Morgunblaðið - 27.07.2016, Side 52

Morgunblaðið - 27.07.2016, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma „Fólk sagði við okkur að þetta hefði verið margoft reynt, en væri ekki hægt, og ef eitthvað er gerði það okkur enn spenntari fyrir hugmynd- inni,“ segir Viddi Greifi, Kristján Viðar Haraldsson, um upphaf Útihá- tíðar á Spot um verslunarmanna- helgina. Hátíðin er núna haldin í sjö- unda sinn og eru það Greifarnir og útvarps- og athafnamaðurinn Siggi Hlö, Sigurður Hlöðversson, sem standa fyrir þessum vinsæla við- burði. Útihátíð á Spot laðar að fjölda gesta í góðu skapi. Byrjar tónlist- arflutningurinn um kl. 11 og er gleðin við völd langt fram á nótt. „Ég man að í eitt skiptið voru gest- irnir svo margir að við óttuðumst að dyravarslan væri undirmönnuð, en yfirdyravörðurinn sagðist ekki hafa þurft að hafa afskipti af einum ein- asta manni alla helgina. Hópurinn er mjög blandaður, allt frá 18-19 ára unglingum upp í fólk í kringum sex- tugt og hátíðleg stemmning.“ Grill og galsi Tónlist Greifanna kemur öllum í gott skap en til að setja punktinn yf- ir i-ið er vaninn að kynda upp í grill- um og bjóða upp á hamborgara. Er fólk á ferðinni bæði innandyra og ut- an, ef veður leyfir, og hápunktur helgarinnar þegar allir koma saman í brekkusöng í brekku fyrir neðan Spot. „Við erum mjög stundvísir með brekkusönginn, milli 11 og 12 á sunnudeginum, og gaman að sjá að þangað kemur m.a. fjölskyldufólk með börnin sín. Telst okkur til að á bilinu 1.300 til 1.500 manns hafi tekið þátt í brekkusöngnum síðast,“ segir Viddi. Það hentar ekki öllum að fara á útihátíð úti á landi og þægilegt að geta samt skapað gleðilegar minn- ingar yfir þessa löngu fríhelgi á ein- um af vinsælustu skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins. Segir Viddi að margir komi á Útihátið á Spot ár eftir ár og hlakki Siggi Hlö og liðs- menn Greifanna til viðburðarins allt árið. „Þetta er með skemmtilegustu giggum sem við tökum þátt í, hrika- lega gaman fyrir okkur alla og hefur gengið svo vel að er lyginni líkast.“ ai@mbl.is Brekkusöngur innan borgarmarka  Útihátíð á Spot laðar að fjölda gesta Upplifun Fólkið úr hverfunum í kring gerir sér sumt ferð á brekkusönginn og tekur áhugasöm börnin með. Félagar Fyrir mörgum er Útihátíð á Spot orðin alveg ómissandi. Djamm Skemmtistaðurinn rúmar mikið af stuði og flæðir jafnvel út á plan. Vonandi eiga flestir lesendur dýr- mætar æskuminningar um útilegur með fjölskyldunni og ærsl með öðrum börnum í sumarsólinni. Eflaust eiga margar slíkar minningar eftir að verða til á Sæludögum KFUM og KFUK í Vatnaskógi um næstu helgi en þar verður að vanda boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn, ung- linga og fullorðna. „Þetta er hátíð sem haldin er á for- sendum barnanna, þó að vitaskuld sé líka margt um að vera fyrir fullorðna fólkið,“ segir Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Vatnaskógar. „Staðurinn býður upp á svo margt: skóg, leiktæki og báta, og um- hverfi sem er skemmtilegt að vera í en dag- skráin byrjar strax á fimmtu- deginum.“ Meðal þeirra sem skemmta á Sæludögum má nefna Grétu Sal- óme og Einar Mikael töframann. „Svo fáum við til okkar brúðuleikhús úr Borgarnesi, og fastur liður á Sæludögum er hæfileikasýning barnanna sem vekur gjarnan mikla lukku.“ Tekið er hóflegt gjald við hliðið að svæðinu og hafa gestir þá frjálsan að- gang að öllum leiktækjum og bátum og geta börnin hoppað í uppblásnum köstulum, eða buslað í vatninu eins og hjartað lystir. Innigisting er í boði en löngu upppöntuð. „Fer samt mjög vel um fólk á tjaldsvæðunum en þar er aðgangur að rafmagni, 3G-samband á ákveðnum stöðum og boðið verður upp á þráðlaust net í kaffihúsi Sælu- daga.“ Líka gaman fyrir fullorðna Ársæll segir Sæludaga bæði bjóða upp á mikla skemmtun fyrir börnin en líka tækifæri fyrir foreldrana að slaka á. „Það þarf ekki að fylgjast mað börnunum við hvert einasta skref og á meðan krakkarnir leika sér geta þeir fullorðnu m.a. sótt fræðslu- og umræðustundir um fjölbreytt mál- efni,“ segir Ársæll en meðal þess sem verður þar til umfjöllunar eru vænt- anlegar forsetakosningar í Banda- ríkjunum og forvitnilegar trúarheim- spekilegar spurningar. „Þjónustan við gesti er með besta móti og þykir t.d. mörgum gott að líta við á kaffi- húsinu okkar, tylla sér þar um stund og fá sér kaffibolla og máski köku- sneið með.“ ai@mbl.is Sungið, róið, hoppað og skoppað Virkni Börnin geta tekið þátt í sýningum og keppnum ef þau vilja. Ævintýri Nóg er af leiktækjum og hafa gestir að þeim frjálsan aðgang. Ársæll Aðalbergsson  Á Sæludögum í Vatnaskógi er afþreying fyrir börnin í fyrirrúmi og aðstaðan góð VERSLUNARMANNAHELGIN 2016

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.