Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016
Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins
til kaupa á nýjum tækjum til brjóstakrabbameinsleitar.
Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar
enn á ný með bleikum taxaljósum.
Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl!
„Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október.
Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili
árvekniátaks Krabbameinsfélagsins
í október og nóvember
Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins
Tökum
bleikan
bíl!
SÆKTUAPPIÐ
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
Sæktu þér
Hreyfils appið
og pantaðu bleikan bíl.
Farsælt
samstarf
frá 2007
Þið vitið ekki alltaf
af því, en stanslaust
er reynt að seilast í
fjármuni sem þið haf-
ið lagt í lífeyrissjóð.
Í Morgunblaðinu
29. september sl. er
grein þar sem vakin
er athygli á að Sam-
tök fjármálafyr-
irtækja beina því til
Alþingis að lífeyr-
issjóðum verði gert óheimilt að
lána beint til ykkar.
Markmiðið virðist vera að
ramma athafnir lífeyrissjóða inni
svo þeir geti ekki hreyft sig nema
með milligöngu og þóknunum
fjármálastofnana.
Ef þetta gengur eftir, munið
þið framvegis taka lán hjá ykkar
lífeyrissjóði með því að lífeyr-
issjóðirnir kaupa skuldabréf af
bönkunum og bankarnir nota síð-
an þá peninga til að lána ykkur
samkvæmt sinni gjaldskrá og
vöxtum.
Þannig dreifist öryggi ykkar líf-
eyris ekki lengur á herðar tug-
þúsunda lántaka sjóðanna, heldur
á 5 til 6 lánastofnanir sem selja
lífeyrissjóðunum skuldabréf.
Flestar þessara lánastofnana urðu
gjaldþrota haustið 2008, en risu
upp frá dauðum með nýjum
kennitölum. Engin ríkisábyrgð
verður á skuldabréf-
unum.
Það virðist ekki
duga bönkunum að
borga aðeins 0,75%
innlánsvexti til al-
mennings ef hann
kemur með pen-
ingana sína í banka,
en innheimta 13%
vexti ef fólk þarf á
láni frá þeim að
halda.
Fleira þarf greini-
lega að koma til.
Bankar þurfa að bæta sér upp
„óhagstæðan“ vaxtamun. Þókn-
anir og vextir hafa hingað til ver-
ið lægri hjá lífeyrissjóðunum. Þeir
greiða ekki bónusa svo maður hafi
nú smá samúð með bönkunum.
En bankar og þeirra samtök vilja
losna við þessa samkeppni. Þeir
vita að það tekur engin maður
með heilbrigða skynsemi íbúð-
arlán hjá banka, ef hann á kost á
láni frá sínum lífeyrissjóði.
Ykkur er líka bent á að í nýju
frumvarpi fjámálaráðherra er sett
fram ákaflega pen og nett breyt-
ing á núgildandi lögum um lífeyr-
issjóði.
Breytingin er að ykkar lífeyr-
isjóður megi lána félagi í Sam-
tökum fjármálafyrirtækja, hluta-
bréf eða skuldabréf sem kunna að
hvíla í læstum peningsskáp eða á
rafrænu skýi hjá sjóðunum, eng-
um til gangs að mati nafnlauss
höfundar að greinargerð sem
fylgir frumvarpinu.
Þar er þessu nánar lýst með
flottu, faglegu orðalagi þar sem
skynsemin bókstaflega drýpur af
hverju orði;
„Þannig geta lífeyrissjóðir
fengið tekjur af því að lána verð-
bréf sem annars lægju óhreyfð í
eignasöfnum þeirra auk þess sem
virkni markaða er meiri ef verð-
bréf sem lífeyrissjóðir kaupa til
að eiga til langs tíma eru nýtt í
verðbréfalánaviðskiptum. Aukin
virkni leiðir til betra markaðs-
umhverfis í formi skilvirkari verð-
myndunar.“
Ég bendi ykkur á að ástæðan
er ekki sú að Samtök fjármálafyr-
irtækja eigi nóg pláss í sínum
hirslum eða þau hugsi sér að
ramma þessi skjöl inn og hafa til
skrauts. Nei, ágætu sjóðsfélagar,
þetta er ekki eins og útlán Borg-
arbókasafnsins.
Þetta gerir meðlimum Samtak-
anna kleift að fá lánuð ykkar bréf,
selja bréfin svo á markaði í miklu
magni, þannig að þunnur mark-
aðurinn hér á landi bregðist við
með verðfalli. Þetta er tilgang-
urinn og er kallað skortsala á fag-
máli.
Ef þessi aðgerð lánast vel, þá
kaupir meðlimur Samtakanna
bréfin til baka fyrir lítið og skilar
þeim aftur til ykkar lífeyrisjóðs.
Starfsmenn meðlima samtakanna
fá svo bónus fyrir alla snilldina,
en þið fáið skerðingu á lífeyr-
isréttindum ykkar ef verðfallið
gengur ekki tilbaka. Fyrir þetta
fær sjóðurinn ykkar dálitla þókn-
un fyrir útlánið. Það eru tekj-
urnar sem talað er um í grein-
argerðinni.
Orðalagið „skilvirk verðmynd-
un“ þýðir sveiflur á verði. Þá fyll-
ast menn áhyggjum og fara að
kaupa og selja í gríð og erg. Það
er ekkert hægt að græða á stöð-
ugu verði verðbréfa, fjár-
málastofnanir græða á verðsveifl-
unum, kyrrstaða eða hæg þróun
skilar þeim engu.
Það er ekkert skrítið að vissir
stjórnmálaflokkar hafa misst mik-
ið fylgi á undanförnum árum.
Þjónkun við hagsmunasamtök á
kostnað almennra launþega af
þessu tagi hefur gert það að verk-
um að sífellt færri sjá hag sínum
borgið með því að styðja stjórn-
málamenn sem umgangast fjár-
hagslega hagsmuni stórra hópa
fólk með þessum hætti.
Engu líkara er en að fjár-
málaráðherra ímyndi sér að fleiri
atkvæði komi frá Samtökum fjár-
málastofnana og þeim sem þar
þiggja bónusa, en frá sjóðs-
félögum lífeyrissjóða, því það sem
hann er að gera er klárlega and-
stætt hagsmunum gríðarlega
stórs hóps.
Hann getur varið sig með því
að fullyrða að þetta sé bara heim-
ildir fyrir stjórnendur sjóðanna,
en þeir eru að stórum hluta skip-
aðir af sambærilegum hagsmuna-
samtökum. Sjóðfélagar hafa enga
stöðu til að hafa áhrif á gang
mála, en hafa vissa vörn í lögum.
Alvarlegast er þó ef banna á líf-
eyrissjóðum að lána til sinna sjóð-
félaga.
Ég er ekki hissa þótt margir af
ykkur sjóðsfélögum vilji ekki
halda fólki við völd sem aðstoðar
óprúttna aðila við hagnýtingu á
ykkar eignum. Þetta er sorglegt
því ég tel að ríksstjórnin sé sam-
sett af þeim alþingismönnum sem
hafa mestu skynsemina til brunns
að bera, þótt ekki sé endilega
hætta á að menn falli úr háum
söðli hvað það varðar, eins og því
miður dæmin sýna. Ef þessir
stjórnmálamenn fara ekki að átta
sig á hlutunum, mun fylgi þeirra
halda áfram að kvarnast af þeim
á næstu árum.
Eftir Hlyn Jónsson
Arndal » Þannig dreifist ör-
yggi ykkar lífeyris
ekki lengur á herðar
tugþúsunda lántaka
sjóðanna, heldur á 5 til 6
lánastofnanir sem selja
lífeyrissjóðunum
skuldabréf.
Hlynur J. Arndal
Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
Ábending til greiðenda í lífeyrissjóði