Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016
leið austur í Hamrahól. Á leiðinni
var ég vælandi en Tommi náði nú
að hugga snáðann og keypti ís í
Litlu kaffistofunni. Tommi hafði
þessa góðu nærveru sem ekki er
hægt að útskýra nema hafa upp-
lifað það, hlýja og traust lýsa því
best. Það var einstaklega gott að
vera hjá Tomma og Birnu í
Hamrahól þó ég hafi verið sí-
hlaupandi undir rúm undan fjár-
ans skruggunum, öllu heimilis-
fólkinu til skemmtunar, enda
fékk ég viðurnefnið „Óli skrug-
guskalli“.
Tommi var mjög eftirsóttur í
vinnu alla tíð enda einstakur
verkmaður, duglegur, ábyggileg-
ur og traustur. Hann hafði líka
mikið yndi af hestamennsku og
hrossum. Hann var því ávallt vel
ríðandi og bar sig einstaklega vel
á hesti. Tommi undi sér best í
Hamrahól og vildi hvergi annars
staðar vera.
Tommi og Birna hýstu lífs-
gleðina á sínu heimili alla tíð og
því var tilhlökkunarefni að hitta
þau og mikið hlegið hvort sem
var við eldhúsborðið í Hamrahól
eða í Eyjum. Umhyggja þeirra og
vinátta við foreldra mína hefur
verið þeim ómetanleg í gegnum
tíðina og veitt þeim gleði og
styrk. Fyrir þá vináttu og tryggð
þökkum við í dag. Ég veit að hún
móðir mín grætur frænda sinn og
náinn vin um leið og hún biður
honum Guðs blessunar í sinni
hinstu för. Tommi frændi var í
fasi eins og konungur, ríkidæmi
hans hæfir konungum, börnin
hans og barnabörn bera ættföð-
urnum gott vitni. Í Hamrahól var
hann líka konungur í ríki sínu og
ég veit nema hann muni nú taka
einhvern gæðinginn til kostanna
á sléttum himnaríkis eða ríða út á
snasir.
Við fjölskyldan á Eyjum II,
Kjósarhreppi, sendum fjölskyld-
unni að Hamrahól okkar dýpstu
samúðarkveðjur um leið og við
þökkum Tomma fyrir vináttu,
tryggð og gleði. Elsku Birna og
fjölskylda, megi birta og blessun
umvefja minninguna um góðan
dreng og gefa ykkur styrk í sorg-
inni. Ég sendi hér jafnframt sér-
staka vinar- og kærleikskveðjur
frá móður minni sem er nú horfin
í heim alzheimers.
Minningin lifir.
Ólafur M. Magnússon frá
Eyjum II, Kjósarhreppi.
Við andlát Tomma, vinar míns
í Hamrahóli, hrannast minningar
um góðan dreng upp í hugann.
Við hittumst fyrst við dálítið
pínlegar aðstæður vordaginn
1950, þegar ég kom fyrst til sum-
ardvalar í Hamrahól. Hafði þá
komið ríðandi ofan af vegi í fylgd
með Tómasi bónda Þórðarsyni
ásamt þeim Jórunni Ólafsdóttur,
konu hans, og Rúnu, dóttur
þeirra hjóna, en með þeim mæðg-
um kom ég frá Reykjavík. Þetta
var í fyrsta sinn sem ég hafði
komið á hestbak og reynsluleysið
í þeim efnum kom m.a. fram í því
að þegar hrossunum var sleppt í
hagann eftir heimferðina varð
mér það á, áður en ég losaði
hnakkinn, að taka beislið fram af
reiðskjótanum, Flosa gamla.
Hann lét ekki segja sér tvisvar að
þjóta með hinum hrossunum í
hagann með hnakkinn á bakinu.
Tómas gamli stoppaði mig þegar
ég bjóst til að elta hestinn til að
ná hnakknum, með þeim orðum
að Tommi sem var að koma ríð-
andi og syngjandi fram Snasirnar
mundi örugglega sjá um það. Það
gekk eftir og stuttu síðar heils-
uðumst við á hlaðinu um leið og
hann rétti mér hnakkinn með
smá stríðnisblik í augum.
Þrátt fyrir aldursmun okkur
Tomma, ég þá 10 ára en hann 17,
tókst strax með okkur ein besta
vinátta sem ég hefi átt um ævina.
Tommi var ætíð afar söngvinn,
nokkuð sem ég hafði hreint ekki
vanist á heimaslóð í Skerjafirði;
þótti þar aðeins samboðið stelp-
um.
Hann var ekki lengi að þurrka
þá bábilju úr huga mér. Eitt af
mörgu sem ég á Tomma að
þakka.
Hann innprentaði mér einnig
heiðarleika eftir bestu getu. Ein
aðferðin var að spyrja óvænt
hvað ég væri að hugsa, „og
dragðu ekkert undan“, bætti
hann gjarna við. Þetta varð síðan
gagnkvæmt og leyndarmál
komu fram, sem við treystum
hvor öðrum fyrir. Með þessu og
öðrum samskiptum þróuðum við
með okkur trúnaðartraust og
vináttu sem enst hefur æ síðan,
þó svo að samverustundum hafi
fækkað mjög um og upp úr tví-
tugsaldrinum af ýmsum ástæð-
um.
Tommi var afar duglegur,
hjálpsamur og einstaklega ósér-
hlífinn við alla vinnu. Gat að vísu
stundum verið nokkuð seinn til
verks, í „gamla daga“, en jafnan
hamhleypa þegar verkið var haf-
ið, en þó aldrei á kostnað vand-
virkninnar. Sem dæmi var hann
afar góður sláttumaður, ekki síst
þar sem hann hafði lag á að láta
ljáinn bíta. Þá var hann mikill
dýravinur og hestamaður góður.
Tommi var gæfumaður í
einkalífinu með Birnu sína sér
við hlið, ásamt mannvænlegum
börnum og öðrum afkomendum.
Hef ætíð saknað nánari kynna
við afkomendur þeirra og þess,
hve heimsóknir í Hamrahól urðu
fáar á okkar fullorðinsárum.
Gleðst þó yfir því þegar við hjón-
in áttum ágæta heimsókn til
þeirra á meðan heilsa Tomma
var allgóð fyrir rúmu ári.
Alls varð dvölin fjögur sumur
í Hamrahóli, ásamt mislöngum
heimsóknum þar fyrir utan, allt
fram á óþurrkasumarið 1955.
Með þessum vanmáttugu orð-
um kveð ég kæran vin minn,
Tómas Steindórsson í Hamra-
hóli – bænum sem ég hefi ætíð
litið nánast á sem annað
bernskuheimili mitt og sendi
innilegar samúðarkveðjur til
Birnu og ástvina þeirra hjóna.
Þórarinn Lárusson.
Ekki man ég hvað ég var gam-
all þegar leiðir okkar Tómasar
Steindórssonar frá Hamrahól
lágu fyrst saman en örugglega
hef ég verið ómálga barn og
hann á besta aldri. Fyrstu end-
urminningar mínar um hann eru
frá þeim tíma er Hamrahólsfjöl-
skyldan bjó í gamla bænum sem
var að sönnu ekki stór en öðru
máli gegndi um hjartarýmið hjá
þeim hjónum Tomma og Birnu.
Þangað voru allir alltaf velkomn-
ir og gestrisni framúrskarandi.
Foreldrar mínir og Hamrahóls-
hjónin voru vinafólk og ekki
minnkaði samgangurinn þegar
Lóa systir og Tómas, sonur
Hamrahólshjóna, tóku saman.
Tommi var, eins og allir vita sem
hann þekktu, annálaður dugnað-
arforkur og því kynntist ég af
eigin raun í sláturhúsi SS á
Hellu fyrir u.þ.b. 40 árum en þar
var hann fláningsmaður en ég
aðstoðar- og aukamaður í hau-
saklippingum og gæruskúr. Þeg-
ar árin liðu lágu leiðir okkar aft-
ur saman á ýmsum vinnustöðum
og má kannski segja að á árun-
um 1980-90 höfum við unnið
meira og minna saman. Tommi
var í alla staði góður samstarfs-
maður, samviskusamur og dug-
legur og með sérlega skemmti-
legan húmor. Það var einkar
eftirsóknarvert að vinna með
honum. Eins var hann hrókur
alls fagnaðar og gleðimaður mik-
ill. Hann kunni vel að meta gott
vín og fór vel með það, mikill
söngmaður, lagviss og hafði
ágæta rödd. Nýlega heimsótti ég
Tomma og Birnu, þá var hann
nýkominn af sjúkrahúsi og
greinilega af honum dregið.
Húmorinn var samt á sínum stað
og hann bar sig vel þrátt fyrir
erfið veikindi, hann heilsaði og
kvaddi með sínu þétta handtaki.
Tomma er sárt saknað og votta
ég hans nánustu mína dýpstu
samúð. Minning um góðan mann
lifir.
Haraldur Eiríksson.
✝ JöklafarinnOddur Har-
aldsson fæddist á
Akranesi 18. sept-
ember 1978. Hann
lést af slysförum
18. september
2016.
Foreldrar hans
eru Sigurlaug Kon-
ráðsdóttir, f. 3.
febrúar 1959 í
Ólafsvík, og Har-
aldur Yngvason, f. 2. ágúst 1959
í Reykjavík. Oddur var elstur af
fimm systkinum, hin eru: 2)
Víðir Haraldsson, f. 1. mars
1981, maki hans er Kolbrún
Þóra Ólafsdóttir, eiga þau tvö
börn, þau eru Marela Arín, f. 30.
maí 2003, og Óskar Koggi, f. 14.
nóvember 2011. Fyrir átti Víðir
Brynjar Jökul, f. 22. febrúar
2000, og Kolbrún á fyrir Öldu
Karen Antonsdóttur, f. 3. októ-
ber 1999. 3) Kolfinna Snæbjörg
þórsson, f. 3. mars 1956, og
Baldvina Sigrún Sverrisdóttir, f.
13. febrúar 1957. Oddur kynnt-
ist Þórkötlu þegar hann fór
nokkrar vinnuferðir á Hótel
Stykkishólm.
Oddur bjó sín fyrstu 13 ár í
Ólafsvík, flutti svo með fjöl-
skyldunni til Fáskrúðsfjarðar,
þar kynntist hann barnsmóður
sinni. Eftir tvö ár á Fáskrúðs-
firði flutti fjölskyldan suður á
Álftanes en Oddur varð eftir
fyrir austan og starfaði á sjó.
Síðan flutti hann til Reykjavíkur
með barnsmóður sinni og starf-
aði hann hjá Árna Kópssyni í
nokkur ár. Eftir skilnaðinn kom
hann á Arnarstapa og starfaði
hjá Snjófelli þar til hann fór í
sinn rekstur, Snæfellsjökull Gla-
cier Tours. Fyrir stuttu voru
fest kaup á Litla Kambi í Snæ-
fellsbæ utan um reksturinn og
sá hann þar spennandi framtíð
fyrir Snæfellsjökull Glacier To-
urs.
Jarðarförin fer fram frá
Ólafsvíkurkirkju í dag, 6. októ-
ber 2016, klukkan 14.
Haraldsdóttir, f. 28.
apríl 1987, maki
hennar er Vignir
Hauksson, f. 18.
febrúar 1982, eiga
þau saman Rakel, f.
27. október 2012. 4)
Konráð Haralds-
son, f. 14. mars
1989, dætur hans
eru Talía Björk, f.
6. febrúar 2011, og
Kría Logn, f. 19.
apríl 2013. 5) Eydís Salbjörg
Haraldsdóttir, f. 24. október
1990.
Barnsmóðir Odds er Laufey
Guðrún Baldursdóttir, f. 22. júní
1978, frá Vattarnesi. Börn
þeirra eru Aþena Ösp, f. 8. maí
2002, og Baldur Bent, f. 27. febr-
úar 2005. Bæði eru þau fædd í
Reykjavík. Unnusta Odds er
Þórkatla Kristín Valþórsdóttir,
f. 16. janúar 1983, foreldrar
hennar eru Sveinn Valþór Sig-
Það er ekki auðvelt að skrifa
nokkur kveðjuorð um fyrsta
barnabarnið sitt. Enginn veit
sína ævi fyrr en öll er og sannast
það best þegar maður í blóma
lífsins er hrifinn burt. Það er
mikill missir að slíkum dugnað-
arforki sem Oddi, bæði fyrir fjöl-
skylduna og samfélagið allt.
Elsku Oddur, þegar þú varst
unglingur byrjaðir þú að vinna
hjá okkur við ferðaþjónustuna
Snjófell á Arnarstapa. Þegar
Tryggvi hóf ferðir á Snæfells-
jökul áttum við góð ár saman
þar. Síðan fórst þú að búa í
Reykjavík. Þar varðst þú fyrir
bíl og stórslasaðist en lést það
ekki stoppa þig og fórst furðu
fljótt að vinna aftur ýmsa erf-
iðisvinnu.
Fyrir nokkru síðan festir þú
kaup á Jöklaferðum sem gengið
hefur mjög vel. Nýlega hafði fyr-
irtækið einnig fest kaup á jörð-
inni Litla-Kambi í Breiðuvík á
Snæfellsnesi.
Lífið verður aldrei eins og við
vonumst eftir. Það verður bæði
með skin og skúrir.
Og vorið æsku og yndi
andaði um víðan heim,
en dagsins ljóð voru liðin
á leið inn í þagnar geim.
En ennþá í aftanblænum
ómaði minninga-fjöld.
Hún hryggðist ei við það en vissi:
Hún var með þeim síðast í kvöld.
Gráttu ekki, góða mamma,
Gráttu ekki, pabbi minn,
Því englarnir ætla að vernda
augasteininn þinn.
Jesús sagði það sjálfur,
ég sá hann í draumi í nótt,
að liðinni lítilli stundu
Líklega verð ég sótt.
(Jóhann Jónsson)
Lauga, Halli, Aþena Ösp,
Baldur Bent og Þórkatla, Guð
styrki ykkur í sorginni.
Guðrún amma.
Elskulegi fallegi bróðir minn.
Ég á ekki til orð sem lýsa þess-
um dögum síðan þú kvaddir okk-
ur. Maður á besta aldri, á sjálfan
38 ára afmælisdaginn þinn 18.
september gat enginn óskað þér
til hamingju því þið lentuð í
hryllilegu bílslysi á heimleið.
En á þinni stuttu ævi varstu
búinn að ganga í gegnum svo
margt, framtíðin var björt fyrir
Litla Kamb og Jöklaferðirnar
ykkar. Oddur minn var elstur af
okkur systkinum sem vorum
fimm, en þótt einn hlekkur fari
þá verðum við hin að standa þétt
saman. Oddur var mjög þrjóskur
og ekki var mikið hægt að hagga
því sem hann var búinn að
ákveða. En allar okkar stundir
síðustu ár eru manni ógleyman-
legar. Allar þessar vinnuhelgar
þegar unnið var; ekki var oft
komið í slökun á Arnarstapa.
Vignir lét alveg eftir þér að
koma nokkrar helgar. Ég stend í
þakkarskuld fyrir allar okkar
góðu stundir. Rakel frænka þín
spyr nú mikið um þig og þá kem-
ur upp setningin þín: „Oddur
besti frændi.“ En hvar er hann?
Getur hann hætt að vera dáinn
og komið til mín? En ég tækla
hana með tímanum og verð dug-
leg að tala um þig við hana.
Svo var nú best að vera í
kringum þig því það voru aldrei
nein vandamál, bara lausnir. Við
náðum vel saman og þið Vignir
voruð mjög góðir félagar og ég
þakka fyrir að við höfum náð að
kynnast þér, en hefði mátt vera
40 ár í viðbót alla vega.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Söknuðurinn er næstum
óbærilegur en minningin lifir um
góðan mann sem alltaf var til
staðar og mikil eftirsjá er að.
Hvíldu í friði, elsku besti
bróðir minn og besti frændi og
besti mágur.
Saknaðarkveðja,
Kolfinna Haraldsdóttir,
Vignir Hauksson,
Rakel Vignisdóttir.
Minningarnar ylja okkur og
munu gera alla tíð. Minningarn-
ar um stóra frænda og fyrir okk-
ur varstu sko stór. Þú hafðir
mikinn og sterkan karakter.
Lést mótlætið ekki stoppa þig og
leitaðir nýrra leiða. Að kveðja
ungt fólk í blóma lífsins er ekki
eitthvað sem við eigum að þurfa
að gera. En lífið spyr okkur ekki
álits. Jökullinn þinn mun alla tíð
vekja upp góðar minningar um
þig. Þetta er allt þyngra en tár-
um taki. Það er svo margt sem
við áttum eftir að upplifa saman.
Sveitin þagnar, sverðin liggja ber.
Svefninn langi bíður eftir þér.
Klakabönd og kynjamyndir, kaldur
vindur hvín.
Myrkrið dansar, máninn á þig skín.
Vættir gráta, vetur færist nær.
Vindur kólnar meðan syrgja þær.
Frystir allt og fjallið litast fannhvítt
eins og lín.
Myndast skuggar, máninn á þig skín.
(Snæbjörn Ragnarsson)
Góða ferð, elsku Oddur
frændi.
Elín og Ari Leifur.
Ósjálfrátt velti ég því fyrir
mér þegar ég frétti af dauðaslysi
rétt austan við Arnarstapa,
hvort þar hefði verið á ferð ein-
hver sem ég þekkti eftir fimm-
tán ára búsetu á Hellnum.
Hugsunin truflaði mig, en ég
var ekki komin svo langt að
hringja í einhvern á svæðinu til
að kanna málið, þegar ég frétti
að það hefði verið vinur minn
Oddur, sem þarna kvaddi heim-
inn á sama mánaðardegi og hann
kom í hann, þrjátíu og átta árum
áður. Ég varð harmi slegin, því
mér þótti mjög vænt um þennan
vin minn.
Meðan ég rak Hótel Hellna og
hann sá um snjósleðaferðirnar á
Jökulinn, höfðum við mikil sam-
skipti á hverju sumri. Sjálf fór
ég ótal ferðir með honum á jök-
ulinn, bæði með vinum og fjöl-
skyldu. Hvort sem farið var á
sleðum eða troðara sá hann um
að aðstoða og hjálpa öllum af
mikilli þjónustulund. Ég kallaði
hann stundum í gamni Odd töff-
ara, þegar ég hringdi í hann til
að bóka ferðir á jökulinn, en bak
við töffarann var góðhjartaður,
hjálplegur og greiðvikinn maður,
sem alltaf tók jákvætt í allar
beiðnir um aðstoð. Og það þurfti
ekki alltaf að biðja um þá aðstoð.
Hann bauð hana gjarnan fram
sjálfur, meðal annars þegar fólk
festi bíla eða lenti í einhverju
ógöngum á jökulhálsinum. Mér
var hann afar hjálplegur þegar
ég var að pakka saman lífi mínu
á Hellnum og flytja til Reykja-
víkur fyrir tæpum sjö árum síð-
an.
Ég kom reglulega vestur eftir
það og í kringum ferðir á jökul-
inn ræddum við framtíðar-
drauma hans um uppbyggingu á
Jöklaferðum, eftir að hann fór að
reka þær sjálfur. Hann átti stóra
drauma og var að vinna að því að
gera þá að raunveruleika með
unnustu sinni, þegar hann
skyndilega hvarf úr þessu lífi.
Oddur elskaði hraða og þær
víddir sem jökullinn bauð upp á,
og að geta brunað um hvítar
breiður hans dag eftir dag.
Stundum var hann einn, stund-
um með hópa af fólki á sleðum
eða troðaranum og fór þá hægar
yfir. Nú brunar hann væntan-
lega um breiður hans í fé-
lagsskap Bárðar Snæfellsáss, en
við hin förum ekki fleiri ferðir
með honum.
Ég votta foreldrum hans, unn-
ustu, systkinum, börnum og öðr-
um úr fjölskyldunni samúð mína.
Það er sjónarsviptir að manni
eins og Oddi, en minningin um
hann mun lifa áfram, bara við
það eitt að horfa á jökulinn.
Guðrún Bergmann.
Oddur Haraldsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÁLL HALLDÓRSSON,
Sléttuvegi 17, 103 Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum laugardaginn 1. október.
Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
mánudaginn 10. október klukkan 15. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Vífilsstaða fyrir góða umönnun
og stuðning við fjölskylduna.
.
Ragnheiður S. Jónsdóttir,
Gunnar Pálsson, Elín Snorradóttir,
Sigrún H. Pálsdóttir, Eggert Bjarni Ólafsson,
Halldór Pálsson,
Ragnar K. Pálsson, Latifa El Bassam,
Kristín I. Pálsdóttir, Ib Göttler,
Sturla Pálsson, Helga Jónsdóttir,
Ragnheiður K. Pálsdóttir
og barnabörn.
Ástkær systir okkar og mágkona,
HUGRÚN JÓNSDÓTTIR,
Reykjavíkurvegi 24, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
30. september.
Útförin fer fram frá Garðakirkju í Garðabæ
föstudaginn 7. október klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Ljósið.
.
Jóna J. Wheeler,
Sigrún Sveinsdóttir,
Haraldur H. Jónsson, Guðrún Ingólfsdóttir,
Gestur Jónsson, Hulda Kristjánsdóttir,
Sigríður Björg Jóndóttir, Guðmundur B. Guðmundss.,
Guðmundur Jónsson, Lilja Ólafsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar