Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 31
Gunnsteini, Þorgerði, Jóni og Önnu og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Bjarni, Stefán og fjölskyldur. Við viljum minnast elskulegr- ar móðursystur okkar, Mar- grétar Önnu Jónsdóttur, og þakka henni fyrir samfylgdina alla okkar tíð. Magga frænka, eins og við kölluðum hana, var fædd á Hlíð- arenda á Ísafirði, áttunda í röð tíu systkina, en einn bróðirinn lést á öðru ári. Hlíðarendi var þá lítið bjálkahús í hlíðinni upp af eyrinni á Ísafirði. Seinna var það stækkað í þá mynd sem nú er og stendur við Urðarveg nr. 10, þar ólst hún upp í glaðværum systk- inahópi. Ásamt því að taka þátt í heimilisstörfum vann hún ásamt systkinum sínum við heyskapinn og saltfiskverkun hjá föður sín- um og eftir hefðbundna skóla- göngu vann hún ýmis önnur störf og munum við hana t.d. við af- greiðslustörf í Félagsbakaríinu heima á Ísafirði og eftir að börnin voru vaxin úr grasi vann hún við verslunarstörf í Reykjavík. Vorið 1935 þegar hún var á tí- unda ári varð hún fyrir þeirri sáru sorg að missa móður sína, Þorgerði Kristjánsdóttur. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna en systkinin voru samheldin og studdu hvert annað. Magga kynntist manni sínum, Sigurði Gunnsteinssyni, í Vest- mannaeyjum og þar hófu þau bú- skap. Seinna fluttu þau í Kópavog þar sem þau áttu heimili alla tíð upp frá því. Magga frænka var félagslynd og starfaði í Ksf. Valkyrjan á Ísa- firði og seinna með Urtunum í Skátafélagi Kópavogs. Hún var söngelsk eins og systkini hennar og var alltaf sungið þegar fjöl- skyldan kom saman. Minnisstætt er þegar við sungum saman á Hlíðarenda, við ættarmót og ýmsar aðrar uppákomur hjá fjöl- skyldunum. Í mörg ár komu þær systur, Magga og Ásta, ásamt börnunum sínum heim á Hlíðarenda og hjálpuðu föður sínum við hey- skapinn á Fossum. Þá var mann- margt á Fossum og við sem yngri vorum lærðum af þeim eldri að taka til hendinni og þrátt fyrir mikla vinnu var slegið á létta strengi og störfin unnin með gleði. Þá eru minnisstæðar stundir er við nutum nestisins í kaffitímunum við fossanið og fuglasöng og yngsta kynslóðin brá á leik, þá var gleði og gaman. Á hverju sumri komu þau Magga og Siggi til Ísafjarðar eft- ir að börnin voru flutt að heiman og héldu þannig tryggð við fólkið sitt á Ísafirði ásamt Ástu og Þor- móði, stundum voru Lovísa og Bergþór með í för. Þá var auðvit- að farið á Fossatún og fólk brá sér til berja. Það var alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Á árum áð- ur áttum við alltaf athvarf hjá Möggu frænku og Sigga er við komum í heimsókn til Vest- mannaeyja eða vorum á ferð á höfuðborgarsvæðinu og þau voru flutt í Kópavoginn. Það var alltaf tekið á móti okkur af mikilli elskusemi á meðan þeirra beggja naut við og var alltaf gott að koma til þeirra. Magga bjó áfram í húsinu þeirra Sigga eftir andlát hans 2008, þar voru sömu hlýju móttökurnar sem mættu okkur er við vorum á ferð. Hún bar sinn háa aldur vel, var falleg, elskuleg og glaðleg. Við kveðjum Möggu frænku okkar með söknuði og þökkum henni allar góðu og gleðilegu stundirnar sem við áttum saman og biðjum Guð að blessa minn- ingu okkar kæru frænku. Við sendum börnum Mar- grétar og fjölskyldum þeirra og Ástu systur hennar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Garðar, Ingibjörg Steinunn, Guðmundur, Tryggvi og Þorgerður Arnórsd. og fjölskyldur. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 ✝ Katrín Rósa-munda Frið- riksdóttir fæddist í Fagranesi í Öxna- dal 6. nóvember 1945. Hún lést í faðmi fjölskyldu og vina á heimili sínu á Akureyri 22. september 2016. Foreldrar Katr- ínar voru Þóranna Hjálmarsdóttir, f. 1911, d. 1975, ættuð úr Skaga- firði og Friðrik Árnason, f. 1914, d. 1965, ættaður úr Eyja- firði. Systkini Katrínar eru Eð- vald Eyfjörð, f. 1937, Jón Kató, f. 1941, d. 2004, Guðrún Helga, f. 1947, Friðrik Árni, f. 1949, d. 1992, Erla Fjóla, f. 1951, og Jó- el Berg, f. 1955. Fjölskyldan fluttist að Rangárvöllum ofan hlaut þar þjálfun í hjarta- og gjörgæsluhjúkrun og tengdri hjúkrun. Fyrstu þrjú árin eftir heimkomuna bjuggu þau við bakka Laxár í Aðaldal þar sem Katrín var staðarhjúkrunar- fræðingur við byggingu þriðja áfanga Laxárvirkjunar. Árið 1980 hóf Katrín störf sem skólahjúkrunarfræðingur við Gagnfræðaskóla Akureyrar og síðar Brekkuskóla þar sem hún starfaði til ársins 2009. Auk þess vann hún mörg sumur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Börn Katrínar og Franz eru Sigríður Rut, líffræðingur, f. 16. janúar 1976, í sambúð með Leifi Reynissyni og eiga þau dæturnar Laufeyju Lilju og Sól- veigu Tinnu, og Davíð Brynjar, tónskáld, f. 5. maí 1978, giftur Alexöndru Suppes en þau eiga dótturina Ísold. Útför Katrínar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 6. október 2016, klukkan 13.30. Jarðsett verður í Lögmanns- hlíðarkirkjugarði. Akureyrar þegar Katrín var á öðru ári og nokkru síðar í Kollugerði II í Glæsibæjarhreppi. Katrín hóf nám við Hjúkrunarskóla Íslands haustið 1964 og útskrif- aðist þaðan haustið 1967. Þann 30. september 1967 gekk Katrín að eiga unnusta sinn, Franz Árna- son, en þau höfðu kynnst síðla árs 1963. Í október 1967 flutt- ust Katrín og Franz til Óð- insvéa í Danmörku þar sem Franz lauk síðari hluta tækni- fræðináms. Þar bjuggu þau í rúm þrjú ár og vann Katrín sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu í Óðinsvéum og „Börn geta verið krefjandi en meginmálið er að njóta þess að vera með þeim frá fyrstu tíð.“ Þessi orð tengdamóður minnar, sem nú hefur kvatt allt of fljótt, eru mér minnisstæð en um leið eru þau fagur vitnisburður um viðhorf hennar. Katrín var mikil fjöl- skyldumanneskja og vissi hversu mikilvægt það er að vera til staðar. Hún var sjálfstæð í háttum og störfum eins og hæfir nútímakon- um en um leið var hún mikil mamma og amma. Tryggð hennar og umhyggja leyndu sér ekki og snemma kynntist ég þeim eigin- leikum hennar eftir að við Sigríður Rut drógum okkur saman. Við bjuggum í fjarbúð einn vetur skömmu eftir að við hófum búskap – ég var við nám í Englandi en Sig- ríður tók að sér kennslu í Ekvador. Ég man enn undrun mína þegar ég um jólin tók á móti stórum böggli frá Íslandi sem reyndist vera gjöf frá þeim Franz, tengda- föður mínum. Umhyggjan var fyr- ir öllu og hún vissi hvað það gat veitt mikla gleði að opna fagurlega skreyttan pakka þegar maður dvelur fjarri ástvinum. Vorið eftir fór ég til Ekvador og ekki leið á löngu þar til Katrín var komin þangað líka. Hún var veraldar- manneskja sem vildi vera nærri sínu fólki hvar sem það var statt. Ferðir okkar víða um heim áttu eftir að verða margar áður en yfir lauk. Og margar eru ánægju- stundirnar á Akureyri þar sem við Sigríður höfum dvalið við mikla risnu nánast hver jól sem og í öðr- um fríum, svo sem á páskum og á sumrin – stundum svo vikum skipti. Akureyri varð fyrir mér hugþekkur staður hins ljúfa lífs. Eins konar athvarf frá amstri dagsins. Heimilið ber vott um smekkvísi þar sem myndarskapur ræður ríkjum og þess hefur æv- inlega verið gætt að tengdasoninn vanhagi ekki um neitt. Mikil varð gleði Katrínar þegar dætur okkar Sigríðar fæddust. Hún naut þess innilega að vera amma. Hún vílaði aldrei fyrir sér að keyra frá Akureyri til að taka þátt í að undirbúa skírnarveislu eða afmæli. Þau hjón voru ævinlega reiðubúin að gera sér ferð á hvaða árstíma sem var til að sinna fjöl- skyldunni. Katrín hélt vel um ætt- ararfinn enda var hún mjög hirðu- söm um alla hluti. Hún hélt til haga leikföngum og fötum barna sinna af væntumþykju og njóta dætur mínar nú góðs af því. Og hún hafði yndi af að prjóna og hekla föt á stúlkurnar, færa þeim gjafir, leika við þær og hún átti það til að hringja til þess eins að fá að tala við þær Laufeyju og Sólveigu. Sagði kannski að hún ætti svo sem ekkert erindi en vildi gjarnan heyra í stelpunum, en þær eru að- eins fimm og tveggja ára. Það er þyngra en tárum taki að samleið þeirra sé á enda. Katrín þráði að fá að fylgjast með þeim og verða hluti af lífi þeirra. Að veita þeim af gjöfulli nánd sinni. Og það græt ég mest að dætur mínar fara á mis við ömmu sína. Þeirra missir er mikill og óbætanlegur. En um leið minn- ist ég orða hennar um að eiga góð- ar samverustundir með börnun- um því hvert æviskeið hefur sína töfra og stundin er stutt og áður en við vitum af er ekkert sem fyrr- um. Hafðu þökk fyrir allt, Katrín. Leifur Reynisson. Ég sagði oft að ef ég gæti valið mér móður á Íslandi, þá yrði það Katrín. Síðustu árin hafa um- hyggja hennar og vinskapur verið mér ómetanleg. Gjafmildi hennar á tíma, samræður, samveru og ástríða hennar fyrir listum fylltu líf mitt af birtu og ást. Við spjöll- uðum nær eingöngu saman á ís- lensku, sem er mikill stuðningur fyrir útlending sem tekst á hend- ur bæði nýtt tungumál og sam- félag. Ég óska þér, Katrín, góðrar vegferðar inn í leyndarmálin handan jarðneska lífsins sem við deildum. Angela Rawlings. Nú hefur hún kvatt, hún Kata okkar, frá Kollugerði eins og við kölluðum hana oft. Hún hafði glímt lengi við krabbamein, en bar sig vel, svo ekki var gott að átta sig á því hversu veik hún var. Ég sá Kötu fyrst þann 4. ágúst 1964, þegar við hófum nám í Hjúkrunarskóla Íslands. Við hjúkrunarnemarnir sem hófum nám þetta haust vorum 21 að tölu. Við tók búseta í heimavist næstu þrjú árin. Að búa á heima- vist var töluvert öðruvísi en að búa heima. Ekki varð því komist hjá því að við kynntumst vel og yrðum nánar vinkonur og upplifðum saman sorg og gleði. Miklar og strangar reglur giltu í skólanum. Segja má að við höfum verið læstar inni í þrjú ár og markmiðið var að kom- ast út. Starfið var erfitt og tók á. Orðið áfallahjálp var ekki notað á þessum tíma í íslensku máli, en við studdum hver aðra eins og best við kunnum. Þessi rúmlega þrjú námsár breyttu okkur 18-19 ára ungling- um í konur sem höfðu öðlast mikla lífsreynslu. Kata var lágvaxin og snaggara- leg. Hún var alla tíð með mikla réttlætiskennd og barðist fyrir sínu og sínum. Hún kynntist Franz þegar við vorum í Hjúkrunarskólanum svo hann varð hollbróðir okkar, traustur og tryggur vinur. Kata var mikill gestgjafi og naut ég þess ríkulega þegar ég heimsótti þau til Odense þar sem Franz stundaði nám í tæknifræði og einnig síðar þegar við hollsystur hittumst á heimili þeirra á Akureyri. Þá var vel veitt og oft upp á danskan máta. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Kata mín, nú er komið að leið- arlokum. Við hollsysturnar þökk- um þér góðar stundir og eigum um þig ljúfar minningar. Við vottum Franz, Sigríði Rut, Davíð, barnabörnunum og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Far þú í friði. Fyrir hönd hollsystra ágúst- hollsins 1964, Valgerður Jónsdóttir. Katrín Rósamunda Friðriksdóttir Ég kynntist Jóni Guðmundssyni ekki fyrr en á efri árum, hann rúmlega átt- ræður en ég tæplega sjötugur. Ég man að ég dáðist að þessum höfðinglega manni sem var svo ern og myndarlegur á þessum ár- um. Svona hress vildi ég verða á hans aldri. Ég komst fljótlega að því að hann var ekki síður klár andlega, með hreint ótrúlegt minni og vitneskju um allt smátt og stórt sem gerst hafði í heimabyggð hans, Hafnarfirði, frá því fyrir 1930 og fram á okkar dag. Og skyldleika manna gat hann rakið frá því fyrir aldamótin 1900 og til dagsins í dag. Jón kunni ótal sögur af mönn- um og málefnum í Hafnarfirði, mest atburðum og ummælum sem hann hafði orðið vitni að sjálfur eða þá sem hann vissi að voru trúverðugir. Hann hafði gaman af því að segja frá og hafði Jón J. Guðmundsson ✝ Jón J. Guð-mundsson fæddist 9. mars 1925. Hann lést 26. september 2016. Útför Jóns fór fram 3. október 2016. mjög gott skopskyn en var þó aldrei meinhæðinn. Hann endurtók sig sjaldan og sögurnar hans voru oft tengdar einhverju sem kom- ið hafði upp í sam- ræðum við fólk þá stundina. Hann byrjaði þá oft svona: „Var ég búinn að segja ykkur frá því þegar...?“ Og það gerði ekkert til þó að maður heyrði sagt frá ein- hverju í annað sinn. Og sögunum bar alltaf nákvæmlega saman. Hann gat sagt bráðfyndnar sög- ur næstum án þess að breyta um svip nema brosa lítillega á eftir. Mér er sagt að ýmis fróðleikur og sögur úr Hafnarfirði hafi verið skráður eftir honum og ég vona að það komi út á prenti. Honum þótti vænt um íbúa Hafnarfjarðar, að minnsta kosti þá sem hann þekkti af eldri kyn- slóðinni. Ég man þó einu sinni eftir því að við vorum að spyrja um ákveðinn Hafnfirðing, hverra manna hann væri. Nei, hann þekkti hann ekki. Við héldum að hann hlyti að þekkja þennan mann sem hefði unnið svo og svo lengi þarna og þarna. „Nú, hann. Hann er ekki Hafnfirðingur. Hann er af Ströndinni.“ (Mein- andi Vatnsleysuströnd). Ég mun sakna Jóns Guð- mundssonar. Það var alltaf gott að spjalla við hann og hlusta á hann. Syni hans, Guðmundi Geir, og fjölskyldu hans sendi ég mínar samúðarkveðjur. Björn Dagbjartsson. Okkar ástkæra SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR, Butru í Fljótshlíð, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, þriðjudaginn 27. september. Útförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 8. október klukkan 14. . Vinir og vandamenn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR MARÍUSSON, fyrrverandi garðyrkjustjóri, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, 28. september. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 8. október klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Áslaug Helga Arngrímsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMUNDSSON frá Óslandi, lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki laugardaginn 1. október 2016. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 8. október klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Þóra Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför bróður okkar, mágs, vinar og frænda okkar, ALMARS GESTSSONAR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11G, Landspítalanum við Hringbraut, fyrir góða umönnun og virðingu. Fyrir hönd aðstandenda, . Sigurjón Hreiðar Gestsson, Guðmundur Rúnar Gestsson, Ásta D. Björnsdóttir, Kristinn Gestsson, Lotte Gestsson og aðrir aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EINBJÖRG HANNA JÓNASDÓTTIR, Jörfa, lést á sjúkrahúsi Akraness þann 29. september sl. Útför hennar verður gerð frá Kolbeinsstaðakirkju þriðjudaginn 11. október klukkan 14. . Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður Kr. Sigurðsson, Jónas Jóhannesson, Margrét S. Ragnarsdóttir, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Halla Eygló Sveinsdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Birgir F. Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.