Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Síðdegisblundur í rjómablíðu Ungir menn fá sér kríublund á bekk innanum fjölskrúðugan gróðurinn í Grasagarðinum í Reykjavík. Spáð er glaðviðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Styrmir Kári Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra, ber sig aumlega. Hún kvartar sáran og kennir sam- verkamönnum í rík- isstjórn – sjálfstæð- ismönnum – um að standa í vegi fyrir henni sem ráðherra, sem vilji stórauka út- gjöld ríkissjóðs til vel- ferðarmála, koma á félagslegu hús- næðiskerfi og helst af öllu hækka skatta eða a.m.k. ekki lækka þá. „Biturleiki, reiði og rangfærslur eru ekki fyndnar,“ skrifaði Eygló Harðardóttir í blaðagrein 2011. Henni fannst Svarthöfði DV ósann- gjarn í gagnrýni á framsóknar- menn. Félagsmálaráðherra hefði mátt minnast þessara orða þegar hún mætti í viðtal á Rás 2 í síðustu viku. Það var einhver biturleiki og reiði í málflutningnum, frjálslega farið með staðreyndir og rang- færslur bornar á borð. Eygló fullyrti: „Það hafa verið mikil átök. Stundum jafnvel slagsmál við sam- starfsflokkinn um framlög inn í vel- ferðarkerfið. Við höfum svo sem séð það að það er töluverð andstaða við þær breytingar sem ég vil gera á húsnæðiskerfinu. Áherslan þar hef- ur verið frekar á það að lækka skatta, lækka skatta fyrir þá efna- mestu og lækka skuldir ríkisins.“ Flokksfélagar Eyglóar kannast ekki við hin meintu slagsmál. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar, sagði í samtali við Kjarnann að „samstarfið við flokk- inn [Sjálfstæðisflokkinn] í fjár- laganefnd hefur verið afar gott og aldrei borið neinn skugga á“. Tölulegar staðreyndir tala sínu máli Samkvæmt fjárlögum yfirstand- andi árs verður nær 98,3 milljörðum króna varið í almannatrygg- ingar – í lífeyristrygg- ingar og félagslega að- stoð. Þetta er tæplega 28% raunaukning frá fjárlögum 2013 (síð- ustu fjárlögum vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna). Ríkisstjórn Framsókn- arflokks og Sjálfstæð- isflokks ætlar að verja 21,3 milljörðum meira á föstu verðlagi í almannatrygg- ingar en vinstri flokkarnir áform- uðu. Hækkunin á þessu ári verður yfir níu milljarðar miðað við nið- urstöðu ríkisreiknings 2015. Þar með er sagan ekki öll sögð. Nái tillögur nefndar um endur- skoðun almannatrygginga, sem lengst af var undir forystu Péturs heitins Blöndals, fram að ganga hækka framlög til almannatrygg- inga verulega á komandi árum. Þar skiptir mestu að hagur þeirra sem lakast standa verður bættur líkt og Pétur lagði alltaf áherslu á. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið einhuga í að hrinda nauðsyn- legum breytingum í framkvæmd. Félagsmálaráðherra verður að „slást“ við aðra en sjálfstæðismenn. Mér segir svo hugur að glíma ráð- herrans verði við pólitíska sálu- félaga í vinstri flokkunum. Á móti lækkun skatta Eygló Harðardóttir kemur fram sem harður andstæðingur þess að skattar séu lækkaðir. Fyrir launa- fólk hlýtur það að vera umhugs- unarefni. Almenn vörugjöld hafa verið af- numin, tollar á fatnað og skó felldir niður og stefnt að afnámi nær allra tolla, kerfisbreytingar gerðar á virð- isaukaskattinum, skatthlutfall í neðsta þrepi tekjuskatts ein- staklinga verið lækkað sem og í öðru þrepi og það á að falla niður í byrjun komandi árs. Allt eru þetta aðgerðir sem fyrst og síðast koma launafólki til góða. Ráðstöf- unartekjur hækka og almenningur nýtur aukins kaupmáttar. Stjórnarandstæðingar hafa haldið því fram að með skattalækkunum sé ríkissjóður að „afsala“ eða „kasta“ frá sér tekjum. Eygló Harð- ardóttir virðist sama sinnis. Skatta- stefna vinstri flokkanna hitti marga skjólstæðinga félagsmálaráðherra sérlega illa. Auðlegðarskatturinn lagðist þungt á eldri borgara sem sumir urðu að sæta því að greiða jafnvel hærri skatta en nam tekjum. Þessi rangláti skattur, sem rann sitt skeið enda lofað að hann væri tíma- bundinn, var sjálfstæðum atvinnu- rekendum einnig þungbær. Ekki er hægt að skilja gagnrýni Eyglóar á skattalækkanir öðruvísi en að hún telji rétt að taka upp auðlegðarskatt að nýju. Og hvað með lækkun tryggingagjalds? Ætli sú lækkun sé einnig eitur í beinum ráðherrans? Það er merkilegt að ráðherra í ríkisstjórn kvarti yfir lækkun skatta á sama tíma og skatttekjur ríkisins aukast stöðugt. Á síðasta ári námu skatttekjur rúmum 622 milljörðum króna sem er tæplega 94 millj- örðum króna hærri fjárhæð en 2013 á föstu verðlagi. Fjárlög yfirstand- andi árs gera ráð fyrir enn meiri aukningu og verða skatttekjur 107 milljörðum hærri en árið sem Eygló settist í stól félags- og húsnæðis- málaráðherra. En ráðherrann vill greinilega meira og tekur kannski undir með þeim pírötum sem boða allt að 100 milljarða í aukna skatt- heimtu á ári. Unga fólkið borgi reikninginn Ungt fólk ætti að veita því góða athygli að félagsmálaráðherra hefur lítinn áhuga á að lækka skuldir rík- isins og búa þannig í haginn fyrir framtíðina. Skuldsettur ríkissjóður er ávísun á annað hvort og jafnvel hvort tveggja: hærri skatta eða lak- ari þjónustu ríkisins m.a. velferð- arþjónustu. Í fjármálaáætlun 2017-2021, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra hefur lagt fram er gengið út frá að brúttóskuldir ríkisins lækki á næstu árum úr um 67% af vergri landsframleiðslu í árslok 2015 í um 30% í árslok 2021. Með lækkun skulda sparar ríkissjóður yfir 20 milljarða í vaxtagjöld á ári í lok tímabilsins miðað við árið 2015. Svigrúm ríkisins til að lækka enn frekar álögur og auka þjónustu við landsmenn eykst að sama skapi. Félagsmálaráðherra er áhugalítill um að slíkur árangur náist. Unga fólkið mun sitja uppi með reikning- inn. Eins og sannur vinstri maður Auðvitað eiga þingmenn og ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins ekki að kippa sér mikið upp við að félags- málaráðherra finni þeim flest til for- áttu. Það var aldrei við öðru að bú- ast. Eygló Harðardóttir fagnaði sér- staklega þegar Samfylking og Vinstri grænir komust til valda með stuðningi hennar og annarra þing- manna Framsóknarflokksins árið 2009. Í þingræðu 26. janúar sagði hún meðal annars: „Ný ríkisstjórn án aðkomu Sjálf- stæðisflokksins, varðhunds auð- valdsins, og hreinsun í stjórnkerfinu ætti að leiða til þess að átök lægi.“ Allir sannir vinstri menn eru full- sæmdir af málflutningi af þessu tagi. Nokkrum dögum áður hafði Eygló lýst því yfir í þingræðu að nauðsynlegt væri að hefja undirbún- ing „aðildarviðræðna við Evrópu- sambandið til að fá niðurstöðu um hvort hagsmunum Íslendinga sé best borgið þar“. Og eins og hver annar sanntrúaður sósíalisti lagði Eygló til stofnun „sérstaks End- urreisnarsjóðs sem getur bæði lán- að fyrirtækjum og keypt hlutafé í þeim“: „Sjóður þessi fái heimild til lán- töku með ríkisábyrgð hjá íslenskum lífeyrissjóðum og verði einnig heim- ilt að lána sveitarfélögum til við- halds- og uppbyggingarverkefna.“ Ellefu dögum áður vildi þingmað- urinn koma á fót „ráðgjafastofu fyr- irtækja“ sem aðstoði „eigendur og stjórnendur fyrirtækja við að yf- irfara reksturinn, semja við lán- ardrottna og ráðleggja um hvort halda skuli rekstri áfram eður ei“! Við Eygló Harðardóttir verðum seint samstíga í pólitík. Ég á mér þann draum að íslenskt launafólk verði eignafólk – fjárhags- lega sjálfstætt og eigi raunverulegt val, ekki síst í húsnæðismálum. Fé- lagsmálaráðherra leggur áherslu á að byggt verði upp umsvifamikið fé- lagslegt leiguíbúðakerfi. Það er djúpstæð sannfæring mín að ríkið eigi að ganga fram af hóf- semd við skattlagningu og lofa launafólki að njóta erfiðis síns. Eygló Harðardóttir vill háa skatta og flókið bóta- og stuðningskerfi ríkisins. Hún er sannfærð um að það sé af hinu illa ef þeim fækkar sem fá vaxta- og/eða barnabætur. Í mínum huga er það aftur á móti fagnaðarefni að æ færri þurfi á stuðningi hins opinbera að halda, eftir því sem skuldir heimilanna lækka, eiginfjárstaðan styrkist og tekjur hækka. En um eitt getum við Eygló verið sammála: „Biturleiki, reiði og rang- færslur eru ekki fyndnar.“ Eftir Óla Björn Kárason » Samkvæmt fjár- lögum yfirstandandi árs verður nær 98,3 milljörðum króna varið í almannatryggingar. Þetta er tæplega 28% raunaukning frá fjár- lögum 2013. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Biturleiki, reiði og rangfærslur eru ekki fyndnar“ Á frjálsum markaði er það svo að ríkis- valdið býr til umhverfi og jarðveg sem heil- brigður og sterkur markaður þrífst í. Í því felst að almennar leik- reglur eru settar, kom- ið er í veg fyrir auðlindasóun og þjóðin nýtur góðs af heil- brigðum, sjálfbærum og ábyrgum markaði. Gott dæmi um vel heppnaða auðlindastjórnun er ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Kerfið tryggir að ekki er gengið óhóflega á fiskveiðiauðlindina enda er það forsenda þess að þjóðin geti til langframa notið góðs af auðlind- inni því ef skammtíma- sjónarmið ráða munu komandi kynslóðir Ís- lendinga bera minna úr bítum sökum skamm- sýni fyrri kynslóða. Í dag er frjáls mark- aður með aflaheimildir. Fyrirtæki og ein- staklingar geta keypt sér aflaheimildir með þeim réttindum og skyldum sem í því fel- ast – eins og t.d. að fara eftir lögum og reglum og ganga af virðingu um haf- ið. Í þessu kerfi hefur verið komið í veg fyrir sóun verðmæta, umgengni um auðlindina er til fyrirmyndar, auðlindin er nýtt með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti. Nýsköp- unarfyrirtæki sem og önnur þjón- ustufyrirtæki blómstra í núverandi umhverfi. Margir hverjir hafa gagnrýnt þessa aðferð og lagt til að ríkið taki atvinnuréttinn af þeim sem nú hafa og útdeili honum með öðrum hætti til annarra en þeirra sem nýta auð- lindina í dag. Þessu inngripi ríkisins í markaðinn hafa menn gefið hið furðulega nafn markaðslausn. Hvernig viðkomandi aðilar fá það út, að ríkið útdeili gæðum með því að taka atvinnuna af einum og afhenda öðrum, eigi eitthvað skylt við mark- að eða markaðslausn er mér hulin ráðgáta. Oft er það nú þannig að ef þú segir það nógu oft fer fólk að trúa því. En hvað gerist þegar ríkið endur- útdeilir auðlindinni – með uppboðum eða „frjálsum veiðum“? Auðlindin, sem okkur sem þjóð er svo mik- ilvæg, verður nýtt með óhagkvæmari hætti. Offjárfesting verður í grein- inni, framleiðslukostnaður per tonn hækkar, vistspor greinarinnar hækk- ar og þjóðin fær minni arð af grein- inni í formi tekjuskatts, veiðigjalds og annarra opinberra gjalda sem greinin greiðir. Í þessari umræðu allri má ekki gleyma því að íslenska ríkið er nú þegar í dag ein stærsta útgerð landsins – en með lagasetningu á Al- þingi Íslendinga er 5,3% af kvót- anum útdeilt á hverju ári – en þeir sem nú hafa aflaheimildir eru skertir um sömu prósentu. Á síðasta ári voru þetta 30.003 þorskígildistonn sem fóru í strandveiðar, línuívilnun, byggðakvóta, sérstakan byggðakvóta Byggðastofnunar, rækju- og skel- fiskbætur, frístundaveiðar og áfram- eldi. Nú getur hver og einn dæmt fyrir sig hvort ríkið sem útgerð er að hámarka arð þjóðarinnar af þessum 30 þúsund þorskígildum. Margar skýrslur og álit hafa verið skrifuð um árangurinn og hvet ég áhuga- sama að kynna sér það. Ég held að þegar almenningur skilur hismið frá kjarnanum í um- ræðunni um sjávarútveg á Íslandi þá muni fólk ekki vilja hverfa til fyrri tíma – tíma þar sem verðmætum var sóað fyrir íslensku þjóðinni. Ríkislausn skilgreind sem markaðslausn Eftir Jens Garðar Helgason Jens Garðar Helgason »Gott dæmi um vel heppnaða auðlinda- stjórnun er íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfið. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.