Morgunblaðið - 13.08.2016, Qupperneq 30
Stuttu eftir lok Evrópumótsins í
knattspyrnu heyrði ég af tilviljun
viðtal við formann KSÍ á Bylgj-
unni. Þar greindi hann frá því að
KSÍ ætti, eða væri að fara, í við-
ræður við Reykjavíkurborg um
stækkun og breytingar á Laug-
ardalsvelli. M.a. kom fram hjá for-
manni að fjarlægja ætti hlaupa-
brautir sem umlykja
knattspyrnuvöllinn. Ef sú verður
raunin hefur KSÍ tekist það sem
hefur verið óskadraumur sam-
bandsins frá því það eignaði sér
Laugardalsvöll. Sambandið lítur á
völlinn sem sína einkaeign og vill
engar frjáls-
íþróttir. Nú er
mál að linni. Ef
af þessu verður
er Laugardals-
völlur ekki leng-
ur þjóð-
arleikvangur og
þessum hug-
myndum um að
úthýsa frjálsum íþróttum verða
menn að mótmæla.
Sigurður Jónsson,
fyrrverandi leikmaður meistaraflokks Vals
í knattspyrnu.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Þjóðarleikvangur?
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Um er að ræða 382 fm atvinnuhúsnæði
á fyrstu hæð. Húsnæðið er tvær eining-
ar en í dag er það leigt út sem ein eining.
Í húsnæðinu hefur verið rekin verslun
sama aðila um langt skeið og í gildi er
leigusamningur við traustan leigutaka
til langs tíma.
Hér er á ferðinni góður
fjárfestingarkostur. Verð 165 millj.kr.
Til sölu húsnæði að
Suðurlandsbraut 54,
Reykjavík.
Frekari upplýsingar í síma 660 7500
Mannkynið var árið
1975 um 4,0 milljarðar,
árið 2000 um sex og
svo árið 2014 7,0 og er
áætlað yfir átta millj-
arðar árið 2025. Þriðj-
ungur mannkyns étur
í sig sjúkdóma eða í
hel með 2-5 sinnum of-
neyslu prótíns en rest-
in er vannærð meira
eða minna. Það er
nefnilega prótínið sem allt snýst um
við fjölgun mannkynsins því að við
þurfum daglega níu lífsnauðsyn-
legar amínósýrur (innihalda nitur
eða köfnunarefni) í fæðunni til að
byggja og endurnýja líkamann. Af
öllum dýra- og jurtaprótínum er
sojabaunin með eitt mesta og besta
prótínið og tilsvarar það gæðum
prótíns mjólkur og eru bæði með
96% allra 9 amínósýranna í réttum
hlutföllum. Kjöt og fiskur eru bara
með 75%. Af belgávextinum soja er
hvað mest ræktað í heiminum í dag
en mestallt sojamjölið fer í fóður til
kjöt- og mjólkurframleiðslu sem
skilar bara 20% áfram til mannsins.
Sojajurtin er upprunnin í Kína og
hefur verið ræktuð þar í a.m.k.yfir
5.000 ár og staðið að mestu undir
prótín- og fituþörf þeirra í gegnum
tíðina. Hún hefur breiðst til ná-
lægra landa í Suðaustur-Asíu. Jurt-
in þarf meginlandsloftslag og mikla
sól, en er harðger og þolir þurrka.
Hún varð fyrst þekkt í Evrópu eftir
1700 og fyrst ræktuð í Tékkóslóv-
akíu og Rúmeníu við ákjósanleg
skilyrði. Það er svo upp úr 1800 að
hún berst til BNA og
eftir fyrra heimsstríðið
verður þar sprenging í
ræktun og fór mestallt
í dýrafóður þar til á 20.
öldinni. Sojabaunir eru
tiltölulega ódýrar í
framleiðslu og vinnslu
í stað kjöts sem kjöt-
líki (TVP=texture
vegetable protein), og
sem sojamjólk og gerj-
uðu afurðirnar tofu,
sufu, tamari, miso,
natto miso, tempeh
o.fl. og þá sem prótíngjafi í mat.
FAO lítur því til hennar sem eins
tækifæris í baráttunni við prót-
ínskortinn fyrir sívaxandi mann-
fjölda. Baunin er 90% forðanæring,
8% hýði og 2% kím. 100 g baunir
gular eða grænar hafa að geyma 28-
56 g prótín, 12-26 g fitu, 30 g sykra
(lítið af hvítsykri) og óvatnsleys-
anlegra trefja og svo 3,5-6,0 g stein-
efna. Fleiri efni eru í bauninni eins
og fytoestrogen (isoflavionar), fy-
tosterolar sem eru ríkir fosfat-
gjafar, lechitín, A, B, C, E og K vít-
amín og steinefni (einkum
auðfrásogað Fe, Ca og Mg) . Til eru
hundruð afbrigða af sojajurtinni svo
unnt ætti að vera að finna þá teg-
und sem passar loftslagi á mörgum
stöðum í heiminum. Edamame er
hollt japanskt snakk með bjór og
eru dökkgrænar ferskar baunir not-
aðar. Yfirleitt þarf að sjóða soja-
baunir fyrir neyslu í um klukku-
stund en bara í vatnsbaði eða gufu
til að sundra efnum sem gera melt-
ingarhvatann trypsín óvirkan. Eins
og með flestar baunir má láta soja-
baunir spíra en ekki lengur en 4
daga. Sojamjöl inniheldur t.d. í 100
g 357 kcal orku, 39% prótín, 21%
fitu, Ca 197 mg, Fe 6,2 mg, A-vít.
140 A.E., B1 vít. 0,77 mg, B2 vít.
0,28 mg og sé mjölið fituskert verða
önnur gildi hærri og því soja eitt
magnmesta prótínmjöl jurtaríkisins
með 96% nýtanlegar amínósýrur og
nálgast fiskimjöl með um 70% prót-
ín en bara 75% nýtanlegt af am-
ínósýrunum 9. Þá er sojaolía mjög
holl með 1,5-3,0% lechitín og mörg
fituleysanleg vítamín og svo hátt
innihald fleirómettaðra línól-(48-
55% fitusýra) og sérstaklega línól-
ínsýru (8-10% fitusýra) sem báðar
eru lífsnauðsynlegar. Sojabrauð eru
einu brauðin sem eru basamynd-
andi í líkamanum (PRAL-gildi þess
er -9,07 /100 g en flest önnur brauð
hafa um +4 eða súrt að sögn Þjóð-
verjans a Vormann ). Sojabrauð
gætu því stórbætt sýru-basa jafn-
vægi margra. Bara blöndun 5-15%
sojamjöls í mismunandi brauðkorn
stórbætir nýtni prótínanna 9 í
brauðunum.
Það skyldi þó aldrei verða svo að
baunin sem hefur haldið Kínverjum
á lífi um árþúsundir eigi eftir að
bjarga mannkyninu.
Verður sojabaunin
bjargvættur mannkyns?
Eftir Pálma
Stefánsson »Mannkynið þarf mik-
ið af hollu og ódýru
prótíni í framtíðinni og
er sojabaunin og afurðir
úr henni líklegri en
dýraprótín.
Pálmi Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Það er eitthvað
skrýtið í gangi í
Reykjavík. Á meðan
húsnæðisvandamál
ungs fólks og tekju-
lágra fara sífellt versn-
andi þá er ekki verið að
mæta þörfinni um
ódýrt húsnæði. Í stað-
inn er nær eingöngu
byggt miðsvæðis á dýr-
asta stað í bænum á
svæði þar sem alls konar flækjustig
tefja alla uppbyggingu. Ásókn ferða-
manna í þetta svæði er síðan það mik-
il og vaxandi að nær engar líkur eru á
ódýru húsnæði á þessu svæði á næstu
árum. Með stefnu sinni að þvinga
þéttingu byggðar, má segja að
Reykjavíkurborg hafi ákveðið að
sinna eingöngu lúxusvandamáli í
ferðamannaiðnaðinum, en horfa
framhjá bráðavandanum. Slík af-
staða er ábyrgðarhluti, því langan
tíma tekur að leysa húsnæðisvanda
ungs fólks og tekjulágra ef stærsta
sveitarfélagið stimplar sig út með
þessum hætti.
Áratugur í úrlausn
ef ekkert breytist
Í miðbænum er öll
uppbygging í eðli sínu
hægari vegna alls konar
flækjustigs í skipulags-
vinnu. Meiri þrengsli og
hæsta lóðaverðið keyra
síðan byggingarkostnað
upp í hæstu hæðir. Of
mikil þétting í grónu
hverfi getur síðan leitt
til alls konar vandamála
síðar meir þegar inn-
viðir anna ekki hinu aukna álagi. Veg-
ir stíflast, bílastæði vantar, holræsa-
og veitukerfi anna ekki álagi og skól-
ar yfirfyllast. Þegar byggja þarf upp
slíka innviði, sem samt þurfa að vera
áfram í notkun, getur kostnaðurinn
orðið margfaldur miðað við ef byggt
væri nýtt.
Ekkert betra tekur við á nýjum
umbreytingasvæðum eins og á Ár-
túnshöfða og við Elliðavog þar sem
breyta á iðnaðarsvæði í íbúðasvæði.
Því að til að sú aðgerð borgi sig, þá
þarf íbúðaverðið að bera kostnað við
flutning alls iðnaðarhúsnæðisins sem
fyrir var, niðurrifs ef ekki er unnt að
breyta því, auk alls byggingarkostn-
aðarins við nýju íbúðina. Bygging-
arkostnaðurinn getur þannig hátt í
tvöfaldast og því er meira að segja
óvíst hvort að núverandi fast-
eignaverð beri slíka framkvæmd.
Uppbygging þessara hverfa gengur
því hugsanlega út frá því að fast-
eignaverð eigi eftir að hækka tölu-
vert í viðbót.
Horfurnar eru jafnvel enn verri á
Reykjavíkurflugvelli, því auk upp-
kaupa á landi þá verður einhver að
bera kostnaðinn af byggingu nýs
flugvallar og uppkaupum og niðurrifi
á þeim byggingum sem þar eru fyrir.
Einnig má telja verulega óvissu á því
hvort af lokun flugvallarins verði þar
sem stór meirihluti landsmanna vill
halda Reykjavíkurflugvelli. Því munu
a.m.k.líða 10-15 ár áður en flugvöll-
urinn fer.
Gríðarleg fjölgun ferðamanna hef-
ur gjörbreytt fasteignamarkaðnum
og á örugglega stóran þátt í mikilli
hækkun á verði fjölbýlis á höfuðborg-
arsvæðinu (sjá mynd). Allar íbúðir
miðsvæðis sem ferðamannaiðnaður-
inn gleypir ekki fara eingöngu til
þeirra sem eru reiðubúnir að borga
mun hærra verð fyrir staðsetn-
inguna. Slík þróun er ekkert óeðlileg
og þekkist t.d. í flestum stórborgum
heims. Það er aftur á móti óvenjulegt
að samhliða þessari þéttingu byggðar
sé ekki verið að mæta þörfum tekju-
minna fólks með hraðri uppbyggingu
úthverfa.
Öríbúðabyggð á Keldum
Nóg er af úthverfum í Reykjavík
þar sem hægt væri að byggja hratt til
að mæta þörfinni. Að Korputorgi er
ekki nema 5 mínútna akstur frá
Grensásvegi og frá Keldum er ekki
nema 3 mínútna akstur. Þessi ónot-
uðu svæði hafa það fram yfir miðbæ-
inn að auðvelt væri að byggja þar
hratt mikið byggingamagn á lág-
markskostnaði, en vegna staðsetn-
ingar þá mun ásókn ferðamannaiðn-
aðarins í þessar íbúðir verða mun
minni en í miðbænum. Við Keldur
eru 80 hektarar af byggingarhæfu
landi sem er að stórum hluta í rík-
iseigu. Svæðið liggur að versl-
unarsvæðum og nær allar tengingar
við gatnakerfið og hjólastíga eru þeg-
ar til staðar og því auðvelt að koma
við öflugum almenningssamgöngum.
Þéttur öríbúðafjölbýliskjarni á þess-
um stað gæti því orðið mjög eft-
irsóknarvert búsvæði sem hratt gæti
mætt þörf markaðarins fyrir hag-
kvæmt húsnæði.
Borgin misskilur hlutverk sitt
Á sama tíma og borgin slugsar við
að sinna eðlilegri uppbyggingu hag-
kvæmustu svæða er fyrirhugað að
eyða stórfé í rándýrar félagslegar
íbúðir á dýrasta stað í bænum. Slík
verkefni eru hreint fáránleg sóun á
almannafé. Félagsleg búsetuúrræði
eru fátæktargildra þar sem fólk sem
fer að vinna í eigin málum á það á
hættu að missa búseturétt ef tekjur
fara yfir lágmark. Ef sama fé væri
notað í gatnagerð og innviði í ör-
íbúðabyggð í Keldnahverfi þá myndu
vandamálin leysast af sjálfu sér með
sjálfbjarga íbúa.
Það er ekki hlutverk borgarinnar
að nota aðkomu sína að skipulagsferl-
inu til lóðabrasks eða til að þvinga
fram útópíudrauma um þéttingu
byggðar. Byggð þéttist af sjálfu sér
af eðlilegum orsökum án þess að
hönd stjórnmálamanna þurfi að koma
nærri. Nóg er til af ódýru bygging-
arlandi í Reykjavík. Takmörkun á
uppbyggingu ódýrustu svæða er
meiriháttar aðför að hag ungs fólks
og tekjulágra, sem fyrir vikið þurfa
að borga mun hærra verð fyrir að fá
þak yfir höfuðið. Borgin hefur al-
gjörlega brugðist þessu fólki. Öll
hækkun fasteignaverðs sem kemur
til vegna tilbúins lóðaskorts er gervi-
verðmæti, sem auðveldlega þurrkast
út þegar næsta fasteignabóla spring-
ur og markaðurinn leiðréttir sig. Eft-
ir situr almenningur með sárt ennið
og skuldugur upp fyrir haus.
Reynt að leysa
rangt húsnæðisvandamál
Eftir Jóhannes
Loftsson »Hröð uppbygging
öríbúða í úthverfi
eins og Keldur gæti
leyst húsnæðisvanda
ungs fólks og tekjulágra
á örskömmum tíma.
Jóhannes Loftsson
Höfundur er verkfræðingur og frum-
kvöðull í stjórn frjálshyggjufélagsins.
Húsnæðisverð Síðan Eyjafjallajökull ræsti ferðamannaiðnaðinn árið 2010,
hefur verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu vaxið tvöfalt hraðar en verð á
einbýli. Nú virðist ferðamannaiðnaðurinn vera að gefa í ef eitthvað er.
(Unnið út frá gögnum hagstofunnar og ferðamálastofu.)