Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 ELDHÚSLJÓS OG BORÐSTOFULJÓS Í ÚRVALI Hrein samviska í 25 ár Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is B ra n d e n b u rg |s ía Fullyrðingar fjár- málaráðherra um að hann hafi staðið við lof- orð sín gagnvart lífeyr- isþegum og bætt hag þeirra verulega eru út í hött. Er „raunveru- leikaskyn“ hans og flokksforystunnar í ljósárafjarlægð frá raunveruleika okkar venjulega fólksins? Almennir lífeyrisþegar verða ekki varir við þann stóraukna kaupmátt og velsæld sem gumað er af. Hvað er að í Sjálfstæðisflokknum? Flokkurinn „minn“ – „mín fyr- irmynd“ – er orðinn að flokki sem ég hvorki þekki né skil lengur. Fé- lagsleg mannúð og samhygð er horf- in. Hefur einkunnarorðunum „stétt með stétt“ endanlega verið úthýst? A.m.k. 25% lífeyrisþega lifa undir fátæktarmörkum og önnur 25% búa við slæm lífskjör. Sennilega lifa um 25% þeirra mannsæmandi lífi – ætla má að í þeim hópi séu 5%+ Íslend- inga sem vita ekki aura sinna tal. Sl. 3 ár hafa þeir ríku orðið ennþá ríkari. Þrátt fyrir góðærið, hagstæð ytri skilyrði, styrkingu krónunnar, margföldun í fjölda ferðamanna, makrílinn svo að eitthvað sé nefnt eru heilbrigðis- og velferðarmálin í molum. Velsæld ríkisins á svo að stafa af góðum stjórnarháttum? Skyldi það vera rétt? Kjör lífeyrisþega eru stór, svartur blettur á stjórninni. Gleymum aldrei að hrunið varð af völdum fjármálaóstjórnar Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks. Jó- hanna og Steingrímur tóku við rjúk- andi rústum árið 2009. Þeim urðu á ótal mistök gagnvart lífeyrisþegum, gagnvart venjulegu fólki, hópum sem gengið var miskunnarlaust að. Þessir hópar guldu dýrasta verðið, eigur þeirra voru hirtar og síðar „afhentar fjárfestum“ fyrir slikk. Þjóðfélagsleg upplausn, örvænting og enn meiri fá- tækt blasti við. Fólk sá ævistarf sitt hverfa í hít fjárglæfrafólks. Þar brást félagshyggjustjórnin og missti traust kjósenda. Mikla reiði vakti t.d. tug- milljarða framlagið úr sjóðum pínds almennings til „endurreisnar“ hins gjaldþrota Sjóvár/Almennra. Sú að- gerð kom stjórnendum þess félags aftur í stórefni, mönnum sem höfðu hreinsað út bótasjóði almennings í óábyrgar áhættufjárfestingar. Auð- vitað voru þeir ekki saksóttir, spill- ingin réð sem fyrr og ruddi braut þeirra til ofurauðæfa. Lítum á nýleg „kaup á Borgun“ út úr banka „okkar þjóðarinnar“, Landsbankanum. Auð- vitað án útboðs – auðvitað á und- irverði. Einkavina- og frændvæð- ingin blómstrar. Nú á „lausnin“ á fyrirsjáanlegri fjölgun eldri borgara að vera: „sveigjanleg starfslok, hækkun eft- irlaunaaldurs, eldra fólk geti unnið eins lengi og það vilji“. En hvaða fyr- irtæki ráða eldri borgara til starfa? Fjöldi lífeyrisþega er í dag tæplega 42 þús. Skilyrðislaus krafa um stórbættan hag þeirra er núna. Skiljanlega geta þeir ekki beðið. Andúðin á ríkisstjórninni er slík að við trúum engu fyrr en við tökum á. Fjármálaráðherra er borubrattur og leyfði sér að kalla yfir salinn á fundi eldri borgara „að þeir skyldu rétta upp hönd sem hefðu stríp- aðan lífeyri“. Ósmekk- legt. Nógu skelfilegt er fyrir fólk að lifa við slík kjör – eldra fólk ber fá- tækt sína ekki á torg. Greinarhöfundur þekkti nokkra lífeyr- isþega á fundinum, fólk sem vegna fjárskorts á ekki/varla fyrir ódýr- asta mat. Þeir fara helst ekki til læknis, hvað þá tannlæknis, eiga ekki fyrir lífsnauðsynlegum lyfjum, leyfa sér ekkert og tóra í sínu „áhyggjulausa ævikvöldi“ í martröð. Engu skiptir þótt þeir hafi greitt skatta og skyld- ur alla starfsævina. Fótunum er kippt undan þeim þegar þeir ganga inn í „áhyggjulaust ævikvöld skerð- inga og tekjutenginga“ sem eru brot á mannréttindum okkar. Það er til skammar að skattlagn- ing hefjist við 150-160 þús. kr. tekjur. Alltof háa skattprósentu lægstu launa þarf að leiðrétta strax. Í okkar – að sögn – svo ríka landi er ójöfnuðurinn æpandi. Slæmt var það fyrir hrun en verra er það nú. Í stað efnda á loforðum til eldri borgara hófst þetta kjörtímabil á af- námi gjalda sem vinstri stjórnin lagði á útgerðina og niðurfellingu eignaskatts til auðmanna. Útgerðin græðir sem aldrei fyrr en hvert fer arðurinn af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar? Hún fer í vasa nokkurra ofurríkra. Af handahófi skal hér nefna aðaleiganda Morgun- blaðsins. Útgerðarfyrirtæki viðkom- andi hefur keypt upp og rekur ótal fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ber það vott um bágt ástand? Lítum líka til Samherja sem kaupir kg af þorski af Færeyingum á margfalt hærra verði en fyrirtækið greiðir fyrir kg hérlendis – og stórgræðir samt. Hvers vegna er Ísland ársins 2016 svona rotið? Álverin komast undan sköttum hérlendis, hafa hér alla aðstöðu en leika „hinn þunna eiginfjármögnun- arleik“, græða á tá og fingri og hlæja að okkur. Hvers vegna líðum við svona sið- blindu og spillingu? Viljum við svona þjóðfélag? Ríkisstjórnin sem brátt kveður hefur ekkert gert til að bæta hag okkar. Almannatryggingafrumvarp það sem liggur frammi gerir illt verra. Ríkisstjórnin með fjármálaráð- herra í broddi fylkingar getur kvatt með höfuðið hærra (og fengið fleiri atkvæði) ef hún efnir loforð sín við eldri borgara strax. Loforðin getur fjármálaráðherra nálgast með því að lesa bréfið sem hann skrifaði þeim fyrir kosningarnar 2013. Ennþá er tími til að hrista af sér slyðruorðið. Eftir Arndísi Herborgu Björnsdóttur » Það er illt að vera í vörn. Ennþá verra er að reyna að verja hið óverjanlega með ósönn- um staðhæfingum. Samt gerir ríkisstjórnin það nú óspart. Arndís Herborg Björnsdóttir Höfundur er framhaldsskólakennari og eldri borgari. Sá er vinur er til vamms segir BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Lúðvík langefstur eftir þrjú kvöld í Hannesarmótinu Spilað var á 11 borðum í Gull- smára mánudaginn 3. október. Úrslit í N/S: Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 220 Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinsson 189 Pétur Antonsson - Guðlaugur Nielsen 188 Samúel Guðmundss. - Jón Hannesson 180 A/V Kristinn Pedersen - Rúnar Sigurðsson 185 Rut Árnadóttir - Ása Jónsdóttir 183 Einar Kristinsson - Stefán Friðbjarnar 183 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðsson 180 Þetta var þriðji spiladagurinn í Hannesarmótinu. Staða efstu spilara eftir þrjá spiladaga er þá þessi: Lúðvík Ólafsson 671 Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 596 Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 590 Pétur Antonsson - Guðl. Nielsen 561 Atvinnublað alla laugardaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.