Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Liðsmenn hljóm- sveitarinnar The Rolling Stones gefa í skyn að ný plata sé vænt- anleg frá þeim. Hún væri sú fyrsta í rúman áratug. Frá þessu greinir The Guardian. Þar kemur fram að á Twitter-slóð sveitarinnar sé birt stutt myndband þar sem Mick Jagger, Keith Rich- ards og aðrir liðsmenn flytja blús- aðan lagstúf og undir myndinni segir einfaldlega „Væntanleg 6. október.“ Allt bendir því til að plat- an sem væntanleg sé innihaldi ábreiður á þekktum, klassískum blússlögurum. Keith Richards Kemur ný plata? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, veitti Darren Aronofsky heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík (RIFF) árið 2016 fyrir framúrskarandi list- ræna sýn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. „Darren Aronofsky er bandarísk- ur leikstjóri sem er þekktur fyrir óvenjulegar myndir sínar, sem oft einkennast af súrrealískum og sál- fræðilegum viðfangsefnum. Aðeins 47 ára gamall telst hann ungur meðal leikstjóra og sjást þess ýmis merki í kvikmyndum hans, þar sem meðal annars gætir áhrifa frá tón- listarmyndböndum, nýaldartrúar- brögðum og vísindaskáldskap,“ segir í tilkynningu. Aronofsky hef- ur gert sex kvikmyndir í fullri lengd og unnið til fjölda verðlauna fyrir þær. Flest verðlaun hlaut hann fyrir sálfræðitryllinn Black Swan frá árinu 2010, en fyrir þá mynd hlaut hann tilnefningu til Óskars-, Gol- den Globe- og Bafta-verðlauna fyr- ir bestu leikstjórn. Nýjasta kvik- mynd hans, Noah, frá árinu 2014, var að hluta til tekin upp hér á landi og skartar Russel Crowe í tit- ilhlutverkinu. Morgunblaðið/Ófeigur Gleði Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti leikstjóranum Dar- ren Aronofsky heiðursverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Darren Aronofsky fær heiðursverðlaun RIFF RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2016 Hinn goðsagnakenndi leik-stjóri Alejandro Jodo-rowsky kláraði kvik-myndina Ljóð án enda (Poesia sin fin) með því að standa fyrir hópfjármögnun á Indie Gogo. Kvikmyndin er sjálfstætt framhald af sjálfsævisögulegri mynd, Dansi raunveruleikans (La danza de la realidad ), sem kom út árið 2013 og var fyrsta mynd leikstjórans í meira en tuttugu ár. Jodorowsky sem er orðinn 87 ára gamall er án efa fræg- astur fyrir myndirnar sínar El Topo (1970) og Holy Mountain (1973) sem báðar hafa öðlast sess sem „költ“ bíomyndir og hafa veitt ótal lista- mönnum samtímans innblástur. Holy Mountain, sú frægasta, er eins- konar súrrealísk könnun á dulspeki hins vestræna heims og alkemískum fræðum og myndi frekar teljast listaverk en kvikmynd. Það mætti segja að þessar fyrrnefndu myndir séu kvikmyndir sem fjalla um að víkka út hugann, en að þessar tvær sjálfsævisögulegu myndir Jodorow- skys fjalli í staðinn um að víkka út hjartað. Ljóð án enda krefst þess ekki að maður hafi séð eina einustu mynd Jodorowskys, og ekki einu sinni fyrri myndina, Dans raunveruleikans. Hún byrjar þar sem sú síðarnefnda endar, í Chile, þegar hinn ungi Alej- andro flytur frá þorpinu Tocopilla til höfuðborgarinnar Santiago. Faðir Alejandros, leikinn af syni leikstjór- ans, Brontis Jodorowsky, er vægast sagt ömurlegur hrotti af manni og kallar drenginn hommatitt í öðru hverju orði. Móðir hans, leikin af sópransöngkonunni Pamela Flores, syngur blíðlega í stað þess að tala, og þar ljær leikstjórinn henni rödd þar sem draumur hennar um að verða óperusöngkona var kæfður í æsku. Alejandro er uppnuminn af ljóðum Gabriel Garcia Lorca en faðir hans segir að ljóðskáld séu hommar. Drengurinn kemst reyndar að því að hann er ekki samkynhneigður þegar ungur frændi hans játar honum ást sína. Alejandro segir við hann að hann sé „ekki þannig“ en leyfir hon- um að kyssa sig einum kossi, kossi sem skilur ekkert eftir hjá þeim síð- arnefnda. Við færumst fram í tímann um nokkur ár og hinn ungi Alejandro er nu leikinn af öðrum syni Jodorow- skys, Adan. Hann er að reyna að brjótast úr viðjum fjölskyldunnar og frá hinum harðneskjulega föður og hittir fljótlega sína fyrstu ást, hina stórfenglegu Stellu Diaz sem er pönkdrottning og ljóðskáld. Hin ít- urvaxna Stella er með eldrautt hár, gullmáluð brjóst, gengur í bláum Doctor Martens skóm og drekkur bjór í lítravís. Stella er einnig leikin af Pamelu Flores, sem er væntan- lega einhverskonar skemmtilega freudísk tilvísun hjá Jodorowsky. Myndin fjallar svo um kynni hans við ljóðlistina,og hvernig hann fellur inn í hóp listamanna og ljóðskálda og fjarlægist rætur sínur og fjölskyldu í leit að sjálfum sér. Eitt af því sem er svo merkilegt í kvikmyndum Jodorowskys er hvern- ig hann notar ítrekað sömu táknin í þeim öllum. Hér sjáum við aftur kunnuglega hluti: beinagrindur, nekt (bæði karlmenn og konur), dýr, fólk sem hefur misst útlimi sína, dvergvaxið fólk, sirkuslistamenn, Tarotið og pólitík. Í þessari tilteknu mynd notast hann við svartklætt fólk sem færir til hluti líkt og í leik- húsi og í raun er öll myndin í leik- hússtíl: ýktir búningarnir, leik- myndin og persónurnar. Leikstjórinn sjálfur birtist stundum og talar við sitt yngra sjálf líkt og í Dansi raunveruleikans, og það er ljóst að sú aðferðafræði sem hann nefnir „Psycho Magic“ eða sál- fræðigaldur er rauður þráður í báð- um myndunum. Síkómagía er ein- hverskonar sálgreiningarleikhús þar sem tákn, aðferðir og aðgerðir eru notaðir til heilunar og báðar mynd- irnar eru aðferð leikstjórans til að sættast við æsku sína og heila minn- inguna um föður sinn sem hann hat- aði svo lengi. Myndin er gríðarlega falleg sjón- rænt séð og meðal eftirminnilegustu atriðanna eru þegar þúsundir manns klæðast eins og beinagrindur og djöflar og dansa um götur borg- arinnar. Ein sterkasta senan í mynd- inni er þegar Alejandro sefur hjá unnustu besta vinar síns, hinni fal- legu Pequenitu sem er dvergur. Hún býður honum blíðu sína en segir hon- um að hún sé á blæðingum. „Santa sangre,“ (hið heilaga blóð) hrópar hann af gleði. Það er auðvitað til- vísun í kvikmyndina Santa sangre frá 1989 og væntanlega blóð Krists þrátt fyrir að Jodorowksy sé yf- irlýstur sem dulspekilegur efa- semdamaður og þoli ekki trúar- brögð. Síkómagískur seiður leikstjórans er svo fullkomnaður í lok mynd- arinnar þegar hann endurtekur kveðjustund á bryggjunni frá Dansi raunveruleikans og rakar höfuð föð- ur síns á táknrænan hátt þar sem hann afhjúpar hann bara sem venju- legan mann, ekki skrímsli, og segir: „Með því að elska mig ekki hefur þú sýnt mér hve mikilvæg ástin er.“ Tákn „Eitt af því sem er svo merkilegt í kvikmyndum Jodorowskys er hvernig hann notar ítrekað sömu táknin í þeim öllum,“ segir í rýni um sjálfsævisögulegu kvikmyndina Ljóð án enda (Poesia sin fin). Stórfenglegt meistarastykki Bíó Paradís Ljóð án enda (Poesia sin fin) bbbbb Leikstjóri: Alejandro Jodorowsky Aðalleikarar: Brontis Jodorowsky, Pamela Flores og Adan Jodorowsky. Frakkland/Chile, 2016. 128 mínútur. ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON KVIKMYNDIR Bíó Paradís: Sun. 9. okt. kl. 17.30 MAGNIFICENT 7 6, 9, 10:30 FRÖKEN PEREGRINE 6 BRIDGET JONES’S BABY 8 EIÐURINN 9 STORKAR 2D ÍSL.TAL 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.