Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is Reyktur og grafinn Eðallax fyrir ljúfar stundir Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Svo lengi sem ég hef unnið hérna hafa leikskólarnir í Garðabæ verið opnir allt árið. Ég byrjaði að vinna hér árið 2000. Bæði foreldrarnir og kennararnir eru mjög ánægðir með þetta. Það hentar hvorki foreldrum né starfsmönnum að fara í frí á sama tíma,“ segir Guðfinna Björk Krist- jánsdóttir, upplýsingafulltrúi Garða- bæjar. Pirringur er hjá mörgum reyk- vískum foreldrum þar sem allir leik- skólar eru lokaðir um miðjan júlí en bæjarstjórnin í Garðabæ býður upp á opinn leikskóla allan ársins hring. Kostnaðurinn óverulegur Er mikill kostnaður fólginn í því að hafa leikskólann opinn allt árið? „Hjá Garðabæ er kostnaður við að hafa leikskóla opna allt árið óveru- legur,“ segir Guðfinna. „Það kemur meðal annars til af því að hér fá allir sumarvinnu hjá bænum sem eiga lögheimili í Garða- bæ og sækja um slíkt starf að vori. Störfin eru margvísleg og meðal annars eru í boði störf á leikskólum bæjarins. Leikskólastjórarnir velja úr þeim hópi sem sækja um að vinna á leikskólum. Þetta á við um ung- menni frá 17 ára aldri og uppúr, 14- 16 ára eru í Vinnuskólanum.“ Foreldrarnir ráða því hvenær fjölskyldan fer í frí En eru sum börnin þá í leikskóla allt árið? „Leikskólarnir eru opnir allt árið. En það er ætlast til þess að börnin taki fjórar vikur í frí. En foreldr- arnir ráða því hvenær það er. Starfsfólkið skiptist á að fara í frí og síðan fáum við afleysingafólk. Það eru færri börn á hverjum tíma afþví að þau fara ekki í frí á sama tíma.“ Ég heyrði í formanni Félags leik- skólakennara sem hafði áhyggjur af því að til að halda leikskólum opnum allt árið þyrfti ófaglært fólk til vinnu, er það raunin? „Í sumum tilvikum er þetta fólk sem er í háskólanámi. Leik- skólastjórarnir velja úr þeim sem sækja um störf. En það er alltaf leik- skólalærður kennari sem stýrir á staðnum. Það eru yfirleitt alltaf á leik- skólum einhverjir leiðbeinendur. En leikskólar landsins hafa eins marga leikskólakennara og hægt er að fá. Skipulagið er hjá deildarstjórum og leikskólastjóranum.“ Ellefu leikskólar í Garðabæ Hvað eru margir leikskólar í Garðabæ? „Leikskólarnir í Garðabæ eru ell- efu talsins. Síðan eru fimm ára deild- ir bæði í Flataskóla og í barnaskóla Hjallastefnunnar og í Alþjóðaskól- anum, það er einkarekinn skóli sem starfræktur er í Sjálandsskóla og þar er kennt á ensku. Þeir eru allir opnir allan ársins hring nema fimm ára deildirnar,“ segir Guðfinna. Ekkert mál að hafa leikskóla opna allt árið í Garðabæ  Kostnaður óverulegur  Valið úr hópi sumarstarfsmanna 17 ára og eldri Bæjarból Í Garðabæ eru ellefu leik- skólar, auk fimm ára deilda. Agnes Bragadóttir agnes@nbl.is Gunnar Ármannsson lögfræðingur, sem var í forsvari fyrir félagið MCPB ehf. sem áformar að reisa einkarekinn spítala í Mosfellsbæ, hefur sagt sig frá verkefninu ásamt Unnari Steini Hjaltasyni sem er for- stjóri VHE vélaverkstæðis. Gunnar segir ástæðuna vera ágreining við hollenska fjárfestinn Henri Middel- dorp um hvenær birta ætti upplýs- ingar um þá erlendu fjárfesta sem Middeldorp segir standa á bak við verkefnið. Gunnar og Unnar Steinn vildu að upplýsingarnar yrðu birtar þegar í stað. „Við sögðum okkur formlega úr félaginu MCPB ehf. með tilkynningu á þriðjudagsmorgun,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar segir að eiginlega hafi þessi ákvörðun hans og Unnars Steins legið í loftinu frá því að nei- kvæð umfjöllun um fyrirhugað einkasjúkrahús hófst. Kæmi engum við „Í lok þeirrar viku fórum við að ræða það við Henri Middeldorp, í ljósi þeirrar neikvæðu umræðu sem hafði þá staðið í nokkra daga, að okk- ur fyndist eðlilegt að upplýsa um það hverjir væru erlendu fjárfestarnir, en Henri tók það ekki í mál og sagði að engum kæmi það við, að svo stöddu. Upplýsingar um hverjir væru fjárfestarnir yrðu opinberar, þegar sótt yrði um ívilnanir, en þá er lögum samkvæmt skylt að upplýsa um fjárfestana,“ sagði Gunnar. Hann bendir á að allir landsmenn hafi skoðun á heilbrigðiskerfinu. „Það er nógu erfitt að koma svona stórum áformum eins og því að hér verði reistur einkaspítali á framfæri og því alls engin ástæða til þess að gefa höggstað á sér, með því að sá fræjum tortryggni. Við vorum að reyna að skýra fyrir Henri að við teldum enga ástæðu til þess að halda þessum upplýsingum leyndum, en án árangurs,“ sagði Gunnar. Hann seg- ir að lögum samkvææmt sé hægt að sækja um ákveðnar ívilnanir, ef verkefni eru af tiltekinni stærðar- gráðu, bæði hvað varðar fjárfestingu og starfsmenn. Þetta verkefni sé tví- mælalaust af þeirri stærðargráðu og því geti þeir sem ætla að ráðast í byggingu sjúkrahússins sótt um helmingsafslátt af fasteignagjöldum og tryggingagjaldi og að tekju- skattsprósentan verði 15%, auk þess sem veittir væru afslættir af tollum af aðföngum. Verulega ströng skilyrði „Það eru verulega ströng skilyrði sett fyrir slíkum ívilnunum og bók- staflega þarf að upplýsa um allt sem tengist verkefninu, þar með talið hverjir eru fjárfestar þess. Við telj- um að það sé mjög gott að þessar ströngu kröfur um upplýsingar séu gerðar, því þannig er hægt að eyða tortryggni,“ sagði Gunnar. Hann telur að þótt hann og Unnar Steinn hafi dregið sig út úr verkefn- inu sé engan bilbug að finna á Middeldorp. „Hann er búinn að full- yrða það við okkur og aðra að verk- efnið sé fullfjármagnað. Ég hef að svo stöddu enga ástæðu til þess að rengja það,“ sagði Gunnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ákvörðun Gunnars og Unnars Steins hefði engin áhrif á þann samning sem Mosfellsbær og MCPB hafa gert. „Samkomulagið sem við gerðum við félagið er með miklum fyrirvör- um, m.a. um það að þeir þurfa að skila inn upplýsingum um fjárfesta og það eru ákveðnar tímasetningar í samkomulaginu um það. Svo kemur það bara í ljós hvort þeir geta staðið við það eða ekki. Hins vegar finnst mér slæmt að þeir Gunnar og Unnar Steinn séu farnir frá verkefninu,“ sagði Harald- ur. Ágreiningur um birtingu upplýsinga  Sagði engum koma við hverjir erlendu fjárfestarnir væru Morgunblaðið/Eggert Mosfellsbær Samningur Mosfellsbæjar við MCPB inniheldur ströng skil- yrði um upplýsingagjöf, m.a. um það hverjir hinir erlendu fjárfestar eru. Gunnar Ármannsson Haraldur Sverrisson Íslenska landsliðinu hefur gengið vel á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum sem haldið er í Biri í Noregi. Eitt gull er komið í hús, en úrslit mótsins fara fram í dag og á morgun, sunnudag. Teitur Árnason vann gæðingaskeiðið á hestinum Tuma frá Borgarhóli, en þeir eru einnig ríkjandi heimsmeist- arar greininni. Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er einnig í gæðingakeppni á Norðurlandamótinu, en hingað til hef- ur það eingöngu verið íþróttakeppni. Páli Braga Hólmarssyni, liðsstjóra ís- lenska landsliðsins, líst vel á það fyr- irkomulag að keppt sé í báðum grein- um. Allir íslensku knaparnir komust í úrslit í gæðingakeppninni, en þeim hefur einnig gengið vel í íþróttakeppn- inni. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum í góðri stöðu og það eru sóknar- færi á öllum sviðum,“ segir Páll Bragi. Hann lætur mjög vel af mótssvæðinu, sem hann segir til fyrirmyndar. „Það er ekki yfir neinu að kvarta nema kannski veðrinu, það mætti vera betra, en það er búið að rigna frekar mikið.“ Eftir forkeppni ungmenna í gæðingakeppni er efstur Sálmur frá Ytra Skörðugili og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir. Erlingur Erlingsson og Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum eru efstir eftir forkeppni í fjórgangi, en þeir hlutu 7,37 í einkunn. thorunn@mbl.is Ljósmynd/Ásta Friðrika Björnsdóttir Hestar Íslenska landsliðinu hefur gengið vel á Norðurlandamótinu í hesta- íþróttum sem haldið er í Biri í Noregi. Riðið er til úrslita í dag og á morgun. Eitt gull og sóknar- færi á öllum sviðum  Gott gengi á Norðurlandamótinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.