Morgunblaðið - 13.08.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Morgunblaðið/Heiddi
Lyftingabekkur Það þarf að lyfta
þungum lóðum til að fá vöðva.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Í nýrri breskri rannsókn kemur
fram að eftir efnahagshrunið árið
2008 hafi sífellt fleiri ungir karlmenn
mætt í líkamsræktarstöðvar og
keppst við að birta fullkomnar
myndir af vel þjálfuðum líkama sín-
um á samfélagsmiðlum. Samhliða
þessu hafi neysla á fæðubótarefnum
sem eiga að auka vöðvamassa og
minnka líkamsfitu snaraukist ásamt
aukinni neyslu á fjölmiðlaefni
tengdu líkamsmótun.
Þetta kemur fram í rannsókn Ja-
mie Hakim við háskólann í East
Anglia (UEA) og birtist í gær m.a. í
tímariti um kynjarannsóknir. Í
rannsókninni kemur m.a. fram að
þessi hópur karlmanna byggir
sjálfstraust og sjálfsmynd sína á út-
liti sínu, vöðvastæltum líkama.
„Áhugaverðasti punkturinn er
hvernig valdið innan samfélagsins er
að breytast,“ segir Hakim. Vald
karlmanna er ekki lengur tekið sem
gefið heldur telja þeir að þeir þurfi
að uppfylla ákveðna staðla, að vera
stórir og sterkir til að verða metnir
að verðleikum.
Rannsökuð voru m.a. gögn frá
Íþróttasambandi Englands sem
sýndu að ungum karlmönnum, á
aldrinum 16 til 25 ára, sem mættu í
ræktina fjölgaði á hverju ári frá 2006
til 2013. Yfir sama tímabil jókst sal-
an á fæðubótarefnum sem eiga að
auka vöðvamassa og minnka líkams-
fitu um 40% í Bretlandi í tíu stærstu
lágverðsverslunum landsins.
Á þessu tímabili jókst salan á fjöl-
miðlaefni um heilsu, t.d. var tímarit-
ið Heilsa karlmanna söluhæsta tíma-
ritið árið 2009 í Bretlandi. Einnig
varð sprenging á samfélagsmiðlum í
notkun á svokölluðum myllumerkj-
um sem tengdust fitness með einum
eða örðum hætti.
Hakim starfar við fjölmiðladeild
háskólans East Anglia og í titli rann-
sóknarinnar notar hann orðið
„Spornosexual“ til að ná utan um
þennan hóp karlmanna. Þetta enska
orð er sett saman úr tveimur orðum,
íþróttastjarna og klámstjarna, og
kom fyrst fram í grein sem birtist í
tímaritinu The Daily Telegraph árið
2014. Greinin fjallaði um aukinn
fjölda ungra karlmanna sem mæta í
ræktina eingöngu til þess að mæta
frekar en að leggja áherslu á hreysti
og heilbrigði. Ferðin í ræktina var
að sjálfsögðu mynduð í bak og fyrir.
Vöðvastæltari karlmenn eftir hrun
Bresk rannsókn bendir til að ungir karlmenn mæti í ræktina til að ná tilteknu útliti frekar en hreysti
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Við stefnum að kosningum 29.
október, að því gefnu að þetta gangi
allt saman upp,“ sagði Sigurður Ingi
Jóhannsson forsætisráðherra eftir
upplýsingafund með formönnum
stjórnarandstöðuflokkanna í fyrra-
dag.
Þá liggur það fyrir að nýtt Al-
þingi verður kosið þennan tiltekna
dag, reyndar með vissum fyrirvör-
um.
Umboð núverandi alþingismanna
rennur ekki út fyrr en næsta vor og
því liggur fyrir að rjúfa þarf þing og
boða til nýrra kosninga.
Forseti gefur út þingrofsbréf
Samkvæmt núgildandi lögum
mega ekki líða meira en 45 dagar
frá útgáfu þingrofsbréfs þar til
kosningar fara fram. Því má leiða að
því líkum að Guðni Th. Jóhannesson
gefi út forsetabréf hinn 14. sept-
ember um að þing verði rofið 29.
október og að almennar kosningar
til Alþingis fari fram sama dag.
Þetta mun hann gera að tillögu Sig-
urðar Inga Jóhannssonar forsætis-
ráðherra sem fer með þingrofsrétt-
inn. Það er með skírskotun til 13.
greinar stjórnarskrá Íslands þar
sem segir: Forsetinn lætur ráðherra
framkvæma vald sitt. Forsætisráð-
herra les upp forsetabréfið á þing-
fundi.
Alþingi kemur saman á ný næst-
komandi mánudag eftir sumarleyfi
þingsins, kl. 3 miðdegis eins og seg-
ir á heimasíðu Alþingis.
Samkvæmt starfsáætlun mun
þingið starfa dagana 15. ágúst til 2.
september og alls eru áformaðir 13
þingfundir auk eldhúsdagsum-
ræðna. Síðasti þingfundur fyrir
sumarhlé var haldinn 8. júní.
Fyrir liggur að yfirstandandi lög-
gjafarþing, 145. þing, verði lengt.
„Að öðrum kosti yrði að setja nýtt
löggjafarþing 13. september, með
öllu því umstangi sem því fylgir. Þá
féllu jafnframt niður öll þingmál
sem nú liggja fyrir þinginu og rík-
isstjórninni væri skylt að leggja
fram fjárlagafrumvarp fyrir árið
2017 skv. stjórnarskránni. Ég held
að allir vilji hafa þetta einfaldara,“
sagði Helgi Bernódusson skrifstofu-
stjóri í samtali við Morgunblaðið.
Þar sem þingmenn halda umboði
sínu allt til kjördags gæti þingið
þess vegna setið til 29. október.
Auðvitað mun það ekki sitja svo
lengi því gefa þarf stjórnmálaflokk-
unum svigrúm til að heyja kosn-
ingabaráttu.
Síðast þegar þing var rofið, vorið
2009, starfaði Alþingi frá 13. mars,
þegar þingofsboðskapurinn var les-
inn, fram til 17. apríl, þ.e. í meira en
mánuð fram yfir útgáfu þingrofs-
boðskapar. Þingstörfum var því
frestað aðeins rúmri viku fyrir kjör-
dag 25. apríl 2009.
Ef við gefum okkur að á þessu
hausti fái flokkarnir hálfan mánuð
til að heyja kosningabaráttuna, gæti
þingið starfað frá 15. ágúst til 14.
október, eða í heila tvo mánuði.
Enda bíða mörg brýn mál af-
greiðslu, eins og fram hefur komið
hjá oddvitum stjórnarflokkanna,
þeim Sigurði Inga Jóhannssyni og
Bjarna Benediktssyni. Líklegra er
þó talið að þingið muni ekki starfa
svo lengi.
Hinn 13. mars 2009 gaf Ólafur
Ragnar Grímsson út forsetabréf um
þingrof og almennar kosningar til
Alþingis. Þar stóð m.a.: „Forseti Ís-
lands gjörir kunnugt: Forsætisráð-
herra hefur tjáð mér að vegna þess
mikla efnahagsáfalls, sem þjóðin
hefur orðið fyrir, hafi þeir flokkar
sem nú standa að ríkisstjórninni
orðið ásáttir um við myndun hennar
að efna sem fyrst til almennra al-
þingiskosninga.“
Fróðlegt verður að sjá hvaða rök
núverandi forsætisráðherra færir
fyrir ákvörðun um þingrof nú.
Nýtt þing gæti komið saman
upp úr miðjum október
Alþingi skal koma saman eigi síð-
ar en 10 vikum eftir alþingiskosn-
ingar. Allt frá árinu 1991 hefur regl-
an verið sú að nýtt þing hefur verið
kallað saman u.þ.b. þremur vikum
eftir kosningar. Samkvæmt upplýs-
ingum blaðsins er líklegt að þessi
háttur verði einnig hafður á að
þessu sinni. Samkvæmt því gæti
nýtt þing, 146. löggjafarþingið, kom-
ið saman upp úr miðjum október.
Tíminn fram að þingsetningu
verður notaður til að undirbúa nýtt
þing, skipa í fastanefndir, prenta
fjárlagafrumvarp o.fl. Fjárlaga-
frumvarp ársins 2017 verður að
leggja fram á nýju löggjafarþingi.
Líklegt að þingrof verði
tilkynnt 14. september
Alþingi kemur saman á mánudaginn eftir sumarleyfi Þingið verður lengt
Morgunblaðið/Golli
Upplýsingafundur Forystumenn ríkisstjórnarinnar hittu formenn stjórnarandstöðuflokkanna í Stjórnarráðinu.
„Undirbúningur
að gerð fjárlaga-
frumvarps hefur
staðið yfir um
nokkurra mán-
aða skeið. Sú
vinna hefur
gengið vel og er
á áætlun,“ segir
Guðmundur
Árnason, ráðu-
neytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu.
Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku
gildi lög um opinber fjármál. Þau
fela í sér mjög víðtækar breytingar á
fjárlagaferlinu.
Samkvæmt nýju lögunum leggur
ríkisstjórnin fram, þegar hún tekur
við völdum, þingsályktunartillögu
um fjármálastefnu og árlega að vori
þingsályktun um fjármálaáætlun
sem tekur alltaf til næstu fimm ára.
Að sögn Guðmundar var í maí í
vor lögð fram slík áætlun sem fjár-
laganefnd Alþingis var að afgreiða
frá sér í vikunni. Það er grundvöllur-
inn að undirbúningi fjármálaráðu-
neytisins fyrir fjárlagafrumvarpið.
Að hans sögn felur þetta í sér tölu-
verðar breytingar að því leyti til að í
fjárlagafrumvarpinu munu fjárveit-
ingar skiptast niður á málaflokka.
Meginvinnan í fjárlagagerðinni er í
því fólgin að skipta fjárheimildum
milli einstakra málaflokka, en þeir
eru 102 talsins. Síðan skiptast þær
fjárheimildir í fjárveitingar niður á
stofnanir og verkefni. Sú skipting
kemur í fylgiriti með fjárlaga-
frumvarpinu.
Breytt framsetning
„Þetta fjárlagafrumvarp verður
því töluvert frábrugðið fyrri fjár-
lagafrumvörpum sem landsmenn
þekkja. Útgjöldin renna áfram til
sömu verkefna en framsetningin á
fjárlögunum verður með þessum
breytta hætti sem leiðir af nýjum
lögum,“ segir Guðmundur.
Undirbúningur fjárlaganna hófst
fljótlega eftir síðustu áramót, að
sögn Guðmundar. Ríkisstjórnin
samþykkti í júní meginramma fjár-
lagafrumvarpsins og við það er
miðað. „Við það er miðað að grunn-
dæmi fjárlagafrumvarps liggi fyrir
þegar ný ríkisstjórn tekur við, en
hún mun þurfa svigrúm til þess að
skilgreina sínar áherslur í því fjár-
lagafrumvarpi sem hún leggur
fram,“ segir Guðmundur. sisi@mbl.is
Fjárlaga-
frumvarp
í vinnslu
Frumvarpið verð-
ur með nýju sniði
Guðmundur
Árnason
Atkvæðagreiðslu utan kjör-
fundar vegna áformaðra alþing-
iskosninga í október skal hefja
svo fljótt sem kostur er eftir að
kjördagur hefur verið auglýstur,
þó ekki fyrr en átta vikum fyrir
kjördag. Kjósanda, sem ekki
getur sótt kjörfund á kjördegi,
er heimilt að greiða atkvæði ut-
an kjörfundar.
Undirbúningur fyrir kosning-
arnar getur ekki hafist fyrr en
þingrof hefur verið tilkynnt,
sem væntanlega verður gert
hinn 14. september nk. Sú til-
kynning raungerir kosningarnar,
ef svo má segja.
Því getur undirbúningur
innanríkisráðuneytisins fyrir
kosningarnar ekki hafist fyrr en
sex vikum fyrir kosningadag að
þessu sinni.
Þingrofið
stýrir för
KOSNINGARNAR
„Þetta bendir til að ungir karlar séu að nálgast hreyf-
ingu sem aðferð til að ná fram ákveðnu útliti frekar
en til að efla almenna heilsu og vellíðan. Þegar útlits-
breytingar eru helsta markmið hreyfingar er hætta á
því að hegðunin sé drifin áfram af slæmri líkams-
mynd, kvíða og jafnvel átvandamálum og þá er auð-
vitað ekki lengur um heilbrigt mynstur að ræða.
Það sem mér fannst áhugaverðast við þessa um-
fjöllun eru skýringar rannsakenda á þessari þróun,
það er að með auknu jafnrétti og breytingum á stöðu
karla innan samfélagsins þá gangi þeir ekki lengur
að ákveðinni virðingarstöðu vísri bara fyrir það eitt
að vera karlmenn heldur upplifi að þeir þurfi að uppfylla ákveðna staðla
til að geta verið öruggir í eigin skinni. Þetta er auðvitað eitthvað sem
konur hafa lengi búið við og hefur skapað ýmiskonar vandamál hjá þeim í
tengslum við slæma líkamsmynd, megrun, átraskanir o.fl. Þetta er því
síður en svo jákvæð þróun og mikilvægt að sporna við henni því auðvitað
viljum við að öllum geti liðið vel í eigin skinni óháð kyni og líkamsvexti,“
segir Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur um rannsóknina.
„Síður en svo jákvæð þróun“
GANGA EKKI LENGUR AÐ VIRÐINGARSTÖÐUNNI VÍSRI
Sigrún
Daníelsdóttir