Morgunblaðið - 27.07.2016, Page 34

Morgunblaðið - 27.07.2016, Page 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 www.danco.is Heildsöludreifing Eingöngu selt til fyrirtækja Ljúffengt... Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar. Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira. ...hagkvæmt og fljótlegt Hótel - Veisluþjónustur Gistiheimili - Mötuneyti Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum SVIÐSLJÓS Atli Vigfússon laxam@simnet.is „Það er okkur mikils virði að hafa tréð og það er hluti af öllu hér á jörðinni. Ég er búinn að taka tölu- vert af greinum sem voru hættar að laufgast, auk þess sem ég tók þær sem voru farnar að slást í þakið. „Hríslan,“ eins og við höfum alltaf kallað þetta gamla reyniviðartré, er fyrir löngu farin að vaxa utan í hús- ið, en einhvern tíma þegar við klæðum það að utan ætla ég ekkert að hrófla við hríslunni.“ Þetta segir Valþór Freyr Þráins- son, bóndi á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi, en hjá húsi fjölskyld- unnar stendur u.þ.b. 90 ára gamalt reyniviðartré sem hefur sett svip sinn á sveitina í áratugi. „Ég er ekki á því að hrófla við hríslunni og þegar hingað kom smiður að skoða aðstæður við húsið spurði hann hvort það ætti ekki að taka tréð áður en sett væri á það klæðning. Nei, ég var alls ekki á því og það verður að klæða húsið án þess að skaða hrísluna,“ segir Val- þór, en hann og kona hans, Signý Valdimarsdóttir, eru fjórða kyn- slóðin sem býr í húsinu og hríslan hefur alltaf skipt miklu máli. Hefur fylgt fjölskyldunni Langafi og langamma Valþórs, þau Árni Þorsteinsson og Laufey Sigtryggsdóttir, fluttu í Litlu-Reyki árið 1932. Þau komu úr Holtakoti og höfðu þá með sér hrísluna sem þau höfðu líklega eignast nokkrum árum áður. Þau héldu mikið upp á þetta litla tré sem var byrjað að vaxa og dafna við hús þeirra í Holtakoti. Hríslan var gróðursett við íbúðarhúsið á Litlu-Reykjum og hefur verið þar alla tíð síðan. Þetta tré hefur lifað kreppuárin, stríð- árin, hafísárin og mörg önnur ár og alltaf lifað. Árni og Laufey bjuggu í Holtakoti á árunum 1925-1932 og það var á þeim árum sem Reyk- hverfingar fengu nokkur reynivið- artré til þess að hafa við híbýli sín. Sagan segir að Baldvin Frið- laugsson, framkvæmdastjóri Garð- ræktarfélags Reykhverfinga, hafi útvegað nokkur tré innan úr Eyja- firði og telst það ekki ólíklegt, en á þeim tíma voru reyniviðartré gróð- ursett í mörgum görðum á Ak- ureyri. Lengi stóðu þessi tré við bæi í sveitinni, en nú hafa trén við bæina Skörð og Stóru-Reyki fallið, þar sem húsin, sem þau stóðu við, voru rifin. Á hinn bóginn standa enn tré sem Baldvin Friðlaugsson og hans fjölskylda gróðursettu í landi Garðræktarfélags Reykhverf- inga. Hríslan var afa Valþórs mjög mikilvæg Íbúðarhúsið á Litlu-Reykjum stendur fast við þjóðveginn og því hefur hríslan alltaf verið mjög áberandi og hún hluti af bæj- armyndinni. Valþór segir að hún hafi haft mikla þýðingu fyrir afa hans, Sigtrygg Árnason, sem bjó alla sína ævi í húsinu og tengdi hann tréð alltaf við móður sína, Laufeyju Sigtryggsdóttur, sem lést um aldur fram þegar hann var sjö ára. Hann vildi ekki taka greinar af trénu þó svo að þær væru farnar að láta á sjá, en það gerði Valþór seinna eftir að hann hóf búskap í húsinu ásamt sinni fjölskyldu. Hann heldur í þá stofna sem hann hefur tekið og hefur þurrkað þá og smíðað úr þeim. Hann smíðaði m.a. klukku úr einum bútnum og gaf afa sínum þegar hann var kominn á dvalarheimilið Hvamm á Húsavík. Þetta þótti afa hans mjög vænt um og hefur Valþór auk þessa smíðað nokkra smáhluti aðra úr viðarbútunum. Sigtryggur afi hans lést sl. vetur og tók Valþór lítinn bút úr hríslunni sem hann hafði haldið til haga og setti í kistuna hjá honum. Vaxandi áhugi hefur verið á skógrækt í Reykjahverfi á síðustu árum og hafa félagar í Skógrækt- arfélagi Reykhverfinga plantað mjög mörgum trjám. Þá er trjáreit- ur sunnan við Heiðarbæ, félags- heimili sveitarinnar, sem þarfnast meiri umhirðu en verið hefur og ætla félagar að taka að sér að grisja og laga þann reit eftir því sem þurfa þykir. Valþór og kona hans, Signý, hafa stækkað garðinn við húsið á Litlu- Reykjum eins og margir aðrir og komið þar upp skjólvegg. Þess má geta að dóttir þeirra, Sigrún Stella Valþórsdóttir, er búin að eignast lítið reyniviðartré sem kennt er við móðurömmu hennar, sem nú er lát- in, og virðist það vera að taka við sér. Trjágróður hefur að mörgu leyti þrifist vel í sveitinni á und- anförnum árum og hafa lerkitré og aspir vaxið mikið. Aftur á móti hafa furur og grenitré brotnað töluvert í krapastórhríðum, enda eru þær stundum óblíðar. Reykjabæir standa undir Reykjafjalli og oft rennir miklum snjó ofan af fjallinu niður í byggð- ina. Hríslan á Litlu-Reykjum hefur í 90 ár þolað mörg frostin og oft verið klakabrynjuð. Valþór er bjartsýnn á framtíð hennar þrátt fyrir aldurinn og enn um sinn mun hún setja mikinn svip á sveitina. Hefur sett svip sinn á sveitina  90 ára gamalt reynitré á Litlu- Reykjum í Reykjahverfi vekur athygli  Fjórða kynslóð ábúenda í húsinu Morgunblaðið/Atli VigfússonReynitré Hríslan svonefnda, þ.e. gamla reyniviðartréð á Litlu-Reykjum, hefur náð um 90 ára aldri. Reyniviður vex víða villtur á Ís- landi, en myndar ekki skóga heldur vex á stangli innan um birki og fleiri plöntur. Reynivið- artré verða yfirleitt hærri en birki og standa upp úr þar sem þau vaxa í kjarri. Víða eru reyni- viðartré 9-12 metrar og geta orðið gömul. Reyniviðurinn er mjög áber- andi á blómgunartímanum og einnig á haustin þegar laufið fær rauðan lit. Hann er prýði í görðum og mjög algengur t.d. á Akureyri. Vex víða villtur REYNIVIÐURINN Morgunblaðið/Atli Vigfússon Feðgin Valþór Freyr ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Stellu, við reynitréð, sem er margstofna og sumsstaðar eru stofnarnir aðeins að byrja að láta á sjá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.