Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi NÝTT - St. 42-56 Sími 588 8050. - vertu vinur Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi NÝTT - Peysur St. S-XL. Verð 5.900 Sími 588 8050. - vertu vinur ✝ Agnes Aðal-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 16. mars 1935. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skóg- arbæ í Reykjavík 25. september 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Vil- borg Jónsdóttir, f. 24. febrúar 1908 á Bíldudal, d. 27. nóvember 1997, og Aðalsteinn Guðmundsson, f. 8. ágúst 1903 í Reykjavík, d. 13. júní 1994. Systkini Agnesar eru Pálína, f. 29. ágúst 1925, d. 4. febrúar 2013, Halldóra, f. 16. júní 1927, og Guðmundur f. 30. mars 1942. Agnes giftist Brynjólfi Sand- holt dýralækni, f. 18. september 1929, þann 7. febrúar 1959. For- eldrar Brynjólfs voru Egill Agnes ólst upp í Vesturbænum, gekk í Melaskólann og útskrif- aðist úr Verslunarskólanum vorið 1953. Að prófi loknu réðst hún til Morgunblaðsins sem gjaldkeri og starfaði þar til 1959 er fjölskyldan flutti í Búð- ardal. Alla tíð síðan hefur hún verið heimavinnandi húsmóðir á annasömu heimili ásamt því að færa bókhald dýralæknisins, sjá um símavörslu og að aðstoða við aðgerðir á smádýrum. Fjöl- skyldan bjó í Búðardal til ársins 1969, að undanskildum þremur árum þegar hún dvaldi í Banda- ríkjunum, flutti þá til Reykja- víkur og hefur búið þar síðan. Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur hóf Agnes að stunda leikfimi hjá Báru og hélt því áfram í rúm 35 ár. Agnes og Brynjólfur hafa alla tíð haft mikla ánægju af ferðalögum bæði innanlands og utan og golfleikur löngum spilað þar stóra rullu en Agnes var lipur og leikinn golfari allt frá fyrstu stundu. Útför Agnesar fer fram frá Áskirkju í dag, 6. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. Sandholt, f. 21. nóvember 1891, d. 27. ágúst 1966, og Kristín Brynjólfs- dóttir, f. 24. sept- ember 1898, d. 25. janúar 1980. Börn Agnesar og Brynj- ólfs eru: 1) Egill, f. 5 . júní 1959, maki Hrönn Steingríms- dóttir, stjúpbörn Davíð, Alda Lilja og Bergur. Fyrri maki Gíslína Sigurgunnarsdóttir, börn þeirra eru Gunnar Birgir, Brynjólfur Anton og Agnes María. Barnabörnin eru tvö. 2) Hildur, f. 19. ágúst 1960, maki Sigurður Sigurðarson, börn þeirra eru Andrea Lilja, Agnes Eva og Arnar Kári. 3) Unnur, f. 4. september 1969, maki Bertel Ólafsson, börn þeirra eru Brynja Kristín og Ólafur Breki. Í dag er borin til grafar ást- kær tengdamóðir mín, Agnes Aðalsteinsdóttir. Ég man undrun mína þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra Brynjólfs og Agnesar á Laugarásveginum árið 1978, þegar ég hafði kynnst Hildi dóttur þeirra, þetta var eins og að koma á litla umferðarmið- stöð. Brynjólfur var á þessum tíma héraðsdýralæknir í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og fólk var að koma og fara, síminn stoppaði ekki og Agnes mið- punkturinn í þessu öllu þar sem hún afgreiddi erindi, tók niður tímapantanir og sinnti gestum og gaf þeim kaffi og meðlæti. Þar var aldrei komið að tómum kofunum alltaf gat hún dregið fram heimatilbúið meðlæti. Þarna var um tíma hálfgerð- ur dýraspítali og aðstaða til minni aðgerða, oftar en ekki að- stoðaði Agnes Brynjólf í að- gerðum á smádýrum sem voru gerðar þarna. Á þessum tíma unnu með Brynjólfi dýralækn- ar, sem voru heimagangar þarna og fóru þeir ekki var- hluta af gestrisninni. Svo var fólk að koma til að sækja lyf og koma með veik dýr. Þar sem Brynjólfur var mikið í vitjunum mæddi þetta að mestu á Agnesi. Þarna var Agnes allt í öllu; ósérhlífin, svaraði síman- um, afgreiddi pantanir, sinnti gestum og gangandi og gaf góð ráð. Agnes og Brynjólfur nutu þess að bjóða gestum heim og það voru mörg matar- og kaffi- boðin sem Agnes töfraði fram, hvort sem það var fyrir nokkra gesti í kvöldmat eða ferming- arveislur og brúðkaup. Hún sinnti fjölskyldu sinni vel; foreldrum og systkinum sem oftar en ekki komu þarna í heimsókn. Agnes var dugleg saumakona og heyrði ég frá Hildi að oft hefðu þau systkinin verið ósátt að fá ekki að kaupa sér galla- buxur og önnur föt því að Agnes saumaði slíkt á þau. Eft- ir því sem árin liðu fór liðagigt- in að hrjá hana og þá minnkaði getan til sauma en einnig þörfin til að sinna slíku þegar börnin uxu úr grasi. Þegar barnabörnin fæddust var gott að eiga Agnesi að, hún var alltaf tilbúin að hjálpa og margan skólafrídaginn fengu börnin okkar Hildar að fara í strætó til ömmu og afa og eiga þar dagstund á meðan við for- eldrarnir vorum í vinnu. Þegar árin liðu og álagið á Brynjólf minnkaði fóru þau hjónin að stunda golf og ferð- uðust víða. Á svipuðum tíma kviknaði golfáhuginn hjá okkur hjónunum og var þá oft farið saman á völlinn og síðar einnig í ferðir erlendis í golf. Það var mér ekki alltaf til mikillar gleði að ég, sem var þó mun högg- lengri, skyldi oftar en ekki tapa fyrir Agnesi. Hún hafði þessa hægu en góðu sveiflu, var ekk- ert sérlega högglöng en alltaf á braut. Það sem skildi okkur að var að ég lenti töluvert oft utan brautar sem var skýringin á hærra skori. En svekkelsið varði stutt, því að það var alltaf ljúft að vera með tengdafor- eldrunum. Agnes var alltaf já- kvæð og glöð og þrátt fyrir minnisglöp á síðari árum þá tapaði hún ekki hlýjunni eða golfsveiflunni. Það er með söknuði sem við kveðjum Agnesi í dag, blessuð sé minning hennar. Sigurður Sigurðarson. Bí bí og blaka, álftirnar kvaka, ég læt sem ég sofi, en samt mun ég vaka. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Agnes amma okkar er dáin. Amma tók alltaf á móti okkur með bros á vör og var fljót að bjóða okkur eitthvað gott í gogginn, hjá ömmu var alltaf rétti tíminn fyrir ís. Amma hafði gaman af að lesa og alltaf var hægt að treysta á að geta skriðið upp í fangið á ömmu og lesa bók eða jafnvel nokkrar. Amma og afi höfðu yndi af að ferðast. Við vorum svo heppin að fara með þeim í fjölmargar ferðir bæði innan- lands og utan. Elsku amma, við söknum þín en vitum að nú líður þér betur og ert örugglega að skoða nýja og spennandi staði. Brynja Kristín og Ólafur Breki. Í minningu ástkærrar ömmu okkar vildum við hripa niður nokkur orð. Það fór aldrei mikið fyrir ömmu en hlý nærvera hennar, umhyggja og gestrisni lét öllum líða vel. Við eyddum mörgum skólafrídeginum hjá Agnesi ömmu og Brynjólfi afa sem börn. Við tókum þá strætó úr Grafarvoginum þar sem við bjuggum og gengum svo þvert yfir Laugardalinn heim til ömmu og afa. Ömmu fannst við stundum heldur lengi á leiðinni til þeirra, enda ýmislegt spenn- andi sem varð á veginum í gegnum Laugardalinn. Hún átti þá til að standa í stofuglugg- anum með kíki til þess að at- huga hvort við færum ekki örugglega út úr strætó á rétt- um stað á Suðurlandsbrautinni. Amma var alltaf vel til höfð; við systur vorum komnar á unglingsár þegar við komumst að því að hún litaði yfir gráu hárin, svo vel sinnti hún útlit- inu. Við minnumst þess t.d. eitt sinn þegar við vorum að flýta okkur út að hún stoppaði sér- staklega við spegilinn í forstof- unni til að setja á sig varalit því að hennar sögn hefði hún allt eins getað farið nakin út eins og að sleppa varalitnum. Orð sem við systurnar lifum eftir í dag. Margar minningar af Laug- arásveginum tengjast mat og sérstaklega sætindum. Fjöl- skylduboð, m.a. um jól og ára- mót, voru sannkallaðar veislur og sá amma alfarið um matseld og undirbúning sjálf. Amma passaði sérstaklega vel upp á að við barnabörnin færum aldr- ei svöng heim og gátum við allt- af gengið í kremkex og vín- arbrauð í kaffitímum. Hjá ömmu komumst við líka upp með að klára ekki matinn en fá samt sem áður eftirrétt, sem mátti aldrei heima. Við munum alltaf hugsa til ömmu með hlýju og kærleik og minnast indælu stundanna sem við áttum með henni. Hvíli hún í friði. Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga um sumarkvöld og máninn hengir hátt í greinar trjánna sinn hálfa skjöld, er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt – Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuð, af frið mín sál. Þá finnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð sé alheims mál – að allir hlutir biðji bænum mínum og blessi mig – við nætur gæzkuhjartað jörð og himinn að hvíli sig. En þegar hinzt er allur dagur úti og upp gerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: í slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag og rétta heimi að síðstu sáttarhendi um sólarlag. (Stephan G. Stephansson) Andrea Lilja, Agnes Eva og Arnar Kári. Agnes amma okkar lést á sunnudagsmorgun eftir margra ára baráttu við alzheimer. Þau eru mörg lýsingarorðin sem koma í hugann þegar við hugsum um hana ömmu okkar, umhyggjusöm, barngóð, yndis- leg, góðhjörtuð, þolinmóð og gestrisin. Hún var ótrúlega hlý og góð kona sem við munum ekki öðruvísi en með bros á vör. Alltaf var farið af hennar heim- ili með hlýju í hjarta og bros á vör. Ein af minningunum okkar er þegar amma hjálpaði Gunn- ari að læra ljóð utan að fyrir skólann en enn þann dag í dag getur hann ekki lært fjögurra línu ljóð utan að. Amma var svo ótrúlega þolinmóð og las þetta með honum aftur og aftur þar til ljóðið festist loks í minninu. Þetta hlutverk tók hún sér með glöðu geði, oftar en einu sinni. Amma hefur alltaf verið mjög barngóð, jafnvel þegar sjúk- dómurinn hafði náð tökum á henni og hún kunni engin skil á börnunum var hún alltaf til í leik. Hún elti börnin með bros á vör og kitlaði svo létt. Fyrsta minning Agnesar um ömmu sína var að sitja í fanginu henn- ar og klípa í handarbakið á ömmu gömlu þar sem húðin var farin að stirðna og hélst uppi í nokkurn tíma. Amma og afi voru mjög dug- leg að ferðast og njóta lífsins og fóru reglulega til Flórída og annarra sólarlanda, okkur krökkunum fannst þau alltaf vera erlendis. En þegar veik- indi ömmu versnuðu fór ferð- unum því miður að fækka. Árið 2002 var okkur sérstaklega minnisstætt því í stað þess að fara tvö saman í Flórídaferðina árlegu var allri fjölskyldunni boðið með í heljarinnar ferð með tilheyrandi stoppi í öllum mögulegum skemmtigörðum og við vorum dekruð sem aldrei fyrr. Heimsóknir á Laugarásveg- inn voru alltaf góðar þar sem við fengum alltaf kex og gos frá ömmu áður en blásið var í leik- ina fyrir Nintendo-tölvuna. Frá því við munum eftir okkur höf- um við alltaf eytt jóladegi á Laugarásveginum með allri fjölskyldunni. Það var toppur- inn á heimsóknunum og hefur alltaf verið einn af okkar uppá- haldsdögum ársins. Þá komum við öll saman, borðuðum síld og hangikjöt ásamt því að við spil- uðum spurningaspil langt fram eftir kvöldi og stundum fram á nótt. Amma stjanaði alltaf við okk- ur með nammi, kexi, gosi og öðru góðgæti sem var nauðsyn- legt eldsneyti fyrir unga heila á yfirsnúningi þegar spurninga- flóðið dundi á þeim. Það verður erfitt að upplifa jóladag án ömmu, hangikjötið og spilið verður líklega á sínum stað, en samt mun eitthvað vanta, eitthvað óáþreifanlegt, einhverja tilfinningu sem amma var svo góð að gefa af sér. Kær kveðja, þín barnabörn, Gunnar Birgir, Brynjólfur Anton og Agnes María. Virðing, þökk og söknuður er mér efst í huga þegar ég minn- ist systur minnar, þessarar prúðu stúlku og fallegu konu, sem bar alls staðar af með framkomu sinni. Takk fyrir alla ómetanlega samveru í þessu lífi, elsku syst- ir mín, minningin lifir. Ég veit að foreldrar okkar og Palla systir munu taka vel á móti þér með útbreiddan faðm- inn. Og úr draumadalnum þínum dularglöð í hinstu för leiðstu burt – með bros á vör. Þá var hljótt í huga mínum, – hörð mér þóttu lífsins kjör. Nú er ég glöð – og guðs í friði geymi vel hin liðnu ár. – Hníga af augum höfug tár. Geislarnir frá himins hliði hafa grætt mín dýpstu sár. Við skulum leiðast eilífð alla, – aldrei sigur lífsins dvín. Ég sé þig, elsku systir mín. Gott er þreyttu höfði að halla að hjarta guðs – og minnast þín. (Jóhannes úr Kötlum) Halldóra. Látin er Agnes Aðalsteins- dóttir og langar mig að minnast hennar nokkrum orðum. Ég kynntist Agnesi fyrst vorið 1978 þegar ég kom til landsins eftir nám erlendis. Ég var þá að hefja samstarf við eiginmann Agnesar, Brynjólf Sandholt, héraðsdýralækni í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Brynjólfur var á þeim tíma eini starfandi dýra- læknirinn í sýslunni og sé horft til dagsins í dag má nærri geta að álagið hafi verið mikið. Á þeim tíma var heimili héraðs- dýralæknisins undirlagt starf- seminni og tók eiginkonan virk- an þátt í því m.a. með umfangsmikilli símsvörun en þá voru ekki komnir símsvarar eða önnur nútímatækni. Var jafnvel sagt að dýra- læknir án konu gæti ekki starf- að sem slíkur. Þarna kynntist ég Agnesi og gerði mér fljótt grein fyrir því hvílíkt gull af manni hún var. Hún var hæv- ersk, tillitssöm og nærgætin. Aldrei sá ég hana skipta skapi eða láta í ljós að henni mislík- aði. Ávallt var hún kurteis í samskiptum við aðra og þá var hún glaðlynd. Hafa verður í huga að símsvörunin gat tekið á þegar óþolinmóðir viðskipta- menn dýralæknanna voru að reyna að ná í þá á annasömum dögum eða fyrir utan venjuleg- an vinnutíma. Gátu þeir þá látið ýmis orð falla en Agnes lét það aldrei á sig fá heldur svaraði af kurteisi og reyndi að leysa úr málunum; aldrei mátti greina á mæli hennar að henni mislíkaði. Þá aðstoðaði Agnes Brynjólf í aðgerðum og einnig mig þegar Brynjólfur var ekki heima og fór vel á með okkur. Þannig var Agnes ígildi dýrahjúkrunar- konu. Þar sem ég á þessum árum var mikið inni á heimili þeirra hjóna urðu kynnin nánari. Það varð að venju að á aðfangadag heimsótti ég Brynjólf og Agnesi ásamt börnum mínum og hélst sá siður í hátt í fjörutíu ár. Ávallt var Agnesi færð blóma- karfa sem keypt var í nálægri blómaverslun. Móttökur Agnesar voru alltaf einstakar og ljúfar og greyptist þessi stund svo inn í vitund barna minna sem töldu síðan að eng- inn væri jólaundirbúningurinn nema búið væri að heimsækja þau Agnes og Brynjólf á að- fangadag. En nú er Agnes gengin á vit hins ókunna og komið að enda- punkti. Blessuð sé minning Agnesar Aðalsteinsdóttur. Far- in er ljúf og góð kona. Brynjólfi og fjölskyldu hans votta ég og mín fjölskylda samúð á skiln- aðarstundu. Helgi Sigurðsson. Við andlát Agnesar vinkonu hrannast upp minningar sem tengjast okkur. Við vorum bara 14 ára þegar við hófum nám í Versló haustið 1949. Ég þekkti engan en fljót- lega kynntist ég fallegum og góðum stúlkum úr Vestur- bænum, þeim Agnesi og Imbu. Í 2. bekk bættust í hópinn þær Ella, Lísa, Olla og Birna og þá varð saumaklúbburinn Sjö- stjörnur til. Samstaða skóla- félaga okkar hefur verið ein- stök. Við fórum með Gullfossi í út- skriftarferð til Kaupmanna- hafnar árið 1953, árlega síðan höfum við farið með mökum í dagsferðir, og mörg undanfarin ár höfum við skólasystkinin hist mánaðarlega í kaffi. Agnes lifði góðu og viðburða- ríku lífi með sinni góðu fjöl- skyldu sem hún helgaði líf sitt. Hún var mannkostakona sem ég er þakklát fyrir að hafa átt að vinkonu og minningin um hana lifir. Við Þórhallur vottum ástvin- um hennar samúð okkar. Arnbjörg Örnólfsdóttir (Adda). Agnes Aðalsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.