Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Ánægja ferðamannsins Það er gjarnan merki um vel heppnaða ferð þegar ferðamaðurinn, sem elskar að vera úti í roki og rigningu, er ekki viss um hvort hann sé að koma eða fara. Ófeigur Það er ekkert minna en skelfi- legt að sjá hvernig þjóðir heimsins hafa á undanförnum áratugum fengist við þann vanda sem vissu- lega fylgir notkun manna á fíkni- efnum. Ég hef að undanförnu horft á þætti sem eru aðgengilegir á þáttaveitunni Netflix og bera nafn- ið Narcos. Þetta eru leiknir þættir sem styðjast við raunverulega framvindu mála í Kólumbíu í Suð- ur-Ameríku á síðari hluta 20. aldar, þar sem háð var blóðug styrjöld stjórnvalda í landinu gegn glæpamönnum sem framleiddu og dreifðu fíkniefnum. Þessi efni voru í stórum stíl flutt ólöglega til Bandaríkj- anna, þar sem salan var gríðarleg og stjórnvöld réðu ekki neitt við neitt í að hindra dreifinguna. Þetta er harmþrungin saga. Í stríðinu gegn fíkniefnum hefur gríðarlegur fjöldi fólks látið lífið, þar með talinn mikill fjöldi almennra borg- ara sem hafa í sjálfu sér aldrei verið sjálfviljugir þátttakendur. Rannsóknir sýna að miklu fleiri láta lífið í þessu stríði heldur en myndu verða fíkniefnunum sjálfum að bráð ef þau yrðu ein- faldlega leyfð eins og áfengi. Og margs konar annað böl fylgir þessari opinberu bannstefnu gegn fíkniefnunum. Haldið er lífi í undirheimum þar sem glæpir þrífast og löggæslan ræður ekk- ert við. Ungmenni sem leiðast út í neyslu verða fórnarlömb glæpamanna. Þau fjármagna neysl- una með glæpum og vændi. Efnin sem dreift er geta verið stórhættuleg, meðal annars vegna þess að stundum er reynt að drýgja þau með íblöndun annarra efna. Og árangurinn af þess- ari skelfilegu stefnu er auðvitað enginn. Efnin flæða yfir á Vesturlöndum sem aldrei fyrr og yf- irvöldin ráða ekkert við vandann. Svo fór ég á bíó og sá íslenska kvikmynd um fíkniefnaheiminn hér á landi. Hún ber heitið Eiðurinn og er eftir Baltasar Kormák, sem einnig leikur eitt aðalhlutverkið. Þetta er afar góð kvikmynd og vel gerð. Í henni er dregin upp sannferðug mynd af því brjálæði sem bann- stefnan leiðir af sér. Óhætt er að hvetja fólk til að sjá þessa kvik- mynd. Síðan ætti það að velta því fyrir sér hvort svona atburðir sem lýst er í myndinni myndu gerast í annars konar lagaum- hverfi. Þjóðir heims ættu að taka sig saman um að breyta þeirri stefnu mannfórna sem þær flestar fylgja í þessum málaflokki. Það ætti hreinlega að leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna. Efnin yrðu þá fram- leidd undir vörumerkjum og dreift á almennum markaði eins og áfengið. Það er líka löngu sann- að að þeir sem lenda í erfiðleikum vegna neyslu efnanna eiga sér miklu meiri von um bata með samskonar aðferðum og dugað hafa áfeng- issjúklingum, það er að fara í meðferð til að læra að skilja vanmátt sinn gagnvart þessum efnum og læra að taka ábyrgð á eigin lífi. Breytt stefna í þessum málum myndi einnig kippa fótunum undan starfsemi glæpamanna sem nærast á banninu og undirheimagróskunni sem það leiðir af sér. Það er löngu kominn tími til að þjóðir heims vakni og átti sig á því að stefnan sem fylgt hefur verið á þessu sviði er bara eins konar helstefna með glæpum og mannfórnum sem unnt er að draga úr svo um munar. » Það er löngu kominn tími til að þjóðir heims vakni og átti sig á því að stefnan sem fylgt hefur verið á þessu sviði er bara eins konar helstefna með glæpum og mannfórnum sem unnt er að draga úr svo um munar. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Í boði bannsins Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Í kjölfar sölu stjórnarmanns í Icelandair í síðustu viku hefur vaknað umræða um viðskipti innherja í skráðum fyrirtækjum. Lög um verðbréfaviðskipti fjalla á mjög skýran hátt um viðskipti innherja í félögum með skráð verðbréf. Innherjum er með öllu óheim- ilt að eiga viðskipti með verð- bréf félagsins við ákveðnar að- stæður. Þessar aðstæður eru skilgreindar í lögunum *(120 gr. 108/2007) með eftirfarandi hætti: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjár- málagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef op- inberar væru…“ 23. nóvember 2015 seldi Benedikt Jóhann- esson, formaður stjórnar Nýherja, og aðilar tengdir honum samtals 9.000.000 hluti í Ný- herja á genginu 14,7 og því söluandvirðið 132.300.000 kr. Þann 3. desember tilkynnti Nýherji að selt yrði nýtt hlutafé í Nýherja allt að 40.000.000 hlutir eða 9,76% af útistandandi hlutafé. Það er því ljóst að formaður stjórnar og aðilar honum tengdir seldu 2,196% af hlutafé fé- lagsins aðeins 10 dögum áður en félagið til- kynnir hlutafjáraukninguna. Telja verður að upplýsingar um hlutafjár- aukningu séu líklegar til að hafa marktæk áhrif á hlutabréfaverð, a.m.k. taldi Nýherji rétt að birta Kauphallartilkynn- ingu um aukninguna. Þá vaknar spurningin hvort hlutafjáraukn- inguna hafi borið að með svo skyndilegum hætti að formaður stjórnar væri fullkomlega grun- laus um að slíkt stæði til þegar hann og aðilar honum tengdir seldu hlutabréf sín. Þetta er nokkuð sem kallar á skýringar með hliðsjón af ákvæðum verð- bréfaviðskiptalaga, einkum þeg- ar í hlut á einstaklingur sem sækist nú eftir sæti á Alþingi. Það er gríðarlega mikilvægt að traust ríki um að lög séu virt í verðbréfaviðskiptum og að viðskipti eins og þessi séu rannsökuð hratt og örugglega. Þá er mikilvægt að menn njóti jafnræðis fyrir lögum en tveir ein- staklingar hafa á síðustu árum hlotið dóm fyrir ólögleg innherjaviðskipti. Í þessu tilviki er hægagangur eftirlitsaðila farinn að rýra traust á markaðnum og eftirlitsstofnunum hans. Eftir Óttar Guðjónsson » Þá vaknar spurningin hvort hlutafjáraukninguna hafi borið að með svo skyndilegum hætti að formaður stjórnar væri fullkomlega grunlaus um að slíkt stæði til þegar hann og aðilar honum tengdir seldu hlutabréf sín. Óttar Guðjónsson Höfundur er hagfræðingur. Ærandi þögn um innherjaviðskipti formanns Viðreisnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.