Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Engar leiðbeinandi reglur eða staðlar eru til um hönnun á mann- virkjum eins og götum, gang- stéttum og gatnamótum þar sem huga þarf að aðgengi blindra og sjónskerta. Þetta segir Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmda- stjóri Blindrafélagsins. Hann segir að í hönnun vega- kerfisins í dag sé frekar tilhneiging til að minnka andstæður eins og að setja hvítar rendur á göngubrautir og gangstéttum fjölgi þar sem þær liggi samsíða akbrautum og engin skil eru á milli þeirra og akbrautar. Kristinn segir að með því að minnka andstæður og liti verði erf- iðara að átta sig á aðstæðum og þar sem engin skil séu á milli gang- stéttar og akbrautar gæti sá blindi eða sjónskerti gengið út á akbraut- ina án þess að gera sér grein fyrir því. Svoleiðis hönnun kalli t.d. á svokallaðar leiðarlínur sem notaðar eru víða annars staðar. Það er upp- hleypt lína sem heldur þeim blinda á öruggu svæði því hann finnur hana með hvíta stafnum. Blindir sem eru með hvíta stafinn reiði sig á gangstéttarkanta. Þar sem er rampur eða þar sem gangstétt er tekin niður svo að fólk í hjólastólum komist leiðar sinnar þyrfti einnig að hanna með blinda og sjónskerta í huga. „Þess vegna geta tilteknar út- færslur og hannanir reynst hættu- legar og óaðgengilegar fyrir til- tekna hópa fatlaðra. Leisöguhundum er t.d. kennt að bera kennsl á gangstéttir og að halda sig á þeim og því hafa breyt- ingar á gangstéttum áhrif á vinnu með þeim,“ segir Kristinn. Mismunandi hópar Hann segir margt hægt að gera til að bæta úr þessu og hægt sé að hanna gatnakerfið þannig að það nýtist bæði þeim sem eru í hjólastólum, nota göngugrindur og blindum og sjónskertum. „Þessi að- gengismál snúa að miklu stærri hóp en fólk gerir sér grein fyrir. Það þarf að skoða þetta í samhengi og huga að fleiri en einum hópi. Það er okkar reynsla hérna hjá Blindra- félaginu að þegar talað er um að- gengi í umferðinni þá er fyrsta hugsunin þarfir fólks í hjólastólum. Það sem blindir og sjónskertir þurfa varðandi gangstéttir getur verið hindrun fyrir fólk í hjólastól- um og það sem telst gott aðgengi fyrir hjólastóla getur reynst villandi fyrir blinda og sjónskerta.“ Krist- inn segir að þar sem ekki séu til neinar leiðbeinandi reglur og staðl- ar fyrir þá sem hanna t.d. gatnamót eða gangstéttir með sameiginlegar þarfir þessara hópa í huga verði þetta aldrei nægilega gott. Reglugerðir þurfi að vera til og ákveðið verklag sem kveði á um framkvæmd og byggingu. Það ætti alveg eins að vera til reglugerð um aðgengi fatlaðra varðandi gatna- kerfið eins og í almennum bygging- arlögum. Aðgengi blindra og sjónskertra víða ábótavant í umferðinni  Tilhneiging til að rýra aðgengi þeirra Vantar reglugerð um ákveðið verklag Morgunblaðið/Frikki Aðgengi Víða vantar hljóðmerki við ljós og gangbrautir eru illa merktar. „Hljóðmerki vantar víða á götuvita og göngu- ljós eru fá og jafnvel er slökkt eða lækkað niður í þeim þar sem þau eru. Lítið er um merktar gangbrautir og geta því blindir og sjónskertir lent í verulegum vandræðum með að komast yfir götu og að sjálfsögðu ætti það að vera al- menn þjónusta að hafa hljóð- merki á gönguljósum,“ segir Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindra- félagsins. Víða slökkt á gönguljósum „ALLAR GANGBRAUTIR ÆTTU AÐ HAFA HLJÓÐMERKI“ Kristinn Halldór Einarsson Vertu upplýstur! blattafram.is ÞÚ ERT LÍKLEGRI TIL AÐ GRÍPA INNÍ EF ÞÚ HEFUR ÞEKKINGU Á ÓÆSKILEGRI HEGÐUN Ný sending frá Calvin Klein Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is LAUGAVEGI 82 101 REYKJAVÍK SÍMI 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Í tilefni 1 árs afmælis KAIU bjóðum við 25% afslátt til 8. október LISTHÚSINU Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið 11-18, lau 11-16. mbl.is alltaf - allstaðar Hákon Gunn- arsson hefur ver- ið ráðinn verk- efnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ. Hákon er með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun frá Co- penhagen Bus- iness School, við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem ráð- gjafi í stefnumótun, gegnt stjórn- unarstöðum, bæði sem fjármála- og framkvæmdastjóri hjá framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum. Hann hef- ur flutt erindi um stefnumótun víða um heim. Verkefnastjóri stefnu- mótunar er nýtt starf hjá Kópa- vogsbæ. Í því felst mótun framtíð- arsýnar, gilda og meginmarkmiða sem bæjarstjórn setur. Nýr verkefnastjóri stefnumótunar Hákon Gunnarsson - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.