Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 35
þegar ég var frá vegna námsveru á
spítölum. Með hennar hjálp tókst
mér að ljúka læknaprófi í byrjun árs
1955. Þá var Páll búinn að vera í sér-
fræðinámi í Gautaborg í rúmlega tvö
ár. Ég og tvíburarnir fórum út til
hans og ég tók hluta kandidatsársins
á Sahlgrenska sjúkrahúsinu.“
Guðrún fékk almennt lækninga-
leyfi 1958. Hún kenndi líffæra- og líf-
eðlisfræði við Hjúkrunarskóla Ís-
lands 1958-59 og 1965-69.
Haustið 1969 fóru þau hjónin
ásamt yngri börnum sínum þremur
til Bristol í Englandi. Páll stundaði
námi í embættislækningum en Guð-
rún hóf sérfræðinám í geðlækn-
ingum. Því námi hélt hún áfram hér
heima frá sumri 1970 og öðlaðist sér-
fræðileyfi í geðlækningum í árs-
byrjun 1976, fyrst kvenna hér á
landi. Hún skrifaði sérfræðiritgerð
um sjálfsmorð á Íslandi 1962-73 en
þá hafði nánast ekkert verið ritað um
sjálfsmorð hér á landi.
Guðrún var sérfræðingur í geð-
lækningum á geðdeild Borgarspít-
alans frá 1976 og til starfsloka sum-
arið 1996.
Guðrún hélt fjölmarga fyrirlestra
um sjálfsvíg hér á landi og víða á er-
lendum ráðstefnum. Hún var gjald-
keri Geðlæknafélags Íslands 1976-
78, sat í Barnaverndarráði Íslands
1974-82 og hefur ritað og rætt í fjöl-
miðlum um geðheilsu og kristna trú:
„Biblíulestur og trúmál hafa ætíð
verið mér hugleikin. Ég hef ávallt
sett allt mitt traust á Skaparann.
Mamma kynntist ung söfnuði sjö-
unda dags aðventista gegnum bróður
sinn, Jóhann Jónsson, og gekk í þann
söfnuð. Ég skírðist til safnaðarins
um miðjan aldur og var virk í safn-
aðarstarfi meðan heilsan leyfði.“
Fjölskylda
Guðrún giftist 19.8. 1949 Páli Sig-
urðssyni, f. 9.11. 1925, bæklunar-
lækni og fyrrv. ráðuneytisstjóra.
Hann er sonur Sigurðar Jónssonar,
sjómanns í Reykjavík, og k.h., Ingi-
bjargar Pálsdóttur húsfreyju.
Börn Páls og Guðrúnar eru: 1)
Jónína, f. 14.12. 1949, tannlæknir,
gift dr. Magnúsi Guðmundssyni, lyf-
og gigtarlækni, en börn þeirra eru
Guðrún Lilja, f. 1974, og Atli Páll, f.
1981; 2) Ingibjörg, f. 14.12. 1949,
lyfjafræðingur, gift Helga Þórhalls-
syni efnaverkfræðingi en synir
þeirra eru Páll, f. 1970, og Þórhallur,
f. 1977; 3) Dögg, f. 2.8. 1956, lögfræð-
ingur, var gift dr. Ólafi Ísleifssyni
hagfræðingi og er sonur þeirra Páll
Ágúst, f. 1983; 4) dr. Sigurður Páll, f.
15.11. 1960, kvæntur Ásthildi Sól-
borgu Þorsteinsdóttur grunnskóla-
kennara og eru börn þeirra Guðrún
Ágústa, f. 1986, Sólrún Dögg, f. 1991,
Páll Steinar, f. 1994, og Sigrún
Björk, f. 1997; 5) Jón Rúnar, f. 15.11.
1960, hrl. Langömmubörnin verða
brátt 16.
Bróðir Guðrúnar er Jón Atli, f.
1924, d. 1975, vélstjóri, var kvæntur
Súsönnu Halldórsdóttur, f. 1929, d.
2009.
Foreldrar Guðrúnar eru Jón Júní-
usson, f. 1895, d. 1967, stýrimaður í
Reykjavík, og k.h., Jónína Jóns-
dóttir, f. 1900, d. 1983, húsfreyja.
Úr frændgarði Guðrúnar Jónsdóttur
Guðrún
Jónsdóttir
Elín Símonardóttir
húsfr. í Mundakoti
Guðrún Jóhannsdóttir
húsfr. í Mundakoti
Jón Einarsson
hreppstj. í Mundakoti
á Eyrarbakka
Jónína Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Ragnhildur Jónsdóttir
húsfr. á Heiði
Einar Bjarnason
b. á Heiði á Síðu
Ísólfur Pálsson
tónskáld og
organisti í
Ísólfsskála á
Stokkseyri
Ragnar í Smára
útgefandi og menningar-
frömuður í Rvík
Jón Óttar Ragnarsson
fyrsti sjónvarpsstj.
Stöðvar 2
Jón
Guðmundss.
form. á
Gamla-
Hrauni
Guðríður
Guðmundsdóttir
húsfr. á Litlu-Háeyri
Sesselja Helgad.
húsfr. á
Gamla-Hrauni
Sigríður
Vigfúsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðjón
Friðrikss.
sagnfr. og
rith. í Rvík
Lúðvík Jónsson
bakaram. á Selfossi
Guðni
Jónsson
prófessor
við HÍ
Ásta Lúðvíksd.
húsfr. í Hafnarf.
Lúðvík
Geirsson
fyrrv.
alþm.
Bjarni Guðnason
prófessor emeritus
og fyrrv. alþm.
Jón Guðnason
prófessor við HÍ
Bergur Guðnason
lögfr.
Guðni
Bergsson
lögfr. og fyrrv.
knattsyrnu-
kempa
Páll Ísólfsson
tónskáld,
skólastj., kórstj.
og dómorganisti
Sigurður Ísólfsson
organisti við
Fríkirkjuna í Rvík
Þuríður
Pálsdóttir
óperu-
söngkona
Ingimar
Sigurðsson
fyrrv.
skrifstofustj.
í umhverfis-
ráðuneytinu
Einar Pálsson
skólastj. og fræðim.
Guðmundur Páll
Arnarson
skólastjóri Bridge-
skólans og heims-
meistari í bridge
Sigríður Grímsdóttir
húsfr. í Grímsfjósum
Jón Adolfsson
b. og form. í Gríms-
fjósum við Stokkseyri
Sigríður Jónsdóttir
húsfr. í Syðra-Seli
Júníus Pálsson
b. í Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi
Jón Júníusson
stýrim. og vélstj. í Rvík
Margrét Gísladóttir
ljósm. í Syðra-Seli
Páll Jónsson
hreppstj. og form. í
Syðra-Seli, af Bergsætt
Jóhann Þorkelsson
b., form. og verslunarm. í
Mundakoti á Eyrarbakka,
af Kaldaðarnesætt
Guðmundur
Þorkelsson
form. á
Gamla-
Hrauni
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016
ERU ÞAÐ HEITU
LAUGARNAR?
„
“
HVERNIG KEMST 330.000
MANNA ÞJÓÐ Á EM?
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
LEYNIVOPN.IS
Doktor
90 ára
Guðrún Jónsdóttir
85 ára
Jóna Berta Jónsdóttir
Lára Karen Pétursdóttir
Oddný Jóna Bárðardóttir
Ragna Esther
Guðmundsdóttir
Tryggvi Sigurðsson
80 ára
Kristín Bjarnadóttir
Skúli Helgason
75 ára
Ágústa Sigurjónsdóttir
Guðlaug
Ástmundsdóttir
Hólmfríður Hjartardóttir
70 ára
Bergljót Rafnsdóttir
Guðlaug
Björgvinsdóttir
Helga Karlsdóttir
Ingibjörg Olsen
Lilja Þorvarðardóttir
Ósk Ásgeirsdóttir
Soffía Pétursdóttir
Tryggvi Ólafsson
60 ára
Aðalbjörg Stefánsdóttir
Arndís Sjöfn Eggertsdóttir
Fanney Magnússon
Guðbjörg Ólafsdóttir
Hafdís Ólafsdóttir
Hafsteinn Karlsson
Joan Evelyn Baker
Jóhann Rúnar Sigurðsson
Kristín Sveinbjörnsdóttir
50 ára
Anna María Guðmann
Arngrímur Guðmundsson
Ásthildur Jónsdóttir
Daníel O.
Sveinbjörnsson
Geir Karlsson
Giampaola Casu
Guðný Atladóttir
Guðrún Pálmey
Harðardóttir
Gústav Geir Bollason
Gylfi Sigurðsson
Halldóra Þorgilsdóttir
Hildur Björg Hafstein
Hjördís Ingvarsdóttir
Jóhann Kristján
Ásmundsson
Praiwan Ketsee
Rúnar Júlíusson
Steinar Ríkarður
Jónasson
40 ára
Aðalheiður Runólfsdóttir
Ásmundur Þórhallsson
Erla Kaja Emilsdóttir
Friðrik Erlendur
Stefánsson
Kolbrún Elsa
Smáradóttir
Kristín Rúnarsdóttir
Linda Guðmundsdóttir
Sólrún Engilbertsdóttir
30 ára
Chantal K. Uto
Haraldur Þór
Sveinbjörnsson
Heimir Skúli
Guðmundsson
Jón Eyberg Helgason
Páll Árni Guðmundsson
Sandra Dís Sigurðardóttir
Sólrún Gunnarsdóttir
Sæmundur Þór
Helgason
Telma Ýr Sigurðardóttir
Tryggvi Þór Aðalsteinsson
Þorgils Magnússon
Til hamingju með daginn
30 ára Tryggvi ólst upp á
Álftanesi, hefur verið bú-
settur þar alla tíð og
starfar hjá Jarðborunum.
Bræður: Ólafur Símon
Aðalsteinsson, f. 1984, d.
2008, vélamaður, og Pét-
ur Ingi Aðalsteinsson, f.
1994, nemi í Vélskólanum.
Foreldrar: Guðný Ólafs-
dóttir, f. 1957, förð-
unarfræðingur, og Að-
alsteinn Símonarson, f.
1955, bifvélavirki. Þau búa
á Álftanesi.
Tryggvi Þór
Aðalsteinsson
30 ára Telma ólst upp í
Reykjavík, býr á Akureyri,
er sjúkraliði með stúd-
entsprófi og stundar nám
í hjúkrunarfræði við HA.
Maki: Sveinn Þór Stein-
grímsson, f. 1984, íþrótta-
fræðingur.
Dætur: Kara Mjöll, f.
2008, og Bríet Rut, f.
2012.
Foreldrar: Hildur Kristín
Hilmarsdóttir, f. 1959, og
Sigurður Geir Ólafsson, f.
1945, d. 2006..
Telma Ýr
Sigurðardóttir
30 ára Sæmundur ólst
upp í Reykjavík, lauk MA-
prófi í myndlist við Gold-
smiths University of
London, var með einksýn-
ingu á Listasafni Íslands
nú í ársbyrjun og er nú að
sýna erlendis.
Maki: Fredrique Pisuisse,
1986, myndlistarkona.
Foreldrar: Sólveig Sigur-
geirsdóttir, f. 1954, starf-
ar við ferðaþjónustu, og
Helgi Jónsson, f. 1943,
vélsmiður.
Sæmundur Þór
Helgason
Helgi Rafn Hróðmarsson hefur varið
doktorsritgerð sína í efnafræði við
Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Heiti verkefnisins er: Víxlverkanir
ástanda, kvikfræði örvana, hulin
ástönd og ljósrofsferli í vetnishalíðum
(e. State Interactions, excitation dyna-
mics, hidden states and photo-
fragmentation pathways in hydrogen
halides).
Andmælendur eru dr. Michael N. R.
Ashfold, prófessor við Háskólann í Bri-
stol, Englandi, og dr. Theofanis Kitso-
poulos, prófessor við Krítarháskóla,
Grikklandi.
Leiðbeinandi var dr. Ágúst Kvaran,
prófessor við Raunvísindadeild Há-
skóla Íslands. Einnig sátu í dokt-
orsnefnd dr. Gísli Hólmar Jóhann-
esson, sérfræðingur hjá MentisCura,
dr. Ragnar Jóhannsson, fagstjóri hjá
Matís og dr. Kristján S. Kristjánsson,
stundakennari við Háskóla Íslands.
Þungamiðja doktorsverkefnisins
snerist um tvö aðskilin en náskyld við-
fangsefni. Hið fyrra snýst um mæl-
ingar á samhrifsstyrktum fjölljós-
eindajónunar (REMPI) rófum
vetnishalíðanna HBr og HI. Skráð róf
beggja sameinda
leiddu í ljós um-
talsverð trufl-
unaráhrif; línu-
hliðranir,
breytingar á
línustyrkjum og
línuvíkkanir.
Þessi áhrif eru til
styttingar kölluð
LS-, LI- og LW-
áhrif. Að mæla þessi áhrif hlutbundið
og eigindlega gerir gagnasöfnun varð-
andi víxlverkanir á milli Rydberg- og
jónparaástanda mögulega. Þessar víxl-
verkanir fela m.a. í sér ljóssundrun í
gegnum fráhrindandi ástönd og jónun
atómbrotanna sem úr þeim myndast.
Dulin ástönd eru sömuleiðis fundin í
gegnum truflanaáhrif. Hraðavigur-
skortlagningar (VMI) eru framkvæmdar
á HBr. Slíkar tilraunir mæla stefnu og
hreyfiorku jónaðra atómbrota.
Með niðurstöðum þessara tilrauna
má finna hvaða ljósbrotsferlar koma við
sögu í ljósrofnunar- og jónunarferlum
sameindarinnar þar sem Rydberg- og
jónparaástönd taka þátt sem mið-
biksástönd.
Helgi Rafn Hróðmarsson
Helgi Rafn Hróðmarsson er fæddur 1987. Hann lauk B.Sc. gráðu í efnafræði frá
Háskóla Íslands í júní 2011. Í kjölfarið starfaði hann í hálft ár hjá rannsóknar- og
þróunardeild Carbon Recycling International (CRI). Helgi var í stjórn Efnafræði-
félags Íslands frá 2012-2016 og gegndi formennsku félagsins 2014-2016. Helgi
starfar nú sem aðjúnkt við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og er kvæntur Ingi-
björgu Kristjánsdóttur. Þá spilar Helgi einnig á trommur í svartmálmshljómsveit-
unum Carpe Noctem, Misþyrmingu og Nöðru.