Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 limtrevirnet.is Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 - stuttur afgreiðslutími - lagerlitur hvítur, boðið upp á málun - gluggar, bæði íkomnir og í lausu Bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet fást í verslunum Húsasmiðjunnar um land allt - hurðaopnarar - boðið upp á uppsetningu Andlit hússins -fallegar og sterkar bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Gunnar Ármannsson, lögmaður og stjórnarmaður í MCPB (Medical Center Pedro Brugada) sem áformar að reisa einkasjúkrahús og hótel í Mosfellsbæ, segir að neikvæð við- brögð ákveðinna manna við áformun- um komi sér ekki á óvart. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirritaði í síðustu viku samning við MCPB um úthlutun á 6,3 hektara lóð við Sólvelli við Hafravatnsveg í Mosfellsbæ. Félagið, sem er að mestu í eigu hollenska fyr- irtækisins Burbanks Holding BV, á forkaupsrétt að næstu lóð sem er ámóta stór. „Nei, ég er ekki hissa á ákveðnum neikvæðum viðbrögðum sem verið hafa við fréttum af áformum MCBP um að reisa og reka sjúkrahús í Mos- fellsbæ,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar segir að þegar PrimaCare- verkefnið fór af stað árið 2009 hafi viðbrögð margra verið í svipaða veru og þeirra sem nú stigi fram og lýsi sig andvíga áformum um einkasjúkrahús í Mosfellsbæ. Gunnar var í for- svari fyrir Prima- Care-verkefninu, sem snerist um að reisa einkasjúkra- hús í Mosfellsbæ á sömu lóð og MCBP hyggst reisa sjúkrahús sitt. Ekki varð af þeim áformum, þar sem ekki tókst að fjár- magna verkefnið til fulls, að sögn Gunnars. Gunnar segir að engum þurfi að koma á óvart að samið hafi verið við Mosfellsbæ um lóðina, vegna þess að í tengslum við fyrra verkefnið hafi gríðarleg undirbúningsvinna verið unnin af hálfu Mosfellsbæjar, vinna sem nýtist þessu verkefni að stórum hluta. Gunnar bendir á að ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í fjölmiðlum um að áhugi erlendra fjárfesta snúist m.a. um að komast í lakara regluumhverfi hér á landi en almennt eigi við annars staðar í Evrópu séu einfaldlega röng. Heilbrigðistilskipun mikilvæg „Þetta er mikil fjarstæða þótt það sé reyndar rétt að fjárfestar sækja í regluverkið hérlendis. Ástæðan er hins vegar ekki sú að það sé lakara en annars staðar í Evrópu heldur a.m.k. sambærilegt. Það skiptir máli bæði fyrir sjúklinga í Evrópu og Banda- ríkjunum að vita að svo sé og er einn af sölupunktunum fyrir því að hafa svona starfsemi hérlendis. Rétt er að minna líka á það að sam- kvæmt heilbrigðistilskipuninni, sem gildir nú hérlendis, er lögð gríðarleg áhersla á gæði og gæðaeftirlit. Ef ein- hverjir ætla að reyna að hasla sér völl í heilbrigðistúrisma verða þessir hlut- ir að vera í lagi. Það er reyndar mjög gott fyrir verkefni sem þetta, og ís- lenska heilbrigðiskerfið yfirleitt, að verið er að leggja ríkari kröfur á eft- irlitsaðila til að tryggja að allt sé eftir ströngustu reglum. Hér á landi hefur pottur verið brotinn í þeim efnum og því var samþykkt tilskipunarinnar fagnaðarefni fyrir Íslendinga.“ Gunnar bendir á að ýmsar ástæður séu fyrir því að Ísland teljist áhuga- verður staður fyrir starfsemi sem þá sem MCPB hyggst reka í Mos- fellsbæ: lega landsins milli Evrópu og Bandaríkjanna; almennt viðskipta- umhverfi sé gott; gæðin í heilbrigð- iskerfinu séu samanburðarhæf við það besta í Evrópu; kostnaður í Evr- ópu sé almennt lægri en í Bandaríkj- unum hvað varðar tryggingafélög og Ísland sé eitt af öruggustu löndum heims. Gunnar segir að spyrja megi hvort einkaspítali geti stuðlað að því að úr íslenskum háskólum myndu fleiri heilbrigðisstarfsmenn útskrifast en áður, af því að það verði þá til fleiri at- vinnutækifæri. Viðbrögðin ekki komið á óvart Morgunblaðið/GE Sólvellir Lóðin þar sem einkasjúkrahúsið á að rísa er í Mosfellsbæ. Gunnar Ármannsson  Segir heilbrigðistilskipunina sem gildir hér á landi leggja gríðarlega áherslu á gæði og gæðaeftirlit Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Nýtt tilboð er komið fram í jörðina Fell við Jökulsárlón á Breiðamerk- ursandi. Ólafur Björnsson, lögmað- ur hjá Lögmönnum Suðurlands, sem hefur leitað tilboða í jörðina frá því hún var boðin upp þann 14. apr- íl, á von á því að Sýslumaðurinn á Suðurlandi taki tilboðið fyrir. Áður hafði eitt formlegt tilboð borist í Fell sem sýslumaður vísaði frá vegna fyrirvara sem á því voru enda væri um að ræða nauðungar- sölu. „Þetta tilboð er langhæst. Það hafa borist tilboð sem hafa, eftir viðræður við sýslumann, verið met- in það lág að ekki hefur þótt ástæða til fundarhalda út af þeim,“ segir Ólafur. Ólafur segist eiga von á því að sýslumaður meti tilboðið þannig að það verði tekið fyrir. „Það hefur legið fyrir að það hafa verið ákveðnar væntingar hjá uppboðs- beiðendum um verð. Þetta tilboð nálgast sjónarmið seljenda að ein- hverju leyti. Þetta er áhugavert til- boð, ég vil orða það þannig,“ segir hann. Um íslenskan lögaðila að ræða Erlendir fjárfestar sýndu jörðinni talsverðan áhuga, en einnig var tal- ið líklegt að ferðaþjónustufyrirtæki hefðu hana í sigtinu enda Jökuls- árlón einn helsti áfangastaður er- lendra ferðamanna á Íslandi. Aðspurður segist Ólafur lítið geta gefið upp um tilboðið, annað en að um íslenskan lögaðila sé að ræða sem tengist líklega rekstri ferða- þjónustu á staðnum. „Þetta eru að- ilar sem eru í samstarfi við slíka að- ila, fjárfestar. Það eru sjálfsagt ferðaþjónustuaðilar á bakvið þá að einhverju leyti. Þeir verða sjálfsagt með rekstur á þessu og hyggjast leigja það út,“ segir hann. Áður hefur komið fram að líklegt söluverð jarðarinnar sé um tveir milljarðar króna, en hún er alls rúmlega 10.500 hektarar að stærð. Deilur milli landeigenda Fells, sem eru fjörutíu talsins, um ráð- stöfun jarðarinnar hafa staðið yfir í um tvo áratugi, en þær eiga rætur að rekja til óskipts dánarbús. Sýslumaður féllst á beiðni fjórtán landeigendanna um nauðungarsölu til slita á sameigninni í apríl síðast- liðnum eftir að dómkvaddur mats- maður mat jörðina óskiptanlega. Óvíst með forkaupsrétt ríkisins Íslenska ríkið á forkaupsrétt að Felli, sem staðsett er austan megin Jökulsárbrúar. Landareignin Fell, vestan megin brúarinnar, er þjóð- lenda og því í eigu ríkisins. Verði tilboðið samþykkt hefur ríkið tvær vikur til að nýta forkaupsrétt sinn. Málið var tekið fyrir á ríkisstjórn- arfundi þann 15. apríl sl., en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra sagði í maí sl. að ekki stæði til að ríkissjóður keypti jörð- ina, í það minnsta væri ekki gert ráð fyrir því í fjármálastefnu og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera til næstu fimm ára enda væri um sértækt mál að ræða. Þó væri vel fylgst með máli Jökulsárlóns. Nýtt tilboð í jörðina Fell við Jökulsárlón  Mun hærra en fyrri tilboð  Talið nálægt verðhugmyndum landeigenda Morgunblaðið/Ómar Jökulsárlón Jörðin Fell liggur að lóninu austan megin við brúna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.