Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016
Gréta Boða kynnir nýja
Rouge Allure Ink frá Chanel
og veitir faglega ráðgjöf í
Snyrtivöruversluninni Glæsibæ
miðvikudag, fimmtudag og föstudag.
finningar, en stjórnmálamennirnir
sýndu aðeins hlutleysi, gleði og
andstyggð og í raun og veru fyrst
og fremst gleði, að sögn Egle.
Örlítið salt bætir
Inga segir að gott sé að sýna
ákafa gleði og þeir sem skori
hæst í ákveðinni tegund tilfinn-
ingar séu líklegastir til að „smita“
kjósendur af sömu tilfinningu.
Hins vegar sé ekki nóg að vera
bara glaður, því viðkomandi þurfi
líka vera trúverðugur. Athygl-
isvert sé að enginn sýni reiði á
myndunum heldur reyni stjórn-
málamennirnir að vera glaðir og
jákvæðir. Lítil reiðitilfinning með
gleðinni geti verið eins og örlítið
salt út á súpuna, gert gott betra,
því rannsóknir sýni að reiði sé sú
tilfinning sem tengist aðgerðum.
Með myndunum séu stjórn-
málamenn að reyna að „selja“ eitt-
hvað og þá sé ekki gott að sýna
aðeins eina tegund af tilfinningu.
„Það er gott að vera glaður en
það er betra að sýna líka marg-
breytileika tilfinninga, sem hjálp-
ar til við að mynda ákveðinn kar-
akter eða persónuleika,“ segir
hún.
Stöllurnar skoðuðu einnig
myndir af fimm stjórnmálaleið-
togum í Litháen. Eftir að nið-
urstöðurnar voru birtar þar í
landi lagaði einn þeirra mynd af
sér. Þar sýndu stjórnmálamenn-
irnir líka fleiri tegundir af tilfinn-
ingum, en það er sannfærandi og
nauðsynlegt fyrir leiðtoga, að
sögn Egle.
Sinn er siður í hverju landi og
þó ákveðin tilfinning virki á ein-
um stað er ekki víst að hún gangi
í kjósendur á öðrum stað. Hlut-
leysi í andlitinu tákni fyrst og
fremst að viðkomandi hafi ekki
nýtt sér alla möguleika og hafi
misst af tækifærinu til þess að fá
kjósendur til liðs við sig. „Hlut-
leysistilfinning getur verið vísvit-
uð ákvörðun,“ segir Inga.
Geta ráðið úrslitum
Inga áréttar að miklu skipti að
koma til dyranna eins og hver er
klæddur og reyna ekki að sýnast
vera eitthvað annað en viðkom-
andi er. Stefnumál og reynsla
skipti mestu í stjórnmálum en
hafa beri í huga að myndir af
frambjóðendum geta haft áhrif á
kjósendur og tilfinningarnar, sem
koma fram á myndunum, skipti
máli. „Tilfinningar geta jafnvel
ráðið úrslitum,“ segir hún og vís-
ar til þess að ekki beri mikið á
því að fólk lesi stefnumál forseta-
frambjóðendanna í Bandaríkj-
unum heldur fylgist með svip-
brigðum þeirra. Rannsóknir hafi
staðfest það.
Ólöf og Sturla eru jákvæðustu
„smitberar“ stjórmálanna
Við „sölu“ tilfinninga er gott að vera glaður en betra að sýna líka margbreytileika tilfinninga
Sturla
Jónsson
Einar Aðalsteinn
Brynjólfsson
Oddný
Harðardóttir
Ólöf
Nordal
Morgunblaðið/Eggert
Bjarni Benediktsson Rannsakendur segja að lítil reiðitilfinning með gleðinni geti verið sem örlítið salt út á súpuna.
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ólöf Nordal, Sturla Jónsson,
Gunnar Bragi Sveinsson, Þor-
steinn Víglundsson og Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson sýna mestan
gleðisvip í úrtaki íslenskra stjórn-
málamanna, en
Einar Aðalsteinn
Brynjólfsson,
Oddný Harð-
ardóttir, Björt
Ólafsdóttir,
Kristján Þór
Júlíusson og
Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir
eru með hlut-
lausasta svipinn.
Þetta eru nið-
urstöður úr
könnun, sem
Inga Minelgaite
Snæbjörnsson,
nýdoktor við við-
skiptafræðideild
Háskóla íslands,
og Egle Vaiciu-
kynaite, dokt-
orsnemi við
KTU-háskólann
í Litháen, gerðu
á myndum af andlitum 18 stjórn-
málamanna. Tilgangur rannsókn-
arinnar var að kanna hvaða til-
finningar stjórnmálamennirnir
„seldu“ kjósendum með mest not-
uðu myndunum af sér.
Sjá má átta mismunandi tilfinn-
ingar á andliti fólks: hlutleysi,
gleði, undrun, sorg, reiði, ótta,
fyrirlitningu og andstyggð. Þegar
svipbrigði íslenskra landsliðs-
manna í knattspyrnu voru könnuð
á myndum með sama hætti fyrr í
sumar komu í ljós margskonar til-
Inga
Minelgaite
Egle
Vaiciukynaite
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis
hefur lagt fram frumvarp til fjár-
aukalaga fyrir árið 2016 og er það
með fremur óhefðbundnu sniði
miðað við undanfarin ár þar sem
frumvarpið tekur aðeins til tiltölu-
lega fárra ófyrirséðra útgjalda-
mála.
Er þar m.a. gerð tillaga um 100
milljóna króna framlag til lögreglu-
stjórans á Suðurnesjum til þess að
fjármagna aukna landamæravörslu
á Keflavíkurflugvelli vegna fjölg-
unar ferðamanna hingað til lands.
„Áætlað er að farþegum um ytri
landamæri á Keflavíkurflugvelli
fjölgi um 30% frá síðasta ári. Sam-
kvæmt mati Isavia lengist biðtími
farþega sem millilenda í Leifsstöð í
allt að 3 klst. á álagstíma ef árs-
verkum landamæravarða verður
ekki fjölgað um 8–9,“ segir í frum-
varpi fjárlaganefndar, en Isavia
hefur til bráðabirgða undanfarin ár
fjármagnað að hluta aukna gæslu.
Nefndarmenn gera einnig tillögu
um 38 milljóna króna framlag til
Stjórnstöðvar ferðamála í því skyni
að efla menntunarstig starfsfólks
innan ferðaþjónustunnar. „Fram-
laginu er ætlað að nýtast til stofn-
unar Þekkingarseturs ferðaþjón-
ustunnar og til að undirbúa
starfsnám í ferðaþjónustu,“ segir í
frumvarpi.
Framlag vegna nýs kerfis
Þá gerir fjárlaganefnd m.a. einn-
ig tillögu um 350 milljóna króna
framlag í tengslum við innleiðingu
á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir
heilsugæsluna.
„Gert er ráð fyrir að í tengslum
við nýtt kerfi þurfi að fjölga stöð-
um í heilsugæslunni, einkum heim-
ilislækna og hjúkrunarfræðinga,“
segir í frumvarpi nefndar.
Frumvarp til fjár-
aukalaga lagt fram
100 milljónir
vegna landamæra-
vörslu í Keflavík
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Frumvarp til fjáraukalaga
er nokkuð óhefðbundið í ár.