Morgunblaðið - 27.07.2016, Side 65

Morgunblaðið - 27.07.2016, Side 65
Á unglingsárum gerðist Halldór KR-ingur og hóf að æfa handbolta og fótbolta með KR og varð m.a. Íslandsmeistari með 2. flokki KR í knattspyrnu 1985. Náms- og starfsferill Eftir Hagaskóla lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð og því næst í vélaverkfræði við Há- skóla Íslands. Sumarið 1992 lauk Halldór síðan Civil Ingeniör-prófi í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole. Halldór var starfsmaður Sam- starfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi (SAS) 1992-1994, deildarstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1994-1998, framkvæmdastjóri Kristján Guð- mundsson hf. 1998-1999, fram- kvæmdastjóri Sæmark 1999-2000, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá – Al- mennum 2000-2006, forstjóri Sjó- klæðagerðarinnar 66° Norður 2006-2011, framkvæmdastjóri Tor- Nets 2012-2014 og útgerðarstjóri Brim 2014-2016. Halldór sat í stjórn Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar 2002-2005, í stjórn Varðar trygginga 2007- 2009, sat í stjórn Knattspyrnu- deildar KR 1999-2001 og Körfu- knattleiksdeildar KR 2012-2015. Fjölskyldan í fyrsta sæti „Ég var heppinn með vinnu eftir að námi lauk, þá fór ég að vinna fyrir afar góð fyrirtæki og með fólki sem ég lærði mikið af fyrstu 15 árin í atvinnulífinu. Ég hef alltaf unnið mikið og haft mjög gaman af öllum þeim störf- um sem mér hefur verið treyst fyrir á hverjum stað. Í dag er vin- sæll frasi að vera „all-in“ og það lýsir mér kannski best hvað vinnu varðar. Þó að vinnan hafi alltaf verið ofarlega hjá mér og ég hef unnið langa vinnudaga þá er fjölskyldan alltaf í fyrsta sæti og erum við hjónin svo lánsöm að hafa eignast þrjú frábær börn. Ég er alæta á íþróttir og fylgist vel með þeim. Sjálfur spila ég inn- anhússfótbolta einu sinni í viku og fer í ræktina nokkrum sinnum í viku. Ég hef verið byrjandi í golfi í nokkurn tíma en ekki tekist að helga mig því sporti almennilega. Eldri börnin eru á fullu í íþróttum og fór frítími hér áður fyrr að mestu í að fylgja þeim á íþrótta- mót um allt land. Nú síðustu ár hafa bæst við landsliðsverkefni er- lendis sem einnig er gaman að fá að taka þátt í sem áhorfandi. Önn- ur áhugamál hjá mér eru stang- veiði, fjallgöngur og ferðalög. Við erum búin að koma okkur upp sumarbústað í landi Haga í Holta- og Landsveit, þaðan sem ég er ættaður í föðurætt. Ég hef haft virkilega gaman af því verkefni, bæði við smá trjárækt síðustu tíu árin og að vinna við bústaðinn og umhverfið þar í kring. Ég veit reyndar fátt betra en að vera í sveitinni með fjölskyldunni eða vinum og njóta náttúrunnar.“ Fjölskylda Eiginkona Halldórs er Solveig H. Sigurðardóttir, f. 10.10.1967, lyfjafræðingur og framkvæmda- stjóri hjá Icepharma. Foreldrar hennar: Sigurður Georgsson, f. 27.9. 1946, d. 27.3. 2006, hæsta- réttarlögmaður í Reykjavík, og Ásdís Ásbergsdóttir, f. 5.9. 1946, kennari í Reykjavík. Börn Halldórs og Solveigar eru 1) Eyjólfur Ásberg, f. 9.1. 1998, nemi, 2) Ásdís Kare,n f. 20.12. 1999, nemi, 3) Steinunn Solveig, f. 9.12. 2010, leikskólanemi. Alsystkin Halldórs eru Anna Björg Eyjólfsdóttir, f. 13.8. 1958, hjúkrunarfræðingur á Seltjarnar- nesi, og Auður Guðrún Eyjólfs- dóttir, f. 20.3. 1962, tannlæknir í Reykjavík. Hálfbróðir samfeðra er Bjarni Eyjólfsson, f. 9.8. 1956, bóndi á Hvoli í Aðaldal, áður skip- stjóri. Foreldrar Halldórs eru Eyjólfur Halldórsson, f. 27.3. 1927, d. 29.1. 2000, stýrimaður, og Karen Lísa Guðmundsdóttir, f. 7.4. 1934, bankastarfsmaður og húsfreyja í Reykjavík. Úr frændgarði Halldórs G. Eyjólfssonar Halldór Gunnar Eyjólfsson Anna Jónína Bjarnadóttir húsfreyja í Dýrafirði Guðmundur Eiríkur Engilbertsson bóndi í Dýrafirði Jósabet Katrín Guðmundsdóttir kennari og húsfreyja í Haga Halldór Guðbrandsson bóndi í Haga í Holtahreppi, Rang. Eyjólfur Halldórsson stýrimaður í Reykjavík Guðríður Þorláksdóttir húsfreyja á Vindási Guðbrandur Halldórsson bóndi Vindási í Landsveit, Rang Ingibjörg Jóna Sigurlínadóttir húsfreyja í Lambadal Arnfinnur Kristján M. Jónsson bóndi í Lambadal í Dýrafirði Auður Guðrún Arnfinnsdóttir húsfreyja á Ísafirði Guðmundur Gunnar Sigurðsson sjómaður á Ísafirði Karen Lísa Guðmundsdóttir bankastarfsmaður og húsfreyja í Reykjavík Þorbjörg Elín Pálsdóttir húsfreyja í Skötufirði Sigurður Gunnarsson bóndi í Skötufirði ÍSLENDINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Baðaðu þig í gæðunum Opið virka daga frá kl. 8-18 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Sigurður Hersteinn ÁrnasonHafstað fæddist 27. júlí 1916 íVík, Staðarhreppi, Skaga- fjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Árni Jónsson Hafstað, búfræðingur og bóndi í Vík, f. 23.5. 1883, d. 22.6. 1969, og k.h. Ingibjörg Sigurðar- dóttir húsfreyja, f. 16.7. 1893, d. 4.10. 1932. Foreldrar Árna voru Jón Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Hafsteins- stöðum í Staðarhreppi, og k.h., Steinunn Árnadóttir húsfreyja. For- eldrar Ingibjargar voru Sigurður Sigurðsson, bóndi á Geirmund- arstöðum í Sæmundarhlíð, Skaga- firði, og k.h. Ingibjörg Halldórs- dóttir húsfreyja. Sigurður var næstelstur tíu systkina sem upp komust og var Valgerður Hafstað myndlistarmaður þeirra yngst. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937, prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Ís- lands 1942 og lögfræðiprófi frá HÍ 1944. Sigurður hóf störf í utanríkisráðu- neytinu 1944 og starfaði á vegum ut- anríkisráðuneytisins hér heima og erlendis, einkum í Ósló, Stokkhólmi, Moskvu og París, í rúma fjóra ára- tugi og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Sigurður var m.a. deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu 1954 til 1960 og gegndi störfum for- setaritara. Hann var sendiherra Ís- lands í Ósló er hann lét af störfum árið 1986. Vorið 1940 kvæntist Sigurður Ragnheiði Ragnarsdóttur Hafstað, f. Kvaran 23.7. 1919, d. 9.8. 2008, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Ragnar Einarsson Kvaran, prestur Sambandssafnaðarins í Winnipeg, síðar landkynnir hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, og k.h., Þórunn Hannes- dóttir Kvaran, f. Hafstein, húsfreyja og fulltrúi á Hafnarskrifstofu Reykjavíkur. Börn þeirra eru Þórunn Kielland, Ingibjörg Hafstað, Hildur Hafstað, Ragnar Hafstað og tvíburarnir Sigríður og Árni Hafstað. Sigurður lést 21. febrúar 2003. Merkir Íslendingar Sigurður Hafstað 90 ára Einar Guðmundsson Höskuldur Þórðarson Kristín Guðvarðardóttir 85 ára Steinfríður Ólafsdóttir Þorsteinn K. Guðmunds- son 80 ára Hlíf Samúelsdóttir Jón E. Böðvarsson Sigrún Guðmundsdóttir Þuríður Dóra Hjaltadóttir 75 ára Guðmundur Sigurþór B. Hervinsson Jón Dagbjartsson Sigríður Guðnadóttir 70 ára Björgvin Jensson Danielle Bisch Guðrún Bjarnadóttir Jón Ármann Einarsson Leifur Guðmundsson Páll Heimir Hannesson Sigríður Gunnarsdóttir 60 ára Anna Peggy A. Friðriksdóttir Björgvin R. Kjartansson Daníel Hafsteinsson Danuta Pecek Elínborg G. Vilhjálmsdóttir Jaroslaw Kozlowski Jónas Guðmundsson Kristjana Ólöf Fannberg Svanfríður Elín Jakobsdóttir 50 ára Guðrún Harðardóttir Guðrún Smáradóttir Gunnar Örn Hauksson Gylfi Þór Guðmundsson Halldór Gunnar Eyjólfsson Hörður Valsson Jónas Guðmundsson Kári Steinar Karlsson Kristinn Þór Geirsson Snæbjörn Haukur Kristjánsson Unnur Lea Pálsdóttir Þröstur Árni Gunnarsson 40 ára Angeline Theresa Thomas Eyþór Einarsson Friðrik Magnús Friðleifsson Guðlaugur Víðir Guð- laugsson Gunnar Berg Viktorsson Íris Ósk Lárusdóttir Joanna Igiel Jórunn Lilja Jónasdóttir Kristín Halla Magnúsdóttir Malin Eriksson Stefán Þór Helgason Sturlaugur Friðrik Sveinsson 30 ára Elísa Fönn Grétarsdóttir Erla Snædís Sveinbjörnsdóttir Guðmundur Stefán Guðmundsson Gunnar Magnús Halldórsson Diego Helga Björk Helgadóttir Valberg Jhonatan Cano Escobar Jónína Íris Ásgrímsdóttir Katarzyna Anna Oleszczuk Kristjana Sif Haraldsdóttir Kristrún Ólöf Sigurð- ardóttir Marko Cupic Mateusz Tomasz Koziol Til hamingju með daginn 40 ára Stefán er Reykvík- ingur og nemi í viðskipta- fræði við Háskólann í Reykjavík. Maki: Karen Rakel Ósk- arsdóttir, f. 1979, félagsliði í Tækniskólanum. Börn: Rebekka Rut, f. 1997, Mikael Gunnar, f. 2002, Matthías Nökkvi, f. 2004, og Eiður Arnar, f. 2013. Foreldrar: Helgi Helgason, f. 1956, og Hólmfríður Eggertsdóttir, f. 1958. Stefán Þór Helgason 30 ára Gunnar er Reyk- víkingur, tók ferðamála- fræði við Ferðamálaskóla MK og vinnur í hópadeild Icelandair Hotels. Maki: Ragnhildur Stein- grímsdóttir, f. 1991, ný- bökuð móðir. Börn: Gunnar Lárent, f. 2012, og óskírður, f. 2016. Foreldrar: Halldór Diego Guðbergsson, f. 1954, og Dagný Gunnarsdóttir, f. 1962. Þau eru búsett í Reykjavík. Gunnar Magnús Diego 30 ára Jónína er Akur- eyringur og er þjónustu- ráðgjafi hjá ríkis- skattstjóra á Akureyri. Maki: Baldvin Ólafsson, f. 1985, tryggingaráðgjafi og sölumaður hjá Sjóvá. Börn: Andri Bjartur, f. 2011, og Jóhanna Björt, f. 2014. Foreldrar: Ásgrímur Sig- urðsson, f. 1953, d. 2002, sjóm., og Snjólaug Kristín Helgadóttir, f. 1958, vinn- ur hjá Íþróttaf. Þór. Jónína Íris Ásgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.