Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 24
Víðir II Hið fræga aflaskip kemur drekkhlaðið til hafnar eins og jafnan var.
SVIÐSLJÓS
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Eggert Gíslason skipstjóri lést á
Hrafnistu í Reykjavík 12. júlí s.l., 89
ára að aldri. Eggert Gíslason var
víðkunnur aflamaður, að flestra mati
sá mesti sem Íslandssagan kann frá
að greina. Hann var goðsögn í lif-
anda lífi.
Hæfileikar Eggerts við fiskveiðar
hafa verið fræðimönnum rannsókn-
arefni og um hann hafa verið ritaðar
fjölmargar greinar í vísindarit hér
heima og erlendis.
Frægðarsól Eggerts reis hæst á
síldarárunum miklu á sjötta og sjö-
unda áratug síðustu aldar. Þetta var
á þeim tíma þegar afli allra síld-
arbátanna var lesinn upp í útvarpinu
í hverri viku.
Mestu aflaskipstjórar flotans
voru hetjur samtímans
Íslendingar til sjávar og sveita
fylgdust með árangri þeirra efstu
eins og um íþróttakeppni væri að
ræða. Mestu aflaskipstjórarnir voru
hetjur, alveg eins og landsliðsmenn
okkar í knattspyrnu nú til dags.
Ritari þessarar greinar var í sveit
í Fagradal í Vopnafirði á þessum ár-
um og minnist þess að hafa skrifað
aflatölur hæstu bátanna samvisku-
samlega í bók í hverri viku, en þær
voru jafnan lesnar upp í útvarpinu.
Og þegar bátur Eggerts, Víðir II úr
Garði, sást sigla inn fjörðinn til lönd-
unar varð uppi fótur og fit á bænum.
Víðir II, sem var aðeins 56 tonn að
stærð, náði sumarið 1959 að skjóta
öllum hinum 225 síldarbátunum ref
fyrir rass og verða efstur á vertíð-
inni með afla upp á 20.000 mál og
tunnur (hátt á þriðja þúsund tonn).
Það þótti með miklum ólíkindum því
Víðir II var með minni bátunum í
flotanum.
Allt gekk upp á vertíðinni
Eggert rifjaði upp þetta einstaka
ár, 1959, sem seint mun fyrnast:
,,Það gekk bókstaflega allt upp
þetta sumar. Vertíðin byrjaði að
vísu með brælu sem stóð í nokkra
daga og á meðan lágum við inni á
Aðalvíkinni og veiddum silung í soð-
ið. En eftir að veðrinu slotaði gekk
okkur allt í haginn. Lánið lék við
okkur. Þetta sumar fáum við tæp
20.000 mál og tunnur, eða hátt á
þriðja þúsund tonn, á 60 dögum á
tímabilinu frá júnílokum fram í end-
aðan ágúst. Báturinn bar 100 tonn
og þetta voru 30 ferðir, þó ekki allt
fullfermistúrar eins og gefur að
skilja. Veiðarnar fóru fram allt frá
Strandagrunni í vestri, út af Húna-
flóa, á Grímseyjarsundi, við Kol-
beinsey, austur fyrir Langanes og
alveg djúpt suðaustur af Reyð-
arfirði. Við fórum um allt svæðið,
fram og til baka. Það var alltaf verið
að. Þótt það væri bræla kastaði
maður kannski og andæfði svo beint
upp í veðrið þegar dregið var, sem
var miklu léttara en að láta flatreka
með bátinn tosandi í nótina,“ segir
Eggert.
Víðir II malaði gull
Segja má að þessi litli bátur hafi
malað eigenda sínum gull frá fyrstu
tíð, en eigandi bátsins var Guð-
mundur Jónsson á Rafnkelsstöðum í
Garði. Víðir II var smíðaður hjá
skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafn-
arfirði árið 1954 og kostaði um eina
milljón króna. Strax á árinu 1955
fiskaði hann fyrir 9-10 milljónir
króna.
Eggert varð margoft aflakóngur á
síldveiðum og reyndar einnig á
þorskveiðum bæði fyrr og síðar.
Jafnframt varð hann landsþekktur
fyrir að verða fyrsti skipstjórinn til
þess að ná tökum á nýju, bylting-
arkenndu tæki, asdikinu, sem olli
straumhvörfum í síldveiðum og varð
þess valdandi að aflinn stórjókst, því
nú var í fyrsta sinn unnt að kasta á
síldartorfur án þess að síldin væði í
yfirborðinu.
Eggert Gíslason var afar hlé-
drægur maður og ekki hefur verið
gefin út bók um einstæðan ferl hans.
Á hinn bóginn veitti hann nokkur
viðtöl en þau birtust flest í blöðum
tengdum sjávarútvegi svo og ritinu
Faxa, sem gefið var út á Suð-
urnesjum.
Aflamaður á landsvísu
Í ritinu Mennirnir í brúnni sem
Ægisútgáfan gaf út 1969 er að finna
eftirfarandi skrif um Eggert. Þau
gefa góða mynd af einstæðum ferli
hans:
„Það er svo mikið búið að skrifa
um Eggert Gíslason að mörgum
finnst að á því mætti nú verða hlé,
svo ungur sem maðurinn enn er –
réttra fjörutíu og tveggja ára – og
margur hefur svo sem fiskað á Ís-
landi á undan honum. En skipstjórn-
arferill Eggerts er óvenjulegur og
óvenjulegri en menn ennþá gera sér
almennt ljóst þrátt fyrir öll skrifin
um hann. Allt frá því að farið var að
færa aflaskýrslur eru þeir menn
teljandi á fingrum annarrar handar
sem um jafnlangt tímabil og óslitið
hafa verið toppmenn, ekki aðeins í
sinni heimaverstöð heldur á lands-
vísu og á hvaða veiðum sem um hef-
ur verið að ræða.
Eggert var níu vertíðir skipstjóri
á línuveiðum frá Sandgerði og var
hæstur fimm vertíðir en næst-
hæstur fjórar. Hann hefur verið
tuttugu sumur á síldveiðum sem
skipstjóri og framan af á litlum bát-
um varla samkeppnisfærum, en
samt hefur hann verið hæstur ellefu
sinnum og jafnan með hæstu bátum
endranær – oftast annar eða þriðji.
Hann hefur einnig borið af á þorsk-
veiðum með net eða nót, og menn
skyldu ekki gleyma því þegar talað
er um aflamet á þorskveiðum að
Eggert fékk eitt sinn 1.530 tonn í
nót á tæpum tveimur mánuðum.“
,,Síldarárin, þau voru ákaflega
skemmtileg,“ sagði Eggert m.a. í
viðtali við Faxa 1976. ,,Ég hafði líka
alveg úrvalsliði á að skipa, blandað
saman af eldri og yngri mönnum.
Kynslóðabil var óþekkt hugtak um
borð hjá okkur þótt helmingur
áhafnarinnar væri strákar um tví-
tugt og svo allt upp í sextuga menn.“
Bræður Eggerts voru einnig
miklir aflamenn
Eggert er Suðurnesjamaður,
fæddur í Kothúsum í Garði árið
1927, sonur hjónanna Hrefnu Þor-
steinsdóttur og Gísla Árna Eggerts-
sonar skipstjóra. Tveir bræður Egg-
erts voru einnig kunnir
aflaskipstjórar á sinni tíð, þeir Árni
og Þorsteinn, en sá síðarnefndi varð
síðar fiskimálastjóri og alþingis-
maður. Föðurafi Eggerts og alnafni
var Eggert Gíslason en hann var
formaður í Garðinum.
Í fyrrnefndu viðtali við Faxa sagði
Eggert m.a.:
„Hvenær ég byrjaði til sjós sjálfur
er ekki alveg víst. Við strákarnir
vorum í fjörunni, við sáum skipin
koma og fara og lifðum og hrærð-
umst í bátum, fiski og aflabrögðum
rétt eins og aðrir. Vindurinn gnauð-
aði, brimið barði landið og lognin
voru djúp og ilmandi af sjávarlykt
og þangi. Stærsti draumurinn var að
komast í róður og ég held að ég hafi
farið í minn fyrsta fiskiróður hjá
honum Oddi í Presthúsum, á gríð-
armiklum teinæringi sem var á net-
um. Ég var þá innan við fermingu og
talinn fullgildur háseti, og mér
fannst ég þá vera orðinn maður með
mönnum, steig þyngra til jarðar að
minnsta kosti þegar í land kom og
fannst tilveran nú öllu bjartari en
oft áður meðan maður sá bátana að-
eins með augunum.“
Var leiðbeint í draumi
Í viðtalinu við Faxa er m.a. fjallað
um yfirnáttúrlega hæfileika Egg-
erts til að finna fiskinn í hafdjúpinu.
Drýgstu aðstoðina átti hann að fá í
gegnum drauma. ,,Ekki veit ég
hvort draumarnir hafa orðið mér
beinlínis til hjálpar við fiskleitina, en
ég er berdreyminn og það er óneit-
anlega þægilegt og gerir lífið léttara
að vita að afli er framundan. Einu
sinni man ég þó eftir að draumur
hefur beinlínis bent mér hvert átti
að halda. Það var þegar ég reri mína
fyrstu sjóferð sem skipstjóri á línu.
Mig dreymdi stefnuna, sá á áttavit-
ann, vest-norðvestur af Garðskaga.
Við rótfiskuðum og gaman var að
koma í höfn með drjúgan afla í
frumrauninni sem skipstjóri,“ sagði
Eggert í viðtalinu.
Eggert var nokkur ár á síldveið-
um í Norðursjó, fyrst árið 1965, og
sagði það hafa verið afar ánægju-
legan tíma, sérstaklega hafi verið
gaman að kynnast heimafólkinu á
þeim stöðum þar sem aflanum var
landað, á Hjaltlandi, í Skotlandi,
Noregi, Danmörku og Þýskalandi.
Fremstur meðal jafningja
Eggert Gíslason skipstjóri lést á dögunum, 89 ára að aldri Hann er að flestra mati mesti afla-
maður Íslandssögunnar Varð margoft aflakóngur á síldveiðum og einnig á þorskveiðum
Aflaskipstjórinn Eggert Gíslason í brúnni. Hann var frumkvöðull í notkun fiskileitartækja á sínum tíma.
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
Hindberjajógúrt
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ!
Kafli úr viðtali við Eggert Gísla-
son í Faxa árið 1976 er afar at-
hyglisverður þegar horft er til
þeirrar þróunar sem orðið hefur
í íslensku þjóðfélagi á und-
anförnum árum:
Eins og fram hefur komið er
það vissa Eggerts að Íslend-
ingar geti búið mjög sóma-
samlega í landi sínu á því sem
fiskiskipin afla. ,,Okkur vantar
umbyltingu í þjóðfélagið. Okkar
unga efnilega fólk þarf að snúa
sér meira að raunvísindum til
þess að geta nýtt sjávarafurð-
irnar meira í okkar þágu. Skól-
arnir útskrifa of mikið af fólki
sem ætlar sér að lifa á andanum
fremur en efninu. Þessu verður
að breyta til að geta staðið upp
úr. Við getum ekki skapað and-
ann nema hafa efnið. Skólarnir
þurfa að miðast meira við fram-
leiðsluna. Í aukinni nýtingu
sjávarafurða eru auðæfi okkar
fólgin, sú stóriðja sem við eig-
um að reisa okkur, en ekki álver
með ólífræn störf, innflutt hrá-
efni og sveiflukennda markaði.
Við eigum að nýta orkuna
sem við eigum í landinu, hitann
í jörðinni, fallvötnin, straumana,
jafnvel vindinn, nýta þetta sjálf-
ir, en því miður eru flokkadrætt-
ir miklir á Íslandi og einn rífur
niður það sem annar vill byggja
upp. Eining er fyrsta skilyrðið til
að árangur geti náðst, þess
vegna megum við ekki vinna
hver gegn öðrum.“
Það hefur sannarlega ræst
sem Eggert ræðir hér, þ.e. um
aukna nýtingu sjávarafurða.
Aukin nýting
sjávarafurða
er nauðsyn
REYNDIST FORSPÁR