Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 6. O K T Ó B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 234. tölublað 104. árgangur
FEBRÚAR 2017
KEFLAVÍK AKUREYRI
ALLAN ÁRSINS HRING
BÓKANLEGT NÚNA
Á FLUGFELAG.IS
IS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
FL
U
81
54
8
10
/1
6
EIMSKIP SÉR
TÆKIFÆRI Á
GRÆNLANDI
FJÁRSJÓÐUR
FYRIR ALLA
LOFTHRÆDDI
ÖRNINN ÖRVAR
OG BJÖRN INGI
ÍSLENSKT ORÐANET 12 EINLEIKUR 38VIÐSKIPTAMOGGINN
Stjórn-
málamenn velja
myndir af sér til
birtingar í fjöl-
miðlum og annars
staðar meðal ann-
ars í þeim til-
gangi að „selja“
kjósendum til-
finningar sínar.
Þeir sem skora
hæst í ákveðinni
tegund tilfinningar eru líklegastir til
þess að „smita“ kjósendur af sömu
tilfinningu. Könnun á myndum val-
inna íslenskra stjórnmálamanna sýn-
ir að þeir eru ýmist með gleðisvip
eða hlutlausan svip og vantar marg-
breytileika. »10
Stjórnmálamenn
„selja“ kjósendum
tilfinningar sínar
Gleði Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tæplega 800 íbúðir verða tilbúnar
í Mosfellsbæ á fjórum árum, sam-
kvæmt áætlun Samtaka iðnaðar-
ins. Gangi það eftir munu yfir
2.000 íbúar flytja í þessi hús. Sam-
svarar það nærri fjórðungsfjölgun
íbúanna.
Mesta uppbyggingin er í Helga-
fellslandi. Þar stöðvaðist uppbygg-
ing í fæðingu í hruninu. Haraldur
Sverrisson, bæjarstjóri Mosfells-
bæjar, segir að byggingarfulltrúi
hafi gefið út byggingarleyfi fyrir
um 400 nýjum íbúðum þar. Það
nálgist helminginn af fyrirhugaðri
uppbyggingu í hverfinu. Hömlur
Landsbankans eiga flestar lóðirn-
ar í Helgafellslandi og munu hafa
selt flestar lóðirnar í fyrstu þrem-
ur skipulagsáföngunum. Haraldur
segir að nú sé verið að deiliskipu-
leggja fjórða áfangann.
„Það er skortur á húsnæði í
Mosfellsbæ. Allar íbúðir seljast,
hvort sem er í nýjum húsum eða
eldri,“ segir Haraldur. Víðar er
verið að byggja, meðal annars 150
íbúðir í miðbæ Mosfellsbæjar.
Fleiri í byggingu
Talning Samtaka iðnaðarins
bendir til að nærri 3.000 íbúðir
séu í byggingu á höfuðborgar-
svæðinu. Er það rúmlega 500
íbúðum meira en fyrir einu ári. Er
það að mati Jóns Bjarna Gunn-
arssonar aðstoðarframkvæmda-
stjóra í takti við þarfir markaðar-
ins næstu tvö árin.
800 íbúðir byggðar á 4 árum
Íbúum Mosfellsbæjar fjölgar um rúmlega 2.000 á fjórum árum með nýjum íbúðum
3.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru í takti við þarfir markaðarins
MByggt í takti við þarfirnar »6
Morgunblaðið/Þórður Arnar
Mosfellsbær Fjölbýlishúsin rísa hratt í Helgafellslandi.
Þrálátur vindur og rigning hafa dunið yfir
landsmenn á síðustu dögum með tilheyrandi
gusugangi og langir götukaflar hafa jafnvel
horfið undir stóra polla, eins og sést á þess-
ari mynd sem var tekin í Hafnarfirði í gær.
Eftir óvenjustormasaman gærdag mun lægja
í dag, en bætir aftur í á morgun og laug-
ardag. Hvassviðrið má rekja til hæðar í
Skandinavíu sem þvingar lægðir á Norður-
Atlantshafinu norður eftir til Íslands og
þrýstingsmunurinn veldur kröftugum hvið-
um.
Vindar blása og rigning flæðir um götur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lægð frá Norður-Atlantshafi hefur látið til sín taka í vikunni
Skip Norwegi-
an Cruise Line-
skipafélagsins
munu hafa lengri
viðdvöl hér á
landi næsta sum-
ar, að sögn tals-
manns þess. Gísli
Gíslason, hafn-
arstjóri Faxa-
flóahafna, segir
þetta mjög já-
kvæða þróun. „Við höfum verið að
sjá merkjanlega þróun á síðustu ár-
um í þessa átt. Við höfum meira
upp úr viðlegunni og farþegar nýta
frekar þjónustu og verslun í nær-
umhverfi hafnarinnar.“
Það sem af er þessu ári hafa alls
59 skemmtiferðaskip lagst að
bryggju við Faxaflóahafnir í 113
heimsóknum. Farþegar þeirra eru
um 107 þúsund talsins og með
áhöfnunum meðtöldum um 150 þús-
und. »ViðskiptaMogginn
Skemmtiferðaskipin
munu stoppa lengur
Sigling Skipin
munu dvelja lengur.
Snorri Magnússon, formaður
Landssambands lögreglumanna,
segir ákvörðun innanríkisráðherra
þess efnis að hýsa stóran hóp hælis-
leitenda í húsnæði lögreglu að Krók-
hálsi 5b hafa komið lögreglu „alger-
lega í opna skjöldu.“
„Við fréttum svo bara af því í síð-
ustu viku að rýma ætti húsnæðið í
flýti og ég veit ekki hvar lögreglan á
að fá inni með þá aðstöðu sem þarna
var,“ segir hann, en fjölbreytt þjálf-
un fór fram í húsinu. »4
Óvissa um æfinga-
aðstöðu lögreglu