Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Mál og menning hefur sent frá sér yfirlits-
ritið Lög á bók eftir Sigríði Logadóttur, yf-
irlögfræðing Seðlabankans. Bókin kom fyrst
út 2003 en kemur nú út í endurskoðaðri og
töluvert endurbættri útgáfu.
Sigríður kenndi lögfræði í Verslunarskóla
Íslands í áratug og eftir að hún hætti að
kenna ákvað hún að skrifa bók um lög og
rétt með menntaskólanema í huga. „Síðan
2003 hefur bókin verið kennd á menntaskóla-
og háskólastigi og verið vel tekið, í raun
hlotið miklu betri viðtökur en ég átti von á,“
segir hún og leggur áherslu á að bókin hafi
verið skrifuð fyrir aðra en lögfræðinga. Í því
sambandi vísar hún meðal annars til þess að
hún vísi ekki endalaust í lagagreinar heldur
skrifi textann á mannamáli. „Bókin end-
urspeglar gönguna í gegnum lögin frá vöggu
til grafar,“ segir hún.
Vegna þess hve bókinni hefur verið vel
tekið frá því hún kom fyrst út óskaði út-
gefandinn eftir því við Sigríði fyrir nokkr-
um árum að hún endurskoðaði útgáfuna.
„Þá ákvað ég að skrifa hana þannig að
hún hentaði líka sem handbók fyrir al-
menning.“
Almennt yfirlitsrit
Bókin er almennt yfirlitsrit. Fjallað er
um lög og rétt, stjórnskipun og stjórn-
arfar, dómstóla og réttarfar, persónurétt
og löggerninga, kröfur og skuldbindingar,
verslun og viðskipti, atvinnurekstur og
vinnumarkað, peninga og verðbréf, al-
mannatryggingar, tjón og bætur og sifjar,
börn og erfðir. Allir kaflarnir úr fyrstu
útgáfu hafa verið endurbættir auk þess
sem bætt hefur verið við kafla um líf og
heilsu og öðrum um fjármálakerfið.
„Þetta er yfirlitsrit og því er ekki farið
mjög djúpt í hlutina en stiklað á stóru um
íslenska réttarskipun eða lögfræði.“
Inn í umfjöllunina er fléttað mörgum
dómum Hæstaréttar til að sýna hvernig
rétturinn túlkar lögin og tengja efnið við
raunveruleg atvik. Sigríður segir að hún
brjóti upp efnið með þessum hætti til þess
að bókin sé aðgengileg fyrir lesandann.
„Þetta er uppflettirit og því getur hann til
dæmis flett upp á því hvaða meginreglur
gilda um ábyrgð, húsaleigu eða óvígða
sambúð svo dæmi séu tekin. Það þarf ekki
að byrja að lesa á blaðsíðu eitt og halda
svo áfram.“
Sigríður segir að bókin gagnist vel sem
kennslubók á framhalds- og háskólastigi
en áréttar að hún sé ekki skrifuð fyrir lög-
fræðinga eða þá sem ætla sér að verða
lögfræðingar. „Ég skrifa þessa bók fyrir
hina ólöglærðu,“ segir hún. „Jákvæð við-
brögð almennings hafa heldur ekki látið á
sér standa,“ segir hún. „Þetta er enda mik-
ið yfirlitsrit.“
Sigríður fer í gegnum lögin frá vöggu til grafar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundurinn Sigríður Logadóttir, yfirlög-
fræðingur Seðlabankans, með bókina.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Risafyrirtæki á sviði tölvutækni, þ.e.
Microsoft, Amazon, Google, Face-
book, IBM og DeepMind hafa stofn-
að til samvinnu um gervigreind.
Markmiðið er að stuðla að bestu
mögulegum vinnubrögðum svo hag-
nýting tækninnar
komi almenningi
og þjóðfélögum
að gagni, að því
er kom fram ný-
lega í frétt AFP.
Samstarfið geng-
ur undir heitinu
„Partnership on
AI“ (Samstarf
um gervigreind).
Þetta skref er
stigið á sama
tíma og vart verður við vaxandi
áhyggjur af hliðarverkunum aukinn-
ar sjálfvirkni véla svo að gervi-
greind geti orðið skaðleg fyrir sam-
félagið.
Kristinn Rúnar Þórisson, prófess-
or við Háskólann í Reykjavík, er
sérfróður um gervigreind. Hann
kvaðst vera ánægður með að stór
tæknifyrirtæki skuli skapa vettvang
til að vinna að siðvæðingu sjálfvirkn-
innar. Kristinn var spurður hvort
þau skref sem hátæknifyrirtæki
hafa stigið séu til marks um að
hætta sé á að tæknin fari fram úr
mönnum og þeir missi stjórn á
henni.
„Ef við hugsum um gervigreind
sem sjálfvirkni þá hafa vélar þegar
tekið fram úr mönnum á mörgum
sviðum,“ sagði Kristinn. Sú þróun
hófst í iðnbyltingunni þegar vélarafl
kom í stað vöðvaafls. Nú er vélarafl
að koma í staðinn fyrir hugarafl.
„Menn rugla oft saman getunni til
að framkvæma eitthvað skýrt af-
markað verkefni og vilja til að gera
eitthvað,“ sagði Kristinn. „Vélar
hafa engan vilja. Þeir sem smíða vél-
arnar hafa vilja eins og við skiljum
það hugtak í daglegu tali.“
En hvers vegna er þörf á sam-
tökum á borð við Samstarf um gervi-
greind?
„Sjálfvirknin er komin á það stig
að nánast á hverjum degi er ein-
hverjum verkefnum í lífi okkar
stjórnað af sjálfvirkni. Menn gera
ráð fyrir stórstígum framförum á
þessu sviði. Hugsanlega mun geta
sjálfvirkninnar fara fram úr gildandi
löggjöf og siðareglum. Vélar munu
gera einstaklingum kleift að gera
hluti sem þeir geta ekki gert án vél-
anna. Svona samtök skoða skipulega
hvar hugsanlegar hættur leynast og
hvar er hægt að fyrirbyggja alvarleg
mistök,“ sagði Kristinn. Hann sagði
það skipta máli hvernig ný tækni sé
innleidd, hvernig hún virki og hver
taki ábyrgð á henni. En hillir undir
það að vélar taki sjálfar stjórnina og
frumkvæði sem hefur verið í hönd-
um manna til þessa?
„Vélar hafa ekki vilja í neinni
venjulegri merkingu þess orðs,“
sagði Kristinn. Hann nefndi t.d.
Frankenstein-skrímslið, eitt þekkt-
asta afkvæmi vísindaskáldskaparins.
Það gat tekið ákvarðanir og ráðist á
fólk. Hann sagði að ef vél eigi að
geta leikið slíkt eftir þá verði það
samkvæmt vilja þess sem smíðar
hana til að framkvæma vilja höfund-
arins.
Sjálfvirknin tekur störf
„Það er ekki hægt að segja að vél-
ar sem við treystum fyrir sjálfvirkni
í dag skilji nokkurn skapaðan hlut í
hefðbundinni merkingu þess hug-
taks. Þess vegna er ekki hægt að
gera vélar ábyrgar fyrir því sem þær
gera. Vél getur ekki útskýrt hvers
vegna hún gerir það sem hún gerir.“
Sjálfvirkur búnaður er yfirleitt
smíðaður til að létta fólki lífið. En er
hætta á að hann fari að ógna tilveru
manna á einhvern hátt?
„Ef það er ógn að taka frá okkur
störf, þá verður að svara þessu ját-
andi,“ sagði Kristinn. „Sjálfvirkni
hefur tekið af okkur störf í 150-200
ár. Menn hafa kannski meiri áhyggj-
ur nú en áður af hraða breyting-
anna; því að framfarirnar verði svo
hraðar að þjóðfélagið nái ekki að
laga sig að þeim. Þannig myndist
einhvers konar ólga eða ójöfnuður
sem gæti haft ýmsar óæskilegar af-
leiðingar í för með sér.“
Almenningur fær hugmyndir sín-
ar um gervigreind gjarnan úr vís-
indaskáldskap. Þar kemur gervi-
greindin ýmsu til leiðar, góðu og
slæmu. En er eitthvað að óttast við
þróun gervigreindar?
„Ekki að því marki sem við sjáum
gerast í vísindaskáldskap, eins og í
kvikmyndum um Frankenstein eða
Tortímandann,“ sagði Kristinn.
„Ástæðan er sú að þessar vélar hafa
engan vilja, hvorki einbeittan brota-
vilja né heldur einbeittan góðvilja.
Fartölvan okkar er viljalaus vél. Sá
hugbúnaður sem keyrir á hverri
tölvu er í meginatriðum í engu frá-
brugðinn gervigreindarhugbúnaði
sem t.d. er settur í bíla til þess að
þeir aki sjálfir.“
Sjálfvirknin heldur nú innreið
sína nánast alls staðar þar sem er
tölvubúnaður. Tölvur greina t.d.
óskir og þarfir fólks á grundvelli
greiðslukortanotkunar þess. Upp-
lýsingarnarnar eru notaðar til að
reyna að hafa áhrif á kauphegðan
fólks. Bílar verða sífellt tölvuvædd-
ari og bíltölvan lærir á smekk bíl-
stjórans til að ákveða sjálfvirkt hvað
hljómar í útvarpinu eða hvaða tón-
list verður fyrir valinu í bílnum.
AFP
Snjall sími SHARP kynnti nýlega „RoBoHon“-snjallsímann sem er hlaðinn tækninýjungum og líkist vélmenni.
Viljalausar vélar
Tæknirisar hafa stofnað samstarfsvettvang um gervi-
greind Sjálfvirknin breiðist ört út og leysir hugaraflið af
Kristinn R.
Þórisson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Að fenginni tillögu Minjastofnunar
Íslands hefur forsætisráðherra
ákveðið að friðlýsa Handverks- og
hússtjórnarskólann á Hallorms-
stað og Ísólfsskála á Stokkseyri,
sumarhús Páls Ísólfssonar tón-
skálds.
Friðlýsing Handverks- og hús-
stjórnarskólans nær til ytra borðs
skólahússins ásamt upprunalegum
innréttingum í vefstofu, skrifstofu
skólastjóra, anddyri og svonefndri
Höll, sem er samkomustaður í
miðju hússins. Undanþegnar frið-
lýsingu eru seinni tíma viðbygg-
ingar og múrklæðning á útveggj-
um.
Fram kemur í rökstuðningi frið-
lýsingar að skólahúsið sé byggt á
árunum 1929-30 eftir uppdráttum
Jóhanns Franklíns Kristjánssonar.
„Innréttingar hússins eru merkar
og mjög vel varðveittar með upp-
runalegum húsgögnum, sem eru
að hluta til veggföst, hönnuðum af
Gusthel Weinem, sem var ein af
fyrstu kennslukonum skólans,“
segir m.a. í rökstuðningi. Þá segir
einnig að í húsinu sé „eini starf-
andi skólinn sem staðist hefur
tímans tönn af þeim húsmæðra-
skólum sem reistir voru á lands-
byggðinni“.
Menningarsögulegt gildi
Friðlýsing Ísólfsskála tekur til
hússins í heild auk steinhlaðinna
garða á lóðamörkum. Í rökstuðn-
ingi friðlýsingar kemur m.a. fram
að húsið, sem byggt var árið 1962
eftir teikningu Gunnars Hans-
sonar arkitekts, hafi bæði
byggingarlistalegt og menningar-
sögulegt gildi.
Í húsinu mætast hrein form
módernismans og íslenskrar bygg-
ingarhefðar sem birtist í stein-
hlöðnum veggjum og görðum um-
hverfis húsið.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Prýði Skólahús Handverks- og hússtjórnarskólans var byggt árin 1929-30.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sögulegt Ísólfsskáli var byggður 1962 og setur mjög svip á Stokkseyri.
Tvö merk hús
nú verið friðlýst
Eru á Hallormsstað og Stokkseyri