Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Þjóðlegt, gómsætt og gott hpflatkokur@simnet.is Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Tyrknesk yfirvöld munu vinna með Íran að því markmiði að leysa úr borgarastríðinu sem geisað hefur í Sýrlandi í fimm ár og þvingað millj- ónir Sýrlendinga til að flýja landið, þrátt fyrir að þjóðirnar tvær hafi til þessa verið á öndverðum meiði hvað stríðið varðar. Sammála um landamærahelgi Sýrlands Íran hefur ásamt Rússlandi verið helsti bandamaður Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, en tyrknesk yfir- völd telja að friður náist ekki í Sýr- landi svo lengi sem Assad er við stjórnvölinn. „Við munum vinna náið saman í þessum málum eftir þennan fund. Við erum sammála um margt, sérstaklega landamærahelgi Sýr- lands,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, en hann fundaði með Javad Zarif, utan- ríkisráðherra Íran, í gær. Sérfræðingar telja yfirvöld í Rúss- landi og Íran leitast við að ná sáttum við Tyrkland um Sýrland í kjölfar heimsóknar Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, til Rússlands. Zarif sagði að bæði Íran og Tyrk- land vildu leyfa sýrlensku þjóðinni að ákveða örlög eigin lands. Bæði Ír- an og Tyrkland vilja vernda landa- mærahelgi Sýrlands og að framtíðin sé í höndum fólksins. Lýstu yfir ótvíræðum stuðningi við Erdogan Þrátt fyrir fyrri deilur vegna Sýr- lands voru Íran og Rússland meðal fyrstu þjóða sem lýstu yfir ótvíræð- um stuðningi við Erdogan í kjölfar valdaránsins misheppnaða og var heimsókn Zarif til Tyrklands, þar sem hann hitti Cavusoglu og síðan Erdogan sjálfan, þýðingarmesta heimsókn erlends embættismanns til Tyrklands síðan valdaránið var framið. Zarif lýsti yfir ánægju með sættir Tyrklands og Íran. Íran og Tyrk- land í samstarf  Framtíð Sýrlands er í höndum íbúa Sýrlenskir flóttamenn Fjöldi flóttamanna í grann- ríkjunum 2.728.986 117.168 29.275 1.033.513 249.395 657.203 4.815.540 skráðir flótta- menn frá Sýrlandi í grannríkjunum TYRKLAND EGYPTALAND NORÐUR-AFRÍKA LÍBANON ÍRAK JÓRDANÍA Skv. tölum Flóttamanna- stofnunar SÞ 52,5% flóttafólksins eru börn 3,2% 60+ 13,5% 4 ára og yngri 18,3% 20,9% 5-11 44,1% TYRKLAND LÍB. EGYPTA- LAND J. SÝRL. Í . 18-59 Eftir aldurs- hópum 12-17 Landamæri Kólumbíu og Venesúela verða opnuð að hluta í dag, eftir að hafa verið lokuð í tæpt ár. Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Nicolas Maduro, forseti Venesúela, tilkynntu þetta í gær. Maduro lét loka landamærunum af öryggisástæðum í fyrra og á sama tíma var fjölda Kólumbíumanna vís- að úr landi. Maduro telur að bætt samskipti ríkjanna og tryggara ástand á milli þeirra hafi gert ríkis- stjórnum þeirra kleift að taka fjölda ákvarðana, meðal annars um opnun landamæranna. Landamærin verða opin daglega frá átta á morgnana til tíu á kvöldin. Haft var eftir Santos að opnunartím- inn væri til bráðabirgða „á meðan við lærum og aðlögum ákvarðanir okkar“, að því er fréttavefur BBC greinir frá. Sameiginleg landamæri Kólumbíu og Venesúela eru 2.200 km löng. Til að byrja með verður leyft að fara yfir landa- mærin á fimm landamærastöðv- um og eingöngu fótgangandi. Stefnt er að því að opna landa- mærin að fullu á ný, en fyrst verði ríkin að ná sam- komulagi um ýmis málefni á borð við öryggi, verslun og orkumál. Opnuð tímabundið í júlí Stjórnvöld í Venesúela opnuðu landamæri ríkjanna í tvígang í júlí- mánuði til þess að gera fólki kleift að kaupa matvæli og lyf. Fóru tæplega 200.000 manns til Kólumbíu við þessi tækifæri, en mikill vöruskortur er nú í Venesúela vegna alvarlegrar efna- hagskreppu í landinu. AFP Kreppa Ekki leikur allt í lyndi hjá Nicolas Maduro, forseta Venesúela, en landið er í gríðarlegri efnahagskreppu og þurfa íbúar að þola matvælaskort. Venesúela opnar landamærin á ný  Samskipti við Kólumbíu batna Juan Manuel Santos Rússneski herinn hefur flutt háþróaðasta loftvarna- búnað sinn á Krímskaga. Þetta kom fram í tilkynningu hersins. Spenna á milli Úkraínu og Rússlands hefur verið gríðarleg nýverið vegna ágreinings um Krímskagann sem, eins og frægt er, kaus árið 2014 að slíta sambandinu við Úkraínu og sameinast Rússlandi. Alríkislögregla Rússlands sagði á miðvikudag að hún hefði hindrað „hryðjuverkaárásir“ leyniþjónustu úkra- ínska hersins síðustu helgi, en yfirvöld í Úkraínu harð- neita því að slíkt hafi átt sér stað. Loftvarnakerfið ber nafnið S-400 „Triumph“ og hefur verið flutt til Sýr- lands þar sem Rússar eru með sprengjuherferð til stuðnings Bashar al- Assad, sem er langtímabandamaður Rússlands. Kerfið getur skotið vel á fjórða tug skotmarka niður samtímis, úr mörg hundruð kílómetra fjarlægð. SPENNA Á MILLI RÚSSLANDS OG ÚKRAÍNU EYKST Hágæðaloftvarnakerfi til Krímskaga Donald Trump, forsetaefni Repú- blikanaflokksins, segist ekki hafa verið alvara þegar hann kallaði Bar- ack Obama, Bandaríkjaforseta, og Hillary Clinton, forsetaefni demó- krata, stofnendur hryðjuverka- samtakanna Ríkis íslams. Trump birti færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann gagnrýndi fjölmiðilinn CNN og spurði: „Skilja þeir ekki kaldhæðni?“ Með færslunni kveður við nýjan tón hjá Trump, hann hefur fengið fjölmörg tækifæri í viðtölum til að útskýra ummælin sem hann lét falla í garð Obama og Hillary en ávallt ítrekað að meiningin hafi verið sú að Obama hafi stofnað ISIS. Kaldhæðni í Trump AFP Taumlaus Donald Trump ásakaði Barack Obama og Hillary Clinton um að hafa stofnað Ríki íslams á kosningafundi í Kissimmee í Flórída.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.