Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íbúðum í byggingu á höfuðborg-
arsvæðinu hefur fjölgað nokkuð frá
sama tíma í fyrra. Tæplega 3.000
íbúðir eru í byggingu, liðlega 500
fleiri en á sama tíma á síðasta
hausti. Er þessi fjöldi talinn ná-
lægt því að fullnægja þörf fyrir
nýjar íbúðir næstu tvö árin. Hins
vegar dugar þessi fjöldi ekki til að
minnka þann húsnæðisvanda sem
myndaðist þegar byggingafram-
kvæmdir stöðvuðust að mestu eftir
hrun.
Gamli vandinn óleystur
Samtök iðnaðarins telja reglu-
lega íbúðir í byggingu á höfuðborg-
arsvæðinu. Nú eru nærri 3.000
íbúðir í byggingu, eins og sést á
meðfylgjandi töflu. Hafa ekki fleiri
íbúðir verið í byggingu frá árinu
2010. Jón Bjarni Gunnarsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins, bendir á að þörf sé á að
bæta við 1.600 til 1.800 íbúðum á
ári á þessu svæði. Tæp tvö ár taki
að byggja hverja íbúð þannig að
þær 3.000 íbúðir sem nú eru taldar
í byggingu samsvari nokkurn veg-
inn þörfum markaðarins. Hins veg-
ar sé enn óleystur húsnæðisvand-
inn sem varð til eftir hrun og
ekkert saxist á hann á þessum
tíma.
Samkvæmt spá samtakanna um
þróunina næstu árin er útlit fyrir
að fleiri íbúðir verði tilbúnar á
árinu 2018 og sérstaklega á árinu
2019. Á síðarnefnda árinu er reikn-
að með að lokið verði smíði 2.800
íbúða og er það meira en 1.000
íbúðum yfir áætlaða þörf á ári.
Jón Bjarni bendir á að íbúðir
sem teknar eru til skammtímaleigu
fyrir ferðafólk rugli myndina.
Áætlað sé að 3.000 íbúðir hafi farið
í skammtímaleigu og samsvari það
tveggja ára þörf fyrir nýjar íbúðir.
Auka þurfi byggingamagnið sem
því nemur til að halda í við fjölgun
íbúa. „Það virðist ganga vel að
selja. Við sjáum nánast engar full-
búnar íbúðir standa tómar,“ segir
Jón Bjarni.
Megnið í fjölbýlishúsum
Talning SI sýnir að lítið er
byggt af einbýlishúsum og rað- og
parhúsum og eykst það lítið frá
fyrra ári. Tæplega 100 einbýlishús
eru í byggingu og 200 rað- og par-
hús. Megnið af íbúðunum er í fjöl-
býlishúsum og þar kemur aukn-
ingin einnig fram. Jón Bjarni segir
þó að þeir verktakar sem byggja
raðhús láti vel af sér og telji að
markaður sé fyrir fleiri hús, ef lóð-
ir fást.
„Það þarf að vera eðlilegt fram-
boð af lóðum. Framboðið hefur
minnkað mikið. Það er helst í
miðbæ Reykjavíkur og þar í kring
en það eru dýrar einingar. Fyrir
þá sem eru að kaupa í fyrsta skipti
þarf að vera hægt að byggja í út-
hverfum. Ekki er mikið af lóðum í
boði þar,“ segir Jón Bjarni. Þó má
segja að það eigi við um nýtt hverfi
á Völlunum í Hafnarfirði, Skarðs-
hlíð, sem nýlega var úthlutað til
eins verktaka, og Helgafellsland í
Mosfellsbæ.
Líf að kvikna á Selfossi
Samtök iðnaðarins könnuðu
markaðinn utan höfuðborgarsvæð-
isins að þessu sinni. Niðurstaðan
kemur ekki á óvart, lítið er byggt.
Jón Bjarni segir að lítið sé að ger-
ast á Akranesi og í Reykjanesbæ.
Þó sé að verða búið að selja allar
blokkirnar sem strönduðu í
Reykjanesbæ í hruninu og byrjað á
einhverjum nýjum. Þá sé líf að
kvikna á Selfossi. Þar sé verið að
hefja byggingu á tugum raðhúsa
og parhúsa og nóg til af tilbúnum
lóðum.
Talningar Samtaka iðnaðarins á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi íbúða í byggingu 2010-2016
Heimild: SI
Allar húsgerðir maí ´10 mar.´11 nóv.´11 sep.´12 feb.´13 sep.´13 mar.´14 okt.´14 mar.´15 okt.´15 okt.´16
Fokhelt og lengra komið 1.641 1.300 1.175 809 831 927 891 1.183 1.202 1.419 1.437
Að fokheldu 375 348 244 473 736 749 1.130 1.253 1.076 980 1.521
Samtals 2.016 1.648 1.419 1.282 1.567 1.676 2.021 2.436 2.278 2.399 2.958
Breyting -368 -229 -137 285 109 345 415 -158 121 559
Fjölbýli maí ´10 mar.´11 nóv.´11 sep.´12 feb.´13 sep.´13 mar.´14 okt.´14 mar.´15 okt.´15 okt.´16
Fokhelt og lengra komið 1.185 916 837 569 598 696 661 1.018 1.040 1.233 1.258
Að fokheldu 237 243 213 392 639 656 1.054 1.171 993 888 1.407
Samtals 1.422 1.159 1.050 961 1.237 1.352 1.715 2.189 2.033 2.121 2.665
Breyting -263 -109 -89 276 115 363 474 -156 88 544
Sérbýli maí ´10 mar.´11 nóv.´11 sep.´12 feb.´13 sep.´13 mar.´14 okt.´14 mar.´15 okt.´15 okt.´16
Fokhelt og lengra komið 456 384 338 240 233 231 230 165 162 186 179
Að fokheldu 138 105 31 81 97 93 76 82 83 92 114
Samtals 594 489 369 321 330 324 306 247 245 278 293
Breyting -105 -120 -48 9 -6 -18 -59 -2 33 15
Áætlaðar framkvæmdir næstu ár
Samtals á höfuðborgarsvæðinu
20172016 2018 2019
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2016 2017 2018 2019
Byrjað Lokið Byrjað Lokið Byrjað Lokið Byrjað Lokið
Reykjavík 520 544 1.439 512 1.650 678 900 1.571
Seltjarnarnes 10 35 30 29 85 10 85 30
Kópavogur 463 392 624 377 902 435 635 591
Garðabær 250 322 230 287 295 285 190 176
Hafnarfjörður 116 240 415 162 395 200 495 295
Mosfellsbær 370 150 110 150 110 370 70 120
Samtals 1.729 1.683 2.848 1.517 3.437 1.978 2.375 2.783
Breyting - byrjað 1.119 589 -1.062
Breyting - lokið -166 461 805
Byrjað
Lokið
Byggt í takti við þarfirnar
Um 3.000 íbúðir í byggingu 500 fleiri en fyrir ári Tveggja ára framleiðsla notuð fyrir ferðafólk
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir Víða er byggt. Hér er hellulagt í sundi á bak við Laugaveg.
Höfuðborgarsvæðið – spá SI 2015-2018
2016 2017 2018 2019
*Sá fjöldi sem þarf í venjulegu árferði til að mæta eftirspurn, eða 1.600-1.800 íbúðir, skv. áætlun SI.
Fj
öl
di
íb
úð
a
Heimild: SI
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
LokiðByrjað Viðmið*
2.7831.729 2.848 3.437 2.3751.683 1.517 1.978
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Hverfisgötu 105
Munið bílastæði á bak við hús
Við erum á facebook
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Yfirskattanefnd hafnaði því í úrskurði
sínum á dögunum að einkahlutafélag
sem rekur einangrunarstöðvar fyrir
gæludýr fengi að skilgreina starfsemi
sína sem „aðra gistiþjónustu“ í skiln-
ingi virðisaukaskattslaga. Taldi félagið
að sala þess á þjónustu félli undir hið
lægra skatthlutfall virðisaukaskatts en
yfirskattanefnd dró þá ályktun að með
orðalaginu „önnur gistiþjónusta“ væri
vísað til sölu á gistiþjónustu sem væri
hliðstæð útleigu hótel- og gisti-
herbergja.
Ekki þótti fara á milli mála að starf-
semi félagsins, þ.e. vistun gæludýra í
tilgreindan tíma eftir komu þeirra til
landsins þar til heilbrigðisyfirvöld hafa
samþykkt eða synjað innflutningi dýr-
anna, yrði ekki felld undir orðalagið
„önnur gistiþjónusta“ samkvæmt lög-
unum.
Yfirskattanefnd staðfesti þannig
með úrskurði sínum ákvarðanir emb-
ættis ríkisskattstjóra sem gerði félag-
inu skylt að greiða 24% virð-
isaukaskatt í stað 11%.
Löggjafinn verði að vera skýr
Þá hélt félagið því fram að þar sem
ekki væri minnst á dýravistun eða
aðra þjónustu við gæludýraeigendur í
lögum um virðisaukaskatt yrði að telja
umrædda þjónustu falla undir almenn
ákvæði laganna. Hefði vilji löggjafans
staðið til þess að gistiþjónusta gælu-
dýra yrði í efra skattþrepi, ætti það að
koma skýrt fram í lögum eða reglum.
Ríkisskattstjóri hafnaði útskýr-
ingum félagsins og tilkynnti því í kjöl-
farið að virðisaukaskattskýrslunum
hefði verið hafnað og virðisauka-
skattur því ákvarðaður.
Yfirskattanefnd tók fram að þrátt
fyrir yfirlýsingar félagsins um að það
veitti ekki þjónustu heldur aðeins vist-
un bentu upplýsingar á heimasíðu
þess til annars. Þá sé forsaga ákvæðis
virðisaukaskattslaga skýr varðandi
það hvað felist í orðalaginu „önnur
gistiþjónusta“.
Gæludýravistun í hærra þrep
Vistun gælu-
dýra er ekki „önn-
ur gistiþjónusta“
Morgunblaðið/G. Rúnar
Vistun Einkahlutafélagið rekur ein-
angrunarstöð fyrir gæludýr.