þetta er ekki bara hreyfingin heldur líka feg- urðin sem alls staðar blasir við manni og sem maður tekur inn og gerir manni gott. Þetta er hreinsun; hvíld fyrir sálartetrið. Maður er staddur þarna einhvers staðar í fal- legu umhverfi, og á meðan eru áhyggjur heimsins skildar eftir, maður er bara í núinu, maður gleym- ir sér í þessu flæði.“ Ásta kveðst eiga sér nokkur uppá- halds hjörtu. Stundum sé það stað- urinn sem geri það að verkum að eitthvert hjarta sé í uppáhaldi eða einhverjar aðstæður sem hún hafi verið í þegar þau sáust, að þau allt í einu hafi blasað við þar sem hún átti engan veginn von á slíku. Þá sé þetta enn ánægjulegra og eftirminnilegra. „Það er svo mikil fegurð í þessu smáa. Og það er svo mikilvægt að gefa sér tíma til að njóta, en ekki þjóta, þá opnast manni nýr heimur. Ég gekk inn í einn slíkan þegar ég fór að líta íslenska náttúru þeim aug- um,“ segir hún og bætir við: „Það skemmtilega við þetta allt er, að þetta er smitandi, vegna þess að nú eru fleiri í hópnum farnir að sjá hjörtu og taka af þeim myndir. Þetta er svo jákvætt tákn, og meira en það, eitthvað sem hefur áhrif líka, kærleikur og ást. Þetta er þéttur hópur, góðir vinir og við eigum þetta saman.“ Hafnarfjall Á milli körfuboltaleikja í Borgarnesi hjá syninum í apríl 2014 fór Ásta í göngutúr og sá þá hjarta í klakaböndum. Ljósmyndir/Ásta Henriksen Kleifarvatn Á göngu sinni með Toppförum á sjö tinda í desem- ber 2010 og kringum Kleifarvatn rakst Ásta á hrímaðan stein. Hengillinn Á göngu með Toppförum á Hengilinn í j́úní 2012 rakst Ásta á þennan sérstaka stein á toppi Vörðu-Skeggja. Héðinsfjörður Á ferð sinni í uppáhaldsfjörðinn, Héðinsfjörð, náði Ásta þessari mynd árið 2012 af hjarta við mosavaxið lyng. Reykjanes Á rölti um Sogin núna nýverið, ekki langt frá Keili, sá Ásta þennan litla leirhver, þar sem hjartað sló ótt og títt. „Svo mikil fegurð í þessu smáa“  Ásta Henriksen safnar ljósmyndum af hjörtum í íslenskri náttúru  Á í kringum 300 hjörtu og er rétt að byrja  Áhugamálið smitandi  Segir mikilvægt að gefa sér tíma til að njóta en ekki þjóta 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.