Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Samfélagsvef-urinn Face-book lýtur sínum eigin lög- málum. Það sem fram fer á vefnum er yfirleitt sak- laust, fólk setur þar myndir úr ferðalögum og af barnabörn- um og birtir glefsur úr lífi sínu. En vefurinn á sér einnig skuggahliðar. Margir nota vefinn til að ausa úr sér galli og vilpu og atferlið getur ver- ið yfirgengilegt. Úrræði þeirra, sem fyrir slíku verða, eru hins vegar ekki mörg. Þá er Facebook andlitslaust bákn, sem ekki er hægt að nálgast. Í nýjasta tölublaði tímarits- ins Der Spiegel birtist grein um Facebook undir fyrirsögn- inni Hatursvélin. Þar segir að í Þýsklandi sé bannað að af- neita helförinni og ofsækja fólk, en á síðum Facebook sé allt hægt. Í greininni er rakin saga leikkonunnar Jennifer Ulrich. Fyrr á árinu birti hún myndir af því þegar íbúar í bæ í Sax- landi umkringdu rútu með flóttamönnum og gerðu aðsúg að þeim. „Ég skammast mín fyrir að vera Þjóðverji þegar ég sé myndirnar frá Claus- nitz,“ skrifaði hún meðal ann- ars. Brátt tóku að berast hót- anir frá fólki, sem ekki skrif- aði undir réttu nafni. Einn sagði að taka ætti keðjusög og saga forljótt andlitið á henni í spað. Annar sagði að dagur reikningsskilanna nálgaðist og þá myndi hann koma til að ráða niðurlögum Ulrich og hennar líka með sem blóð- ugustum hætti. Ulrich kallar ekki allt ömmu sína, en fannst svo langt gengið að hún ákvað að fara með málið til lögregl- unnar og biðja Facebook um að loka á umrædda notendur. Facebook lofar að fara rækilega yfir slíkar at- hugasemdir og segir í reglum vefjarins að einelti og ónot verði ekki liðin. Tveimur dög- um eftir að hún sendi at- hugasemdirnar barst svar. Niðurstaða Facebook var að færslurnar brytu ekki gegn samfélagsstöðlum vefjarins. Engar skýringar voru gefnar og engin frekari rök. Ulrich spurði þá í færslu á Facebook hvað þessir „vina- legu“ notendur Facebook hefðu þurft að skrifa til að ástæða þætti til að þurrka ummæli þeirra út. Hún komst fljótt að því. Facebook þurrkaði færsluna hennar út og lét ekki þar við sitja heldur lokaði líka á aðgang hennar að vefnum. Það var reyndar dreg- ið til baka, en fyrstu viðbrögð segja sína sögu. Í raun er verið að gefa til kynna að það megi dásama Hitler, en ekki finna að vinnu- brögðum Facebook. Tilfelli Ulrich er síður en svo einsdæmi. Þarna var hins vegar þekkt kona á ferð og at- hygli var vakin á máli hennar í fjölmiðlum. Lögreglan í Þýskalandi á í stökustu vandræðum með að framfylgja þýskum lögum þegar kemur að haturs- umræðu. Facebook bregst við með svörum, sem berast með undirskrift á borð við Face- book-teymið. Engin leið er til að fá upplýsingar um það hvernig mál eru afgreidd hjá fyrirtækinu eða þegar spurt er hvaða reglur gildi, er því svarað til að tilfellin séu svo ólík að ekki sé hægt að svara því. Erfitt er að átta sig á hversu margar athugasemdir berast Facebook á dag, en út frá fjölda notenda má ætla að þær nemi þúsundum. Á Ír- landi sitja síðan nokkrar hræður og eiga að afgreiða þær. Það er því kannski ekki furða að svörin séu óljós og lítt upplýsandi eins og í tilfelli Ulrich. Í greininni í Der Spiegel er leitt getum að því að tregðu Facebook í þessum málum megi rekja til þess að færslur af þessum toga skapi heil- mikla umferð á félagsvefnum. Ef þær hyrfu myndi umferðin minnka og þar með tekjurnar. Þýsk lög um prentfrelsi eru ströng og sá sem gefur út eða dreifir refsiverðum ummæl- um getur ekki skýlt sér bak við það að hann sé ekki höf- undur. Ritstjórar bera ábyrgð á því sem stendur í lesenda- bréfum og birting getur jafn- vel leitt til lokunar á miðli. Nema þegar Facebook á í hlut. Svo er komið að margir fá allar sínar upplýsingar í gegnum Facebook. Þar rekast þeir á fréttir og annað. Út á hinn mikla fjölda notenda er Facebook orðið stórveldi á auglýsingamarkaði. Völd og áhrif Facebook eru mikil, en fyrirtækið skorast undan þeirri ábyrgð, sem aðrir fjöl- miðlar lúta. Hið alþjóðlega risafyrirtæki lítur greinilega svo á að það sé yfir lög ein- stakra ríkja hafið og birtir hvað sem er á meðan sjóðirnir tútna út. Á Facebook geisa ofsóknir og hatur án þess að nokkur fái rönd við reist} Ríki í ríkinu Þ að er fallegt yfir Facebook að líta nú. Fréttavegginn hjá mér prýðir nú fjöldi mynda af Facebook- vinum í barnæsku með móður sinni. Myndirnar eru merktar #fyrirmömmu og vísa til söfnunarátaks Bleiku slaufunnar í ár sem ber yfirskriftina „Fyrir mömmu“. Bleika slaufan er í ár tileinkuð brjósta- krabbameini sem er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum, rúmlega 200 greinast á ári hverju og því eru þær margar mömmurnar sem hafa þurft að fara í gegnum brjósta- krabbameinsmeðferðir. Sem betur fer læknast flestar eða ná að lifa með sjúkdómn- um í mörg ár en samt látast 40 konur úr hon- um á hverju ári. Ágóðanum af sölu Bleiku slaufunnar í ár verður varið óskertum til end- urnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjósta- krabbameini. Slaufan kostar 2000 kr og er þeim pening vel varið, hann á kannski eftir að bjarga einhverjum mömmum. Þó tilgangurinn með Bleiku slaufunni sé ekkert gleði- efni þá er átakið #fyrirmömmu ansi skemmtilegt. Það er gleðilegt að sjá Facebook-vini sína litla og krúttlega í fangi foreldra sinna á hinum ýmsu tímaskeiðum. Að gramsa í liðnum tíma getur þó grafið ýmislegt upp. Þegar ég fór í þá vinnu heima hjá foreldrum mínum í vik- unni að finna mynd af mér lítilli í fangi móður minnar komst ég að því að slík mynd var vandfundin. Í lok átt- unda áratugarins var ekkert verið að spreða í myndir, þær voru yfirleitt bara teknar við sérstök til- efni auk þess sem það var oftast móðir mín sem var myndasmiðurinn og því sjaldnast myndefnið sjálf. Svo komst ég að þeim bitra sannleika að miðjubarn er aldrei eitt á myndum. Á öllum myndum af mér frá því ég var ungabarn og til fjögurra ára aldurs er eldri systir mín með, eftir fjögurra ára aldur bætist yngri bróðir minn við og svo eftir átta ára aldur bætist litla systir í hópinn. Í yfirreið minni yfir myndaal- búmin komst ég að því að aðeins eldri systir mín og sú yngri eru einar með mömmu á nokkrum myndum; sú eldri af því að hún var þá eina barnið og sú yngri því þá var tíminn annar, komin ný myndavél og farið að spreða filmunni. Eftir dálítið grúsk fann ég þó eina mynd af mér með mömmu, heimilishundinum og mjög miklu af gulum bárujárnsvegg. Ég hrósaði sigri og setti hana inn á Facebook til þess eins að komast að því að auðvitað var hún verk eldri systur minnar sem var ekki lengi að monta sig af þessari fyrstu ljósmynd sinni á Facebook-veggnum mínum. Eldri systir mín hefur líka oft vit fyrir mér og hún benti mér í leiðinni á ástæðu þess að við tvær vorum saman á öllum myndum, það var til að spara flasskubb- inn, líklega filmuna og framköllunina líka. Það þurfti að ná hámarksnotkun úr hverjum kubbi með því að hafa alla saman á einni mynd. Ég gat því ekki strítt systur minni á því að hafa troðið sér inn á allar barnamyndir af mér, við vorum bara uppi á tímum kubbsins. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Tímar Facebook og flasskubbsins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Þetta fór af stað þegar súhugmynd að endurræsaElliðaárvirkjun var borin áborð borgaryfirvalda. Hún vakti áhuga og þá var ákveðið að nota tækifærið og rýna Elliðaárdal- inn alhliða enda var þörf á því,“ segir Snorri Sigurðsson, líffræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og starfsmaður starfshóps um sjálfbæran Elliðaár- dal, en starfshópurinn var skipaður á fundi borgarráðs Reykjavík- urborgar í mars á síðasta ári með það hlutverk að gera tillögur að framtíðarskipulagi og fjármögnun á umhirðu og rekstri dalsins. Sér- staklega skyldi marka skýra sýn varðandi Toppstöðina og skoða fýsi- leika þess að endurvirkja Elliðaár- virkjun með sjálfbæra raforkufram- leiðslu að markmiði. Hópurinn hefur nú skilað af sér lokaskýrslu sem samþykkt var af borgarstjórn í fyrradag. „Mörg af þessum verkefnum eru langtíma- verkefni og skilgreina hvert verið er að stefna í framtíðinni,“ segir Snorri en stefnt sé að því að tillögurnar verði komnar í farveg innan þriggja ára. Toppstöðinni fundið hlutverk „Það sem er kannski mest áber- andi varðandi umræðu um Elliðaár- dalinn er samspil hjólandi og ann- arrar umferðar, sérstaklega gangandi,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og starfshóps- ins, en lagt er til í skýrslunni að styrkja rafstöðvarveginn sem hjóla- braut. „Við erum að vonast til að með því að bæta aðstæður þar, þá leysist málið af sjálfu sér og ekki þurfi að fara í neinar hindranir.“ Þá sé almennur vilji til að Topp- stöðin verði ekki rifin en þar er nú rekið frumkvöðlasetur en áður raf- orkuver. „Það er óumflýjanlegt að umferð um dalinn muni aukast með fólksfjölda og að ferðamenn sæki að einhverju marki þangað sem heima- menn telja vera áhugaverða staði. Það er því upplagt að kanna hvort einhverjir geti séð færi í að nýta Toppstöðina til þess,“ segir Björn en lagt er til í skýrslunni að efna til hugmyndasamkeppni um þá starf- semi sem gæti átt heima í Toppstöð- inni og þannig verði höfðað til áhugasamra fjárfesta. Fjölgun ferðamanna kalli þó ekki á sérstakt átak til að hvetja þá til að gera Elliðaárdalinn að við- komustað sínum þó þeir séu alltaf velkomnir. Innnviðir dalsins þurfi þó að vera í lagi og afþreying til staðar. Það hafi einnig verið aðlaðandi hugmynd að endurræsa Elliðaár- virkjun en það sé hins vegar kostn- aðarsamt og ekki ábatasamt, sam- kvæmt upplýsingum frá eiganda hennar, Orkuveitunni. „Það er held- ur ekki hægt að keyra hana af full- um krafti því þá hefur það áhrif á laxveiðina og ljóst að hugmyndin um að virkjunin sé tekjulind til innviða- uppbyggingar í dalnum er ekki raunhæf – hvað sem síðar kann að verða.“ Starfshópurinn ályktaði því á þann veg að ekki væri skyn- samlegt að endurvekja virkjunina en ástæða væri til að kanna aðra notk- un húsnæðisins, til dæmis sem orku- sögusafn. Nýtt deiliskipulag Vinna við nýtt deiliskipulag fyr- ir Elliðaárdalinn hefst á næsta ári og segir Björn að sú vinna verði sett í forgang en gildandi deiliskipulag sé 22 ára gamalt. Þá hafi íbúar í kring- um dalinn og aðrir velunnarar tekið vel í tillögur hópsins og bætt við gagnlegum ábendingum í ferlinu. Vilja ekki endurræsa Elliðaárvirkjun Morgunblaðið/Styrmir Kári Elliðaárdalur Starfshópur um sjálfbæran Elliðaárdal skilaði lokaskýrslu með tillögum að framtíðarskipulagi í dalnum. Gera þarf nýtt deiliskipulag. Sarfshópurinn um sjálfbæran Elliðaárdal leggur einnig til að fyrirkomulagið á veiðileyfum í Elliðaánum verði endurskoðað með það að markmiði að auka tekjuöflun sem hægt væri að nýta fyrir nauðsynlega inn- viðauppbyggingu og umhirðu í Elliðaárdalnum eða frekari vöxt fræðslu- og kynning- arstarfs. Þessi tillaga skuli unnin í samráði við Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem eitt hefur að- gang að laxveiðum í Elliðaám og stjórnar útdeilingu veiði- leyfa. „Það verður þó áfram lykil- markmið með veiðunum að þær séu opnar öllum sem hafa áhuga á,“ segir Snorri Sigurðsson, starfsmaður hópsins, en þróunin verði ekki sú sama og í öðrum lax- veiðiám landsins þar sem kostnaður við veiðileyfið sé fólki oft hindrun. Auki tekjur af veiðileyfum VEIÐAR Í ELLIÐAÁM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.