Morgunblaðið - 27.07.2016, Side 70

Morgunblaðið - 27.07.2016, Side 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014 Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Nú á dögum getum við nálgast næstum alla heimsins myndlist á augnabliki í gegnum veraldarvef- inn. Með eldsnöggri leit á Google er hægt að rannsaka dularfullt bros Monu Lisu, eða klóra sér í höfðinu yfir ótrúlegu hugmynda- flugi Hieronymus Bosch. En það var örugglega ekki þannig sem Leonardo Da Vinci og Hierony- mus vildu að listaunnendur sæju verkin þeirra. Hvaða áhrif hefur dvínandi þörf fólksins fyrir því að líta hið raun- verulega listaverk berum augum á upplifun okkar á myndlist, eða sköpunargáfu myndlistarmann- anna? Missum við af einhverju ef áþreifanlegi hluti listarinnar hverfur? Að fara á listasýningu hefur ávallt verið hluti af listaupplif- uninni en stafræn tækni hefur breytt listaupplifun að eilífu. Heimildarmyndin #artoffline eftir Manuel Correa skapar grundvöll áhorfandans til þess að velta því fyrir sér hvað sé gott. Áhrif tækni á myndlist skoðuð Í #artoffline er rætt við heim- spekinga, listamenn og sýn- ingastjóra um samband verald- arvefjarins og listarinnar. Myndin verður sýnd í Mengi klukkan 21 í kvöld. „Þessi mynd er svolítil heilaleikfimi. Hún skoðar hvaða áhrif tækni hefur á myndlist í dag, hvernig við horfum á myndlist og hugsum um hana og hvað sé frum- eintak myndlistar og hvaða til- gangi hún þjónar þegar við skoð- um myndlist í gegnum netið eða í gegnum símann okkar,“ segir Hrafnhildur Helgadóttir myndlist- arkona, sem skipuleggur sýn- inguna í kvöld. „Ef þú ert málari þá viltu að manneskjan horfi á frumeintak málverksins þíns, ef fólk lítur aldrei raunverulegu myndina berum augum þá líður málurum oft eins og eitthvað hafi tapast.“ Hrafnhildur segir að myndin fjalli um mismunandi fólk sem skoðar hvaða áhrif tæknivæðingin hefur haft á list. Vildi kynna hugsunina Hrafnhildur sá myndina á fyr- irlestraröð í Amsterdam þar sem hún á heima og henni fannst hún opna fyrir hugmyndir og samræð- ur sem hana langaði til þess að kynna fyrir Íslendingum. „Mig langaði til þess að fólk myndi taka þátt í þessu, líka vegna þess að annars staðar í heiminum er mikið hugsað um netið í sambandi við myndlist en hérlendis er umræðan ekki alveg komin svo langt.“ Hrafnhildur segir að rafræn list hafi verið til staðar í svolítinn tíma erlendis og að hún hafi viljað koma með hugmyndirnar sem myndin vekur til landsins. Fyrsta stóra myndin Manuel Correa er listamaður frá borginni Medellín í Kólumbíu. Hann fór í kvikmyndagerðarnám í Emily Carr-háskólanum í Vancou- ver. Correa er einn af stofnendum kvikmyndaframleiðslu- og list- hópsins Atalier Bolombolo. Önnur verk eftir hann hafa ver- ið sýnd í Kólumbíu, Kanada og Austurríki. „Ég held að þetta sé fyrsta stóra myndin sem hann gerir,“ sagði Hrafnhildur en hún hafði uppi á Correa í von um að fá leyfi til að sýna myndina á Ís- landi. #artoffline hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Noregi, Þýskalandi og Hollandi auk þess sem hún var sýnd á listasöfnum í Noregi og Mexíkó. Hvaða áhrif hefur tækni á list?  Heimildarmyndin #artoffline eftir Manuel Correa verður sýnd í Mengi klukkan 21 í kvöld  Skoðar áhrif tækni á myndlist og frumeintak listaverks  Vildi kynna umræðuna fyrir Íslendingum Ljósmynd/Mengi Á sýningu Það hefur alltaf verið stór hluti af listaupplifuninni að fara á listasýningar og sjá listaverkin með eigin augum. Tæknivæðingin hefur auðveldað aðgengi að öllum listaverkum en þó mögulega á kostnað listaupplifunarinnar sjálfrar. Eiga veraldleg málverk sér stað í framtíð myndlistar? Samsýningin Nálgun opnar í Graf- íksalnum, Tryggvagötu 17, á morg- un klukkan 17. Þar sýna þær Að- alheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragn- heiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir verk sín. Í tilkynningu segir að sýningin hverfist um efnisleika og ásýnd hluta er tengjast mismunandi rým- um og stöðum. Verk listamannanna spanna ólíkar aðferðir og miðla en til sýnis verða meðal annars teikn- ingar, olíumálverk, ljósmyndir og skúlptúrar. Heiti sýningarinnar, Nálgun, vísar til þess hvernig ein- staklingurinn nálgast listsköpun sína og fyrirhugaða sýningu, en einnig til samtalsins við aðra sýn- endur og sýningarrýmið – og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér. Sýningin verður opin fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14 til 18 frá morgundeginum til 14. ágúst næst- komandi. Aðgangur er ókeypis, boð- ið verður upp á léttar veigar og þess skal getið að gengið er inn hafn- armegin. Nálgun Til sýnis verða m.a. teikningar, olíumálverk, ljósmyndir og skúlptúrar. Efnisleiki og ásýnd hluta í Grafíksalnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.