Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 45

Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Útlendur fulltrúi hollenskra og óþekktra svokallaðra auðugra fjárfesta kom öllum á óvart fram í fréttum nú á dögunum og til- kynnti að þeir hafi nú þegar fengið úthlutað lóð í Mosfellsbæ til þess að byggja spítala og sjúkrahótel fyrir ríka fólkið í heiminum. Þegar hefði verið hafist handa um ráðningu arkitekta til hönnunar á byggingunum, í undirbúningi væri að ráða verktaka, sem svo myndu byrja framkvæmdir og ljúka verkinu á næstu þremur árum. Áætlaður kostnaður við þetta verkefni væri um 50 þúsund milljónir króna og umfangið svipað og verið væri að reisa nýjan Landspítala, sem vafist hefur fyrir okkar fámennu þjóð í meira en tvo áratugi. Í kjölfarið myndi svo væntanlega fylgja bygg- ing elliheimilis fyrir ríka fólkið í heiminum. Maðurinn tók sérstaklega fram, að hvorki væri til þess ætlast, að Íslendingar störfuðu við um- ræddan spítala, þar sem gert er ráð fyrir 1.000 manna starfsliði, né nytu þar neinnar aðhlynningar nema þá þeir landar okkar, sem væru nógu ríkir til þess að geta skipað sér í raðir þeirra, sem reiðubúnir væru til þess að borga uppsett verð. Logið í krafti auðs Þetta kom hlustendum og frétta- mönnum meira á óvart en þruma úr heiðskíru lofti. Að sjálfsögðu var þessi auðmaður – eða fulltrúi þeirra – strax spurður að því, hvort málið hefði verið rætt við íslensk heil- brigðisyfirvöld. Auðmaðurinn, sem sagðist sjálfur standa á bak við meira en helminginn af þessum 50 þúsund milljónum, sem þarf til verksins, sagði svo vera. Fyrir lægi sam- þykki heilbrigðisyf- irvalda. Á því sam- þykki væru áformin reist. Helber lygi Ekki leið nema nótt- in þar til fram kom bæði hjá settum land- lækni og heilbrigð- isráðherra að þessi frásögn auð- mannsins væri helber lygi. Hvorugur þeirra hefði heyrt af þess- um áformum auðmanna fyrr en í fréttum, eins og við hin. Við hvor- ugan hefði verið rætt og hvorugur vissi neitt um þessar ráðagerðir. Frá settum landlækni og skömmu síðar frá heilbrigðisráðherra kom svo skilmerkilega fram, að þessi áform væru þvert á þeirra vilja, gengju á snið við þá stefnu, sem bæði þeir sem og aðrir Íslendingar væru sammála um hvernig heil- brigðisþjónusta skuli skipulögð á Ís- landi og gæti stefnt henni í alvar- lega hættu ef áformin gengju eftir. Þegar auðmanninum höfðu verið borin þau skilaboð, að yfirvöld heil- brigðismála segðu hann fara með hrein ósannindi hvað varðaði samráð við þau og leyfisveitingar þeirra, þá belgdi auðmaðurinn sig út og sagð- ist ekki þurfa á slíku að halda. Hann myndi einfaldlega reisa þessar byggingar án tillits til þess hvað þeir eða íslenska þjóðin segðu um málið og krefjast svo starfsleyfis þegar byggingarframkvæmdum væri lokið. Ekki mátti skilja orð sér- fræðings, sem starfar við embætti Landlæknis og tjáði sig í fréttum í gær, sunnudag, öðru vísi en svo, að þessi framganga auðmannsins – önnur en sjálf lygasagan – væri í fullu samræmi við lög. Þó er rétt að taka fram, að sérfræðingurinn tjáði sig ekki um lygasöguna. Er ekki sérfræðingur þar! Ruddaskapur og hroki Þessi framkoma auðmannsins, og ef orð sérfræðingsins við Landlæknisembættið eru rétt skilin, lýsa slíkum hroka og ruddaskap, að ég þekki engin slík dæmi. Að þeim sé slétt sama hvort gengið sé gegn vilja yf- irvalda og áliti þjóðarinnar á hvernig að skipun heilbrigðismála sé staðið á Íslandi. Það láti þau sig nákvæmlega engu varða. Þau geri bara það, sem þau vilji í krafti fjármagnsins – og láti síðan þjóðina standa frammi fyrir gerð- um hlut. Þá fyrst sé kominn tími á að afla leyfis. Leyfi bæjar- stjórans í Mosfellsbæ fyrir bygg- ingunni dugi þeim að svo stöddu. Aðeins lóðaloforð Mosfellsbæjar – og afl og auður peningavaldsins séu meira en nóg. Auðmenn ráða Þessi ruddaskapur er meira en fáheyrður. Hann er dæmalaus. Hann mætti endurtaka á miklu víðara sviði – verði ruddaskap- urinn yfirsterkari vilja yfirvalda lands og þjóðar. Með afli útlendra auðmanna mætti þá reisa hér olíu- vinnslustöð að fenginni lóðaút- hlutun einhverrar sveitarstjórnar gersamlega án tillits til þeirra skuldbindinga sem þjóðin og ís- lenska ríkið hafa tekið á sig um mengunarvarnir og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda – og afla svo leyfis eftirá. Það mætti þá líka með sama ruddaskap reisa hér skipakirkjugarð þar sem tekið yrði á móti skipum alls staðar að úr heiminum til niðurrifs – bara ef Mosfellsbær eða einhver álíka lofaði lóð. Nú eða móttökustöð fyrir úrgang úr kjarnorkuverum, sem enginn vill hafa nálægt sér – bara ef lóðin fengist hjá Mos- fellsbæ eða einhverjum öðrum ís- lenskum „mosfellsbæjum“. „Svona gera menn ekki“ Svona ruddaskap á að afgreiða í eitt skipti fyrir öll. Afgreiða í eitt skipti fyrir öll hvað varðar um- ræddan erlendan auðmann. Senda honum þau afdráttarlausu skila- boð, sem ruddamenni eiga skilið og koma munu í veg fyrir að önn- ur ruddamenni reyni að feta í fót- sporin með því að virða að vettugi yfirlýstan vilja íslensku þjóð- arinnar og stefnu yfirvalda. Hvað svo varðar bæjarstjórann í Mos- fellsbæ, sem lét hafa sig til þess að úthluta lóð undir svona fram- kvæmd án þess að afla sér minnstu upplýsinga um hver áhrifin myndu verða á viðkvæma íslenska heilbrigðisþjónustu né að leita eftir áliti heilbrigðisyf- irvalda, þá vil ég rifja upp um- mæli, sem Davíð Oddsson lét falla á sínum tíma um athafnir annars flokksmanns síns – en af miklu minna tilefni: „Svona gera menn ekki!“ sagði Davíð. Meira þurfti ekki þar og þá! Dugar það á bæj- arstjórann – eða þarf meira til?! Ruddaskapur Eftir Sighvat Björgvinsson » Þessi framkoma auð- mannsins, og ef orð sérfræðingsins við Landlæknisembættið eru rétt skilin, lýsa slík- um hroka og ruddaskap, að ég þekki engin slík dæmi. Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. GÁMASALA AÐEINS Í NOKKRA DA GA! Í TILEFNI VERSLUNAR MANNAHELGARINNA R! HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS ALLT AÐ 40% AFSLÁTTUR FÁÐU ÞÉR HJÓL Á ÓTRÚLEGU VERÐI! Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.