Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Síðumúla 20, 108 Reykjavík • Sími 551 8258 • storkurinn.is Við eigum líka tiltölurnar Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 11 -15 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Nemendur, starfsfólk og velunnarar Melaskóla fögnuðu sjötugsafmæli skólans í gær og af því tilefni var opið hús í skólanum þar sem gestir gátu kynnt sér þá vinnu sem þar fer fram. Lík- lega hafa einhverjir fyrrverandi nemendur skól- ans komið þar við og rifjað upp liðna skóladaga. Merki skólans var afhjúpað í gær og skörtuðu sumir nemendur skólans stuttermabol með mynd af merkinu af þessu tilefni. Kátir krakkar fögnuðu afmæli skólans síns Morgunblaðið/Eggert Haldið var upp á sjötugsafmæli Melaskóla í gær Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Fulltrúar allra þingflokka funduðu í gær til að komast að samkomulagi um þinglok. Fundurinn hófst um níuleytið í gærkvöldi og stóð yfir á aðra klukkustund. Ekki fékkst nið- urstaða á fundinum en að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vintri-grænna, eru viðræður nú komnar í farveg. „Orðum þetta þannig að málin hafa þokast en við ætlum að funda aftur á morgun [í dag]. Menn nálg- uðust hvað væri hægt að klára fyrir þinglok en þetta mun skýrast eftir næsta fund,“ sagði Katrín eftir fundinn. Mikil óvissa hefur ríkt um dag- setningu þingloka og hvaða mál verði afgreidd innan tímarammans. Stór mál svo sem frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna, samgönguáætlun og frumvarp um breytingar á lífeyrisréttindum op- inberra starfsmanna, bíða enn af- greiðslu og hefur stjórnarandstaðan ítrekað kallað eftir því að stjórn- arflokkarnir leggi fram áætlun sem tiltekur lokadag þingstarfa. „Þetta er allt að smella saman og vonandi kemur í ljós á morgun [í dag] hvenær þetta klárast. Það er stefnt að því að setja endapunkt á þetta allt saman sem fyrst. Það eru ýmis atriði sem þarf að skoða betur og vonandi getum við fundið ramma sem hægt er að standa við,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata, í samtali við Morgunblaðið eftir fund- inn í gærkvöldi. Óttarr Proppé, for- maður Bjartrar framtíðar, tók í sama streng og sagðist vongóður um að komast að samkomulagi í dag en fundurinn hefst upp úr há- degi. Ekki náðist í fulltrúa ríkisstjórn- arinnar að fundi loknum. Þinglok enn óljós  Fulltrúar þingflokkanna funduðu um þinglok í gær  Telja líklegt að samkomulag um dagsetningu náist í dag Morgunblaðið/Eggert Alþingi Enn er óvíst um þinglok. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Oddur Ingólfsson, prófessor í eðl- isefnafræði og deildarforseti raun- vísindadeildar við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, fer fyrir stórum alþjóðlegum hópi vísindamanna sem nýverið hlaut tæplega fjögurra milljóna evra styrk, jafnvirði um 500 milljóna ís- lenskra króna, úr 2020 Marie Skł- odowska-Curie áætlun Evrópusam- bandsins til rannsóknarverkefnis. Verkefnið, sem ber heitið ELENA, hófst formlega 1. október og er til fjögurra ára. Auk Háskóla Íslands og Raunvísindastofnunar Háskólans koma 13 aðrir háskólar, þrjár vísinda- stofnanir og fimm fyrirtæki frá alls 13 lönd- um að verkefn- inu. Verkefnið snýr í meginatriðum að örtækni, sem byggir á ná- kvæmri stjórn á samsetningu og uppbyggingu örsmárra, virkra íhluta í tæknibúnaði sem nýtist á margvíslegan máta. „Með aukinni færni og tækni koma meiri kröfur. Ein krafa sem hefur alltaf verið ríkjandi er að gera einingarnar og rásirnar smærri. Þróun örgjörva hefur ávallt verið mjög hröð en við erum að horfa fram á að komast ekki lengra og verkefnið er viðbragð við því,“ sagði Oddur í samtali við Morgunblaðið. Skapar tækifæri í bransanum Í framhaldi er ætlunin að nýta þá þekkingu sem fæst með rannsókn- unum til að þróa tæknina frekar svo hún verði samkeppnishæf á markaði. Fimmtán doktorsnemar taka þátt í verkefninu, þar af þrír á Íslandi. „Markmiðið er jafnframt að þjálfa fólk sem hefur ákveðinn þekkingargrunn þannig að það öðl- ist færni og frekari þekkingu á ör- tækni til þess að koma henni í nyt.“ Leiðir milljónarannsókn  Verkefnið ELENA undir forystu Odds Ingólfssonar fær 500 milljónir til þróunar á örtækni 13 háskólar í samstarfi Oddur Ingólfsson Mikið hvassviðri hefur gengið yfir landið undanfarna daga. Vindurinn náði hámarki í gær en búist er við áframhaldandi strekkingi um helgina að mati sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Hann gefur eftir og verður orð- inn sæmilega skaplegur eftir há- degi á morgun [í dag]. Svo bætir aftur í á föstudaginn og á laug- ardaginn verður strekkingsvindur og hvassviðri en ekki jafnkröftugt og hefur verið,“ sagði Teitur Ara- son í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Að sögn Teits á veðurfarið rætur að rekja til hæðar með óvenjumikl- um þrýstingi yfir Skandinavíu Björgunarsveitir víða um land voru kallaðar út í gær vegna þak- platna sem fuku og víkingaskipið Vésteinn, sem lá við bryggju við Granda, losnaði frá festum sínum og sökk í höfnina. Unnið var að því í gærkvöldi að ná skipinu upp. Óveðrið kemur frá Skandinavíu Jarðskjálfti af stærð 3,8 varð í gær- morgun í norðanverðri Bárð- arbunguöskju. Skjálftinn er ekki óvenjulegur að mati sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Það hefur verið viðvarandi virkni í Bárðarbungu síðan gosinu lauk. Kerfið er að jafna sig eftir umbrotin og talið er að það sé kvika að koma í kvikuhólfið sem tæmdist í gosinu,“ segir Hulda Rós Helga- dóttir náttúruvársérfræðingur. Bárðarbunga skalf „Þessi viðbrögð komu okkur dálítið á óvart, en áhöfnin á Þerney er þaulvön veiðum á þessum slóðum og ætti því að kunna vel til verka,“ segir Vil- hjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, en rússneskt herskip stöðv- aði í gærkvöldi för frystitogarans Þerneyjar þegar hann var á leið frá Kirkenes í Noregi til veiða. Togarinn var þá nýkominn inn í lögsögu Rússa. „Mér skilst að Þerney hafi farið yf- ir ákveðna línu um klukkustund fyrr en áhöfnin hafði gefið upp í áætlun,“ segir Vilhjálmur og bendir á að áhöfn herskipsins hafi þá farið um borð í Þerney til að ræða við skipstjórann og fara yfir pappíra. Því næst var skipstjórinn á Þerney fluttur yfir í herskipið til að gera nánar grein fyrir siglingu togarans og var hann þar enn þegar Morgunblaðið fór í prent- un. Að sögn stýrimanns á Þerney fór togarinn of snemma inn í lögsögu Rússa þegar verið var að sækja eft- irlitsmann. „Við vorum ekki að sækja hann á hefðbundinn stað heldur inn á fjörð og vorum ekki komnir með leyfi til þess þegar við fórum þangað,“ segir hann. khj@mbl.is Herskip stöðvaði för Þerneyjar RE  Skipstjórinn færður yfir í herskipið Morgunblaðið/Eggert Togari Þerney var á leið til veiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.