Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 STUTT ● Alls var 108 skjölum um atvinnu- húsnæði þinglýst á landinu í júní síðast liðnum. Þau skjöl eru ýmist kaupsamn- ingar eða afsöl. Af þessum fjölda voru 55 á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum 108 skjölum voru 37 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Heildarfasteignamat seldra eigna í mánuðinum var 2,2 milljarðar á höf- uðborgarsvæðinu. Er það umtalsverð hækkun frá sama mánuði í fyrra þegar heildarfasteignamatið var 1,4 milljarðar. Á hinn bóginn var samanlagt fast- eignamat þeirra eigna sem um ræðir utan höfuðborgarinnar 1,7 milljarðar í stað 1,6 milljarða í sama mánuði í fyrra. Alls hefur 756 skjölum, kaupsamn- ingum og afsölum, verið þinglýst á fyrri hluta ársins. Það er aukning frá sama tíma í fyrra, en þá var 537 skjölum þing- lýst. Húsnæðisviðskipti vaxa Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Öll spjót standa nú á hinum vellauð- uga sir Philip Green sem gjarnan er kenndur við fjárfestingafélagið Ar- cadia sem meðal annars á og rekur verslanir á borð við Tophshop, Bur- ton, Miss Selfridge, Dorothy Perkins og ýmsar fleiri. Að þessu sinni er kastljós fjölmiðla á honum vegna rannsóknar sem breska þingið hefur efnt til í tengslum við fall verslana- keðjunnar BHS sem hann seldi fyrir eitt pund í fyrra til fyrrverandi öku- þórsins Dominic Chappell. BHS fór í greiðslustöðvun fyrr á þessu ári og með lokun verslananna 164 sem reknar eru undir nafni fyrir- tækisins misstu yfir 11 þúsund manns vinnuna og um 20 þúsund ein- staklingar, sem starfað hafa fyrir fyrirtækið á umliðnum árum, sjá nú á bak lífeyrisréttindum sínum og eru hin glötuðu réttindi metin á tæplega 600 milljónir punda eða ríflega 95 milljarða íslenskra króna. Í tengslum við rannsókn nefndar- innar sem þingið hefur kallað saman vegna málsins hafa háværar raddir komið fram, innan þings og utan, þar sem kallað er eftir því að sir Philip verði sviptur riddaratign þeirri sem hann var sæmdur 17. júní árið 2006 fyrir þjónustu sína í þágu smásölu- markaðarins í Bretlandi. Er í því sambandi meðal annars vísað til þess fordæmis sem gefið var árið 2012 þegar Elísabet II., Eng- landsdrottning, svipti Fred Goodwin, fyrrverandi forstjóra Royal Bank of Scotland, riddaratign þeirri sem hann hafði verið sæmdur árið 2004 vegna starfa sinna í þágu bankastarf- semi í landinu. Ákvörðunina tók El- ísabet ekki sjálf heldur byggði hún á tillögu ríkisstjórnar landsins og sér- stakrar nefndar sem leggur mat á það hvort einstaklingar sem sæmdir hafa verið heiðurstitlum skuli sviptir þeim af einhverjum ástæðum. Það er forsætisráðherra Bretlands sem kall- ar nefndina saman ef þurfa þykir. Tók snúning á íslenskum bönkum Philip Green er Íslendingum ekki að öllu ókunnur. Viðskipti hans og Baugs með hluti í Arcadia rötuðu meðal annars í fjölmiðla á árinu 2002. Þá kom hann einnig til landsins strax í kjölfar þess að viðskiptabankarnir þrír hrundu til grunna. Í þeirri ferð gerði hann tilraun til að kaupa skuld- ir Baugs af skilanefndum Lands- bankans og Kaupþings á 5% af nafn- verði þeirra. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu og hélt tómhentur aft- ur til Bretlands. „Íslandsvinur“ gæti misst riddaratignina  Sir Philip Green í kröppum dansi vegna sölunnar á BHS Gagnrýni Mikil gagnrýni hefur komið fram á Philip Green vegna þess hvernig hann skildi við BHS og starfsmenn fyrirtækisins við söluna í fyrra. AFP 27. júlí 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.18 121.76 121.47 Sterlingspund 159.06 159.84 159.45 Kanadadalur 91.57 92.11 91.84 Dönsk króna 17.916 18.02 17.968 Norsk króna 14.114 14.198 14.156 Sænsk króna 14.011 14.093 14.052 Svissn. franki 122.51 123.19 122.85 Japanskt jen 1.1594 1.1662 1.1628 SDR 167.98 168.98 168.48 Evra 133.3 134.04 133.67 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.8047 Hrávöruverð Gull 1321.25 ($/únsa) Ál 1601.0 ($/tonn) LME Hráolía 46.21 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Hlökkum til að heyra frá ykkur! Nolta Okkar megin áherslur eru: ◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf Sigurjón Þórðarson Sími: 893 1808 • sigurjon.thordarson@nolta.is Friðfinnur Hermannsson Sími: 860 1045 • fridfinnur.hermannsson@nolta.is Ráðgjöf og þjálfun nolta.is Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki Frekari upplýsingar á nolta.is Nolta er á Facebook Leiðtoginn á réttum kúrs Self - Navigation er skemmtileg tveggja daga vinnustofa þar sem leiðtoginn stillir af hvert hann stefnir og kemur skipulagi á sín helstu verkefni. Árni Sverrisson Sími: 898 5891 • arni.sverrisson@nolta.is BRIGETTA INVESTMENTS LIMITED – IN LIQUIDATION (THE COMPANY) SAFINA LIMITED – IN LIQUIDATION (THE COMPANY) SEACOURT LIMITED – IN LIQUIDATION (THE COMPANY) TAZAMIA LIMITED – IN LIQUIDATION (THE COMPANY) NOTICE is hereby given that pursuant to Section 206(1) of the BVI Business Companies Act 2004, that creditors of the Company are required to submit their full names and addresses and full particulars of their claims by 18 August 2016 to the contact below or be excluded from the benefit of the first and final distribution. Mark McDonald, Joint Liquidator Contact for enquiries: Name: Megan Farmer Telephone: +1 284 494 8520 Facsimile: +1 284 494 3529 Email: megan.farmer@uk.gt.com Frá Aviva Annuity UK Limited til Aviva Life & Pensions UK Limited. Nánari upplýsingar má finna á www.fme.is Fyrirhuguð yfirfærsla líftryggingastofns: Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Rúmlega fjögur þúsund fleiri bíla- leigubílar eru á skrá í dag en voru í upphafi árs 2015 og tæplega átta þúsund fleiri en í byrjun árs 2014. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segir almennt offramboð vera á bílaleigubílum í dag og ráðist það annars vegar af fleiri bílaleigum og hins vegar af fjölgun í bílaflota hjá bílaleigum landsins. „Við fórum þá leið sjálfir að fara hóflega í fjölgun bíla og reyna frekar að auka nýtinguna á hvern bíl. Fjölg- un ferðamanna yfir vetraramán- uðina gerir okkur kleift að nýta bíla- flotann okkar betur,“ segir Steingrímur og bendir á að hjá Bíla- leigu Akureyrar hafi verið gert ráð fyrir 14 til 15 prósenta vexti á mark- aðnum þó ISAVIA hafi gert ráð fyrir 37 prósenta fjölgun ferðamanna í ár. „Ég gerði ráð fyrir minni aukn- ingu á bílaleigumarkaðnum en spár um fjölgun ferðamanna sögðu til um enda taldi ég að fjölgun ferðamanna myndi ekki skila sér öll inn á bíla- leigumarkaðinn.“ Spurður hvort bílar standi þá verkefnalausir, segir Steingrímur það ekki vera tilvikið hjá Bílaleigu Akureyrar. „Það er alltaf erfitt að hitta ná- kvæmlega á réttan punkt en þetta er ekki stórt vandamál hjá okkur. Við erum vissulega með bíla inni hjá okkur, ólíkt í fyrra þegar eftirspurn var töluvert meiri en framboðið. Á móti kemur að það er minna vesen og spenna eins og þegar allt er upp- bókað. Það standa þó engir bílar hjá okkur hreyfingarlausir og af núm- erum. Við vitum þó af því að það er ekki vinna fyrir alla þá bíla sem bætt hefur verið við bílaleiguflota lands- ins. Aukningin í sumar hefur hrein- lega ekki verið svo mikil þó vorið hafi verið gott og útlit fyrir að haustið verði gott, í það minnsta hjá okkur.“ Minni bílaleigur fjölga bílum Fjölgun bílaleigubíla virðist vera mest hjá minni bílaleigum landsins að sögn Steingríms, sem telur að stærri bílaleigurnar hafi almennt farið varlega í að fjölga skráðum bíl- um hjá sér. Undir þetta tekur Gunn- ar Björn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Procar bílaleigunnar, en hann segir algjört offramboð vera á bílaleigubílum á markaðnum í dag. „Staðan í ár er allt önnur en í fyrra og menn eru að skjóta verðinu hver undan öðrum. Þá hefur leigutími bílanna breyst en við sjáum minna af 14 til 17 daga leigu og meira af því að fólk leigi bíla til skemmri tíma og það þýðir ofast meiri keyrslu á þeim,“ segir Gunnar, sem rekur 630 bíla í dag en var með um 450 í fyrra. Gunnar segir margar nýjar bíla- leigur vera komnar inn á markaðinn og dæmi séu um að minni bílaleigur tvöfaldi bílaflotann á einu ári. Hefur áhrif á verð Á eftir Bílaleigu Akureyrar, sem rekur hátt í 4.000 bíla, er Avis ein af stærri bílaleigum landsins með rúm- lega 2.700 bíla í rekstri en á síðasta ári voru bílarnir 2.300 talsins og seg- ir Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis, að fyrirtækið hafi aldrei keypt jafn marga bíla og fyrir þetta ár. „Það hefur ekkert slegið á eftir- spurnina hjá okkur og allir okkar bílar eru í keyrslu. Við seljum líka bíla reglulega yfir allt árið svo það er mikil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Hjálmar en viðurkennir að Av- is hafi vissulega orðið vart við aukna samkeppni. „Mikil samkeppni er ekki ný af nálinni á þessum markaði. Þetta er bara hreinn samkeppnismarkaður, eins og hann á að vera og er búinn að vera það í mörg ár.“ Spurður hvort offramboð á bíla- leigubílum skili sér í lægra verði seg- ir hann það vissulega gera það. „Meira framboð hefur auðvitað áhrif á verð en við horfum á verð daglega, þannig er markaðurinn.“ Hjálmar óttast þó að ástandið geti orðið erfitt fyrir marga í vetur þegar verð lækki og fjöldi bíla standi verk- efnalausir. „Það er dýrt að reka bílaleigubíl og t.d. hækkuðu iðgjöld um 25 pró- sent í ár. Þá er líka erfitt að selja þá úr landi því tollar og alls konar gjöld gera það of dýrt fyrir okkur. Þar er ríkisvaldið að þvælast fyrir.“ Offramboð bílaleigubíla  Fyrsta merkið um offramboð í ferðaþjónustu  Bílaleigubílum hefur fjölgað um rúmlega 4 þúsund milli ára  Hætta á að bílar standi verkefnalausir í vetur Morgunblaðið/Ómar Bílar Rúmlega 21.500 bílaleigubílar eru skráðir á Íslandi nú en þeim hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum og er komið merki um offramboð. Fjöldi skráðra bílaleigubíla Heimild: Samgöngustofa *staðan: 26. 07. ’16 Ártal Fjöldi 2014 13.723 2015 17.510 2016* 21.539
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.