Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 37
pólitíska litrófs hafa í framhaldi af árásunum kynt undir hræðslu gagn- vart flóttamönnum. Árásirnar áttu sér stað á götum úti og í farþegalest. Engin tengsl virðast milli þeirra en röð morðárása af þessu tagi á sér engin fordæmi í Þýskalandi. Því er spurt hvaða afleið- ingar þær hafi í för með sér. Í fyrsta lagi þykir víst að Þjóðverjar muni halda mjög að sér höndum við mót- töku flóttamanna. Árásirnar hafi aukið á ótta landsmanna um öryggi sitt vegna komu flóttamannanna. Til landsins komu hundruð þúsunda manna í fyrrahaust frá stríðshrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Afganistan og Írak. Vilji almennings snerist harkalega gegn viðtöku þeirra eftir kynferðislegar árásir í Hamborg og Köln um áramótin, en þar voru að mestu að verki flóttamenn tiltölulega nýkomnir til landsins. Straumurinn stöðvaður Verulega dró úr móttöku flótta- manna eftir þetta og undanfarna mánuði hefur verið tekið á móti álíka mörgum í hverjum mánuði eins og á einum degi í nóvember sl. Árásirnar að undanförnu þykja líklegar til að draga enn frekar úr móttöku flótta- og flökkufólks til Þýskalands, jafnvel þótt hryðjuverk og borgarastríð haldi áfram í Sýrlandi og Írak, að sögn þýskra fjölmiðla. Er hart lagt að Merkel að loka á flóttamanna- strauminn. Gerendur í tveimur árásanna höfðu átt við geðræn vandamál að stríða. Táningurinn sem myrti níu manns í München dvaldist mánuðum saman á geðdeild í fyrra. Hið sama er að segja um tilræðismanninn sem sprengdi sig í loft upp í Ansbach, en hann dvaldi um skeið á geðdeild eftir tvær tilraunir til sjálfsvígs. Þegar er spurt hvað gera megi til að efla geð- heilbrigðisþjónustu til að draga úr líkum á árásum sem hér er um fjallað. Samtök sem stofnuð voru eftir fjöldamorð í skóla 2009, Winnenden, segja að meira þurfi að gera til að nema viðvörunarmerki hjá táningum þar sem árásarmennirnir hafi oftlega verið uppstökkir og ein- angrað sig. Þykir það til marks um vanda Merkel, að hún dró í tæpan sólar- hring að tjá sig um skotárásina í München. Er mjög sótt að henni heima fyrir og hún sökuð um getu- leysi til að tryggja öryggi borgar- anna, sem kenna henni um mis- heppnaða öryggisgæslu. Peter Schulze, prófessor við háskólann í Göttingen, segir að öryggi geti Þjóð- verjar ekki lengur tekið sem gefinn hlut. Það sé alla vega tilfinning millj- óna þýskra borgara. Hann segir von- brigðin í samfélaginu mikil og djúp- stæð. „Við sjáum til dæmis að Merkel hefur hríðfallið að fylgi í skoðana- könnunum og tengir almenningur það innstreymi flóttamanna í fyrra.“ Verið getur, að afleiðingar hryðju- verka heima fyrir eigi eftir að hafa miklar pólitískar afleiðingar í för með sér fyrir Merkel, jafnvel að hún muni glata völdum í þingkosningunum í september 2017. Umfangsmikil of- beldisverk eru sjaldgæf í Þýskalandi sem hefur getað státað af virðingu landsmanna fyrir röð og reglu og erf- itt hefur verið að útvega sér skot- vopn. Þjóðverjar hafa ekki þurft að upp- lifa jafnstórtæk hryðjuverk og nýleg hermdarverk í París og Nice. Spurt er hvort leyniþjónustan sé í stakk bú- in að sporna við slíku. Hún sé afar lagskipt og leyniþjónusta hvers sam- bandslands sjálfstæð og óháð öðrum. Við skort á samskiptum milli stofn- ana er talið að illvirkjar gætu hugs- anlega sloppið gegnum glufur. Þá gætu þröngar heimildir til hlerana og njósna um borgarana í Þýskalandi torveldað baráttuna gegn hryðju- verkum. Minnt er á að nýleg úttekt á frönsku leyniþjónustunni hafi leitt í ljós, að koma hefði mátt í veg fyrir ódæði hefðu einstakar öryggissveitir og stofnanir talað saman og skipst á upplýsingum. Tilraunir til að afstýra tilræðum í Þýskalandi gætu því reynst gagnlitlar. Tímasprengjur eru taldar tifandi en í því sambandi er vitnað til þess, að um 300 múslimar sem tóku þátt í bardögum Ríkis ísl- ams í Sýrlandi hafa snúið aftur heim til Þýskalands. agas@mbl.is FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Miklar umræður eiga sér nú stað í Þýskalandi til hvaða öryggisráðstafana hægt sé að grípa til að reyna að koma í veg fyrir morðárásir. Þegar hefur verið orðið við áskorun þýska lögreglusambandsins (DpolG) um aukna viðveru hers og lögreglu á lestarstöðvum og flugvöllum. Ursula von der Leyen varnarmálaráðherra segir stjórnarskrána heimila beitingu hersins þegar árásir eiga sér stað samtímis á fleiri stöðum en einum. Gagnrýnis- raddir segja aftur á móti, að herinn sé hvorki þjálfaður til slíkra aðgerða né tækjum búinn til að takast á við hryðjuverkaárás. Þá hefur einnig verið spurt hvort öryggisþjónustan hefði getað afstýrt einhverri árásanna með hlerun fjarskipta. Þegar liggur fyrir að gestir bjórhátíðarinnar í München í haust, Októberhátíðarinnar, munu finna fyrir afleiðingum árásanna. Fyr- irséð er að Þjóðverjar þurfi að laga sig að stórhertum öryggisráðstöf- unum á opinberum samkomum í framtíðinni. Þykir ljóst að daglegt líf muni breytast vegna ofbeldisverkanna. Lykilspurningin í því sambandi er hvort sú breyting dugar til að hindra frekari árásir. Daglegt líf mun breytast ÖRYGGISRÁÐSTAFANIR Lögreglueftirlit Franskur lögreglumaður rannsakar bíl nálægt Moineville. AFP RÚM Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur! Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is | rbrum.is Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erummeð þetta allt og meira til! Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Við bjóðummismunandi stífleika á dýnum, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.