Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 67
DÆGRADVÖL 67
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú virðist vera rétta tækifærið fyrir
þig að koma málum þínum áfram. Mundu að
eitt lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er hin stöðuga vinna sem fyrst og
fremst skilar árangri. Hver þekkir það ekki?
Tilfinningar þínar eru ákafari en annarra.
Farðu samt að öllu með gát því ekkert liggur
á.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft ekkert að óttast að leggja
starf þitt undir dóm annarra. Kannski verður
einhver afbrýðisamur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér hættir til að vera eitthvað ann-
ars hugar þessa dagana en verður að taka
þér tak og einbeita þér að því sem fyrir ligg-
ur. En í dag standa þér tveir valkostir til
boða.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Brynjaðu þig fyrir andstöðu annarra og
haltu þig við fyrri áætlanir. Einnig kemur til
greina að þú komist á snoðir um leyndarmál
og verði illa brugðið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það sem þér þykir einstaklega hlægi-
legt gæti einhver annar tekið mjög alvarlega.
Nýttu þér reynslu og vitneskju annarra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þig langar að hreyfa þig í takt við aðra í
ættbálknum. Ef þú vilt að þér verði eitthvað
úr verki þarftu að halda þig við raunveruleik-
ann.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hugsaðu þig tvisvar um áður en
þú lofar einhverjum einhverju í dag. Velvild
einhvers utanaðkomandi veitir þér tækifæri
til að eiga góðar stundir með ástvinum þín-
um.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Sá sem á er ofurseldur eigum
sínum. Nú er rétti tíminn til þess að setja
óskalista á netið og sjá til hvort einhver
kaupir eitthvað handa þér af honum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér er mikið niðri fyrir og þarft
nauðsynlega að fá útrás fyrir tilfinningar þín-
ar. Lofaðu sjálfum þér að halda þínu striki,
sama á hverju dynur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Dagurinn í dag er eins og púslu-
spil, hann er óskiljanlegur þar til búið er að
raða nokkrum stykkjum saman. Möguleik-
arnir eru opnir, en mundu að hafa með í ráð-
um þá, sem þér standa næst.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gerðu það sem þú þarft að gera í
dag en leggðu áherslu á friðsælt andrúms-
loft því þá gengur allt betur. Kannski er það
vandamálið. Treystu dómgreind þinni.
Ég fékk gott bréf að norðan: „Hinnskagfirski bóndasonur Eiríkur
Rögnvaldsson málfræðiprófessor
útbjó kennslumyndband í að draga
ljá, slá með orfi og ljá og brýna og
birti á fébókarsíðu sinni. Myndbandið
fékk góðar viðtökur, nema Bragi
Halldórsson sagði að „orfið hefði
mátt vera lengra, svo að þú hefðir
getað slegið beinn í baki eins og
menn gerðu á Suðurlandi. Það er
flottara!“ Eiríkur sagði að ekki hefði
fengist lengra orf í Kaupfélagi Skag-
firðinga. Einar K. Guðfinnsson
spurði: „Kaupfélagið? Skoðaðir þú
ekki úrvalið hjá Bjarna Har?“ ( en
hann er móðurbróðir Einars og
landsfrægur kaupmaður á Króknum)
Þessi orðaskipti dró Bjarni Stefán
Konráðsson saman með þessum
hætti:
Það að gömul þekking vaki
það er mörgu brýnna.
En þú skalt vera beinn í baki;
Braga þykir það fínna.
Í Skagfirðingabúð er basl,
og bagalegt er ástand þar.
Orfið lítið, ljárinn drasl
– líttu við hjá Bjarna Har.
Hilmir Jóhannesson á Sauð-
árkróki, hinn þekkti hagyrðingur og
höfundur revíunnar Sláturhúsið
hraðar hendur, átti áttræðisafmæli
nú í vor og orti þá sjálfslýsingu:
Engan meiri þöngulhaus ég þekki,
en þetta er nú lífs míns raunasaga,
að mörgum syndum, sem ég drýgði ekki,
sé ég eftir alla mína daga.“
Ísleifur Gíslason, kaupmaður á
Sauðárkróki, hafði sinn sérstaka
húmor og stíl. Ég nefni „ferskeytlu,
ef rétt er lesið“:
- – Þóroddur
þjónaði Tomma
„Guðmundur
og Gudda;
Og hér er hann enn í grein-
armerkjum:
Hlauptu strákur! Heyrðu það!
Hertu þig að verki!
Og húsbóndinn varð allur að
!
„Unnið meðan hægt var“ kallar Ís-
leifur þessa stöku:
Yfir bárur ágirndar
elligrár og slitinn
reri árum rógburðar
rann af hári svitinn.
Hér yrkir Ísleifur um sköllóttan
heiðursmann og skil ég hann vel eftir
að hafa setið á þingi með Steingrími
J. Sigfússyni í aldarfjórðung!
Ég virði hans skalla að vonum,
en vorkenni þvílíka nekt.
Að standa upp í hárinu á honum
það held ég sé ómögulegt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af orfi, ljá og ódrýgðum syndum
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
VOFF, VOFF, VOFF, VOFF,
VOFF, VOFF, VOFF…
KLAPP, KLAPP, KLAPP
HVERS KONAR KYNNING
ER ÞETTA?
„ÓSKABÍLL REYKINGAMANNSINS ER MEÐ
KVEIKJARA, ÖSKUBAKKA, SLÖKKVIKERFI,
SÚREFNISTANKI OG HJARTASTUÐTÆKI.“
„HVAÐ ER AÐ ÞÉR! GETURÐU EKKI BEÐIÐ MEÐ
ÞETTA ÞANGAÐ TIL AUGLÝSINGARNAR HEFJAST?“
…einhver sem
er ómissandi
MENN,
Í DAG MÆTUM
VIÐ RISUM Á
VÍGVELLINUM!
ÞEIR ERU
KANNSKI STÆRRI
EN VIÐ …
EN VIÐ
ERUM MUN
GÁFAÐRI!
EN AF HVERJU
ERUM VIÐ ÞÁ
ENNÞÁ HÉR?
Víkverji er ekki mikill útivistar-garpur og hefði ekki enst lengi
á fjöllum með Fjalla-Eyvindi, Höllu
og öðrum útilegumönnum. Fyrr í
sumar hætti hann sér þó á fjöll.
Fyrsti áfangastaður var skáli
Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi.
Sæluhúsið er frá 1930, eitt það elsta
á landinu og hið fyrsta sem Ferða-
félagið reisti. Það er því kannski
ekki að furða að sagðar séu um það
draugasögur. Segir meðal annars
að kona ein birtist karlmönnum
sem gista í skálanum. Fylgir sög-
unni að hún hafi verið heimiliskona
á bæ sem stóð skammt frá skál-
anum og ástmaður hennar hafi
myrt hana.
x x x
Víkverji hefur alltaf verið heill-aður af draugasögum, en er
ekki sérlega næmur á það sem ger-
ist í öðrum víddum, sennilega ekki
með rétta loftnetið. Honum lék þó
forvitni á að vita hvort eitthvað
myndi gerast um nóttina. Sú for-
vitni ágerðist nokkuð þegar hann
fór að blaða í ritgerð um efnið, sem
lá á borði í skálanum. Ritgerðin,
sem er frá 2012, nefnist „Ég veit
ekki hver fjandi þetta var“ –
Draugasögur úr Hvítárnesskála og
er eftir Halldór Óla Gunnarsson og
var til BA-gráðu í þjóðfræði.
x x x
Halldór Óli birtir ýmsar frásagn-ir, sem gaman væri að rekja,
en eru full langar fyrir þennan dálk.
Hér kemur þó ein rituð í gestabók
skálans 21. september 1996: „Kom-
um hér kl 18:30 og borðuðum kvöld-
verð og gengum síðan til náða.
Vöknuðum kl. 3:30 við mikinn fyr-
irgang í húsinu, þungt fótatak á
háalofti, hurðum skellt og húsgögn
færð fram og til baka. Flúðum rúm-
lega 4:30 um nóttina út í bíl þar
sem við sváfum til næsta morguns.
Undarlegu ljósi sást bregða fyrir í
glugga hússins öðru hverju. Þegar
birta tók snerum við aftur í húsið
og var þá búið að umturna öllu inni.
PS: Komum hingað aldrei aftur.“
x x x
Víkverji varð þvert á móti einskisvar í skálanum og gæti alveg
hugsað sér að koma aftur.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Augu Drottins eru alls staðar og vaka
yfir vondum og góðum.
(Orðskviðirnir 15:3)