Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 76
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 209. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Má ekki nota eigin posa
2. Sendur heim úr æfingaferð Liverpool
3. Gíslatökumennirnir látnir
4. Presturinn var skorinn á háls
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Mikið líf er á Óðinstorgi í Reykja-
vík þessa dagana en í dag mun
Skákfélagið Hrókurinn útvega skák-
borð fyrir gesti og gangandi sem
geta þar teflt við undirleik harm-
onikkuleikarans Flemmings Viðars
Valmundssonar sem verður á svæð-
inu. Stefán Bergsson frá Skák-
akademíu Reykjavíkur verður á
staðnum og leiðbeinir þeim sem
hafa áhuga. Þá mun C is for Cookie
sjá um veitingar á torginu en við-
burðurinn kemur til með að standa
á milli klukkan 14 og 17.
Morgunblaðið/Ómar
Teflt við harmon-
ikkuleik á Óðinstorgi
Rokksveitin Dúndurfréttir ætlar að
halda uppi gleðinni á Græna hatt-
inum á Akureyri annað kvöld sem og
kvöldið þar á eftir og leika þar mörg
helstu verk klassíska rokksins eins
og þeim einum er lagið. Sveitina
skipa miklir reynsluboltar en það eru
hljómborðsleikarinn og söngvarinn
Pétur Örn Guðmundsson, gítarleik-
arinn og söngvarinn Matthías Matt-
híasson, gítarleikarinn Einar Þór Jó-
hannsson, bassaleikarinn
Ingimundur Benjamín Óskarsson og
trymbillinn Ólafur Hólm
Einarsson. Tónleik-
arnir hefjast
klukkan 22.
Dúndrandi rokk
á Græna hattinum
Á fimmtudag, föstudag og laugardag Norðlæg átt, 8-13 m/s og
súld eða rigning með köflum nyrðra og eys tra. Skýjað vestantil en
bjartviðri sunnan- og suðvestanlands. Hiti 7 til 19 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan- og norðaustanátt, 3-10 m/s. Létt-
skýjað sunnan- og vestanlands. Skýjað með köflum norðvestantil,
vætusamt eystra en úrkomulítið nyrðra. Hiti 9 til 22 stig.
VEÐUR
„Hann hefur mjög sterkar
skoðanir og er ekki feiminn
að tjá sig um hluti. Hann
hefur ákaflega sérstakan
smekk á bíómyndum og
tónlist og er oft einn dans-
andi í miðjum klefanum á
meðan allir aðrir horfa bara
á hann. Markmenn eru svo-
lítið eins og trommarar í
hljómsveitum,“ segir leik-
maður Víkings um mark-
vörðinn Róbert Örn Ósk-
arsson. »4
Markmenn eins
og trommarar
„Fyrst og fremst ætl-
aði ég að bæta minn
besta árangur og
hugsaði lítið fyrir
fram í hvaða sæti
ég gæti lent. Mig
langaði til að ná
7.500 stigum og
fór nálægt því með
því að ná 7.468
stigum og bætti mig
um 200 stig eða svo.
Ég tel mig eiga nóg
inni enda get ég
ennþá bætt við
mig,“ segir tug-
þrautarkappinn
efnilegi Tristan
Freyr Jóns-
son sem á
ekki langt
að sækja
hæfileik-
ana. »1
Ætlaði fyrst og fremst
að bæta eigin árangur
Stjarnan heldur eins stigs forystu í
Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu eft-
ir nauman en dýrmætan sigur á Þór/
KA á Akureyri í gærkvöld, 2:1, þar
sem Harpa Þorsteinsdóttir skoraði
sigurmarkið. Breiðablik vann KR í
Vesturbænum og Valur sigraði Fylki á
Hlíðarenda þannig að staða þriggja
efstu liðanna er óbreytt en Þór/KA
missti mikilvæg stig. »2-3
Harpa tryggði Stjörn-
unni dýrmætan sigur
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Minkurinn, nýtt smáhjólhýsi, er
hugmynd sem þeir Kolbeinn
Björnsson og Ólafur Sverrisson
fengu fyrir tveimur árum og
stefna á að koma með á markað
næsta sumar. Þeir félagar ætla að
byrja á íslenskum markaði en eru
með stórar hugmyndir fyrir litla
hjólhýsið. Minkurinn vegur um
500 kíló, er hannaður af sænska
hönnunarfyrirtækinu Jordi Hans
Design og rúmar auðveldlega tvo
fullorðna. Lítil koja er inni í hýs-
inu sem hægt er að nýta sem
gistipláss eða hillu. Að aftan er
svo kælibox, hillupláss og gas-
eldavél. Panorama-gluggi er í þak-
inu og farið er inn og út um stór
kýraugu. Kynding er frá Webasto,
þráðlaust net verður í vagninum,
hljóðkerfi frá Bose og dýnurnar
og rúmföt eru valin í samstarfi við
Hastens í Svíþjóð.
Svefn í forgangi
Kolbeinn hefur verið búsettur í
San Francisco í Bandaríkjunum
síðustu sex ár að vinna í nýsköp-
unargeiranum, aðallega í gönguró-
bótum og hátækni. „Fyrir tveimur
árum kviknaði hugmynd um að
skoða ferðaiðnaðinn á Íslandi. Tvö
stærstu vandamálin í honum eru
gisting úti á landi og dreifing
ferðamanna um landið,“ segir
hann. „Við sáum því möguleika að
láta hanna fyrir okkur lítinn gisti-
vagn. Við gerðum fjölmargar
frumhugmyndir og módel sem
endaði sem Minkurinn. Hann er
öðruvísi í laginu en margt sem er í
gangi í þessum geira og býður
upp á hönnun sem er í anda Norð-
urlanda. Þegar fólk fer út í
náttúruna þá einfaldar það
lífið eins mikið og
hægt er. Hönn-
unin tekur mið
af því. Við setjum góðan svefn,
mat, þægindi og einfaldleika í for-
grunn en annað víkur. Við viljum
tengja fólk við náttúruna og leysa
stór vandamál með einföldum
hætti.“
Í sátt við náttúru og menn
Þeir félagar hafa gengið frá
samningi við Bílaleigu Akureyrar
og verður hægt að leigja Minkinn
þar með bílaleigubílum næsta
sumar. Þá ætla þeir að vinna með
ferðaþjónustubændum þar sem
hægt verður að gista á land-
areigninni og leysist því
hreinlætisaðstaðan af sjálfu sér.
„Það eru fjölmargir glæsilegir
staðir úti á landi sem bjóða upp á
ótrúlega upplifun og afþreyingu.
Þannig viljum við að ferðamenn
upplifi landið, í sátt og samlyndi
við náttúru og menn.“
Tengja fólk við náttúruna
Nýtt smáhjól-
hýsi, Minkurinn,
vekur athygli
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Frumkvöðlar Þeir Kolbeinn og Ólafur fengu hugmyndina að Minknum fyrir tveimur árum. Minkurinn vekur mikla
athygli og átti ljósmyndari erfitt með að mynda vagninn fyrir ágangi forvitinna vegfarenda, innlendra sem erlendra.
Kolbeinn og Ólafur eru þegar farnir að teikna upp nokkur minkagreni,
eins og þeir kalla það, í samvinnu við bændur. „Við viljum dreifa ferða-
mönnum um landið og teljum að þeir séu ekki endilega að sækja bara í
Gullna hringinn. Þeir vilja vera í mosanum, við sjóinn, í útsýni og einveru.
Það er nóg pláss á Íslandi og nóg af ótrúlegri náttúru. Ef gistingin er ein-
föld en þægileg þá opnast allskonar möguleikar,“ segir Kolbeinn.
Þeir vinna nú að fjármögnun fyrirtækisins í samstarfi við Centra Fyr-
irtækjaráðgjöf og stefna að því að opna fyrir bókanir í haust. En Ísland er
aðeins hugsað sem byrjunarpunktur. „Með Minknum er komin enn önnur
möguleg lausn í tjaldútilegu og útivist og hvernig fólk upplifir náttúruna.
Við byrjum á næsta ári hér á Íslandi og svo vonandi verðum við komnir af
stað erlendis innan skamms,
m.a. á Norðurlöndum, í
Bandaríkjunum og Kan-
ada.“
Ísland er byrjunarpunktur
UNNIÐ AÐ FJÁRMÖGNUN VERKEFNISINS