Morgunblaðið - 13.08.2016, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Arctic Trucks
Kletthálsi 3
110 Reykjavík
sími 540 4900
info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.isEXPLORE WITHOUT LIMITS
®
Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða.
Hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna lakkskemmdum.
• Húddhlífar
• Gluggavindhlífar
• Ljósahlífar
PLASTHLÍFAR
13. ágúst 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 118.59 119.15 118.87
Sterlingspund 153.87 154.61 154.24
Kanadadalur 90.94 91.48 91.21
Dönsk króna 17.764 17.868 17.816
Norsk króna 14.321 14.405 14.363
Sænsk króna 14.003 14.085 14.044
Svissn. franki 121.57 122.25 121.91
Japanskt jen 1.1692 1.176 1.1726
SDR 165.32 166.3 165.81
Evra 132.13 132.87 132.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.3108
Hrávöruverð
Gull 1336.7 ($/únsa)
Ál 1630.0 ($/tonn) LME
Hráolía 43.78 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Gangi spár grein-
ingardeilda við-
skiptabankanna
þriggja eftir mun
ársverðbólga
minnka enn frekar
frá því sem nú er.
Verðbólga er nú
1,1% samkvæmt
síðustu mælingu
Hagstofunnar.
Arion banki og Íslandsbanki spá báðir
að verðlag hækki í ágúst um 0,2% og
ársverðbólga minnki í 0,8%.
Landsbankinn spáir 0,1% hækkun
verðlags í ágúst og að ársverðbólga
minnki í 0,7%.
Þá spáir Capacent r tæplega 0,3%
hækkun verðlags í ágúst. Gangi það eftir
mun ársverðbólga minnka úr 1,1% í
0,9%. Bent er á að Seðlabankinn hefur
skilgreint neðri þolmörk verðbólgu við
1%. Hagstofa Íslands birtir verðbólgu-
mælingu sína fyrir mánuðinn þann 26.
ágúst næstkomandi.
Greiningardeildir spá
minni ársverðbólgu
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í lok árs 2021 munu skuldir rík-
issjóðs nema 662 milljörðum króna,
að því gefnu að hægt verði að selja
allan hlut ríkisins í Íslandsbanka og
að 30% hlutur verði einnig seldur í
Landsbankanum. Sú skuldastaða
mun leiða til þess að ríkissjóður
verður að reiða fram 39 milljarða í
vaxtagreiðslur af skuldum sínum á
árinu 2021.
Í nýju nefndaráliti meirihluta
fjárlaganefndar, við fjármálaáætlun
fyrir árin 2017 til 2021, er áhyggjum
lýst af þessari stöðu. Bendir nefndin
á að ef hagvöxtur reynist minni en
spár gera ráð fyrir, og tekjur hins
opinbera af þeim sökum minni en
lagt er upp með, geti það hæglega
valdið því að áætlaður afgangur af
fjárlögum snúist í halla.
Blóðugt fyrir ríkissjóð
Guðlaugur Þór Þórðarson, vara-
formaður fjárlaganefndar, segir
vaxtakostnaðinn of háan. „Þeir pen-
ingar sem við greiðum í vexti verða
ekki notaðir í annað og það er blóð-
ugt að þurfa að borga slíkt. Á árinu
2021 stefnir allt í að ríkissjóður
greiði í vexti upphæð sem slagar í að
vera jafnhá og rekstrarkostnaður
Landspítalans.“
Samkvæmt tveimur sviðsmynd-
um sem fjármálaráðuneytið stillir
upp um þróun skulda og fjármagns-
jafnaðar fram til ársins 2021 er ann-
ars vegar gert ráð fyrir því að
skuldir ríkissjóðs muni nema 799
milljörðum króna í lok tímabilsins
og hins vegar að þær verði komnar
niður í 662 milljarða.
Fyrri sviðsmyndin, sem auðkennd
er með bókstafnum A, gerir aðeins
ráð fyrir því að Íslandsbanki verði
seldur að öllu leyti, í fjórum skref-
um, en að eignarhlutur ríkisins í
Landsbankanum verði óraskaður. Í
þeirri sviðsmynd er sömuleiðis gert
ráð fyrir því að 80 milljarðar fáist
greiddir í ríkissjóð vegna lækkunar
eiginfjár bankanna tveggja. Þá gerir
dæmið einnig ráð fyrir því að 60
milljörðum króna verði varið til
lækkunar á lífeyrisskuldbindingum
ríkissjóðs. Gangi sviðsmynd A eftir
munu skuldir ríkissjóðs lækka úr
1.079 milljörðum í ár í 799 milljarða
í lok árs 2021 og jafngildir það 280
milljarða lækkun að nafnvirði.
Síðari sviðsmyndin gengur lengra
hvað mögulega eignasölu varðar og
er þar gert ráð fyrir því að 30%
eignarhlutur í Landsbankanum
verði seldur, eins og áður segir.
Þannig gengur sviðsmyndin, sem
auðkennd er með bókstafnum B, út
frá því að heildarskuldir muni lækka
um 388 milljarða fram til ársloka
2021 og standi þá í 662 milljörðum. Í
sviðsmynd B er einnig gert ráð fyrir
því að 100 milljörðum verði varið til
innágreiðslu á lífeyrisskuldbinding-
ar ríkissjóðs.
Gangi hreint til verks
Guðlaugur Þór segir nauðsynlegt
að stigin verði ákveðin skref, á
grundvelli ríkisfjármálaáætlunar-
innar, til að tryggja söluna á öllum
hlut ríkisins í Íslandsbanka og 30%
hlut í Landsbankanum.
„Það verður að fylgja ítrustu til-
lögum hvað þetta varðar. Ríkið
heldur nú á miklum eignum sem
ekki eru sérlega vel komnar í hönd-
um þess, meðal annars eru það
bankarnir sem eru í samkeppnis-
rekstri. Þá má ekki gleyma því að
bent hefur verið á að Ísland hafi náð
sér hratt út úr hinni alþjóðlegu fjár-
málakreppu sem skall á landinu árið
2008 vegna þess að ríkissjóður var
nánast skuldlaus. Það verður að
hafa þessa staðreynd í huga þegar
við sjáum að þótt við seljum Íslands-
banka og 30% hlut í Landsbank-
anum mun ríkissjóður skulda nærri
700 milljarða.“
Vaxtagjöld ríkissjóðs verða
mikil þrátt fyrir bankasölu
Morgunblaðið/Þorkell
Ríkisfjármál Skuldir ríkissjóðs eru meira en 1.000 milljarðar nú um stundir en ættu að lækka hratt á komandi árum.
Vaxtakostnaður mun nema 39 milljörðum árið 2021 þótt Íslandsbanki verði seldur
Bankaráð Landsbankans hefur
ákveðið að höfða mál fyrir dómstól-
um vegna sölunnar á eignarhlut
bankans í Borgun hf. á árinu 2014.
Segir í tilkynningu bankans að það
sé mat bankaráðs að bankinn hafi
farið á mis við fjármuni í viðskipt-
unum þar sem bankanum voru ekki
veittar nauðsynlegar upplýsingar.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
frétt þann 17. mars síðastliðinn fól
Landsbankinn lögmönnum að undir-
búa málsókn vegna sölunnar á eign-
arhlutnum í Borgun, til endurheimt-
ar þeirra fjármuna sem bankinn hafi
farið á mis við í viðskiptunum.
Sá undirbúningur virðist nú að
baki og bankaráðið hefur ákveðið að
efna til málaferla.
Í tilvitnaðri frétt blaðsins frá í
mars segir að Bankasýslan, sem
heldur utan um eignarhlut ríkisins í
Landsbankanum, hafi þá nýlega
hvatt bankann til að leita réttar síns
ef bankinn teldi á sér brotið.
Ekki kemur fram í tilkynningunni
á hendur hverjum bankinn hyggst
sækja málið en ætla má að þar sem
bankaráðið telur að bankanum hafi
ekki verið veittar nauðsynlegar upp-
lýsingar, þá beinist málið að þeim
sem bankinn telur bera ábyrgð á því.
Fram hefur komið í umfjöllun
Morgunblaðsins að Fjármálaeftirlit-
ið telji að verklag Landsbankans við
sölu á 31,2% eignarhlut í Borgun hafi
ekki að öllu leyti samrýmst eðlileg-
um og heilbrigðum viðskiptaháttum
samkvæmt lögum um fjármálafyrir-
tæki. Athugun eftirlitsins bendi til að
verklagi hafi verið áfátt og það hafi
ekki verið til þess fallið að skila
bestri niðurstöðu fyrir bankann.
jonth@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Borgun Bankaráðið hefur nú ákveð-
ið að stefna vegna Borgunar.
Landsbanki í mál
vegna Borgunar
Ekki liggur fyrir
gegn hverjum mál-
ið verður höfðað