Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 64
64 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Það er mjög spennandi að vera hjá Ríkisendurskoðun og greini-lega ýmislegt sem þarf að fylgjast með í rekstri hins opinbera,“segir Svanborg Sigmarsdóttir sem hóf störf sem upplýsinga- fulltrúi Ríkisendurskoðunar í maí síðastliðnum. Hún hafði áður starfað sem upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara og þar áður var hún blaðamaður á Fréttablaðinu. „Ég er í sumarfríi núna og er búin að fara í eitt stórafmæli í fjölskyld- unni, eitt brúðkaup í fjölskyldunni og annað á leiðinni svo þetta er búið að vera veislusumar. Svo hef ég fylgst með manninum mínum sem er búinn að vera voða duglegur að reisa pall úti í garði og hef veitt honum mikinn andlegan stuðning í því,“ en Svanborg og sambýlismaður henn- ar, Þórhallur Guðmundsson, búa í Bústaðahverfinu. „Fjölskylda mín er að vinna í dag en ég vonast til að geta boðið henni í mat í kvöld í tilefni afmælisins. Ég ætla einnig að prufukeyra súkku- laðiköku sem ég ætla að baka fyrir næsta brúðkaup. Hún er örugglega fyrir 12 manns, þannig að það er eins gott að einhver komi.“ Svanborg er stjórnmálafræðingur að mennt og reynir að fylgjast með fræðunum. „Ég var að lesa bók Karls Th. Birgissonar um forseta- kosningarnar fyrir fjórum árum, Alltaf einn á vakt, sem er mjög lipur- leg og skemmtileg frásögn. Fyrir utan lestur góðra bóka þá er ég að reyna að ala upp geðveikan kött og svo hef ég gaman af því að elda fyrir fjölskylduna.“ Dóttir Svanborgar er Þórhildur Dagbjört Sigurjóns- dóttir 21 árs og sonur Þórhalls er Vilhjálmur 22 ára. Við Þórufoss í Kjós Svanborg og Þórhallur eftir fína ferð upp á Akra- nes þar sem þau lentu á skemmtilegum tónleikum í vitanum þar. Reynir að ala upp geðveikan kött Svanborg Sigmarsdóttir er 44 ára í dag H alldór Gunnar Eyj- ólfsson fæddist í Reykjavík 27. júlí 1966. Hann ólst upp í Bólstaðarhlíð í Reykjavík en fluttist í Vestur- bæinn og gekk þar í Hagaskóla. Í fimm sumur var Halldór strákur í sveit á bænum Borg í Mývatns- sveit. „Ég hafði mjög gaman af að vera í sveit og hef haldið í það í seinni tíð með því að fara norður í Aðaldal til bróður míns í sauðburð á vorin og göngur á haustin. Það er mjög skemmtilegt að takast á við sveitastörfin og ganga þar í flest störf.“ Halldór G. Eyjólfsson verkfræðingur – 50 ára Á Ítalíu Eyjólfur Ásberg, Ásdís Karen, Steinunn Solveig ásamt Karen, móður Halldórs, og afmælisbarninu á Rimini. Veit fátt betra en að vera í sveitinni Hjónin Halldór og Solveig stödd í Lissabon. Birta Kristín Jökulsdóttir og Rakel Lea Einarsdóttir héldu tombólur í anddyrinu á Nettó í Borgarnesi og gengu hús úr húsi og söfnuðu fyrir Rauða krossinn á Íslandi 14.275 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. www.kvarnir.is 20 ÁRA 1996 2016 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Vinnupallar margar stærðir og gerðir Álstigar og tröppur fyrir iðnaðarmenn Íslensk framleiðsla í 32 ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.