Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alveg einstaklega hagstætt sumar til kartöfluræktar er að baki, eitt það albesta í manna minnum, að sögn Bergvins Jóhannssonar bónda á Áshóli í Grýtubakkahreppi í Eyja- firði, en hann er formaður Lands- sambands kartöflubænda. „Það verður til nóg af góðum íslenskum kartöflum langt fram á næsta sum- ar,“ segir Bergvin. Kartöflubændur eru að mestu leyti búnir að taka upp og koma kartöflunum í hús. Víða var upp- skeran svo góð að ekki var nægilegt geymslupláss fyrir hana alla. „Roll- urnar og hestarnir fá það sem um- fram er. Dýrin eru sólgin í nýjar kartöflur,“ segir Bergvin. Hvergi næturfrost Helstu kartöfluræktunarsvæði landsins eru í Þykkvabæ, sem er stærst, í Eyjafirði og Hornafirði. Oft hefur veðráttunni verið misskipt milli landshluta en nú bar svo við að sumarið var hagstætt um allt land. Það hjálpaði líka til að hvergi komu næturfrost og engir sjúkdómar komu upp svo vitað sé. Þetta er ann- að árið í röð sem uppskeran er svona góð. Gróðurinn tók snemma við sér í sumar og því voru nýjar kartöflur komnar í verslanir í byrjun júlí. Bergvin lauk við að taka upp kart- öflur um miðja síðustu viku. Bændur í Eyjafjarðarsveit hafa hins vegar lent í vandræðum vegna þess hve jarðvegurinn var blautur. Gátu þeir ekki komið tækjunum í kartöflu- garðana vegna bleytu. Þó er vonast til að þeir nái að ljúka upp- skerustörfum áður en frystir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppskera Nóg verður til af íslensk- um kartöflum fram á næsta sumar. Mjög góð kartöfluuppskera  Komu ekki allri uppskerunni í hús  Dýrin fá að njóta Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í síðustu viku var sam- þykkt samhljóða sú tillaga að láta stjórn Strætó bs. kanna fýsileika næturaksturs á stofnleiðum um helgar. Er þar nefndur tíminn frá hálfeitt til fjögur aðfaranætur laugardags og sunnudags, á hálftíma eða klukkustundar fresti. Jafnframt var samþykkt að láta stjórn Strætó gera kostnaðar- og ábatamat á því að aksturstími Strætó yrði til kl. 1 að nóttu alla virka daga og á laugardagskvöldum. Með tillögu um næturaksturinn segir m.a. í greinargerð að lengi vel á 9. og 10. áratugnum hafi borg- arbúar gengið að því vísu að geta tekið strætisvagn heim eftir menn- ingarviðburði. Það eigi ekki að vera skilyrði að fara akandi á eigin bíl eða taka kostnaðarsaman leigubíl heim ef kvöldskemmtun ljúki nærri mið- nætti. Hugað þarf að kostnaði „Þátttaka í menningarviðburðum og rómuðu skemmtanalífi borg- arinnar ættu ekki að vera forréttindi þeirra sem búa nærri miðborginni eða hafa ráð á leigubílum. Þá verður ekki litið framhjá því að margt vinn- andi fólk sem vinnur vaktir eða á ótýpískum tíma sólarhrings getur farið á mis við kosti þess að nota strætó á leið til eða frá vinnu ef akst- urstíma er þröngt sniðinn stakkur. Markmið Strætó og Reykjavík- urborgar ætti að vera að gera bíl- lausan lífsstíl mögulegan allan sólar- hringinn,“ segir í greinargerðinni. Jóhannes Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs, segir að málið verði skoðað út frá því hvar eftirspurnin sé eftir næturakstri. Of snemmt sé að segja til um hvaða leiðir þetta yrðu, huga þurfi að kostnaði og fleiri þáttum. bjb@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Safnanótt Næturakstur strætó um helgar á stofnleiðum er í skoðun. Næturakstur um helgar til skoðunar Ekki var flogið frá Reykjavík til Ak- ureyrar fyrri hluta dags í gær vegna stormviðvörunar. Því varð að fresta fundi sem vera átti í Menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri í gær um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri átti að vera einn af fram- sögumönnum á fundinum en komst ekki norður vegna veðurs, segir í frétt frá Akureyrarbæ. Aðrir frum- mælendur áttu að vera Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og fulltrúi frá ISAVIA. Nýr fundur verður boðaður innan tíðar. „Mikill styr hefur staðið um stað- setningu Reykjavíkurflugvallar hin síðari ár. Vangaveltur hafa verið um hvort flytja eigi innanlands- flugið til Keflavíkur eða leggja nýj- an flugvöll í Hvassahrauni. Á síðari árum hafa bæjarstjórn og bæjarráð Akureyrar ítrekað bókað um Reykjavíkurflugvöll og mikilvægi hans,“ sagði í tilkynningu þegar fundurinn var boðaður. Fundi um flugvöll var frestað vegna stormviðvörunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.