Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
Innanríkisráðuneytið
hefur kynnt drög að
frumvarpi til laga um
breytingar á lögum um
þjóðskrá og almanna-
skráningu. Með nýjum
lögum er ætlunin að lög
um mannanöfn nr. 45/
1996 falli úr gildi. Í
greinargerð ráðuneyt-
isins með frumvarpinu
segir að rétt sé talið að
felldar séu úr gildi takmarkanir á nafn-
gjöf og lögð áhersla á, að með því sé
fullorðnum einstaklingum og for-
eldrum barna gefið frelsi til að velja
nöfn sín og barna sinna. Manna-
nafnanefnd yrði lögð niður – enda
óþörf, eins og segir í greinargerðinni.
Nöfn skulu rituð með bókstöfum ís-
lenska stafrófsins. Eiginnöfn skulu
vera nafnorð, auðkennd með stórum
upphafsstaf og án greinis. Sé eiginnafn
af íslenskum uppruna skal það falla að
íslensku beygingarkerfi, en það er ekki
skilyrði ef um viðurkennt erlent nafn
er að ræða. Uppfylli nöfn ekki þessi
skilyrði ber Þjóðskrá Íslands að hafna
skráningu.
Endurskoðun laga eðlileg
Ekki er óeðlilegt að lög um manna-
nöfn séu endurskoðuð vegna breyttra
viðhorfa og breyttra aðstæðna í sam-
félaginu. Í greinargerð innanríkisráðu-
neytisins segir að á undanförnum ár-
um hafi umræða um
mannanafnalöggjöfina verið áberandi í
samfélaginu, meðal annars í tengslum
við ákvarðanir mannanafnanefndar.
Hefur því sjónarmiði því „vaxið ás-
megin“, eins og stendur í greinargerð-
inni, að réttur manna til að ráða sjálfir
nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari
en hagsmunir samfélagsins af því að
takmarka þennan rétt. Í dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur 2013 hafi verið
byggt á því að réttur manns til nafns
félli undir vernd 71. greinar stjórn-
arskrárinnar um friðhelgi einkalífs.
Því til stuðnings vísaði héraðsdómur til
dómaframkvæmdar Mannréttinda-
dómstóls Evrópu sem fellt hefur rétt-
inn til nafns undir ákvæði í mannrétt-
indasáttmála Evrópu, en hún sé
efnislega samhljóða 71.
gr. stjórnarskrárinnar.
„Af því leiðir að réttur til
nafns verði aðeins tak-
markaður með sérstakri
lagaheimild ef brýna
nauðsyn ber til vegna
réttinda annarra, sbr. 3.
mgr. 71. gr. stjórn-
arskrárinnar og 2. mgr.
8. gr. mannréttinda-
sáttmála Evrópu,“ eins
og segir orðrétt í
greinargerð innanríkisráðuneytisins.
Íslensk nafngiftarhefð
Endurskoðun laga er eðlileg við
breyttar aðstæður og réttur ein-
staklinga er afar mikilsverður. En til
eru fyrirbæri sem heita hefð, venjur,
menning og málrækt. Því ber í „nýjum
lögum um þjóðskrá og almannaskrán-
ingu“ að takmarka rétt til nafns með
sérstöku ákvæði til þess að koma í veg
fyrir, að þúsund ára gamlar nafngift-
arvenjur Íslendinga njóti rétt-
arverndar sem eru mikilsverður hluti
af menningunni. Fela má Þjóðskrá Ís-
lands að gæta gamallar nafngift-
arhefðar, enda er unnt að leita álits
Árnastofnunar eða íslensku- og menn-
ingarsviðs Háskóla Íslands um vafa-
mál eða ágreiningsmál.
Að lokum má benda innanríkisráðu-
neytinu á norsku nafnalögin frá 2006,
Lov om personnavn, navneloven. Lög-
in eru vel skrifuð, sett fram á einfaldan
hátt og skynsamlega haldið á málum.
Réttindi einstaklinga – ekki síst barna
– eru virt, en um leið er tekið tillit til
hefðar og venju í samfélaginu.
Hvað á barnið
að heita?
Eftir Tryggva
Gíslason
Tryggvi Gíslason
»Endurskoðun nafna-
laga er eðlileg. Ný
lög þurfa hins vegar að
vernda gamlar nafngift-
arvenjur Íslendinga
sem mikilsverðan hluta
af menningu og mál-
rækt.
Höfundur er fyrrverandi skólameist-
ari Menntaskólans á Akureyri.
Vera má, að í um-
ræðunni um stjórn-
málahræringarnar
eftir hrun, sé væn-
legra til skilnings að
horfa á vandkvæðin
sem skapast við nýja
aldurshópa, frekar
en á hægri-vinstri
stéttaumræðuna. En
þar á ég við unga
fólkið sem er að
leggja út í atvinnulífið; en einnig
eldri borgarana og jafnvel öryrkj-
ana!
Nýja kynslóðin
Það er t. d. vænlegt til að skilja
gott gengi flokks Pírata í könn-
unum: Þar virðist einkum um að
ræða ungt fólk, sem er fyrst og
fremst hrætt við að hið trausta
svell þjóðfélagsins sem það ólst
upp við, muni nú reynast sprung-
ið og brothætt þegar það þarf að
taka fram skauta sína. Það er þá
einkum vegna þess að þeirra eig-
in kynslóð er öðru vísi í stakk bú-
in en foreldrakynslóðin: má þar
nefna, að upprennandi kynslóðin
óx upp við meiri auðsæld, um-
fangsmeira skólakerfi, almennari
aðgang að framhaldsskóla og há-
skóla, geymslu í leikskólum,
heilsdagsskólum, og við útivinn-
andi mæður, tómstundanámskeið
og svo tæknivæðingu hugarfars-
ins við netvafur, tölvunotkun og
hátæknisamskipti. Það skapar
svo kynslóð sem hefur væntingar
til þjóðfélagsins sem eru líkari
því sem t. d. verðandi verkfræð-
ingar og viðskiptafræðingar
höfðu áður. Til þess að það nái nú
að fóta sig, verður nú allt að vera
markvissara; bæði undirbúningur
þess og viðtakendurnir. Og vegna
þess að það hefur breyst meira
en þjóðfélagið almennt; er orðið
menntaðra og kröfuharðara; eru
brestirnir í þjóðfélaginu líklegri
til að taka það á taugum: ekki
fyrst og fremst vegna þess að það
sé vandlátara gagnvart fjár-
málaspillingu, mis-
munun og kunn-
ingjahyglun, heldur
vegna þess að þjóðfé-
lagið sé ekki viðbúið
svo mörgu kröfu-
hörðu menntafólki.
Að það bregðist t.d.
við með því að lækka
laun sérfræðinga, og
með því að bjóða sem
flestum upp á ófag-
lærð störf. Slík stoð-
efni í Pírata koma frá
öllum flokkum: frá
börnum verkafólks í Samfylking-
unni, og frá börnum menntaðra
atvinnulífssérfræðinga í Sjálf-
stæðisflokkinum, t.d. Og ekki er
heldur jafn líklegt að þau geti
nýtt sér atvinnusambönd foreldr-
anna þegar menntun þeirra eigin
er komin í svo margar áttir; svo
mörg ný fög.
Öryrkjar og ellilífeyrisþegar
Skylt þessu er svo vandi fram-
sækinna öryrkja og ellilífeyr-
isþega: Öryrkjarnir fá meiri
stuðning frá vinnandi fólkinu við
búsetu sína og við námskeiða-
sóknir sér til fróðleiks og
skemmtunar; og vilja samt ekki
dragast aftur úr þeim í góð-
æriskapphlaupinu. Aldraðir eru
einnig orðnir stærri og sterkari
hópur en áður; í krafti mennt-
unar og betri eignastöðu, heilsu
og langlífis. Þeir hafa því meiri
ástæðu og tíma til að viðhalda
sínum viðteknu tómstundagæð-
um; og hafa aldrei verið í eins
sterkri stöðu til að knýja það
fram. Gallinn er því, að líkt og
með Píratakynslóðina eru þeir að
sigla inn í framtíð sem er ekki
tilbúin að mæta þeirra stórauknu
væntingum. Vera má að nú sé
komið að dapurlegum þolmörk-
um. Kannski má nú eygja al-
mennt bakslag líkt því sem virð-
ist nú blasa við í hjúkrunarmálum
háaldraðra: Fleiri elliheimila er
þörf, eða þá meiri heimahjúkr-
unar með fleiri læknum og dýrari
lyfjum; og almennum fólkslyftum.
Það er líklegt að það muni taka
hið opinbera einn eða tvo áratugi
að velja annan hvorn kostinn,
með voveiflegum væntingabresti
fyrir viðkomandi hópa.
Kynslóðakreppa vinstri
stjórnarinnar
Okkur verður enn tíðrætt um
síðustu vinstristjórnina og gjarnt
að saka hana um þjónkun við úr-
eltan sósíalisma. En einnig í óför-
um hennar virðist kynslóðakrepp-
an hafa ráðið miklu: Þar virðist
hafa verið á bensíninu örvænting-
arfull forystukynslóð stjórnmála-
manna sem hefur verið að gera
sína lokatilraun til að festa sig á
spjöld sögunnar, áður en yngri
kynslóð tæki við. Voru þar nöfn
einsog Jóhanna, Steingrímur og
Össur; og rétt áður Ingibjörg og
Geir; sem urðu svo að víkja fyrir
nöfnum eins og Bjarna, Sig-
mundi, Katrínu, Guðmundi, Ótt-
ari og Birgittu. … Því mætti þá
ætla að langtímaniðurstaðan
verði t.d. að Píratar verði bara
einn flokkur af mörgum og að
óánægjufylgi þeirra dreifist á
aðra flokka einnig. Í sextándu
ljóðabók minni, Sjálfstæð-
isljóðum, er eitt sem heitir Utan-
ríkisráðuneytið; en þar segi ég
m.a. þetta um Evrópusam-
bandsoffors leiðtoga Vinstri-
stjórnarinnar sálugu:
EB varð að ESB
og við þá komnir í EES.
Svo vinstri stjórnin vildi alla leið
en var svo stoppuð af í tíma.
Kynslóðaskiptin, stétta-
umræðan og Píratarnir
Eftir Tryggva
V. Líndal » Því mætti þá ætla að
langtímaniðurstaðan
verði t.d. sú að Píratar
verði bara einn flokkur
af mörgum og að
óánægjufylgi þeirra
dreifist á aðra flokka
einnig.
Tryggvi V. Líndal
Höfundur er skáld og
menningar-mannfræðingur.
Stjórnarskrármálið
virðist bögglast nokk-
uð fyrir mönnum og
lausn ekki sjáanleg, en
vonandi finnst lausnin
fyrir kosningar. Eitt
atriði, sem varðar
þingmenn, er þó ekki á
dagskrá í stjórn-
arskrármálinu.
Þingmenn hafa
stundað það í gegnum
tíðina að skipta um skoðun, eftir að
þeir hafa verið munstraðir sem
starfsmenn þingsins og sumir stofn-
að nýjan flokk og starfað í hans nafni
á þingi án þess að hafa til þess kjör-
fylgi. Þetta finnst mér ekki heiðarleg
vinnubrögð. Sumir telja að 48. grein
stjórnarskrárinnar heimili þetta en
þar segir svo: „Alþingismenn eru
eingöngu bundnir við sannfæringu
sína og eigi við neinar reglur frá
kjósendum sínum.“ Ég sé ekki að 48.
greinin heimili mönnum að breyta
þeirri pólitísku stefnu sem veitti
þeim kjörgengi inn á þing. Alþing-
ismenn starfa heldur ekki sam-
kvæmt þessari grein stjórnarskrár.
Þegar tveir eða fleiri flokkar
mynda ríkisstjórn þá leita þingmenn
til hins almenna flokksmanns um
stuðning við þetta samstarf, þó að
hann eigi ekki að gera það sam-
kvæmt 48. greininni. Ráðherrar hafa
einnig oft getið þess að þeir ráðfæri
sig við atvinnurekendur
þegar breyta þarf
reglum um atvinnu-
starfsemi. Einnig er
málskotsrétturinn hálf-
gerð þversögn við 48.
greinina þar sem al-
menningur getur ógilt
lög Alþingis.
Mér finnst að við
kjósendur eigum rétt á
því að sá aðili sem við
kjósum sé að bjóða sig
fram fyrir þann flokk í
alvöru en ekki aðeins til að komast
inn á þing og fara svo að túlka sína
prívat stefnu. Verði gerð breyting á
stjórnarskránni þá finnst mér að það
ætti að loka fyrir þennan óheið-
arleika með því að þeir þingmenn
sem ekki geta starfað samkvæmt
þeirri stefnu sem þeir eru kjörnir til,
víki af þingi og varamaður taki við.
Stjórnarskrá
Eftir Guðvarð
Jónsson
Guðvarður Jónsson
» Við eigum rétt á því
að sá aðili sem við
kjósum sé að bjóða sig
fram fyrir þann flokk í
alvöru en ekki aðeins til
að komast inn á þing og
fara svo að túlka sína
prívat stefnu.
Höfundur er eldri borgari.
HótelÖrk, Hveragerði / hotelork.is / 483 4700
Hvort sem þú kýst að gista eða njótamatar á fyrsta flokks
veitingastað, geturðu tekið hring á golfvellinum, prófað
fótboltagolf eða skellt þér í sundlaugina, heita pottinn, snyrti-
stofuna eða gufubaðið. Komdu í sveitasæluna!
Gerðu þér glaðan dag