Morgunblaðið - 13.08.2016, Page 37

Morgunblaðið - 13.08.2016, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 ✝ Guðný Sig-urbjörg Run- ólfsdóttir fæddist á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 17. október 1930. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sunda- búð í Vopnafirði 3. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Jónsdóttir hús- freyja, fædd 18. maí 1899 í Leirhöfn í Presthólasókn, dáin 11. mars 1992, og Runólfur Guðmundsson bóndi og póstur, fæddur 21. janúar 1898 að Haga í Vopnafirði, dáinn 4. jan- úar 1989. Systkini Guðnýjar: 1) Einar bóndi á Ásbrandsstöðum, fædd- ur 2. nóvember 1921, dáinn 30. mars 2003. 2) Björg Halldóra húsfreyja að Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð, fædd 24. júlí 1923, dáin 3. mars 2013. 3) Gunnar vörubílstjóri, fæddur 27. mars 1927. 4) Kristín bóndi og hús- freyja að Ásbrandsstöðum, fædd 6. desember 1928, dáin 25. maí 2015. 5) Sigrún bóndi og húsfreyja á Ásbrands- stöðum, fædd 8. júlí 1934. 6) fríði G. Kristjánsdóttur, fædd 8. febrúar 1958. Börn þeirra: a) Alfreð Pétur, f. 21. janúar 1983 í sambúð með Ylfu Helgadótt- ur, f. 13. júlí 1988. b) Kristján Óli, f. 14. febrúar 1985. c) Sig- urður Grétar, f. 12. febrúar 1987, í sambúð með Selju Jant- hong, f. 31. janúar 1986. Dóttir þeirra er Jasmín Líf. d) Hall- dór, f. 30. apríl 1991. 3) Krist- björg Erla, fædd 3. júní 1966. Í sambúð með Haraldi Jónssyni, fæddur 22. apríl 1955. Börn þeirra eru Jón, f. 25. ágúst 1993, og Guðný Alma, f. 7. október 2004. Guðný og Alfreð hófu búskap á Fagurhól í Selárdal í Vopna- firði árið 1956 en fluttu í Torfa- staði í Vesturárdal 1961 og bjuggu þar til 2002 er þau fluttu í kauptúnið á Vopnafirði. Barnaskólanám Guðnýjar var í farskóla í Vopnafirði en síðar stundaði hún nám í Alþýðuskól- anum á Eiðum og Húsmæðra- skólanum á Löngumýri. Á yngri árum starfaði hún m.a. á Akureyri einn vetur. Með bú- skap á Torfastöðum vann hún við Torfastaðaskóla og í hjúkr- unarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði, en aðalstarf hennar um ævina var erilsamt starf húsmóður í sveit. Útför Guðnýjar verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 13. ágúst 2016, og hefst athöfn- in klukkan 14. Jarðsett verður í Hofskirkjugarði. Lára húsfreyja á Hámundarstöðum í Vopnafirði og síðar á Akureyri fædd 8. júlí 1934. Eftirlifandi eig- inmaður Guðnýjar er Alfreð Péturs- son, fæddur 26. nóvember 1929. Foreldrar hans voru Kristbjörg Magnúsdóttir og Pétur S. Pétursson. Dóttir Guðnýjar og Að- alsteins Valdimarssonar á Ak- ureyri er Bára, fædd 2. febrúar 1951, gift Heiðari Þórðarsyni, fæddur 22. janúar 1945, dáinn 4. september 2012. Börn þeirra: a) Þórður Fannberg, f. 20. jan- úar 1970. Hann er kvæntur Fjólu Borg Svavarsdóttur, f. 25. mars 1976, og eiga þau tvö börn: Þór Ísak og Báru Frey- dísi. b) Sigurbjörg Ásgerður, f. 18. febrúar 1971, gift Borgari Ævari Axelssyni, f. 9. apríl l 1972. Börn þeirra: Heiðbjört Bára og Axel Þór. Börn Guð- nýjar og Alfreðs: 1) Drengur, dó í fæðingu 27. júní 1957. 2) Sigurður Pétur, fæddur 16. september 1959, kvæntur Dan- Elsku amma mín og nafna er fallin frá og vil ég minnast hennar með nokkrum orðum. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru þegar ég fór ung að árum austur á land í sveit til hennar. Það reyndist mér erfitt fyrstu dagana, langt í burtu frá foreldrum og heimahögum. En amma hafði traustan og hlýjan faðm sem tók svo vel á móti mér að allir erfiðleikar hurfu fljót- lega úr huga mér. Árin eftir það fór ég austur í sveitasæluna með tilhlökkun í huga. Amma kenndi mér iðjusemi og að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni daginn á enda, enda yf- irdrifið nóg að gera í sveitinni. Ef minna var að gera við al- menn sveitastörf þá var tiltekt á bænum vinsæl iðja hjá ömmu. Því snyrtimennska var í miklu fyrirrúmi bæði inn og úti. Gömlu dansana lærði ég af ömmu. Þegar færi gafst frá sveitastörfunum var eldhúsgólf- ið notað sem dansgólf þar sem tekinn var snúningur við tónlist- ina í útvarpinu. Amma hafði svo gaman af því að dansa. Bestu lummur og kleinur í heimi bakaði amma á Torfastöð- um. Einnig hafði hún brjóstsyk- ur í náttborðsskúffunni sem var í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Henni er ég og verð ævinlega þakklát fyrir að móta heima- kæra stúlku, herða upp með hlýju og umhyggju sem einung- is bestu ömmur geta framkall- að. Hvíldu í friði, elsku amma, og takk fyrir okkar samleið í lífinu. Þín nafna, eins og þú kallaðir mig. Sigurbjörg Á. Heiðarsdóttir. Kær frænka mín og fóstur- systir er látin. Hún hefur ef- laust orðið hvíldinni fengin, eftir heilsuleysi undanfarin ár. Mig langar að minnast hennar í nokkrum orðum, en árin eru að verða 70 síðan ég kom í Ás- brandsstaði þriggja ára gömul, nýbúin að missa mömmu. Þar ólst ég upp hjá móðursystkinum mínum, með þeim Guðnýju og Sigrúnu. Þessi bernskuár liðu við leik og störf. Ég naut þess að vera langyngst og margir til að dekra við mig. Guðný var ein af þeim. Á þessum árum fóru ungar stúlkur til aðstoðar á öðr- um bæjum. Hún fór t.d. að prestsetrinu Hofi og ég fékk sem unglingur að vera hjá henni þar í nokkra daga. Þar sagði hún mér margt um lífið og til- veruna, sem ég hef oft hugsað um. Árin liðu, Bára dóttir hennar fæddist og þar eignaðist ég raunverulega eina fóstursystur í viðbót. Svo kom til sögunnar ungur bóndasonur, sem fór að venja komur sínar í Ásbrands- staði. Ég var ekkert óskaplega hrifin, því ég vissi að þá færi hann með þær mæðgur báðar norður í Fagurhól, sem er í Sel- árdal í Vopnafirði. Það fannst mér vera óralangt í burtu. Þetta var nú bara eigingirni í mér og seinna breyttist það þegar ég fór að koma í heimsókn og mér líkar alveg ljómandi vel við hann Alfreð. Nokkrum árum seinna flutti svo fjölskyldan í Torfa- staði og bjó þar myndarbúi. Á þessum árum urðu hjónin fyrir þeirri miklu sorg að missa dreng í fæðingu, blessuð sé minning hans. Tveimur árum seinna fæddist annar drengur, Sigurður Pétur. Á leið með hann heim af fæðingardeildinni á Akureyri var mér treyst til að sitja með hann í aftursætinu á bílnum hans pabba heim til Vopnafjarðar. Þá voru ekki bíl- belti eða barnastólar. Allt gekk þó vel. Nokkrum árum seinna fæddist svo lítil stúlka, Krist- björg Erla, sem nú býr á Ás- brandsstöðum ásamt sinni fjöl- skyldu. Guðný hafði mjög gaman af söng og dansi og lærði meira að segja aðeins á orgel í Fagradal, en þar var hún í nokkrar vikur. Hún sagði oft að sig hefði lang- að að læra meira en úr því varð ekki. Erla dóttir hennar og börn hafa haft meiri tækifæri til þess og hún naut þess að hlusta á þau spila fyrir sig. Handavinna var hennar líf og yndi og marga flík- ina saumaði hún á mig. Guðný og Alfreð ferðuðust um landið þegar tími gafst og komu nokkrum sinnum til okkar Hermanns á Höfn. Það voru alltaf góðar stundir og margt rifjað upp. Síðast hittum við Guðnýju í byrjun júlí á hjúkrunarheim- ilinu Sundabúð, en þar hefur hún dvalið síðustu árin. Þá voru kraftarnir að dvína en sama hugsunin um okkar fólk. Ég fann samt þá að þetta yrði sennilega í síðasta skiptið sem við myndum hitta hana. Það verður alltaf tómarúm þegar ná- kominn ættingi deyr, en huggun að eftir langa ævi er hvíldin oft- ast kærkomin. Ég vil að lokum þakka Guð- nýju öll gömlu árin og við Her- mann og okkar fjölskylda vott- um Alfreð og afkomendum þeirra innilega samúð. Einnig systkinum hennar, Gunnari, Sigrúnu og Láru. Blessuð sé minning þín. Þín frænka, Heiðrún. Guðný Sigurbjörg Runólfsdóttir Siggu Eyþórs kynntust flest okk- ar haustið 1981 þegar hún tók við leiklistarhópnum í Hagaskóla. Frá fyrsta degi kom aldrei annað til tals en að hóp- urinn skapaði sín eigin verk. Sem leikstjóri setti Sigga eflaust mark sitt á lokaútkomuna, en aldrei svo einhverjum þætti hún taka af okkur völdin. Á þessum árum vann Sigga jafnframt barna- og unglingaefni fyrir Ríkisútvarpið, þar sem hún beitti svipuðum vinnubrögðum. Hún treysti börnum og ungling- um til að skapa eigið efni en hjálpaði til við framsetninguna þegar þurfti. Sigga fór enda ein- hvern veginn svo létt með að samsama sig hverjum þeim sem hún vann með þá stundina. Óhætt er að fullyrða að við er- um orðin ansi mörg sem nutum Sigríður Eyþórsdóttir ✝ Sigríður Ey-þórsdóttir fæddist 21. ágúst 1940. Hún lést 22. júlí. Útför Sigríðar fór fram 3. ágúst 2016. þeirra forréttinda að vinna með henni, í Hagaskóla sem og víðar. Á framhalds- skólaárunum var enginn leiklistar- tengdur vettvangur óháður skólunum í borginni. Okkur langaði þó að vinna frekar saman og þegar fréttist af norrænni leiklistarhátíð fyrir leikhópa var haldið á fund Siggu. Hún þurfti ekki að hugsa sig um, tók að sér leikstjórn og fékk jafnframt son sinn, Eyþór, til liðs við hópinn. Ungmenna- leikfélagið „Veit mamma hvað ég vil?“ var stofnað í mars 1985 því nú skyldi haldið í víking á leiklistarhátíð í Finnlandi með samnefnt leikrit. Efnistökin voru í samræmi við nafngiftina nema kannski hvað Siggu varð- aði, enda fannst okkur hún eina mamman sem vissi hvað við vildum. Leikritið sömdum við að mestu á stofugólfinu heima hjá Siggu og eins í húsinu góða á Eyrarbakka, þangað sem við sóttum innblástur í verkið. Ferðin til Finnlands er okkur afar minnisstæð fyrir margar sakir, ekki síst þó samveran með Siggu Eyþórs sem ávallt hafði ráð undir rifi hverju og létti öllum lund með sínum skemmtilega og oft hárbeitta húmor. Í framhaldinu var hóp- urinn stækkaður frekar, taldi á endanum á annað hundrað ung- menna og setti upp fjölmörg verk. Stærsta sýningin var ef- laust götuleikhúsið á afmæli Reykjavíkurborgar þar sem há- punkturinn var þegar ógurlegt skrímsli varnaði för um Tjarn- arbrúna, en var loks fjarlægt af þyrlusveit landhelgisgæslunnar við mikinn fögnuð áhorfenda. Nokkrum árum síðar þegar fé- lagið var lagt niður komu í ljós einhverjar eignir á bankabók. Þeim fjármunum var að hluta varið í að heiðra óeigingjarnt framlag Siggu og afganginum ánafnað Bandalagi íslenskra áhugaleikfélaga til kaupa á stórri ljósritunarvél. Formanni bandalagsins varð að orði að aldrei hefði leikfélagi verið slitið með þvílíkum kostum. Þegar sól hnígur sitja minn- ingar eftir um ókomna tíð. Sig- ríður Eyþórsdóttir var okkur mentor og mikill áhrifavaldur á uppvaxtarárunum, en ekki síður kær vinur allt til enda. Fyrir það verðum við ævinlega þakk- lát. Ásdís Ingþórsdóttir, Felix Bergsson, Gunnar Pálsson, Hilmir Snær Guðnason, Vilhjálmur Hjálmarsson og Þórir Bergsson. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Okkar elskulegi sonur, EINAR ÁRNI ÞORFINNSSON, Vallargerði 26, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Lindakirkju mánudaginn 15. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á ÍFR. . Soffía Guðmundsdóttir, Þorfinnur Finnlaugsson. Eiginmaður minn og faðir okkar, BERGUR JÓNSSON, Hverfisgötu 33, Hafnarfirði, lést mánudaginn 8. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartaheill. . Gunnhildur B. Þorsteinsdóttir, Ólöf Bergsdóttir, Jóhann V. Sveinbjörnsson, Svanhildur M. Bergsdóttir, Rúnar Þór Egilsson, Þorbjörg Bergsdóttir, Þórður Steinar Lárusson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR HAUKSDÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, áður Kirkjuvegi 17, Selfossi, lést á Landspítalanum laugardaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 15. ágúst klukkan 13. . Ólöf Lilja Sigurðardóttir, Davíð Björnsson, Jóhannes Eggertsson, Herdís Halla Ingimundard., Baldvin Eggertsson, Kjartan H. Eggertsson, Guðrún Þóra Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, GUNNAR SIGFÚS STEFÁNSSON, Neðribæ, Borgarhöfn í Suðursveit, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn í Hornafirði, 9. ágúst. Útför fer fram frá Kálfafellsstaðarkirkju fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs. . Þóra Guðríður Stefánsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR ÁGÚSTSSON, Grandavegi 11, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 27. júlí. Útför hans fer fram 17. ágúst klukkan 15 í Fossvogskirkju. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans. . Sif Svavarsdóttir, Jón Már Svavarsson, Sandra Maria Troelsen, Rúnar Ágúst Svavarsson, Helga Maggý Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÖRUNDUR ÁKASON, Lindargötu 20, lést að heimili sínu 9. ágúst. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins mánudaginn 15. ágúst klukkan 15. . Aðalsteinn, Ylfa og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.