Morgunblaðið - 27.07.2016, Side 46

Morgunblaðið - 27.07.2016, Side 46
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is ER MYNDAVÉLIN ÍÞYNGJANDI? Lausnir frá Peak Design auðvelda að ferðast með myndavélina hvert sem er. CAPTURE FRÁ PEAK DESIGN VERSLUNARMANNAHELGIN 2016 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sumir kæra sig ekkert um að ferðast út fyrir bæinn um verslunarmanna- helgina. Kannski hafa þeir lítinn áhuga á að sofa í tjaldi og lifa á sam- lokum, maltöli og harðfiski í nokkra daga. Svo eru líka margir sem geta ekki tekið sér frí yfir heila helgi á miðju sumri, og þurfa að mæta á vaktir. Þar til fyrir fimmtán árum síðan hafði þessi hópur um lítið annað að velja en að láta sér leiðast um versl- unarmannahelgi, en það breyttist með tilkomu Innipúkans. Í gegnum árin hefur Innipúkinn þroskast og mótast, bæði stækkað og minnkað, en er löngu orðinn ómiss- andi hluti af menningar- og tónlistar- lífi Reykjavíkur enda fjölbreyttur og stór tónleikaviðburður. Ásgeir Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Innipúkans, segir há- tíðina í ár verða með svipuðu sniði og í fyrra. „Hátíðin hefur verið haldin víða, byrjaði úti í Viðey, og var lengi í Iðnó, en núna verðum við á tónleika- stöðunum Húrra og Gauknum sem báðir eru í Naustinni. Við höfum líka fengið góðfúslegt leyfi borgaryf- irvalda til að loka götunni fyrir fram- an skemmtistaðina, milli Tryggva- götu og Hafnarstrætis, og þar verður Innipúkatorgið.“ Margt að gerast á gervigrasinu Á Húrra og Gauknum er aðstaðan til tónlistarflutnings eins og best verður á kosið og von á góðri stemmningu en lagt verður gervigras á torgið fyrir utan og þar haldin óformleg dagskrá yfir daginn. Er úti- svæðið opið öllum en selt inn á tón- leikana og geta gestir ýmist keypt helgarpassa eða dagpassa. Fyrstu böndin stíga á svið kl. 20 á föstudeginum og kl. 21 á laugardeg- inum og sunnudeginum. Að loknum lifandi tónlistarflutningi taka plötu- snúðar við og halda fjörinu gangandi langt inn í nóttina. Að vanda er tónlistardagskráin metnaðarfull og fjölbreytt. Á Húrra byrjar ný hljómsveit að spila á heila tímanum, en á hálfa tímaum á Gaukn- um. „Við reynum að ná góðum þver- skurði af íslensku tónlistarsenunni hverju sinni og leiðum saman bæði stórar hljómsveitir og litlar, glænýja tónlistarmenn og bönd sem hafa þeg- ar látið að sér kveða,“ segir Ásgeir en lýðræði og jöfnuður hefur einkennt hátíðina frá upphafi. „Það á enginn Innipúkann nema kannski þær hljómsveitir sem spila hverju sinni, enda er öllum hagnaði hátíðarinnar skipt jafnt á milli hljómsveitanna og listamannanna sem koma fram.“ Ótal tónlistarstefnur eru í boði og segir Ásgeir viðbúið að gestir hafi mismikinn áhuga á atriðunum. „Þess vegna er upplagt að geta brugðið sér út úr húsi ef svo ber undir, og blanda þar geði við aðra gesti á torginu, fá sér kannski í glas, spjalla við nýja og gamla vini, og hoppa svo aftur inn þegar næsta spennandi band er að gera sig tilbúið til að byrja að spila.“ Valkvíði tónlistarunnandans Hljómsveitirnar eru svo margar og merkilegar að varla er hægt að nefna þær allar eða gera upp á milli lista- mannanna. „Ég get þó sagt fyrir mig prívat og persónulelga að ég er spenntur að hlusta á Hjaltalín, sem spila orðið sjaldan á Íslandi,“ segir Ásgeir. „Þá ætla ég ekki að missa af hljómsveitinni Misþyrmingu sem spilar metal-rokk. Það er ekki tónlist- arstefna sem ég hlusta mikið á en ég elska að horfa á þá á sviði. Verður síð- an gaman að sjá hvað gerist á Sam- suðunni, sem er ein af hefðum Inni- púkans; að þessu sinni leiða Helgi Björns og diskóbandið Boogie Trouble saman hesta sína og setja sum þekktustu lög Helga í diskóbún- ing. Svo má nefna nýja verkefnið hennar Jófríðar Ákadóttur úr Sam- aris, MC Gauta sem flytur efni af nýrri plötu, og hátíð Grísalappalísu verður örugglega sturluð.“ „Verður örugglega sturlað“  Innipúkinn verður með svipuðu sniði í ár og í fyrra  Inni- púkatorgið er opið öllum og verður mannlífið þar litríkt yfir helgina Morgunblaðið/Eggert Huggulegheit Á milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis verður margt um að vera og útisvæðið opið öllum. Þar verður glatt á hjalla eins og innandyra. Læti Gestir á Innipúkanum kunna heldur betur að skemmta sér vel. Ásgeir Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.