Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016
fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr
Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr,
snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með
mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin.
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is
toppaðu
gærdaginn
Messíana
Tómasdóttir
opnar sýn-
inguna Hug-
form – máluð
og klippt í
Galleríi
Gróttu á Sel-
tjarnarnesi í
dag kl. 17.
„Verkin, sem
unnin eru á sl.
tveimur árum,
byggjast á
klippimynda-
tækni þar sem form og grunnar
eru máluð með akríllitum á papp-
ír. Form, liti og myndbyggingu
sækir Messíana í innri veruleika
og hugræna lifun. Myndir hennar
eru ekki aðeins leikur með skæri
og form heldur bera í sér and-
legan boðskap og viðvist sem
snerta áhorfandann á heilandi
hátt,“ segir í tilkynningu. Sýning-
arstjóri er dóttir Messíönu, list-
fræðingurinn Ásdís Ólafsdóttir.
Sýningin stendur til 4. nóvember
og er opin mán.-fim. kl. 10-19, fös.
kl. 10-17 og lau. kl. 14-17. Við
opnun sýningarinnar og alla laug-
ardaga kl. 14 sýnir Messíana leik-
brúðuverk.
Blátt Eitt verka
Messíönu Tómasdóttur.
Hugform –
máluð og klippt
„Prumpurass í
andlitið“ nefnist
verk eftir mynd-
listarkonuna
Freyju Eilíf sem
til sýnis verður í
Galleríi Gesti, á
Stofunni að Vest-
urgötu 3, í dag
milli kl. 17 og
19.30, en eftir
það fylgir það eiganda sínum út
mánuðinn.
Samkvæmt upplýsingum frá
Freyju er verkið sjálfstætt fram-
hald af myndasögunni „Erðanú
andskotans drullupiss“ frá árinu
2013. „Prumpurassinn er sér-
staklega tileinkaður íslenskum
stjórnmálum, samfélagsmálum,
menningarmálum og hinu almenna
athugasemdakerfi á árinu 2016,“
segir í tilkynningu.
Freyja Eilíf sýnir
í Galleríi Gesti
Freyju Eilíf
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
„Ég gjörþekki verkið og fannst því
vera tilvalin hugmynd að setja það
upp,“ segir leikarinn og leikstjórinn
Björn Ingi Hilmarsson. Fyrir um
það bil 20 árum fór hann með hlut-
verk í í einleiknum Lofthræddi
örninn Örvar sem var settur upp í
Þjóðleikhúsinu. Nú snýr Björn Ingi
aftur í Þjóðleikhúsið og leikstýrir
Oddi Júlíussyni í uppfærslunni.
Lofthræddi örninn Övar naut
mikilla vinsælda á sínum tíma þeg-
ar verkið var sett upp í leikstjórn
Peters Engkvists. Björn Ingi hefur
um árabil starfað með Engkvist í
leikhúsi hans í Svíþjóð, Teater
Pero. Björn Ingi segir það bæði
hafa áhrif og ekki á tengsl hans við
verkið að hann hafi leikið það áður
og starfað náið með Engkvist í
gegnum tíðina. Aðalástæðan fyrir
uppsetningu verksins nú sé hins
vegar að það er einfalt í uppsetn-
ingu. „Okkur langaði að fara með
verk um landið og þetta verk er
mjög auðvelt að ferðast með, lítil
leikmynd og einn leikari. Sagan er
falleg og á erindi til barna og þetta
hentaði í alla staði.“
Ævintýri arnarins Örvars og
músarrindilsins Eðvarðs
Í sýningunni er fylgst með loft-
hrædda erninum Örvari sem þráir
ekkert heitara en að fljúga um loft-
in blá. „Verkið er unnið upp úr
barnabók eftir Lars Klinting. Sýn-
ingin var spunnin með sænska leik-
aranum Stalle Ahrreman sem var
að vinna hjá Peter Engkvist í leik-
húsinu hjá honum í kringum 1991.
Verkið fjallar um það hvernig vinir
geta hjálpast að við að yfirvinna
hluti hvor í fari annars og hvernig
maður öðlast hugrekki til að yf-
irvinna hluti sem maður hræðist
með hjálp vina sinna,“ segir Björn
Ingi. Leikritið er fyrst og fremst
ætlað börnum. „En gott leikhús er
fyrir alla, ekki bara börn.“
Oddur bregður sér í þrjú hlut-
verk í sýningunni. „Hann er sögu-
maður sem segir okkur söguna af
erninum Örvari og músarrindlinum
Eðvarði. Oddur er svo fjölhæfur að
hann leysir þetta af stakri prýði,
auk þess semur hann tónlist fyrir
verkið sem hefur verið mjög gaman
og það er líka gaman að sjá nýjan
mann koma að þessari sýningu,“
segir Björn Ingi. Hann segir jafn-
framt að hann hafi lítið hugsað um
þá yfirfærslu að fara úr því að vera
leikari í að vera leikstjóri í sama
verkinu. „En af því að ég þekki
þetta svo vel þá er það kannski
minna mál en ég hélt að það yrði,
það hefur ekkert verið að trufla
mig eitt eða neitt, þetta kom bara
af sjálfu sér.“
Sýningin verður sýnd í Kúlunni í
Þjóðleikhúsinu frá seinni hluta nóv-
ember en verður á faraldsfæti um
landið þangað til. Frumsýningin fer
fram í Bíóhöllinni í Vestmanna-
eyjum í dag og að henni lokinni
tekur við hringferð um landið. „Við
getum sýnt þetta fyrir öll börn á
öllum aldri. Það er verið að leika
sér með orð í textanum, til dæmis
með rími, en ég myndi giska á að
sýningin henti börnum á aldrinum
4-10 ára,“ segir Björn Ingi.
Eitt af meginhlutverkum Þjóð-
leikhússins er að kynna list leik-
hússins fyrir börnum landsins. Því
verður börnum í elstu bekkjum
leikskóla og yngstu bekkjum
grunnskóla boðið á sýn-
inguna. Aðspurður hvort
verkið eigi jafn vel við í
dag og fyrir tuttugu árum
segir Björn Ingi að um
klassískt verk sé að ræða.
„Sagan er klassísk,
vinir hjálpast að og
maður þarf alltaf
að yfirvinna ein-
hverja hindranir
í sínu lífi.“
„Gott leikhús er fyrir alla“
Hrífandi ein-
leikur um hug-
rekki og vináttu
Morgunblaðið/RAX
Einleikur Björn Ingi Hilmarsson steig á svið í Lofthrædda erninum Örvari
fyrir 20 árum. Nú tekur hann aftur þátt í uppsetningunni, sem leikstjóri.
Leikritið Lofthræddi örninn
Örvar verður sett upp víða
um land í október og nóv-
ember.
10. október: Selfoss, Hella
og Hvolsvöllur.
12. október. Þorlákshöfn og
Hveragerði.
13. október: Rif.
14. október: Borgarnes.
18. október: Hólmavík.
19. október: Patreksfjörður,
Tálknafjörður og Bíldudal-
ur.
20. október: Ísafjörður,
Bolungarvík og Súðavík.
26. október: Egilsstaðir og
Seyðisfjörður.
27. október: Eskifjörður.
1. nóvember: Blönduós,
Skagaströnd og Húna-
vatnshreppur.
2. nóvember: Sauð-
árkrókur.
3. nóvember: Siglufjörður.
4. nóvember: Dalvík.
7.-8. nóvember: Akureyri.
9. nóvember:
Húsavík.
14.-18. nóv-
ember: Reykja-
nesbær.
ÖRNINN ÖRVAR Á FERÐ
OG FLUGI UM LANDIÐ
Oddur
Júlíusson
Þjóðleikhúsið
fer hringinn
Barnabókmenntahátíðin Úti í mýri
hefst í Norræna húsinu í dag og stend-
ur til sunnudags. Þar verður ýmislegt
áhugavert í boði fyrir barna- og ung-
mennabókaaðdá-
endur á öllum
aldri, s.s. vinnu-
stofur, málþing og
upplestrar.
„Kynnt verður og
prófuð æsispenn-
andi appskáldsaga
í smíðum sem
tengir norræna
goðafræði og lofts-
lagsbreytingar en
gagnvirkar bók-
menntir geysast nú fram á sjón-
arsviðið,“ segir í tilkynningu.
Þekktir gestir koma til landsins til
að taka þátt í hátíðinni, þ.e. danski rit-
höfundurinn Kenneth Bøgh Andersen
sem þekktastur er fyrir bækur sínar
um Antboy og Martin Widmark frá
Svíþjóð sem þekktastur er fyrir sögur
sínar um Spæjarastofu Lalla og
Mæju. Af íslensku höfundunum sem
þátt taka í hátíðinni má nefna þau
Ragnhildi Hólmgeirsdóttur og Arnar
Má Arngrímsson, sem bæði eru til-
nefnd til Barna- og unglinga-
bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs í ár fyrir Koparborgina
og Sölvasögu unglings. Arnar Már
mun síðan halda sérstaka rapp- og
rímnasmiðju fyrir unglinga.
Heiðursgestur hátíðarinnar er Guð-
rún Helgadóttir og verður lokadagur
hátíðarinnar helgaður henni. Þá
spjalla Silja Aðalsteinsdóttir, Katrín
Jakobsdóttir og Gunnar Helgason við
Guðrúnu um verk hennar og feril og
leikin verður tónlist úr leiksýningunni
Sitji guðs englar. „Á sama tíma býðst
börnum að aðstoða Ævar vísinda-
mann við áhugaverðar og bráð-
skemmtilegar tilraunir við Norræna
húsið.“
Á morgun fer fram málþing með yf-
irskriftinni „Sjálfsmynd – heims-
mynd“ þar sem íslenskir og erlendir
höfundar og fræðimenn ræða málefni
á borð við notkun á norrænum goð-
sagnaarfi í fantasíubókmenntum, hinn
brjálaða heim unglingabókmennta í
dag, gagnvirkar bókmenntir og jað-
arsetta einstaklinga í barnabókum.
Daginn eftir verða síðan málstofur um
myndlýsingar í íslenskum og erlend-
um barnabókum og stöðu teiknara og
útgefenda myndlýstra bóka á Íslandi.
Dagskrána í heild má nálgast á vefn-
um myrin.is ásamt ítarlegri upplýs-
ingum um þátttakendur hátíðarinnar.
App, rapp og
unglingaveiki
Barnabókmenntahátíðin Úti í mýri
Guðrún
Helgadóttir