Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími 560 4300 | www.saltkaup.is | saltkaup@saltkaup.is Jólin nálgast ekki falla á tíma Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Auglýstu fyrirtækið á ódýran hátt ... Áprentaðir burðarpokar fyrir fyrirtæki Hafðu samband við sölumann fyrir frekari upplýsingar Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Dæmi: YUMI Vönduð og góð brúsavatnsvél 3.900,- án VSK Þjónusta- & leigugjald á mán. Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Björn Bjarnason segir að „leið-inlegustu stjórnmálafréttir sem fluttar eru í nokkurri út- varpsstöð eru þær sem rík- isútvarpið flytur í hvert sinn sem dregur að þinglok- um. Þær bera vott um að menn átta sig ekki á að stjórnarandstaðan getur sett þing- störf meira úr skorðum hér á landi en víða ann- ars staðar vegna virðingarleysis gagnvart vilja meirihlutans sem er innbyggt í þingskapalögin.    Talið um starfsáætlun þingsinssem getið er í hverjum fréttatíma í stað þess að fræða hlustendur um hvaða mál bíða af- greiðslu endurspeglar hve mikil áhersla er lögð á umgjörð þing- starfanna frekar en viðfangsefni þingmanna.    Árið 2009 var kjördagurákveðinn 25. apríl en þing var að störfum til 17. apríl. Yrði sami háttur hafður á núna sæti þingið að störfum til 22. október en í dag er 5. október. Er ekki ástæðulaust að láta eins og him- inn og jörð farist þótt þing sé enn að störfum? Af hverju skapa menn ekki frið til að unnt sé að afgreiða brýnustu málin?    Árni Páll Árnason var ífremstu röð Samfylking- armanna vorið 2009 þegar þeir lifðu í von um að geta knúið í gegn stjórnarskrárbreytingar með aðstoð framsóknarmanna og Jóhanna forsætisráðherra vildi alls ekki slíta þingi. Nú segist hann ætla að klaga til Öryggis- samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) að þing sitji og kosningar í nánd. Hann nái ekki að hafa samband við kjósendur sína. Þetta er allt á sömu bókina lært þegar litið er til Alþingis.“ Björn Bjarnason Þingmenn grafa undan eigin áliti STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.10., kl. 18.00 Reykjavík 11 rigning Bolungarvík 13 alskýjað Akureyri 13 alskýjað Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 9 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 10 heiðskírt Brussel 13 heiðskírt Dublin 15 heiðskírt Glasgow 15 heiðskírt London 15 heiðskírt París 16 heiðskírt Amsterdam 13 heiðskírt Hamborg 12 léttskýjað Berlín 12 rigning Vín 6 rigning Moskva 12 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 23 heiðskírt Róm 19 skýjað Aþena 22 rigning Winnipeg 9 heiðskírt Montreal 16 heiðskírt New York 15 heiðskírt Chicago 20 léttskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:53 18:39 ÍSAFJÖRÐUR 8:02 18:40 SIGLUFJÖRÐUR 7:45 18:23 DJÚPIVOGUR 7:24 18:08 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Viðræður standa yfir á milli Stykkis- hólmsbæjar og velferðarráðuneytis- ins um sameiningu Dvalarheimilis í Stykkishólmi og sjúkrahússins í bænum, sem rekið er af Heilbrigðis- stofnun Vesturlands. Nýverið náð- ust samningar um að bærinn taki að sér rekstur eldhússins á sjúkrahús- inu, sem mun frá 15. október nk. sjá um eldamennsku fyrir sjúkrahúsið, dvalarheimilið, skólana og þá eldri borgara sem fá sendan mat í heima- hús. Rekstur dvalarheimilisins hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og skuldir safnast upp. Sturla Böðvars- son bæjarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstrinum til betri vegar, samningar hafi tekist við ríkið um hækkun daggjalda og það hafi skipt sköpum. „Síðasta rekstrarár var erfitt, daggjöldin voru lág og síðan komu til launahækkanir. Bærinn hefur verið að vinna að því að stokka upp rekst- urinn. Það náðust samningar við rík- ið um hækkun daggjalda og við horf- um til þess að breyting verði á nú þegar á þessu ári,“ segir Sturla. Betri aðstaða og þjónusta Á meðan nunnurnar ráku St. Franc- iskusspítalann í Stykkishólmi var þar hjúkrunardeild starfandi fyrir aldraða. Tíu ár eru síðan ríkið keypti spítalann, sem nú er rekinn undir hatti Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands sem fyrr greinir. Sturla segir fullan vilja beggja að- ila vera til sameiningar en rekstur dvalarheimilisins, sem hefur starfað frá árinu 1978 í gömlu heimavistinni svokölluðu, yrði þá lagður af. Þar hafa verið 17 rúm en aðstaðan ekki viðunandi, að sögn Sturlu. Á sjúkrahúsinu er gert ráð fyrir 18 hjúkrunarrúmum, 2-4 fyrir hvíldar- innlögn og nokkur venjuleg sjúkra- rúm, auk þess sem Sturla bendir á að deildin muni njóta nauðsynlegrar bakþjónustu innan sjúkrahússins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stykkishólmur Rekstur dvalarheimilisins hefur gengið erfiðlega und- anfarin ár, en tekist hefur að snúa honum til betri vegar. Ræða sameiningu dvalarheimilisins og sjúkrahússins  Stykkishólmsbær í viðræðum við ríkið  Sér um rekstur eldhúss sjúkrahússins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.