Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 www.fr.is FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til lögg.fasteignasala Brynjólfur Þorkellsson Sölufulltrúi Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, var skipverji hjá Eggert Gíslasyni á Gísla Árna RE í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Árni ritaði minningargrein um Eggert í Morgunblaðið í síðustu viku og vildi „minnast í örfáum orðum þessa magnaða aflamanns sem að öðrum ólöstuðum er eftir- minnilegasti skipstjórinn sem ég sigldi með á mínum sjómannsferli.“ Hann segir að þessi þrjú sumur í Norðursjónum og tvær loðnu- vertíðir sem hann starfaði undir stjórn Eggerts hafi verið ein- staklega eftirminnileg og lærdóms- rík. „Að upplifa karlinn í veiðiham var ógleymanlegt. Einbeitingin og stemningin var eitthvað sem mað- ur hafði ekki upplifað áður.“ Í maí 2012 hittust félagarnir á Gísla Árna í fyrsta skipti í áratugi og rifjuðu upp gömul kynni. Í viðtali eftir þá kvöldstund ræddi Morgunblaðið við Árna: ,,Um borð voru harðduglegir menn og vinnan hefði ekki alltaf staðist skoðun hjá Mannréttinda- dómstólnum og þarna voru engin vökulög í gildi. Menn unnu meðan þurfti og þeir stóðu í lappirnar og það var ekkert kvótarugl í gangi á þessum árum.“ Átti sterkt bakland En hvers vegna var Eggert svona mikil aflakló? ,,Það var meðal þess sem við reyndum að kryfja í veislunni okk- ar,“ segir Árni. ,,Það voru ýmsar ástæður nefndar, eins og áhafn- irnar, skipin og búnaðurinn, en síð- an var Eggert gríðarlega kapps- mikill og áhugasamur. Hann var alger reglumaður, átti sterkt bak- land í góðri fjölskyldu og hann hafði yfirnáttúrlega sjón. Ég upp- lifði það margsinnis að hann sá fuglager í fjarska þar sem aðrir sáu ekki nokkurn skapaðan hlut. Svo var stímað lengi, lengi þangað til maður fór að sjá eitthvað.“ Árni minnist líka á að í hófinu hafi staðið upp reyndir sjómenn, kannski ekki sérlega vanir ræðu- höldum, og minnst vinargreiða Eggerts sem hafi skipt sköpum fyr- ir mennina persónulega. Það hafi verið áhrifamikið. „Hans verður um alla framtíð minnst sem mesta aflaskipstjóra síldaráranna og framlag hans til þjóðarinnar er einfaldlega ómet- anlegt,“ segir Árni. Árni Bjarnason átti síðar eftir að verða þekktur og aflasæll togara- skipstjóri. Hann fór síðan í land þegar hann var kjörinn forseti Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. sisi@mbl.is Hafði yfirnátt- úrlega sjón  Skipsfélagar minnast aflaskipstjóra Morgunblaðið/Golli Árni Bjarnason Minnist eft- irminnilegs skipstjóra. Þórólfur Þórlindsson prófessor rannsakaði aflabrögð síldarskip- stjóra á sumarvertíðum í lok sjötta og byrjun sjöunda áratugarins. Þór- ólfur var sjálfur þrjár sumarvertíðir með föður sínum, Þórlindi Magn- ússyni, og þekkti því vel til. Þórólfur var þá unglingur. DV birti árið 1987 viðtal við Þórólf um þessar rannsóknir og þar segir m.a: „Þórólfur at- hugaði frammi- stöðu einstakra aflaskipstjóra á sumarsíldveið- unum og hugsaði sem svo að ef sami skipstjóri væri í röð þeirra aflahæstu ár eftir ár renndi það sterkum stoðum undir goðsögnina um aflaskipstjórann. Þórólfur kannaði feril þeirra þriggja skipstjóra sem aflahæstir voru á síldveiðum í hringnót árið 1959 og hafa það orð á sér að vera aflaklær. Þessir skipstjórar eru Eggert Gísla- son, bróðir hans, Þorsteinn Gíslason, og Gunnar Hermannsson. Eggert Gíslason ber höfuð og herðar yfir þá rúmlega 200 skipstjóra sem stund- uðu sumarsíldveiðar með hringnót fyrir norðan og austan land á þess- um árum. Skip Eggerts eru aflahæst hringnótabáta vertíðarnar 1957, 1958 og 1959 og í öðru sæti árið 1961. Eggert missti að mestu af síldveið- inni árið 1960 vegna þess að hann fór utan að sækja nýjan bát sem ekki var tilbúinn fyrir vertíðina. Afrek Eggerts verður enn glæsilegra þeg- ar tekið er tillit til þess að árin 1955- 1959 var hann skipstjóri á einum minnsta bát síldveiðiflotans. Bátur Eggerts var 56 tonn en meðalstærð síldveiðibáta á þessum árum var 65 tonn. Þorsteinn Gíslason, bróðir Egg- erts, var einnig aflasæll með af- brigðum. Hann var í sjöunda sæti 1958, í öðru sæti 1959 og 1960 var hann aflakóngur vertíðarinnar. 1961 var Þorsteinn í þriðja sæti. Annar skipstjóri var Gunnar Her- mannsson. Á annarri síldarvertíð sinni, 1958, var Gunnar í fimmta sæti og árið eftir í þriðja sæti. 1960 veiddi bátur Gunnars næstmestan afla síldarbátanna. Frammistaða þessara þriggja manna er ótrúlega góð og jöfn ár eft- ir ár og þeir fiskuðu mikið umfram meðalveiði síldveiðiflotans. Þórólfur segist geta með góðri samvisku úti- lokað að hér ráði heppni.“ Eftir að Eggert settist í helgan stein hélt hann áfram að róa á smá- bátum til að veiða í soðið. Hann reri mikið frá Ólafsfirði en þaðan var eig- inkona hans, Sigríður Regína Ólafs- dóttir, ættuð. sisi@mbl.is Útilokað að heppni hafi ráðið Áhöfnin Eggert og áhöfn hans á aflaskipinu Víði II. Þessi mynd sýnir vel hve lítill báturinn var í raun. Hann var í hópi minnstu báta í flotanum.  Prófessor rannsakaði aflabrögð síldarskipstjóra  Segir að Eggert hafi borið höfuð og herðar yfir aðra skipstjóra Aftur til upprunans Eggert vissi fátt skemmtilegra en að róa til fiskjar eftir að hann settist í helgan stein. Hér er hann á skaki á Ólafsfirði á Litla-Rauð. Þórólfur Þórlindsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.