Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Kauphlaup
Kauphlaupsverð
10.197
verð áður 16.995
Lytos Nordic Walking
Waterproof
Innsóli: Comfort
Sóli: PU Bidensity
Þyngd: 423gr (í stærð 42)
Stærðir: 36-46
6. - 10. október
Scheveningen. AFP. | Margir for-
eldrar hafa fylgst undrandi með
börnum sínum ýta gjöfum frá sér til
að leika sér að pökkunum. En
hvernig eiga foreldrarnir að bregð-
ast við þegar börnin láta sem þau
sjái ekki skeljar á fjörunum og
byrja að tína upp plasttappa í stað-
inn?
Hollendingurinn Ralph Groen-
heijde velti þessu fyrir sér þegar
hann heimsótti Kostaríku með fjöl-
skyldu sinni fyrir nokkrum árum – í
ferð sem varð kveikja að ástríðu-
fullri herferð til að hreinsa fjörurn-
ar í heimalandi hans.
Sonur hans, þá tveggja ára, gaf
lítinn gaum að skeljunum á strönd-
inni en safnaði í staðinn tugum
flöskutappa í skærum litum. Fjöl-
skyldan bjó til stóra mósaíkmynd af
sólinni á ströndinni.
Groenheijde fékk þá hugmynd að
láta ekki nægja að hreinsa sand-
fjörurnar í grennd við Haag, heldur
breyta þessum óæskilega „fjársjóði“
í listaverk.
Ruslatunnur urðu að
fjársjóðskistu
Afraksturinn er sýndur í nýju
safni sem hefur verið nefnt Trash-
Ure með skírskotun til ensku
orðanna treasure (fjársjóður) og
trash (rusl). Þar má meðal annars
sjá týnda bolta og litskrúðugar
plastskóflur dingla eins og loft-
skraut og tískuhatt haglega skreytt-
an með sælgætisbréfum og bláu
snæri. Þar er einnig gína klædd
kynþokkafullum kjól úr bláu fiski-
neti og stór kassi sneisafullur af
sígarettustubbum, nikótínsjúkum
sóðum til háðungar.
Groenheijde notfærði sér mátt fé-
lagsmiðla til að auglýsa fyrstu fjár-
sjóðsleitina í Hollandi fyrir þremur
árum og afraksturinn var notaður
til að smíða sjóræningjaskip á fjör-
unni. „Um leið og smíðinni lauk
komu börnin og byrjuðu að leika sér
í skipinu,“ sagði Groenheijde, sem
er 44 ára ráðgjafi og hefur sérhæft
sig í meðferðum við fíknivanda-
málum. „Ég byrjaði þá að kalla
ruslatunnuna fjársjóðskistu og eftir
það höfum við litið á þetta sem fjár-
sjóðsleit. Við erum sjóræningjar.
Við björgum dýrunum. Þess vegna
erum við hetjur.“
Holl hreyfing og útivera
Þegar vinur Groenheijde bauð
honum ókeypis afnot af byggingu
við strönd hverfisins Scheveningen,
sem er vinsæll áfangastaður ferða-
manna, ákvað hann að nota hana til
að stofna safn fyrir listaverkin úr
ruslinu. Hann fer nú á hverjum degi
í gönguferðir um ströndina með
hópa barna og fullorðinna, hvetur
þau til að taka þátt í því að hreinsa
fjörurnar, njóta um leið góðs af
hollri hreyfingu og útiveru og virkja
ímyndunaraflið til að búa til djásn
úr fjörudraslinu.
Tíndu 40 tonn í sumar
Í sumar stóð Groenheijde fyrir
níutíu daga fjöruhreinsun og þátt-
takendur gengu þá um ströndina á
hverjum degi til að tína rusl og leita
að efnivið í listaverk. Honum reikn-
ast svo til að þátttakendurnir hafi
tínt um 40 tonn af rusli – meðal
annars 42 skítugar bleyjur, 64
dömubindi og átján tíðatappa.
Allt þetta fannst á ströndinni
þrátt fyrir umfangsmikla fjöru-
hreinsun á vegum borgaryfirvalda.
Fimmtán starfsmenn borgarinnar
hafa farið á ströndina á kvöldin og
hreinsað um ellefu kílómetra langt
svæði í tíu klukkustundir í senn með
dráttarvélum og hreinsunarbúnaði.
Á ári hverju hafa borgaryfirvöld í
Haag veitt 1,9 milljónir evra, rúmar
240 milljónir króna, í fjöruhreinsun-
ina. Dæmi eru um að á einum anna-
sömum degi hafi allt að hundrað
fermetra ruslahaugur safnast upp
þegar starfsmennirnir hafa lokið við
að tína drasl og tæma ruslatunnur á
ströndinni. Haugurinn er þá á
stærð við tuttugu hjónarúm.
Sumt ruslið er mjög skítugt og
Groenheijde segir að þátttakend-
urnir séu sannkallaðar hetjur því að
þeir „þori að sjá um klósettið“ –
enginn vilji hreinsa klósettið á
heimilinu en einhver þurfi að gera
það.
„Ég bjóst aldrei við því að tína
upp svo mikið rusl á fimmtán eða
tuttugu mínútum. Ég varð mjög
hissa,“ sagði Jawad el-Woustati,
sem var á meðal 20 ungmenna sem
tóku þátt í einum leiðangra Groen-
heijde. Í fyrstu fitjuðu þau upp á
nefið en þegar Groenheijde hafði
skipt þeim í hópa og gert hreinsun-
ina að spennandi ævintýri vék sem-
ingurinn fyrir eldmóði. Þau breytt-
ust brátt í berserki, hirtu upp hvert
snyfsi sem dirfðist að verða á vegi
þeirra og fljótlega urðu þrír stórir
pokar sneisafullir.
„Nú þegar ég hef séð það sem er
á ströndinni ætla ég hér eftir að
taka með mér poka til að tína upp
draslið og setja það í ruslatunnu,“
sagði Woustati.
Merkasti hluturinn á safninu er
vandvirknislega unnið heimskort
þar sem álfurnar eru gerðar úr
30.000 sígarettustubbum og höfin úr
plasttöppum sem eiga að tákna allt
plastið sem hefur safnast upp í
heimshöfunum. „Því miður eru svo
margir sem nota ekki ruslaföt-
urnar,“ sagði Sophie Hermans,
stúlka sem tók þátt í hreinsuninni
þennan dag. „Þetta er mjög einföld
hugmynd og það væri svo auðvelt
að gera þetta úti um allan heim.“
Djásn gert úr drasli
sem tínt er í fjörunni
Ímyndunaraflið virkjað í fjöruhreinsun í Hollandi
AFP
Fjársjóðsleit Hollenski umhverfisverndarsinninn Ralph Groenheijde (ann-
ar frá vinstri) ræðir við þátttakendur í daglegri fjöruhreinsun hans.
AFP
Höfuðprýði Hattur úr hlutum sem
tíndir voru upp á ströndinni.
Plast ógnar lífríki sjávar
» Á hverju ári fara um átta
milljónir tonna af plasti í höfin.
Plastmagnið, sem fer í sjóinn á
hverri mínútu, jafngildir farmi
eins sorpbíls.
» Talið er að í kringum árið
2050 verði þyngd alls plasts-
ins í höfunum meiri en þyngd
allra sjávarfiska heimsins.
» Þegar plastið brotnar niður í
sjónum gefur það frá sér eitur-
efni, sem geta haft áhrif á vöxt
og þróun sjávarlífvera. Sum
efnanna geta verið hættuleg
mönnum og dýrum komist þau
í fæðukeðjuna. Nokkur þeirra
trufla hormónastarfsemi dýra
og geta haft mjög slæm áhrif á
æxlunargetu þeirra. Önnur eru
talin krabbameinsvaldandi.
Fellibylurinn Matthew, versta ofsa-
veður sem gengið hefur yfir Karíba-
hafið í nær áratug, æddi í gær í átt
að Bahamaeyjum eftir að hafa orðið
að minnsta kosti níu manns að bana
á leið sinni um Haítí og Kúbu.
Byrjað hefur verið að skipa íbúum
við suðausturströnd Bandaríkjanna
að yfirgefa heimili sitt og búist er
við að fellibylurinn komi að landi í
Flórída á morgun. Um milljón íbúum
Suður-Karólínu var sagt að forða
sér af hættusvæðunum.
Á Haítí, einu fátækasta landi
heims, urðu miklar skemmdir af
völdum fellibylsins og flóðum sem
fylgdu honum. Þúsundir manna
misstu heimili sitt. Erfiðlega hefur
gengið að ná sambandi við íbúa í
suðurhluta landsins vegna skemmda
á símalínum. Þá hrundi eina brúin
sem tengir höfuðborgina Port-au-
Prince við suðvesturtanga eyjunnar
og það varð til þess að byggðir á
svæðinu einangruðust.
Alls hafa níu manns látið lífið af
völdum fellibylsins, fimm á Haítí og
fjórir í Dóminíska lýðveldinu, en tal-
ið er líklegt að tala látinna hækki.
FELLIBYLURINN MATTHEW
Þúsundir misstu heimili sitt á Haítí
AFP
Flóð Börn í Santo Domingo, höfuð-
borg Dóminíska lýðveldisins.
Antonio Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portú-
gals, þykir líklegur til að verða kjörinn næsti fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í dag þegar öryggis-
ráð samtakanna kýs eftirmann Ban Ki-moon. Vítalí
Tsjúrkín, sendiherra Rússlands, sagði í gær að Guterres
nyti „yfirburðastuðnings“.
Guterres er 67 ára og var forsætisráðherra Portúgals
á árunum 1995 til 2002. Sósíalistaflokkur hans sigraði í
fyrsta sinn í kosningum í 12 ár árið 1995 og aðeins einum
þingmanni munaði árið 1999 að flokkurinn fengi hrein-
an meirihluta á þingi. Guterres hefur farið fyrir Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóðanna undanfarin tíu ár.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
Guterres líklegur eftirmaður Ban Ki-moon
Antonio
Guterres