Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016
BARNAGÆSLA
VERÐ1.250,-fyrir barniðSystkynaafsláttur25%
Barnapö
fyrir k
krakk
*3 ára og el
Börn geta dvalið í allt a
ssun
áta
a*
dri.
ð 2 klst. í sen
www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind
SKEMMTUN FYRIR ALLA!
Í fyrradag höfðu 428 einstaklingar
kosið utan kjörfundar vegna al-
þingiskosninganna hjá sýslumann-
inum á höfuðborgarsvæðinu.
Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðs-
stjóri hjá embættinu, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að á
milli 40 og 50 manns hefðu kosið ut-
an kjörfundar dag hvern.
Framboðsfrestur rennur ekki út
fyrr en föstudaginn 14. október,
eða hálfum mánuði fyrir kjördag.
Atkvæðagreiðsla utan kjör-
fundar hófst þann 21. september
sl., eða fimm og hálfri viku fyrir
kjördag, en alla jafna stendur utan-
kjörfundaratkvæðagreiðsla í átta
vikur.
266 höfðu kosið utan kjörfundar
hjá sýslumannsembættinu í
Reykjavík á sambærilegum tíma
fyrir kosningar árið 2013, en emb-
ætti sýslumannsins á höfuðborg-
arsvæðinu var ekki stofnað fyrr en
1. janúar 2015 með samruna sýslu-
mannsembættanna í Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði, þannig að
tölurnar í ár eru ekki sambærilegar
við tölurnar frá 2013.
Bergþóra segir að kosið sé utan
kjörfundar hjá embættinu við
Skógarhlíð, en 16. október flytjist
atkvæðagreiðslan í Perluna, þar
sem hægt verður að kjósa dag
hvern frá kl. 10-22 til 28. október. Á
kjördag, 29. október, verður hægt
að kjósa í Perlunni frá kl. 10-17, en
einungis þeir sem búa úti á landi
geta kosið þar þann dag.
agnes@mbl.is
428 hafa kosið utan kjör-
fundar vegna þingkosninga
Morgunblaðið/Ómar
Flytur Embætti sýslumannsins verð-
ur bráðlega flutt í Kópavog.
Einungis er
kosið á einum stað
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, skoraði á
þingfundi í gær á Ólöfu Nordal inn-
anríkisráðherra og barnaverndaryf-
irvöld á Íslandi að beita sér í máli
fimm ára drengs sem norskur dóm-
stóll fól í umsjá barnaverndaryf-
irvalda í Noregi. Forsjá var dæmd af
móðurinni af norskum dómstól og
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð-
aði í gærmorgun að barnavernd-
arnefnd í Kristianstad í Noregi hefði
heimild til að fjarlægja drenginn úr
umsjá móður sinnar hér á landi og
flytja hann til Noregs í fóstur þar
sem móðirin bjó.
Oddgeir Einarsson, lögmaður
móður drengsins, segir að úrskurð-
urinn verði kærður til Hæstaréttar.
Úrskurðurinn er á grundvelli
Haag-samningsins frá 1980 og ís-
lenskra laga m.a. um viðurkenningu
og fullnustu erlendra ákvarðana um
forsjá barna og afhendingu brott-
numinna barna.
Ekki náðist í Ólöfu Nordal við
vinnslu fréttarinnar en frá innanrík-
isráðuneytinu fengust þau svör að
ráðuneytið „fari ekki í málið“ með
vísan í Haag-samkomulagið.
Heiða Björg Pálmadóttir, lög-
fræðingur hjá Barnaverndarstofu,
segir að þegar flutt sé búferlum taki
barnaverndaryfirvöld í viðkomandi
landi alfarið við málinu. Barna-
verndaryfirvöld hérlendis hafi því
ekki tök á inngripi í tilfelli sem
þessu. „Alveg eins og þegar við ger-
um kröfur á að fólk fari eftir íslensk-
um lögum og reglum þegar það flyt-
ur til Íslands, þá gerist slíkt hið
sama í útlöndum,“ segir Heiða.
Ekkert útilokað
Fram kom í viðtali Vísis við ömmu
drengsins að móðursystir hans hefði
boðist til þess að taka við forsjá hans
en norsk barnaverndaryfirvöld hafi
hafnað því. Að óbreyttu mun móðir
drengsins fá að hitta hann tvisvar á
ári þar til hann verður 18 ára. Spurð
hvort útilokað sé að barnið fari í
umsjá einhvers fjölskyldumeðlims
að því gefnu að viðkomandi standist
kröfur norskra yfirvalda telur Heiða
svo ekki vera. „Það er ekkert of
seint. Dómurinn varðar fyrst og
fremst það að barnið eigi að fara í
umsjá barnaverndaryfirvalda sem
fara með forsjá þess, en ekkert um
það hvar drengurinn á að dvelja, “
segir Heiða.
Mannréttindabrot
Á Alþingi í gær sagði Ragnheiður
að verið væri að fremja mannrétt-
indabrot á íslenskri fjölskyldu. „Við
tölum um mannréttindabrot á pólsk-
um konum og tölum um mannrétt-
indabrot á fólki í Sýrlandi. Fyrir mig
sem þingmann, fyrir mig sem móður
og ömmu þá er þetta mannréttinda-
brot sem ég get ekki sætt mig við,“
sagði Ragnheiður í ræðu sinni.
Í samtali við Morgunblaðið segist
Ragnheiður ekki hafa sett sig inn í
málið umfram það sem fram hefur
komið í fjölmiðlum. „Ég nota ekki
orðið mannréttindabrot í flimtingum
en mér finnst mannréttindi brotin á
þessum litla dreng, alveg óháð því
hvort mamma hans er virkur alkó-
hólisti eða ekki. Mér finnst mann-
réttindabrotin felast í því að norsk
yfirvöld séu ekki reiðubúin að veita
fimm ára gömlum íslenskum rík-
isborgara tækifæri á því að vera í
nálægð við fjölskyldu sína á Íslandi.
Heldur vilja þau að hann verði í
höndum vandalausra. Mér finnst
ekki vera kannað til fulls hvort hans
réttur sem einstaklings, um að fá að
vera í nánum samskiptum við sína
fjölskyldu, hafi verið virtur,“ segir
Ragnheiður.
Ráðuneyti mun
ekkert aðhafast
í forræðismáli
Fimm ára drengur verður að
óbreyttu sendur í fóstur til Noregs
Morgunblaðið/Ómar
Áskorun Ragnheiður skoraði á
Ólöfu Nordal að aðhafast í málinu.
„Þessi ákvörðun kom okkur alger-
lega í opna skjöldu og í raun veldur
hún okkur verulegum vonbrigðum,“
segir Snorri Magnússon, formaður
Landssambands lögreglumanna, í
samtali við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til þeirrar
ákvörðunar innanríkisráðherra að
hýsa stóran hóp hælisleitenda í hús-
næði lögreglu að Krókhálsi 5b í
Reykjavík, en þar var áður Lög-
regluskóli ríkisins til húsa.
Eftir að lögreglunám færðist upp
á háskólastig fer bóklegt nám fram í
Háskólanum á Akureyri, en verklegi
hluti námsins og endurmenntun lög-
reglumanna er í höndum Mennta- og
starfsþróunarseturs ríkislögreglu-
stjóra, en til stóð að sú starfsemi færi
fram í húsnæði lögregluskólans að
Krókhálsi. Að sögn Snorra er nú alls
óljóst hvar hægt verður að hýsa
þessa starfsemi.
Húsnæðið var rýmt í flýti
„Inni í þessu húsnæði var fullbúin
íþrótta- og æfingaaðstaða sem lög-
reglan var að nýta, bæði fyrir nem-
endur skólans og undir þrekpróf lög-
reglumanna,“ segir Snorri og bætir
við að lögreglan hafi einnig nýtt að-
stöðuna til að æfa m.a. húsleitir og
tæknirannsóknir.
„Við fréttum
svo bara af því í
síðustu viku að
rýma ætti hús-
næðið í flýti og ég
veit ekki hvar lög-
reglan á að fá inni
með þá aðstöðu
sem þarna var,“
segir hann.
Spurður hvort
þessi ákvörðun
muni hafa einhver áhrif á þjálfun
lögreglumanna kveður Snorri já við.
„Þetta mun augljóslega hafa áhrif
á starfsþjálfun. Bóknám er þegar
hafið á Akureyri og okkur vitanlega
hefur ekki verið tekin nein ákvörðun
um hvernig starfsþjálfun verður
háttað. Við höfðum í hyggju að nýta
þetta húsnæði undir það sem og end-
urmenntun þeirra lögreglumanna
sem nú þegar eru við störf.“
Tímabundið, segir ráðherra
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
hefur sagt að um sé að ræða tíma-
bundna ráðstöfun vegna mikillar
þarfar fyrir húsnæði undir hælisleit-
endur hér á landi. Að sögn ráðherra
mun Útlendingastofnun hafa hús-
næðið að Krókhálsi til afnota í að há-
marki tvo mánuði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tómt Búið var að rýma æfingaaðstöðu lögreglu þegar ljósmyndara bar að og er húsið nú nýtt undir hælisleitendur.
Ákvörðun ráðherra
kom lögreglu á óvart
Fjölbreytt þjálfun stunduð í húsnæði lögreglu að Krókhálsi
Snorri
Magnússon
Yfir 100 hælisleitendur komu
hingað til lands í september
sl. og hafa umsóknir um
vernd verið hátt í 600 á
árinu. Hægt verður að hýsa
allt að 75 karlmenn í húsnæði
lögregluskólans að Krókhálsi
í Reykjavík, en að sögn Út-
lendingastofnunar er ekki
vænlegt að hafa þar bland-
aðan hóp fólks.
„Það er erfiðara að vera
með blandaða hópa í opnum
rýmum,“ segir Kristín Völund-
ardóttir, forstjóri Útlend-
ingastofnunar, í samtali við
mbl.is, en sólarhrings örygg-
isgæsla verður á staðnum
þann tíma sem Útlend-
ingastofnun hefur húsnæðið
til afnota. Fjöldi hælisleit-
enda hér á landi er nú vel yf-
ir 500.
Mikill fjöldi
umsókna
ALLT AÐ 75 Í SKÓLANUM