Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is ,,Fyrir rúmum 20 árum færði ég upp sýningu á stórum olíumálverkum í Kringlunni og var það fyrsta listsýn- ing af þessu tagi á því markaðstorgi. Myndirnar voru stórar og hengdar eins og óróar neðan úr lofti Kringl- unnar, tvær og tvær saman, bak í bak, en á milli myndanna var eins konar veggur úr hvítmáluðum spónaplötum og hékk þetta allt sam- an í stálvírum. Þetta voru rúmlega tuttugu verk, expressjónískar lands- lagsmyndir málaðar sterkum drátt- um og litum. Ekki voru allir á eitt sáttir um þennan gjörning og fannst mörgum að listin ætti ekki heima í þessari „höll Mammons“. Það var þá, en nú finnst engum neitt at- hugavert við það að listin geti birst þar sem fólk er,“ segir listamað- urinn Þorlákur Morthens, Tolli, sem opnar nýja sýningu í Kringlunni í dag og mun hún standa yfir næstu 11 daga. Um 100 þúsund gestir Tolli segir að lítið fari fyrir gagn- rýnisröddum líkum þeim sem heyrð- ust fyrir um 20 árum og segir það ánægjulegt að hugsa til þess að áætla megi að yfir 100 þúsund manns muni ganga fram hjá verkum hans á meðan sýningarinnar nýtur við. ,,Enn sýni ég hér í Kringlunni og hefur skoðun mín á því að sýna á torginu ekkert breyst. Ég hef alltaf verð heillaður af markaðstorginu þar sem ægir saman fólki af öllu tagi í ólíkum erindagjörðum. Ég sæki þetta blæti mitt í það hvernig Silki- vegurinn til forna stuðlaði að deiglu menningar, viðskipta og lista. Á án- ingarstöðum Silkivegarins kom fólk saman alls staðar að úr heiminum, frá austri og vestri, frá suðri og norðri. Þarna flæddu um tungumál sem mönnum eru gleymd í dag og mál sem er samskiptatunga heims- ins núna. Þarna á markaðstorgunum komu spámenn og boðberar allra trúarbragða og hugmynda, hand- verks og vísinda og mikil viðskipti áttu sér stað, en þau voru drifkraft- urinn á Silkiveginum,“ segir Tolli. Hann segir að þótt Kringlan hafi á sínum tíma þótt umdeildur vett- vangur fyrir listasýningu þar sem hún hafi þótt birtingarmynd efn- ishyggju, á hann ekki von á slíkri gagnrýni nú. „Útfærsla sýning- arinnar verður önnur og í stað þess að hengja myndirnar upp í vírum, þá er ég með veggi á hjólum sem ég dreifi um allt rýmið. Veggirnir gera það að verkum að verkin eru í nokk- uð vernduðu umhverfi gagnvart öðru umhverfi í verslunarmiðstöð- inni. Þrjátíu olíumálverk verða til sýn- ingar. ,,Þeim má skipta upp í fjóra kafla. Ég verð með abstrakt verk, abstrakt/expressíónísk verk, verk búin til úr drasli og afgöngum – þar er ég að leika mér með hugmyndina um lótusblómið, portrettmyndir af fólki að hugleiða, mynd af eyðibýli að ógleymdum landslagsmyndum,“ segir Tolli. „Only in it for the money“ Verkin verða til sýnis á þremur stöðum í Kringlunni. ,,Ég næ nokk- urn veginn að þvælast fyrir öllum sem koma í Kringluna,“ segir Tolli í gamansömum tón. Að sögn hans hafði Kringlan frumkvæði af hugmyndinni og helg- ast það ekki síst af því hve vel þótti til takast síðast. Spurður segir hann öll verkin til sölu. „Ég segi nú bara eins og Frank Zappa, „I’m only in it for the money“,“ segir Tolli og hlær. Kringlan sem Silki- vegur samtímans  Tolli opnar listasýningu í Kringlunni í dag  Þótti um- deildur vettvangur fyrir myndlistarsýningu fyrir 20 árum Morgunblaðið/Ófeigur Á hjólum Verk Tolla verða til sýnis á þremur stöðum í Kringlunni til og með 16. október. Þau eru hengd upp á veggjum á hjólum sem dreift er um rýmið. Íkvikmyndinni Wúlu fylgjumstvið með Ladji, tvítugum stráksem býr í Malí, einu fátækastaríki heims. Hann starfar sem strætóbílstjóri í höfuðborginni Ba- mako og dreymir um að vinna sig upp í betri stöðu, því hann þráir að losa unga systur sína úr klóm vændis. En þegar stöðuhækkunin bregst þá leit- ar hann á náðir gamals félaga, dóp- sala, og fer að smygla eiturlyfjum yfir landamæri. Hann fær til liðs við sig tvo vini sína og allt gengur þokkalega til að byrja með og vissulega færa peningarnir honum og systur hans nýtt líf. En störf í undirheimum eru aldrei án áhættu og ekki fer allt eins og til stóð. Myndin gefur áhugaverða sýn inn í líf fátæks fólks í fátæku landi þar sem möguleikar eru litlir sem engir, þar gilda eðli málsins sam- kvæmt önnur lögmál. Fátæktin er harður húsbóndi og þar fer lítið fyrir miskunn. Og ekki kemur á óvart að eftir því sem staðan er hærri innan dóp-dílingaheimsins, þá eru menn- irnir hvítir. Þeir sem græða mest á fátækt annarra í henni Afríku eru hvítt fólk, það er gömul saga og ný. Wúlu er þriðja mynd þrítugs leik- stjóra sem býr í Frakklandi en er frá Malí. Hún hefur verið kynnt sem glæ- patryllir, en tæplega get ég tekið undir það, hún er of hægfara til þess, en hún gefur ágæta tilfinningu fyrir því hvernig er að vera staddur í þess- um raunveruleika ungs fátæks fólks í Malí, sem reynir allt til að bjarga sér. Á myndinni er þó nokkur byrj- endabragur, handritið hefði mátt vera þéttara og persónusköpun dýpri, en hún er samt áhugaverð inn- sýn í þennan heim. Wúlu Ladji strætóbílstjóri ásamt félögum sínum að koma farangri á þakið. Fátækt er harður húsbóndi RIFF Wúlu bbbnn Leikstjórn og handrit: Daouda Coulibaly. Aðalhlutverk: Ibrahim Koma, Mariame N’Diaye, Inna Modja, Habib Dembele. Franska og bambara. Senegal/Frakkland, 2016. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR KVIKMYNDIR Bíó Paradís: fös. 7. okt. kl. 21.45 RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2016 AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 16/10 kl. 13:00 7. sýn Sun 30/10 kl. 13:00 10. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 6. sýn Sun 23/10 kl. 13:00 8. sýn Mið 2/11 kl. 19:00 aukas. Lau 15/10 kl. 13:00 Auka. Lau 29/10 kl. 13:00 9. sýn Lau 5/11 kl. 13:00 11.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Sun 9/10 kl. 20:00 11.sýn Fim 13/10 kl. 20:00 12.sýn Fim 20/10 kl. 20:00 13.sýn Allra síðustu sýningar! Njála (Stóra sviðið) Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Fim 10/11 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Sun 30/10 kl. 20:00 9. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 8. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar Extravaganza (Nýja svið ) Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Átakamikið verk eftir Ingmar Bergman Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Fim 6/10 kl. 19:30 11.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 21.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 12.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 19.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Lau 15/10 kl. 19:30 13.sýn Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 14.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 3/11 kl. 19:30 20.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 7/10 kl. 19:30 8.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 8/10 kl. 19:30 9.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Sun 9/10 kl. 19:30 10.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 13/10 kl. 19:30 11.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Lau 8/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 9/10 kl. 19:30 4.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 13/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 8/10 kl. 13:00 Lau 15/10 kl. 13:00 Lau 29/10 kl. 13:00 Lau 8/10 kl. 15:00 Lau 15/10 kl. 15:00 Lau 29/10 kl. 15:00 Sun 9/10 kl. 13:00 Lau 22/10 kl. 13:00 Lau 5/11 kl. 13:00 Sun 9/10 kl. 15:00 Lau 22/10 kl. 15:00 Lau 5/11 kl. 15:00 Ævintýraför með forvitnum fílsunga - kemur þú með? Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti (Kúlan) Lau 15/10 kl. 19:30 Frums Fös 21/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 27/10 kl. 19:30 4.sýn Frumlegt og ögrandi samtímaverk Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Fös 7/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00 Fös 21/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Stertabenda (Kúlan) Fim 6/10 kl. 19:30 6.sýn Mið 12/10 kl. 19:30 7.sýn Meinfyndin og hárbeitt atlaga að íslenskri þjóðarsál Atvinnublað alla laugardaga mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.